Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1993 Grandi hf. kaupir nýjan skuttogara frá Noregi Keyptur á % upphaflegs verðs NYR SKUTTOGARI sem Grandi hf. hefur fest kaup á kemur til landsins eftir mánaðamót. Skipið er keypt frá Noregi fyrir 8 milljón- ir dollara eða sem nemur um 560 milljónum króna, en upphaflegt verð skipsins var 12 milljónir dollara. Að sögn forráðamanna Granda er skýringin á þessum hagstæðu kaupum sú að erfitt reyndist að finna kaupendur að skipinu. Nýr skuttogari HINN nýi skuttogari sem Grandi hf. hefur fest kaup á kemur til Iandsins í byrjun desember. Að sögn Gunnars Sæmundsson- ar, forstöðumanns tæknideildar Granda hf., er forsaga málsins sú að Norðmenn smíðuðu 20 togara fyrir Rússa og var smíðin fjár- mögnuð af nokkrum fyrirtækum. Þessi skip voru smíðuð eftir vest- rænum kröfum. 18 skipanna voru afhent en fjármögnun stóðst ekki fyrir tvö þeirra. Erfið sala Mætti segja að Den norske bank hafí setið uppi með þau og verið að reyna að selja þau frá því að smíði lauk á síðasta ári. Upphaf- legt verð hvers skips var 12 milljón- ir dollara en bankinn lækkaði verð- ið niður í 10,5 milljónir dolíara þar sem sýnt þótti að erfitt yrði að finna kaupanda. Grandi hf. fékk skipið hins vegar á 8 milljónir dollara, vegna þess að bankinn þurfti að losna við skipin. Skipið kemur til landsins í des- ember og er ætlunin að taka það í notkun í byrjun janúar. Svæðis- númer aflögð STAFRÆN AXE-móðurstöð verð- ur tekin í notkun í Breiðholti á næsta ári. Mun híui þjóna stórum hluta símnotenda í Arbæ, Grafar- vogi og Breiðholti. Nauðsynlegt verður að gera breytingar á síma- númerum nokkurs hluta símnot- enda og taka þær gildi við gildis- töku nýrrar símaskrár 1994. Númerabreytingin er á þá lund að fyrstu tveir stafir símanúmers sem áður byrjaði á 67 verða 88. Verður gamla númerið tengt við sím- svara fyrst um sinn sem vísar á nýja númerið. Þær upplýsingar fengust hjá Pósti og síma að markmið breyt- inganna sé tvíþætt. Annars vegar sé nýja móðurstöðin í Breiðholti liður í frekari uppbyggingu stafræna sím- kerfisins á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar sé númerabreytingin nauðsynlegt skref í undirbúningi að nýju símanúmerakerfi fyrir landið allt sem m.a. miðast að því að sam- ræma það að þeim reglum sem gilda eiga innan Evrópska efnahagssvæð- isins og er stefnt að því að þetta samræmda númerakerfi taki gildi um leið og símaskráin fyrir árið 1995. Helstu breytingar sem verða í kjöl- far nýja símanúmerakerfisins er að núverandi svæðisnúmer verða af- lögð, þ.e. 91-98, en öll almenn síma- númer verða sjö stafa. Á höfuðborg- arsvæðinu bætist talan 55 við fimm stafa númer en 5 framan við sex stafa númer. Verða þessar breyting- ar kynntar frekar þegar nær dregur. ? ? ?---------- 0 Utilistaverk verði kynnt HUGMYND Guðrúnar Ögmunds- dóttur, borgarfulltrúa Kvennalist- ans, um að gerður verði bæklingur eða kort sem sýni staðsetningu útilistaverka í borginni, var vel tekið á fundi borgarstjórnar á fimmtudag. Samþykkt var að vísa tillögunni til menningarmála- nefndar. Guðrún Ögmundsdóttir lagði til að gerður yrði bæklingur eða kort, þar sem merkt yrði inn á staðsetning útilistaverka í borginni, sem væru mörg og merkileg. I slíkum bæklingi yrði að finna upplýsingar um verkin og listamennina og sýnt á korti hvernig best aðkoma væri að verkun- um. Þá væri hugsanlegt að hafa einn- ig upplýsingar um söfn. Bæklingur af þessu tagi yrði prentaður á erlend- um tungumálum, auk íslensku, og yrði tilbúinn fyrir þjóðhátíðarsumarið 1994. Þarft mál Borgarstjóri, Markús Orn Antons- son, sagði að það væri þarft má! að koma upplýsingum um listaverk borgarinnar á framfæri. Hann lagði ' til að tillögunni yrði vísað til menn- ingarmálanefndar, sem ynni málið í samvinnu við umhverfismálanefnd. Sú málsmeðferð var samþykkt sam- hljóða. HEIMILISLINA BÚNAÐARBANKANS Frd og rneð deginum yy í dagþurfum við ekki að borga dráttarvexti" FJARMÁL HEIMUANNA RAÐGJOF OG AftTLANAGERÐ GREIÐSLUJOFNUN GREIÐSLUÞJÓNUSTA SPARIÞJONUSTA VERÐBREFAMONUSTA VERÐBRÉFAVARSIA FJÁRMÖGNUNARIEIÐIR FJÁRMÁIANÁMSKEIÐ HEIMILIS60KHALD SKIPULAGSBOK UTGJÖLDUMARSINS ER DREIFTÁ JAFNAR MÁNAÐARGREIÐSLUR - REIRNINGARNIR GREIDDIRÁ RÉTTUM TÍMA. Kannast þú við það hve erfitt er að láta enda ná saman suma mánuði? Afborgunin af húsnæðisláninu, tryggingarnar og f'asteignagjöldin bætast of'an á önnur útgjöld, þú neyðist til að bíða með að borga og dráttarvextirnir hrannast upp. Aðra mánuði áttu fé afgangs. Heimilislínu Búnaðarbankans er ætlað að jafna út þessar sveiflur og mynda stöðugleika í fjármálum einstaklinga og heimila. SVEIFLURNAR ÚR SÖGUNNI- JAFNVÆGIALLANÁRSINS HRING I Heimilislínunni áttu kost á að dreifa útgjöldum ársins á 12 jafnar mánaðarlegar greiðslur. Þú gerir samning við bankann um reglubundnar millifærslur af' launareikningi yfir á sérstakan útgjaldareikning. Ef innstæðan á útgjaldareikningnum dugar ekki til að greiða reikninga mánaðarins lánar bankinn það sem upp | á vantar. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur, reikningarnir eru alltaf greiddir á réttum tíma og engir dráttarvextir. INNGÖNGUTILBOÐ Félagarfá handhaga skipulagsbók og möppu fyrir fjármál heimilisins. Aukþess eru fiármálanámskeiðin d sérstöku verÖi fyrir félaga. HEIMILISLINAN - Heildarlausn áfjármálum einstahlinga. BLNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.