Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞKIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1993 4 4 i KOSIÐ UM SAMEININGU SVEITARFELAGA Skipting landSÍnS í 43 SVeÍtaiféldg skv. tillögum umdæmanefnda NORÐURLAND EYSTRA VESTFIRÐIR NORÐURIAND VESTRA REYfcJAVÍK REYKJANES 39 <^j t SUÐURLAND -^/mH ¦151 Suðurnes Mestir mögu- leikar til sameiningar KRISTJÁN Pálsson bæjarsljóri Njarðvíkur og formaður umdæm- isnefndar Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum segir að úr- slit kosninganna bjóði upp á að sá möguleiki verði skoðaður mjög ítarlega að sameina Keflavík, Njarðvík og Hafnahrepp þar sem augh'ós vilji sé á þessum stöðum fyrir sameiningu, og á það verði örugglega látið reyna. „Síðan er það spurning hvort það verði kannað hjá öðrum sveitarfélögum sem lýstu yfir þó nokkrum vilja til sameiningar, til dæmis í Gerða- hreppi og á Vatnsleysuströnd, hvort þeir hefðu áhuga á því að vera með. „Keflvíkingar hafa alltaf verið ákafir sameiningarmenn, og ég vona að þegar nágrannasveitarfélög okk- ar sjá hve mikill vilji er til sameining- ar í þessum stóru sveitarfélögum, Keflavík og Njarðvík, og ljóst sé að þar verði gerð önnur tilraun, að þeir þá kannski hugsi sig um og líti þetta með öðrum augum og þá sem já- Hvæðari þátttakendur í því að sam- einast í stærri heild," sagði hann. Vesturland Þrjú atkvæði réðu úrslitum „FRAMHALDIÐ byggist á við- horfum sveitarstjórna. Umdæ- manefndin hefur ekki komið sam- an til að spá í niðurstöðurnar en mun gera það fljótlega. Það verð- ur að nýta tímann vel ef menn ætla að gera eitthvað fyrir miðjan janúar," segir Jón Þór Jónasson, formaður umdæmanefndar á Vesturlandi. Hann segir hugsan- legt að skoða nánar hvort lögð verði fram ný tillaga um samein- ingu sveitarfélaga í Mýrasýsiu en þar féll sameiningartillagan naumlega, fimm sveitarfélög sam- þykktu hana en þrjú voru á móti, en þó aðeins með þriggja atkvæða mun í Borgarhreppi. Tillaga um sameiningu fjögurra sveitarfélaga vestast á Snæfellsnesi; í Olafsvík, Neshreppi utan Ennis, Breiðuvíkurhreppi, og Staðarsveit, var eina sameiningartillagan sem samþykkt var í kosningunum á laug- ardag. Einnig er möguleiki á að sam- eina sveitarfélög í Dalasýslu samkæmt reglunni um að 2/3 sveit- arfélaga á viðkomaridi svæði sem samþykkja sameiningu er heimilt að ákveða sameiningu þeirra en í fímm sveitarfélögum af sjö í Dalasýslu var tillaga umdæmanefndar samþykkt. Vestfirðir Sameining í tengslum við sam- göngubætur GUÐMUNDUR H. Ingólfsson, for- maður umdæmanefndar Vestfirð- inga, sagðist vera þokkalega ánægður með niðurstöður kosn- inganna á Vestfjörðum en segist þó hafa orðið fyrir sérstökum vonbrigðum með útkoraana í Dýrafirði. „Aðrar niðurstöður eru aftur á móti í samræmi við það sem búast mátti við. Ég tel eðlileg- ast að menn skoði þessa stöðu í nokkra daga og ég mun ekki kalla umdæmanefndina saman strax heldur lofa sveitarsljórnunum að fá tækifæri til að funda um þetta fyrst," sagði hann. „Ég hefði viljað sjá sveitarfélög sameinast þar sem mestar sam- göngubætur hafa verið gerðar eða þar sem unnið er að þeim. Þetta eru þau sveitarfélög sém bíða eftir jarð- göngunum og Dýrafjörðurinn er vissulega einn hluti þeirra. Það hefði verið mjög æskiieg þróun," sagði Guðmundur. Að hans sögn hans kom sú niður- staða að sameiningartillagan var felld í Bolungarvík, Súðavík og í inndjúpshreppunum við