Morgunblaðið - 05.11.1993, Síða 42

Morgunblaðið - 05.11.1993, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993 FRJALSIÞROTTIR Fríða Rún varð aftur Georgíumeistarí „ÞAÐ var ánægjulegt að vinna hlaupið annað árið í röð,“ sagði Fríða Rún Þórðardóttir hlaupakona úr UMFA í samtali við Morg- unblaðið en hún varð háskólameistari Georgíuríkis í víðavangs- hlaupi á dögunum. Sigraði hún annað árið f röð í hlaupinu, sem fram fór í Ólympíuborginni Atlanta. Fríða Rún sigraði ekki einvörð- ungu í sjálfu hlaupinu, sem var röskir 5 kílómetrar, heldur leiddi hún skólasveit sína enn á ný til sig- urs í sveitakeppninni. Sigraði skól- inn reyndar fjórða árið í röð í sveita- keppninni og hefur Fríða Rún verið í sveitinni öll þess ár. Fríðu Rún hefur gengið vel í víða- vangshlaupum bandarískra háskóla í haust; hefur unnið þijú hlaup af fimm og einu sinni orðið í öðru sæti. Um síðustu helgi varð hún í sjöunda sæti af 90 keppendum á sterku svæðismeistaramóti Suð- austur-Bandaríkjanna og hreppti skólasveitin bronsverðlaun í mjög sterku hlaupi í Baton Rouge í Louis- ianaríki. „Samkvæmt stigagjöf fyrir hlaupið áttum við að verða í fimmta sæti og því telst útkoman góð,“ sagði Fríða Rún. „Ég náði mér ekki alveg á strik í þessu hlaupi. Færið var mjög blautt og þungt og var ég í 13.-15. sæti eftir tvær mílur af þremur en blótaði og beit á jaxlinn og komst fram úr átta stelpum á síðasta kafl- anum. „Ég hef æft mjög mikið og vona að það gangi vel á næstunni. Um aðra helgi fer skólasveitin til Suður- Karólínu og keppir á úrtökumóti fyrir bandaríska háskólameistara- mótið. Þar munum við etja kappi við sjö til átta aðrar skólasveitir um tvö til þijú sæti og það verða allir að eiga góðan dag til að sveitin komist áfram,“ sagði Fríða Rún. Fríða Rún Þórðardóttir ■ TORFI Magnússon hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik fram yfir alþjóðlegt mót sem fram fer í desember á Kýpur. Torfi var með landsliðið áður en þjálfurum A-landsliðanna var sagt upp í sumar, en hefur nú verið endurráðinn fyrir þetta ein- staka verkefni. ■ ANDRI Marteinsson landsliðs- maður í knattspymu úr FH hefur skrifað undir tveggja ára samning við norska félagið Lyn, sem féll nið- ur í 2. deild þar í landi í haust. ■ GEIR Sveinsson gerði fimm mörk fyrir Alzira og Júiíus Jónas- son fjögur gegn Sicak frá Króatíu í fyrri Evrópuleik liðanna sem fram fór í Zagreb. Alzira sigraði örugg- lega, 20:30. ■ HAFSTEINN Gunnarsson frá Akranesi hefur verið ráðinn á skrif- stofu Knattspyrnusambands Is- lands. Hann mun m.a. verða starfs- maður mótanefndar, aganefndar og mannvirkjanefndar. Hafsteinn hef- ur verið^ starfsmaður Knattspymu- félags LA síðustu tvö árin. Klara Ósk Bjartmarz verður í 80% starfi á skrifstofu KSÍ og mun m.a. verða starfsmaður kvennanefndar. Þau hefja bæði störf eftir áramótin. ■ ELVERUMvann lið Bodö 32:24 í 1. deild norska handboltans um síðustu helgi. Þórir Hergeirsson, þjálfari Elverum, sagði að leikurinn hefði verið þokkalegur, en vamirnar slakar hjá báðum liðum. Hann hafði eftir Sigurði Gunnarssyni, þjálfara Bodö, að þrátt fyrir tap í fjórum fyrstu leikjunum, væri ekkert að óttast. Gylfi Birgisson gerði fimm mörk fyrir Bodö, en Matthías Matt- híasson stóð sig vel þær 25 mínút- ur, sem hann var inná hjá Elverum, og gerði eitt mark. -9 MIKEBrown einn þjálfara TBR í badminton sagði upp störfum á mánudaginn. Hann hefur starfað sem þjálfari í hálft þriðja ár og í fyrra þjálfaði hann einnig landsliðið. ■ DIEGO Maradona meiddist í síðari hálfleik í landsleik Argentínu og Astraliu sl. sunnudag eftir sam- stuð við Paul Wade, fyrirliða Astr- alíu. Talsmaður landsliðsins, Ro- berto Viera, sagði að fyrirliðinn yrði orðinn góður fyrir síðari