Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 48
Ibllémwoll *t&ttnbUfoib MORGVNBLADW, KMNGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100. SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Þrjú íslensk skíp á veiðum á fiskverndarsvæði Norðmanna við Svalbarða Harðari aðgerðir norskra haldi skipin áfram veiðum ÞRJÚ íslensk skip voru í gær við veiðar norðan við Bjarnarey, á fiskverndarsvæði Norðmanna við Svalbarða og fylgdust tvö norsk strandgæsluskip með þeim. Norð- menn voru í gærkvöldi að und- irbúa aðgerðir gegn skipunum. Búist var við að farið yrði um borð í skipin árdegis í dag og skipstjórunum gefin fyrirmæli um að yfirgefa svæðið. .jFyrir- mæli okkar eru skýr. Ef íslend- ingar verða ekki við skipunum okkar um að hætta veiðum mun- um við grípa til harðari að^ gerða," sagði Lars Kjeren skip- herra hjá strandgæslunni í Norð- ur-Noregi. Eiður Guðnason sendi- herra í Osló hefur.verið kallaður til fundar í utanríkisráðuneyti Noregs í dag og er talið að sá fundur tengist veiðum íslensku skipanna. Málið verður rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Sjávarútvegsráðherrar íslands og Noregs áttu óformlegt samtal um þessar veiðar í gær. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði varað alvarlega við að skipin héldu til veiða þarna og sú aðvörun væri enn í fullu gildi. íslensku skipin sem farið hafa til veiða í Smugunni í Barentshafí munu að undanförnu hafa veitt á fiskverndarsVæðinu við Svalbarða á leið í og úr Smugunni. Á sunnudag sáu Norðmennirnir Stakfell frá Þórs- höfn á veiðum á svæðinu voru menn látnir síga úr þyrlu niður í skipið. Áhöfnin á Stakfelli hætti veiðum en í gæf var það aftur komið til veiða ásamt Snæfugli frá Reyðarfirði og Skúmi úr Grindavík. Jóhann A. Jónsson framkvæmda- stjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, sem gerir út Stakfell, segir að út- Borgey hf. fær heimild til nauða- samninga HÉRAÐSDÓMARINN á Aust- urlandi veitti í gær Borgey á Höfn heimild til að leita nauðasamninga. Ingimundur Einarsson var skipaður um- sjónarmaður. Lagt var fram valkvæmt tilboð sem að ýmsu leyti er sagt vera nýlunda. Samkvæmt því verða allar skuldir undir 80 þúsund kr. greiddar. Þeim sem eiga meira hjá Borgey bjóðast 3 kostir. Tveir þeir fyrstu byggjast á því að kröfuhafar gefi eftir 60% af kröfum, síðan er munur á hvern- ig 40% eftirstöðva greiðast. Fyrsti kostur gerir ráð fyrir að fjórðungur eftirstöðva greiðist innan þriggja mánaða frá stað- festingu nauðasamnings og af- gangurinn með verðtryggingu á 4 árum. Annar kostur gerir ráð fyrir að 40% krafna greiðist með verðtryggðu skuldabréfi á 12 árum og beri 6% fasta vexti. Loks er gert ráð fyrir því að öll kröfuhæð lánardrottins verði greidd með jafnvirði hlutafjár. Fiskverndarsvæði Norðmanna við Svalbarða BAREAÍTVHAF 'mugan ISLAND Þrjú íslensk skip voru í gær að veiðum á fiskverndarsvæðinu RUSSLAND gerðarmenn skipanna séu óánægðir með að Norðmenn taki sér þennan rétt við Svalbarða. „Við erum einnig óánægðir með að ekki skuli hafa verið röggsamlegar haldið á málum hér heima. Það verður að láta reyna á þessa hluti, annaðhvort verður samið eða málið fer fyrir dómstóla. Við höfum hingað til farið samninga- leiðina," sagði Jóhann. Láta til skarar skríða Norska strandgæslan bjóst í gær- kvöldi við því að láta til skarar skríða gegn íslensku skipunum árdegis í dag. Thorstein Myhre forstjóri strandgæslunnar sagði að afli skip- anna yrði kannaður og beint til þeirra þeim tilmælum að yfirgefa svæðið. í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagðist Myhre ekki vera reiðubúinn til að gefa upp hve langt Norðmenn væru reiðubúnir til að ganga til að hindra veiðarnar. Sagð- ist hann fylgja fyrirmælum stjórn- valda og það væri þeirra að ákveða til hve róttækra aðgerða yrði gripið. í samtali við fréttaritara Morgun- blaðsins í Noregi sagðist Thorstein Myhre ekki geta útilokað það að strandgæslan gripi til þess að skjóta viðvörunarskotum