Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1993 I 65 NOVEMBERTILBOÐ A HREINLÆTISTÆKJUM O.FL. 25-50% AFSLÁTTUR VATNSVIRKINN HF. Armúla 21. simar 68 64 55 - 68 59 66 íslensk vara - innlend atvinna Framleiðslufyritlæki Bardúsa hf., gallerí, s. 95-12405: Húnvetnsk handiðn. Verðum í Kringlunni 26.-27. nóv. B. Ástvaldur steypustöð, s. 95-12392: Steypustöð, hellur, rör og kálfabitar. Eðalmálmsteypan, Einar Esrason, s. 95-12811: Framleiðum muni úr gulli og silfri. Leirstofa Kollu, s. 95-12508: Allskonar handunnir munir. Meleyri hf., s. 95-12390: Úrvals rækja á góðu verði. Orðtak hf., fjarvinnslustofa s. 95-12705: Umbrot og skráningarþjónusta. Rebekka, saumastofa, s. 95-12508: Vandaður og fallegur rúmfatnaður, sérmerkingar o.fl. Skarp hf., s. 95-12818, 12418: Jófó snyrtipinnar og bómullarskífur. Nýjar bækur BROTABROT Síðustu sögur Steinars Sigurjónssonar UT ER komin Brotabrot eftir Steinar Sigurjónsson, en þetta er önnur bók lians sem ber þetta nafn og jafnframt síðasta bókin sem Steinar bjó til prentunar fyrir andlát sitt. í kynningu útgefanda segir: „Brotabrot hefur að geyma 39 sögur og sögubrot, margar sagn- anna tengjast sagnabálkum og persónum sem lesendur Steinars þekkja af fyrri verkum hans og víða má sjá hvernig hann hverfur aftur til sömu viðfangsefna í sí- felldri viðleitni að fága efnistök, stíl og form sagnanna. í þessari viðleitni birtist snilld Steinars sem ekki var aðeins formbyltingarmað- ur, heldur jafnframt einn af yfirve- guðustu og vönduðustu rithöfund- umsinnar kynslóðar." Útgefandi er Forlagið. Brota- brot er 152. bls. Valgarður Gunnarsson listmálari gerði Steinar Sigurjónsson. mynd á kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Verð 1.980 krónur. M issa Cellensis Tónlist Jón Ásgeirsson Kór Langholtskirkju, Kamm- ersveit Langholtskirkju, ein- söngvararnir ðlöf Kolbrún Harð- ardóttir, Elsa Waage, Garðar Cortes og Eiríkur Hreinn Helga- son, undir stjórn Jóns Stefánsson- ar, flutti Sesselíu-messuna eftir Joseph Haydn, sl. laugardag í Langholtskirkju. Sesselíu-messan er eitt helsta kórverk Haydns í kaþólsku messuformi en um messur hans hafa tónfræðingar deilt og margir þeirra haldið því fram, að stíll messuverkanna sé nokkuð á reiki, sérstaklega • er varðar kontrapunktísk vinnu- brögð og ennfremur, að Haydn hafí bókstaflega ekki fundið sinn rétta stíl og verið um of háður eldri venjum í gerð slíkra verka. Þrátt fyrir að Haydn hafi ekki náð sér vel upp í gerð messu- verka, sem voru að mestu skyldu- verkefni, bregst honum ekki kunnáttan og er margt í þessu viðamikla verki mjög vel gert, t.d. eins og Cum Sancto Spiritu, sem kórinn söng mjög vel og falleg- asti kafli verksins Et Resurexit, sem Garðar Cortes söng mjög vel, ásamt kórnum og Ólöfu Kol- brúnu Harðardóttur. Et incamat- us est, fyrir tenór, bassa, alt og kór er fallegur kafli og var hann mjög vel sunginn bæði af ein- söngvurum og kór. Einn viðamesti einsöngskafli verksins er Credo-þátturinn, sem Ólöf Kolbrún Harðardóttir flutti af reisn ásamt kórnum. Qui tollis peccata mundi, var fallega sungin af Elsu Waage og sömuleiðis Agnus Dei, sem Eiríkur Hreinn Helgason söng í heild vel en þar er á ferðinni efnilegur söngvari. Hlutverk hljómsveitarinnar er að mestu undirleikur, ekki ávallt auðveldur fyrir fiðlurnar en smá hljómsveitarþáttur á milli Sanctus og Benedictus þáttanna brýtur upp form verksins, þó þar sé um að ræða fallega tónlist. Söngur kórsins var í alla staði glæsilegur og samspil kórs og hljómsveitar