leik þjóðanna 17. nóvember í Buenos Aires. Leikur númer eitt á laugardagsseðlinum er: 1. Orebro - Vasalund - allir hinir eru enskir. GOLF Á golfvelli Arnold Palmers ÚLFAR og Amar Már hittu einn frægasta kylfing allra tíma, Amold Palmer, á Bay Hill í Flórída á dögunum. Palmer á þennan völl og lék í næsta riðli á eftir þeim félögum. Úlfar lék mjög vel, var fímm undir eftir fyrri níu holumar. Úlfar á réltri leið - segir Arnar Már Ólafsson golfkennari sem leiðbeindi Úlfari ytra ÚLFAR Jónsson, kylfingur úr Keili, hefur ákveðið að reyna að komast að á sænsku mótaröðinni næsta sumar eftir að hafa leikið á þremur mótaröðum i Bandaríkjunum í vetur. Ástæðan er meðal annars að heldur ódýrarara er að leika í Svíþjóð en í Bandaríkjunum. Næsta haust er stefnan síðan sett á úrtökumót- in fyrir stóru mótaraðirnar tvær í Bandaríkjunum, PGA-mótin eða Nike-mótin. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Arnar Már Ólafsson golfkennari úr Keili var nýverið hjá Úlfari í Bandaríkjunum til að leiðbeina honum og aðstoða. Arnar Már segir Úlf- ar tvímæialaust á réttri leið og það hafi verið rétt ákvörðun hjá honum að fara ekki í úrtökumótin sem nú standa yfir. „Hann hefur verið að spila ágætlega og hefði ef til vill komist áfram, en ef eitthvað hefði komið uppá hjá honum þá hefði hann verið búinn með það fé sem hann ætlar til að lifa af veturinn," segir Arnar Már. „Það eru tveir strákar sem æfa með Úlfari í Louisana sem komust í gegnum fyrsta úrtökumótið núna og Ulfar hefur verið að leika jafn vel og þeir ef ekki betur. Ég held samt að það sé rétt hjá Úlfari að gefa sér eitt ár til að venjast því að leika á atvinnumannamótum áður en hann lætur til skarar skríða við stóru mótin. Hann hefur skipulagt þetta allt út í ystu æsar og heldur sig við það, spilar á þremur mótum í mánuði og hann er þegar farinn að finna þefinn af því að leika tals- vert langt undir pari valla þannig að hann er á réttri leið. Sem dæmi get ég nefnt að á meðan ég var með honum úti lékum við með Árna Árnasyni í Austurbakka einn hring á veljinum þar sem hann býr og þar lék Úlfar völlinn á 60 höggum, eða tíu undir pari hans og setti vallar- met.“ Úlfar hefur ákveðið að leika á þremur mótaröðum, Emorald Coast í Flórída, Texas Tour og Tommy Armour en það er stærsta og erfið- asta mótaröðin og eru vikuleg mót í henni í kringum Orlando. Með vor- inu er síðan hugmyndin að fara til Svíþjóðar og taka þátt í úrtökumót- . um til að komast að á sænsku móta- röðinni og leika á henni ef hann kemst að. Næsta haust er síðan stóra stundin þegar reynt verður við bandarísku mótaröðina. „Úrtökumótin í Barndaríkjunum eru eiginlega fjórskipt. Á fyrsta stigi detta flestir út en ef menn komast í gegnum annað stigið eru menn nokkuð öruggir um að komast á Nike mótin. Þriðja og fjórða stigið er síðan til að ákveða hveijir fara á PGA mótin og hveijir á Nike. Allt skipulag hjá Úlfari er mjög raun- hæft og ég tel hann vera á réttri leið og möguleikar hans á að kom- ast áfram eru mjög miklir. Hæfileik- arnir eru til staðar og hann hefur rétta skapgerð til að ná langt. Þeir sem eru að leika á þessum „míní“ mótum eru fyrst og fremst strákar sem eru að stefna að því sama og Úlfar, að komast lengra og þetta er mikill fjöldi kylfinga," segir Amar Már. Það kostar mikla peninga að taka þátt í þessum mótum. Menn verða að greiða fyrir að taka þátt í hverri mótaröð og kostar um 12 þúsund krónur á hveija mótaröð og síðan annað eins á hvert mót innan þeirra. Úlfar þarf að auki að aka nokkuð langt til að komast í þessi mót og sjá sér fyrir fæði og húsnæði á meðan mótin standa yfir. „Ef Úlfar kemst á Nike-röðina verður það til- tölulega ódýrara fyrir hann því þá eru ferðir og