Morgunblaðið - 07.11.1993, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993
5
Nujoma Namibíuforseti vill auka viðskipti landa sinna við íslendinga
Viljum bjarga okkur sjálfir
og vera herrar í eigin landi
Namibíumenn vilja ekki sitja með hendur í skauti „skælandi eins og börn“
ER Namibíumenn hlutu sjálfstæði
fyrir þrem árum voru fiskistofnar
við landið ofnýttir og sjávarútveg-
ur hafði verið vanræktur í landinu
sjálfu, það voru útlend skip sem
stunduðu rányrkjuna. Eitt fyrsta
verk sljórnar Sam Nujoma for-
Yfirlæknir Blóðbankans
Ekkert blóð-
efni keypt
frá Evrópu
„BLÓÐBANKINN kaupir ekkert
blóðefni frá Evrópu,“ sagði Ólaf-
ur Jensson yfirlæknir og for-
stöðumaður Blóðbankans í sam-
tali við Morgunblaðið.
Landspítalinn keypti að sögn
Ólafs blóðefnið storkuþátt 8 frá
blóðbanka finnska Rauða krossins
í Helsinki fram til ársins 1988. Síð-
an þá hafi spítalinn keypt faktor
8, sem er háhreinsaður, frá Banda-
ríkjunum. „Einnig kaupir spítalinn
albúmín, sem unnið er úr plasma,
frá Norðurlöndunum en það er
dauðhreinsað," sagði Ólafur Jens-
son.
seta var því að lýsa yfir 200 sjó-
mílna fiskveiðilögsögu og selja
reglur um verndun fiskistofna.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi forsetans og Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráð-
herra á Hótel Sögu á föstudag;
Davíð Oddsson forsætisherra gat
ekki verið viðstaddur fundinn.
Namibíumenn hafa flutt út tölu-
vert af fiski til Spánar, Frakk-
lands, Þýskalands og Bretlands
og þeir gera sér vonir um að sjáv-
arútvegur verði ein af helstu
undirstöðum efnahags lands-
manna.
Nujoma forseti sagðist hafa átt
afar gagnlegar viðræður við forsæt-
isráðherra og fleiri ráðamenn hér-
lendis í heimsókninni.
Er- blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við Nujoma var hann fyrst
spurður hvort íslensk og namibísk
fyrirtæki gætu átt samstarf á fleiri
sviðum en í sjávarútvegi, t.d. orku-
vinnslu og landbúnaði. „Já í sendi-
nefnd minni eru tveir kaupsýslu-
menn. Markmiðið með heimsókn
þeirra er að þeir ræði við starfsbræð-
ur sína hér á landi og reyni að ná
samningum um samstarfsfyrirtæki.
Einkum er um að ræða sjávarútveg-
inn að sjálfsögðu en einnig landbún-
að og orkumál. Okkur fannst mikil
til um framkvæmdirnar á Nesjavöll-
um. Ég tel að okkur geti komið til
góða kunnátta ykkar og reynsla í
orkumálum. En í Namibíu viljum við
reyna að nýta sólarorkuna, þar er
sólskin allan ársins hring. Ég hygg
að íslensk fyrirtæki gætu tekið þátt
í verkefnum sem miða að því að
nýta orku til að bæta efnahag okk-
ar.“
- Norsk fyrirtæki eru byijuð að
kanna hvort olíu er að finna við
Namibíu. Eruð þið bjartsýnir?
„Við bíðum milli vonar og ótta
eftir niðurstöðunni, olíutekjur
myndu létta okkur mjög róðurinn í
efnahagsmálunum."
Reynsla og tækniþekking
- Margir hafa að undanförnu
gagnrýnt þá stefnu sem fylgt hefur
verið hjá Sameinuðu þjóðunum síð-
ustu áratugi í þróunaraðstoð. Finnst
þér að vel hafi tekist til?
„Sjálfur tel ég að ekki sé hægt
að kenna Sameinuðu þjóðunum um
efnahagsástandið í þriðja heiminum.