ísafjarðar- djúp ekki á óvart. Norðurlandi vestra Litlu sveitar- félögin verða að leita samstarfs TILLÖGUR umdæmanefndar á Norðurlandi vestra voru felldar á 21 stað af 29, á flestum stöðum með miklum mun. Björn Sigur- björnsson, formaður umdæma- nefndar segist telja að þær sýni að menn séu ekki tilbúnir i stórar sameiningar og nú sé hugsanlega rétt að leita leiða til að mynda smærri einingar. Ekki sé þó víst að litlar einingar geti tekið við þeim verkefnum sem ríkisstjórnin talar um að færa til sveitarfélag- anna. „Ég álít að það hefði verið stutt skref í Skagafirði að stíga að færa hreinlega öll verkefnin til héraðs- nefndar sem þá hefði að sjálfsögðu ekki heitið héraðsnefnd heldur sveit- arstjórn Skagafjarðar. Ef við lítum síðan á Austur-Húna- vatnssýslu þá sögðu menn að tillaga umdæmanefndar væri slæm. Við hefðum átt að leggja til eitt svæði þar eins og^ í vestursýslunni og í Skagafirði. Á sama tíma hafna þeir þessu m.a. vegna þess að þetta sé of stór eining. í vestursýslunni hafa verið uppi hugmyndir um að sveitahreppirnir sameinuðust og þéttbýlisstaðirnir skildir eftir. Þetta eru gamalkunnar hugmyndir en við töldum að leita ætti eftir samstöðu eins margra sveitarfélaga og nokkur kostur væri. Höfuðborgarsvæðið Harkaleg andstaða réð miklu um úrslitin SVEINN Andri Sveinsson formað- íii' umdæmisnefndar hðfuð- borgarsvæðisins segir að það hafi ráðið miklu um úrslit kosning- anna um sameiningu sveitarfé- laga á hðfuðborgarsvæðinu hve sveitarstjórnamenn annars staðar en í Reykjavfk hefðu beitt sér harkalega gegn sameining- unni.„Á hátíðisstundum hafa þeir gjarnan talað um nauðsyn þess að sameina sveitarfélðg, en siðan þegar komið er að þeim sjálfum þá "hafa þeir barist hart gegn þessu," sagði hann. Varðandi niðurstöður kosning- anna á höfuðborgarsvæðinu sagði Sveinn Andri að hvað varðar samein- ingu Garðabæjar og Bessastaða- hrepps þá væru niðurstöðurnar í fullu samræmi við það sem fyrirfram hafi verið búist við. „Hvað norðanvert höfuðborgar- svæðið varðar þá var það mat nefnd- arinnar að þetta væri sú tillaga sem væri einna líklegust til að hljóta brautargengi, en það sem kannski veldur vonbrigðum þar er að Kjó- syerjar skyldu ekki segja já. Jafn- framt vekur það athygli að þrátt fyrir mjög harða andstöðu til dæmis á Kjalarnesi skuli andstæðingarnir ekki vera fleiri en 60%. Við töldum okkur vita það fyrirfram að þetta yrði fellt í Mosfellsbæ og á Seltjarn- arnesi, en það er hins vegar ánægju- legt að sjá hvað tillagan hlýtur yfir- gnæfandi stuðning í Reykjavík. Austurland Nokkrir möguleikar á sameiningu „ÞAÐ er áhyggjuefni ef þessi úrslit verða tulkuð á þann hátt, að landsbyggðin sé mjðg ánægð með sinn hlut i valdahlutf ðllunum í þjóðfélaginu. Þetta eru þá dapurleg skilaboð frá lands- byggðinni um að vitja óbreytta þróun," segir Albert Eymunds- son, formaður umdæmanefndar á Austurlandi. Tillaga umdæmanefndar um sam- einingu Norðfjarðarsvæðis var sam- þykkt af tveimur sveitarfélögum en íbúar Mjóafjarðar voru á móti en íbúafjöldi þar er undir mörkum um lágmarksíbúastærð og kvaðst Albert gera ráð fyrir að þegar gengið yrði til sameiningar Norðfjarðarhrepps og Neskaupsstaðar ættu Mjófirðing- ar ekki kost á öðru en að vera með. Albert sagðist ekki sjá aðra mögu- leika á sameiningu sveitarfélaga á Norðursvæðinu en umdæmanefnd hefði gert tillögu Um og heimamenn yrðu sjálfir að meta