uppihald greitt að hluta til og verðlaunaféið er inun hærra. Menn verða líka að hafa í huga að þó svo kylfingur komist inn á PGA mótaröðina er ekki tryggt að hann geti gengið inn í öll mótin. Það gera menn ekki fyrr en þeir hafa sannað sig. Flestir þu'rfa að taka þátt í úr- tökumótum fyrir hvert mót,“ segir Arnar Már. InémR FOLK ■ TIM Flowers, markvörður So- uthampton í Englandi, skrifar í dag undir samning við Blackburn Rov- ers. Söluverðið var 2,4 milljónir punda — andvirði 250 milljóna — og leikur markvörðurinn gegn QPR strax á morgun. Flowers er sagður fá 8.000 pund á viku í laun hjá Blackburn; andvirði 840.000 króna. ■ DAVE Beasent, varamark- vörður Chelsea, var í gær keyptur fyrir 300.000 pund — 31 milljóna kr. — til Southampton. Honum er ætlað að fylla skarð Flowers. ■ UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, vísaði í gær frá kröfu spænska félagsins Atletico Madrid um að félagið fengi að mæta OFI frá Krít aftur í Evrópukeppninni. ■ GRÍSKA félagið sló Atletico Madrídarliðið út úr Evrópukeppn- inni í vikunni. Grikkirnir sigruðu 2:0 á Krít og gerðu annað markið — sem skipti sköpum' — úr mjög vafasamri vítaspyrnu. Markvörður Atletico varði skotið; sló knöttinn í stöng og þaðan rúllaði hann eftir marklínunni, áður en markvörður- inn náði að slá hann frá. Sjónvarps- upptaka þykir sýna að knötturinn hafi aldrei farið inn fyrir marklín- una. Talsmenn UEFA sögðu ein- faldlega að úrskurður dómarans væri endanlegur. ■ TONY Daley, leikmaður Aston Villa, sem talið var að væri á leið til Udinese á Italíu, verður áfram hjá Villa. ítalimir vildu aðeins leigja leikmanninn, sem er 26 ára, og sjá til hvemig hann stæði sig. En Ron Atkinson, stjóri Villa, vildi ekki láta Daley fara nema að Udi- nese keypti hann. Ekkert verður því af því að hann fari. ■ GIANLUIGI Lentini, leikmað- ur AC Milan, sem lenti í mjög alvar- legu bílslysi í ágúst — og var talinn í lífshættu á tímabili — hefur feng- ið grænt ljós frá læknum um að mega byija að æfa á ný. Lentini vonast til að spila gegn gömlu félög- unum í Tórínó í ítölsku 1. deildinni 5. desember. ■ TOTTENHAM í Englandi kom á óvart í fyrradag er félagið keypti miðvallarleikmannin Mickey Haz- ard frá Swindon á 60.000 pund, andvirði 6,3 milljóna króna. Haz- ard, sem orðinn er 33 ára, lék með Tottenham fyrir nokkrum árum, við góðan orðstír, en var síðan hjá Chelsea og Portsmouth áður en hann fór til Swindon, þar sem hann lék m.a. undir stjóm Ossie Ardi- les, sem nú er við stjórnvölinn hjá Tottenham, en þeir léku einnig saman hjá félaginu á sínum tíma. ■ NICK Faldo, stigahæsti kylf- ingur heims, hefur tilkynnt að hann verði ekki með á HM liða í golfi, sem fram fer í næstu viku í Flórída. Meiðsli á úlnlið koma í veg fyrir að þessi frábæri enski kylfingur Seti tekið þátt. I MEXÍKÓ sigraði Kína í vin- áttulandsleik í knattspyrnu, 3:0, í San Diego í Bandaríkjunum í fyrrinótt. É ÓTTAST er að Elber, brasil- ískur framheiji hjá svissneska liðinu Grasshopper, missi sjón á vinstri auga eftir að fengið högg í það í leik um síðustu helgi. ■ JULIO Cesar, brasilíski varn- armaðurinn hjá Juventus, meiddist í Evrópuleik liðsins gegn Kong- svinger í vikunni — fékk spark í hægri sköflunginn, og verður frá keppni í mánuð. ■ GARY Lineker, fyrrum lands- liðsmaður Englands í knattspyrnu, meiddist í leik með Nagoya Grampus Eight í japönsku 1. deild- inni í vikunni — tábrotnaði, og verð- ur líklega ekki meira með það sem eftir er keppnistímabilsins. ■ DANSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Johnny Mölby var í gær seldur frá Borussia Mönc- hengladbach í Þýskalandi til belg- íska félagsins Mechelen. Hann er 24 ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.