Morgunblaðið - 07.11.1993, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.11.1993, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1993 19 Kammertónlist frá Bergen ________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson BIT 20 nefnist kammerhópur frá Bergen sem hér var á ferð og hélt tónleika sl. miðvikudag í Norræna húsinu. Á efnisskránni voru verk eftir Káre Kolberg, Hákon Berge, Þorkel Sigur- bjömsson og Grieg. Tónleikarnir hófust á verki sem nefnist Alluso og er eftir Káre Kolberg. í efnisskrá er haft eftir höfundi, að verkið sé tilraun til að „semja tónlist innan rammans „Grieg í nútímasam- hengi“. Varla er hægt að hugsa sér flatneskjulegra og óskáld- legra markmið til listsköpunar. Grieg mun ekki hafa annað sam- hengi við nútímann og framtíð- ina en sem nemur listgildi tón- verka hans og þörf manna til að njóta listar hans. Það er ekki þar með sagt, að verk Kolbergs hafi verið slæmt, en ekki mikið meira að efnisinni- haldi en sem nemur á köflum skemmtilegri hljómsveitarút- færslu. Sama má segja um verk- ið eftir Berg, sem hann nefnir Shimmer og á að vera „persónu- leg upplifun á verkum Griegs og einnig minning frá óteljandi píanótímum í barnæsku“. (Und- arleg sálarfræði, líklega mar- tröð.) Það hófst á fallegum píanóleik en síðan breyttist tón- málið í effektaleit, sem á köflum var áheyrilega hljómandi en hálf mögur tónlist. Bæði verkin, sem eru lýsandi fyrir staðnaðan „modernisma", voru ágætlega leikin undir stjórn Ingar Berby og auðheyrt að hljómsveitin er þokkalega vel mönnuð. Flautuleikarinn Ingela 0jen lék Kalais eftir Þorkel Sigur- björnsson og í leik hennar gat að heyra mildari og hlýrri vinda en í íslenskum norðanvindi, en nefndur Kalais var sonur norð- anvindsins (Boreasar). Það var þokki yfír leik hennar og skemmtilegt að heyra þetta vin- sæla verk Þorkels litað nýjum blæbrigðum. Tónleikunum lauk með laga- flokknum Haugtussa eftir Gri- eg, fallegu listaverki, sem óþarft er að endurskoða með hliðsjón af nýjum tíma, sem gert var fyrir þessa tónleika með því að umrita það fyrir hljómsveit. Það er ekki auðvelt að umrita slík verk og hér hefur umritaranum, Kjell Flem, ekki tekist að gæða hana lífi, því oft er hún æði flatneskjuleg og hefði því farið betur að flytja verkið með píanó- undirleik. Rannveig Bragadóttir söng lagaflokkinn frábærlega vel og ef eitthvað mætti tiltaka, var bæði fyrsta lagið og það síðasta, glæsilega sungið. Rannveig túlkaði mjög vel sérkennilegar andstæður verksins eins og t.d. glaðværðina í Killingdans og í dapurlegri stefjum, þar sem ást- artreginn er túlkaður mjög fal- lega. Benjamin Bagby. Benjamin Bag- by syngur og leikur á lýru BENJAMIN Bagby mun flytja valda kafla úr Bjólfskviðu og Hildibrandskviðu í Norræna hús- inu í dag, sunnudaginn 7. nóvem- ber kl. 20.30. Benjamin er félagi og meðstjórn- andi þýska sönghópsins Sequentia, sem hefur eingöngu helgað sig mið- aldatónlist. Hann er hingað kominn á vegum Goethe-stofnunarinnar úr tónleikaferð um Bandaríkin og ætlar hann