að íslensku skip- unum ef þau færu ekki að fyrirmæl- um norsku strandgæsluskipanna um að yfirgefa svæðið. Samkvæmt heimildum Aftenposten geta skipin í versta falli reiknað með því að verða færð til hafnar í Noregi. Jan Henry T. Olsen sjávarútvegs- ráðherra Noregs hringdi í Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra vegna þessa máls í gær. Þorsteinn sagði að fram hefði komið að Norðmenn litu málið mjög alvarlegum augum. Hann sagðist hafa gert Olsen grein fyrir stefnu íslensku ríkisstjórnar- innar í málinu. Þorsteinn sagði að ríkisstjórnin hefði í haust gefið út yfirlýsingu til íslensku skipanna þar sem þeim tilmælum hefði verið til þeirra beint að fara ekki til veiða á fiskverndarsvæði Norðmanna. Norð- menn áskildu sér rétt til að fram- fylgja þar norskum lögum og ríkis- stjórnin myndi ekki grípa til aðgérða til varnar skipunum. „Þessi afstaða er enn í fullu gildi," sagði sjávarút- vegsráðherra. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Viðbúnaðurí Vestmannaeyjum TANKUR undan eiturefninu klórnítróbensen sem fannst á reki við Kötlugrunn í fyrradag er tómur að sögn bandarísks eiganda sem Siglingamálastofnun tókst að hafa upp á í gær. Tankurinn var dreginn til Vest- mannaeyja. Þar tók varðskipið Týr hann á dekk og kom með hann til Reykjavíkur seint í gærkvöldi. Klór- nótróbensen er hættulegt mönnum við snertingu, að sögn Helga Jenssonar hjá Siglingamálastofnun. Tillögum umsamein- ingu yfir- leitt hafnað TILLAGA umdæmanefndar um sameiningu á utanverðu Snæfells- nesi var sú eina sem hlaut fylgi kjósenda í kosningum um samein- ingu sveitarfélaga síðastliðinn laugardag. Fjórar aðrar tillögur hlutu samþykki í 2/3 hlutum sveit- arfélaga sem þær náðu til og geta því verið forsenda sameiningar. Kjörsókn var ágæt í mörgum minni sveitarfélaganna en mun dræmari í þéttbýlinu. Sé litið til landsins í heild studdi meirihluti kjósenda sameiningu. Alls guldu 35.950 kjósendur (58%) sameiningu jáyrði, en 26.083 kjósendur (42%) höfnuðu sameiningartillögum. í fjórum tilvikum nutu sameining- artillögur stuðnings í a.m.k. 2/3 þeirra sveitarfélaga sem lagt var til að sameina. Þannig er hægt að ganga til sameiningarviðræðna á þessari forsendu í Dalasýslu, á sunn- anverðum Vestfjörðum, í Þistilfirði og á Norðfjarðarsvæðinu. Sjá kosningaúrslit og viðtöl á bls. 18, 46 og 47. ? ? ?--------- Atlanta fær nýja þotu ÍSLENSKA flugfélagið Atlanta hf. er þessa dagana að ganga frá leigusamningi um Boeing 737-200 þotu. Félagið er með sex þotur fyrir á skrá. Nýja leiguþotan verður í vöru- flutningum fyrir þýska flugfélagið Lufthansa. Atlanta hefur eins árs samning um það verkefni. Vélin fer fyrst í skoðun og verður breytt í fragtvél, að sögn Guðbjarts Tcrfa- sonar hjá Atlanta. Hjálmur hættir fiskvinnslu og segir upp starfsfólki STJÓRN Hjálms hf. á Flateyri tók þá ákvörðun sl. sunnudag að hætta fiskvinnslu svo fljótt sem auðið væri. Einar Oddnr Kristjáns- son, stjórnarformaður Hjálms, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi að stjórnendum fyrirtækisins hefði borið að meta stöðuna á þann veg, að hægt væri að greiða öllum lánardrottnum. „Það er kannski of fljótt að dæma um atvinnuástandið nákvæmlega, en ákvörðun okkar er sú að við munum segja upp öllu okkar fisk- vinnslufólki, sagði Einar Oddur. „Stjórnendum fyrirtækisins, ber að vita hvað er að gerast, en svona er þetta nú einu sinni." Hann sagði að fyrirtækið gæti staðið skil á öllum útstandandi skuldum. „Við munum að vísu halda okkar útgerð áfram um sinn, en sú ægilega staðreynd, sem atvinnuleys- ið er, gæti blasað við fjölda fólks hér í plássinu innan tíðar. Það væri enn þá hörmulegra, ef við hefðum dregið þessa ákvörðun, hvort heldur í nokkra mánuði eða nokkur misseri. Núna getum við staðið við allar okk- ar skuldbindingar og svo verður tíminn að leiða í ljós hvað okkar bíður. Mönnum leyfist ekki að tapa nema sínu eigin fé," sagði Einar Oddur Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.