víða mjög gott undir öruggri stjórn Jóns Stefánssonar. Angan horfinna tíma Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Steingrímur Baldvinsson: Grím- ur gætti sauða. Ljóð. Tröð 1993 Það er ekki ýkja langt síðan nútíminn barði dyra hjá okkur ís- lendingum. Við sjáum þesa nánd við fyrri tíma ekki hvað síst í því að tengslin við gömlu stórfjöl- skylduna hafa ekki rofnað með öllu. Um þetta vitnar áhuginn á áttvísi, ættarmótin, ættræknin og átthagarækt ýmiss konar. Einn vottur slíkrar ræktarsemi er út- gáfa á kvæðabókinni Grímurgætti sauða eftir Steingrím Baldvinsson bónda og skáld frá Nesi í Aðaldal en hún er gefin út að tilhlutan barna hans í tilefni þess að á árinu hefði hann orðið 100 ára. Helgi Hálfdanarson ritar inngang að kvæðinu og Þorri Hringsson myndskreytir. Hér er á ferðinni sagnakvæði sem sprottið er af sönnum atburð- um á liðinni öld og segir frá hrakn- ingum Þorgríms Péturssonar, afa Steingríms er lenti í snjóflóði og var nærri drukknaður í Laxá en bjargaðist fyrir harðfylgi og karl- mennsku. Kvæðið orti Steingrímur snemma á fimmta áratug aldar- innar. Andblær þess og kveð- skaparháttur dregur dám af sínum tíma og það er hefðbundið að formi og efni. Steingrímur er skáld all- gott og vandar til forms og bygg- ingar og er það til marks um hag- leik höfundar og smekkvísi hversu vel hann gætir að því að laga bragarhætti að eðli frásagnarinn- ar hverju sinni. Síðrómantískt myndmál kvæðisins setur mark sitt á andblæ þess. Steingrímur er hagur mynd- smiður og notar gjarnan mynd- hvörf og persónugervingar. Nátt- úran er sem lifandi vera í náttúru- lýsingum: Hlíðin hleypti brúnum, er hörðnuðu vetrartök: Grúfðu yfir Gnúpahlíð geigvæn fannaþök. Döpur kvæði kvíðnum lýð kvað hin opna vök. Spyrja mætti sig hvort sagna- kvæði og hetjuljóð í síðrómantísk- um anda eigi erindi til okkar nú? Að sönnu eru þeir þjóðfélagshætt- ir sem þarna er lýst úr sögunni og víst hafa betri ljóð í síðróman- tískum anda verið gefin út. En kvæðið hefur óneitanlega listgildi og á meðan fólk hefur ánægju af ljóðum sem þessum eiga þau er- SAIOMMÉLAR ©6 1ÖNDU1VÖMJR FONDURBOX Ný saumavélfrá MUSQVAIINA Hentugt fyrir föndur, saumadót. prjónadót, hekludót, blómafóndur, myndlistaerfni, brúðuefni, keramikdót, liti o.fl. Tölvuvélfrá Verðfrá 37.olU,- kr. stgr. FACETTE400 Verð 61.598,' kr.stgr. : (h) Husqvarna Husky Lock Overlock saumavélar Fyrir hina kröfuhörðu Verðfrá 49.296,~kr. stgr. brother Ótrúlegt úrval afföndurvörum JfevÖLUSTEINNHF ^fc^ Faxafen T4, Sími 679505 Verðfrá 21.5o5,m kr.stgr. Steingrímur Baldvinsson indi til okkar. Ýmislegt úr fortíð- inni er líka vert að varðveita og þetta kvæði er eins og angan hor- finna tíma sem einhvern veginn þrjóskast við að hverfa. » ÖFIKIN 2096-25-14 Milan Kundera Nýjar bækur ¦ Út er komin skáldsagaa Bókin um hlátur og gleymsku eftir Milan Kundera. Þessi bók vakti mikla athygli þegar hún kom fyrst út í Frakklandi 1979. Sagan skiptist í- sjö nokkuð sjálfstæða hluta. Milan Kundera er einn þekkt- asti skáldsagnahöfundur sam- tímans. Hann fæddist í Prag og bjó þar framan af ævinni, en hefur ver- ið búsettur í París undanfarna tvo áratugi. Þetta er fjórða saga Kund- era sem kemur út á íslensku, en hinar eru Kveðjuvalsinn, Óbæri- legur léttleiki tilverunnar og Ódauðleikinn. Útgefandi er Mál og menning. Friðrik Rafnsson þýddi. Bókin er 219 bls., unnin í prentsmiðjunni Odda. Robert Guillemette gerði kápuna. Hún kostar 2.680 krónur. ? h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.