ekki bara að halda tónleika hér, heldur líka að fást við rannsókn- ir í tengslum við fyrirhugaða Eddu- hátíð í Lúxemborg 1995, þar sem ætlunin er að færa upp atriði úr goðafræði Eddu með það fyrir aug- um að endurvekja tónlist miðalda. Benjamin Bagby mun flytja valda kafla úr Bjólfskviðu svo og Hildi- brandskviðu alla, en eins og kunnugt er úr gömlum heimildum, hefur tón- list alla tíð verið mikilvægur þáttur í flutningi fornra kvæða. Hljóðfærið er endurbyggð 6 strengja lýra, eins og hún fannst í haug óþekkts höfð- ingja í Suðvestur-Þýskalandi frá 7. öld. Aðgangur er ókeypis. Norræna húsið Þriðju Háskóla- tónleikar vetrarins ÞRIÐJU Háskólatónleikar vetrarins verða í Norræna húsinu mið- vikudaginn 10. nóvember kl. 12.30 og standa í um það bil hálfa klukkustund. Á tónleikunum flytur Chalume- aux-tríóið verk eftir J. Haydn, Fr. Schubert, A. Salieri, L.v. Beethoven og W. A. Mozart. Tríóið skipa Kjartan Óskarsson, Óskar Ingólfsson og Sigurður Ingvi Snorrason. Þeir félagar hafa starf- að saman nokkur undangengin ár og leika jöfnum höndum á flestar gerðir klarínetta, allt frá litlu Es- klarínettunni niður í bassaklarín- ettu. í verkefnavali sínu leggur Chal- umeaux-tríóið mikla áherslu á sam- tímatónlist og hafa mörg tónskáld samið verk fyrir það. Sl. vor tók tríóið þátt í tónleikum á vegum Musica Nova og FÍH þar sem flutt voru verk eftir hollenska tónskáldið Joep Straesser. Af þessu tilefni samdi Straesser verk, sem hann nefnir Gedanken der Nacht, sér- staklega fyrir Chalumeaux-tríóið. Chalumeaux-tríóið GOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKAR KJARAN GÓLFBÚNAÐUR SlÐUMÚU 14,108 REYKJAVÍK, SlMI 813022 golfdukargolfdukargolfdukargolfdukargolfdukAr VEISTU HVAÐ ÞETIA ER? Svarið færðu hjá LESTRARHESTINUM, sem er fræðslubókaklúbbur fyrir böm og unglinga. Hann er áskriftarklúbbur sem saman stendur af 17 bókum í bókaflokknum LÍFIÐ OG TILVERAN, sem farið hefur sigurför um heiminn. ✓ Fjöldi Islendinga hafa skráð sig í klúbbinn á undan- förnum dögum. Astæðan, segir fólk, vandaðar fræðslubækur sem eiga erindi inn á hvert heimili. Fræðsluhœkur fyrir börn og unglinga itw •, j ■’.■■ ■ V ■» ■■ .§i ■■■:. y .......p • V b % •r' • f \ t J ■ -- - >’ m \ • , . :: , < , ■■■-■■'..:.■ iV' . • ■?.. 'Jt’. 1. bók. RISAEÐLUR Dýr frá horfnum heimi 2. bók. DÝR - umhverfi og lífshœttir ■ '■■ '■ •'■•' Bœkurnar íþessum frábœra bókaflokki fjalla um: Risaeðlur • Dýraríkið • Jurtaríkið Hafíð • Jörðina • Uppgötvanir Himininn og stjörnurnar Mannslíkamann * Söguna Húsdýrin • Dýrin í náttúrunni Ferðalög • Listir • Tónlist Matreiðslu t'yrir byrjendur Mannasiði • Þjóðsögur og þjóðtrú Þetta er mynd ggj*l / úr bókinni ■r]- RISAEÐLUR sem er fyrsta bókin í bókaflokknuin LÍFIÐ OG TILVERAN , ’ ’ - - f ■,■' •' ■ i > y. 's -■ / ' /• ■ • i , „ ’ r > >r . i - - • ... • ■' Vv - •-.. 'V' ■ .'■ G B0KAKLUBBUR LESTRARHESTURINN SKJALDBORG • ÁRMÚLA23 • REYKJAVÍK SIMI 7*24*00> -ídagogaiía daga- GÓLFDÚKARGÓLFDÚKARGÓLFDÚKAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.