hvert framhald- ið yrði en tillagan var felld á jöfnu í Skeggjastaðahreppi. Mikil and- staða kom fram við tillðgunni um sameiningu sveitarfélaga á Héraðs- svæði. Norðurland eystra Tilfinninga- þátturinn vegur þyngst Guðný Sverrisdóttir, formaður umdæmanefndar á Norðurlandi eystra, segir greinilegt af niður- stöðum kosninganna að fólk sé ekki tilbúið til sameiningar og þar vægi tilfinningaþátturinn þyngst á metunum. „Við ætlum að senda bréf til alira sveitarstjórna á svæðinu og biðja þær að kanna hvort eitthvert sameiningamynst- ur sé sjáanlegt á þeirra svæði." „Ég held að ef fólk hefði almennt viljað fræðast um málið þá hefði það getað nálgast þær upplýsingar sem "* það þurfti. Ég hef ekki orðið vör við áhugaleysi enda var kosningaþátt- taka í minni sveitarfélögunum mjög góð. Fólk virðist hafa haft áhuga á að tjá sig í þessum kosningum og mér finnst boðskapurinn greinilega vera sá að fólk sé ekki tilbúið. Þetta er þó ekki algilt eins og niðurstöð- urnar leiddu í ljós," sagði Guðný. Suðurland Ekki margir leikir sem blasavið % STEINGRÍMUR Ingvarsson for- maður umdæmisnefndar á Suður- landi segir að ástæður þess að tillðgur um sameiningu sveitarfé- laga í kjðrdæminu hafi ekki náð fram að ganga séu að öllum lík- indum fyrst og fremst þær að mðnnum hafi þótt tillögurnar of stórtækar. Hann segir að það hafi á vissan hátt komið sér á óvart að á Árborgarsvæðinu hafi útkoman ekki verið betri, og þá sérstaklega í sveitarfélögunum við strðndina. Steingrímur sagðist á þessu stigi ekkert geta um það sagt hvert hugs- anlegt framhald í sameiningarmál- um á Suðurlandi gæti orðið, en ef litið væri á niðurstöður kosninganna almennt sem viljayfirlýsingar um sameiningu eða ekki þá væru að hans mati ekki margir leikir sem blöstu við í stöðunni. 46. leikvika, 20. nóv. 1993 Nr. Leilatr: Röðin: 1. AstonVilla-SheíT.Utd 1 - 2. Bbckburn - Southamptn 1 - 3. Chelsea - Arsenal - - 4. Everton - QPR 5. Man. Utd. - Wimbledon 6. Norwich - Man. City 7. Sheff. Wed - Coventry - X - 8. Swindon - Ipswich - X - 9. Tottenham - Leeds - X - 10. West Ham - Oldham 1 - - 11. Barnsley - C Palace - - 2 12. Millwall - Tranmere 1 - - 13. Peterboro - Charlton - - 2 Heildarvinningsupphæðin: 111 milljón krónur 13 réttin 12 réttir: 11 réttin 10 réttin l 56.230 2.060 230 ]kr. ]kr > it ¦ Vf£W EURO^TIPS j 46. leikvika, 17. nóv. 1993 Nr. Leikur: Röðin: 1. Spánn - Danmörk (hl.) 2. Spánn - Danmörk 3. Frakkland • Búlgaría (hl. - X -- X - 4. Frakkland • Búlgaría 5. ítulía - Portugal 6. Gríkkland • Rússland - - 2 7. Norður írland - írland 8. Sviss - Eistland 9. MaltaSkotland - X -- - 2 10. PÓIland - Holland 11. Wales - Rúmenfa 12. Belgía - Tékkósióvakía - - 2 - - 2 - X - 13. Argentlna - Ástralfa 14. Þýskaland - Brasilía !:: Heildarvinningsupphœðin: 8,2 milljón krónur 14 réttir: ! 613.270 |kr 13 réttir: 17.490 |kr 12 réltir: 1.450 |kr. 11 réttin 0 |kr 46. leikvika - 21. nóv. 1993 Nr. Leikur: Rööin: 1. Atalanta - Parma 2. Foggia - Sampdoria 3. Genoa - Inter 4. Juventus - Cagliari 5. Lazio - Torino 6. Lecce - Roma 7. Milan - Napoli 8. Piacenza - Udinese 9. Reggiana - Cremonese 10. Cesena-Bari 11. Cosenza - Modena 12. Padova - Brescia 13. Pisa - Ancona X- - 2 - 2 Heildarvinningsupphteðin: 8,8 miHjónir króna 13 réttin ! 12 tvltir: 11 ívtlii •: 10 rettir: Ikr 105.610 3.800 730 ] kr. ] kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.