Það þarf að kanna með vísindalegum
aðferðum hvaða auðlindir eru fyrir
hendi í hveiju landi og fá síðan þá
sem hafa til þess reynslu og tækni-
þekkingu að aðstoða við að nýta
auðlindirnar. Sums staðar er ekki
um margt að ræða en þá er að nýta
vel það sem samt sem áður er til
staðar.
í Namíbíu höfum við sjávarútveg-
inn en leggjum einnig mikla áherslu
á landbúnaðinn. Við viljum auka
fallþunga nautgripanna og sauðfjár-
ins til að skepnurnar gefi af sér
meira kjöt svo að við getum aukið
útflutninginn. Við viljum fullvinna
ýmsar námuafurðir sem nú eru flutt-
ar út sem hráefni, þá aukum við
verðmæti þeirra og hagnaðurinn
verður eftir í landinu.
Við teljum ekki rétt að sitja með
hendur í skauti, skælandi' eins og
smábörn, viljum heldur bjarga okkur
sjálf“.
- Þú vilt vafalaust ekki gagnrýna
starfsbræður þína meðal annarra
þriðjaheimsleiðtoga. En telurðu að
of mikillar sjálfsmeðaumkunar hafi
gætt hjá sumum þeirra, að þeir kenni
gömlum nýlenduherrum um allt illt?
„Það er ekki hlutverk mitt hér að
finna sökudólga handa neinum, ég
vil miklu heldur ræða um Namibíu.
Þar er ég sjálfur ábyrgur.“
Nujoma er einn af örfáum lýðræð-
islega kjörnum leiðtogum Afríku.
Hann var spurður hveijgr líkurnar
væru á því að lýðræði yxi ásmegin
í álfunni, hvað vestræn ríki ættu að
gera til að styrkja lýðræðisþróunina.
Forsetinn svaraði að ákvarðanir um
lýðræði og framkvæmd þess ætti
hver þjóð að taka fyrir sig. Honum
fyndist mikilvægt að almenningi yrði
gert kleift að taka stöðugt þátt í
daglegum ákvörðunum stjórnvalda
sem snertu hag ailra, einnig að eiga
Morgunblaðið/Kristinn
Sam Nujoma, forseti Namibíu.
aðild að grundvallarstefnumótun.
Nujoma var fram á síðustu ár
talinn marxisti eins og fleiri leiðtog-
ar í þriðja heiminum. Hann var
spurður hvort pólitískar skoðanir
hans hefðu breyst mikið.
„Ymsir og einkum þeir sem arð-
rændu auðlindir Namibíu ásamt
Suður-Afríkumönnum reyndu að
sjálfsögðu að sverta okkur svo að
nýlenduherrarnir gætu haldið áfram
að stjórna landinu okkar, þeir voru
staðráðnir í að halda völduin. Við
vorum á hinn bóginn jafn staðráðnir
í að binda enda á kúgunina og arðr-
ánið. Við vildum ákveða eigin fram-
tíð, við vildum hafa stjórn á fram-
leiðsluatvinnuvegunum og gera okk-
ar eigin samninga við þá sem viður-
kenndu réttindi okkar. I slíkum
samningum verður að ríkja gagn-
kvæmur skiiningur og samstarf,
báðir verða að hagnast á samvinn-
unni. Við viljum bjarga okkur sjálfir
og vera herrar í eigin landi.“
Sumir halda...
En rétt er...
...að mikil veisla bíði íslendinga
ef óheftur innflutningur á erlendum
landbúnaðarafurðum verður heimilaður.
...að þúsundir íslendinga sem starfa við
landbúnað og þjónustu í tengslum við hann munu
missa atvinnu sína og erlendar landbúnaðarafurðir munu
kosta þjóðina milljarða króna í erlendum gjaldeyri
- höfum við ráð á því?
ISLENSKUR
LANDBÚNAÐUR