Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NOVEMBER 1993 f Afli að glæð- ast í Smugnmii Tvö íslensk skip þar að veiðum STAKFELLIÐ sigldi í gær áieiðis af Svalbarðasvæðinu í austur- átt og var búist við að það yrði komið í Smuguna til veiða um miðnætti. Aflinn er heldur betri í Smugunni en verið hefur að undanförnu. Fylgdi skip norsku strandgæslunnar skipinu áleiðis að sögn Jóhanns A. Jónssonar, framkvæmdastjóra Hrað- frystistöðvar Þórshafnar, sem gerir skipið út. Jóhann gagnrýn- ir viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna veiða skipanna á fisk- verndarsvæðinu við Svalbarða en segir að ef Islendingar verði aðilar að Svalbarðasamkomulaginu séu Norðmenn ekki rétt- hærri til veiða á svæðinu en Islendingar en hann kveðst þó efast um að íslendingar verði aðilar að samkomulaginu vegna ágreinings í ríkisstjórninni um málið. „Okkur var stillt upp þannig að íslensk stjórnvöld myndu ekki veita okkur neinn stuðning ef Norðmenn hefðu tekið skipin og málið kæmi fyrir dómstóla í Nor- egi,“ sagði Jóhann. „Ég held að ágreiningurinn í ríkisstjóminni sé þess eðlis að við munum ekki verða aðilar að Sval- barðasamkomulaginu. Norðmenn stjóma Svalbarða í krafti Sval- barðasamkomulagsins. Séum við aðilar að samkomulaginu þá eru Norðmenn ekki rétthærri þar til nytja og veiða heldur en við,“ sagði Jóhann. Hann benti á að samkvæmt þeim upplýsingum sem fram hefðu komið hefðu allar þjóðir sem væru aðilar að Svalbarðasamkomulag- inu þar jafnan rétt. Norðmönnum væri falin forsjá mála á svæðinu en Frakkar sæju um að taka við tilkynningum þjóða um aðild að samkomulaginu. „Við eigum að geta tilkynnt aðild til Parísar en á sama tíma eru ráðherrar á þeirri skoðun að það þurfi að ræða það sérstaklega við Norðmenn og væntanlega fá leyfi Norðmanna fyrir því. Þetta er bara ekki þann- ig,“ sagði Jóhann. Von á góðum afla í Smugunni Áttameð sex rétta ÁTTA reyndust vera með sex tölur réttar í Vík- ingalottóinu þegar dregið var í gær. Aðalvinningur var rúmar 100 milljónir. Enginn fslendingur var í hópnum en einn Finni og sjö Norðmenn. Komu rúmar 12,6 milljónir í hlut hvers þeirra. Bónusvinningurinn sem er rúm milljón gekk ekki út og verður sú tala þreföld í næstu viku. Sex reyndust hafa fimm tölur réttar og fá þeir kr. 83.818 hver. Með fjórartölur réttar voru 406 og gefa þær kr. 1.970 og með þrjár tölur réttar og bónustöluna voru 1.408 og gefa þær kr. 224. Aðspurður sagði Jóhann að Stakfellið yrði næstu daga í Smug- unni við veiðar og sagðist hann eiga von á góðu fiskiríi eftir lélega veiði að undanförnu. „Undanfarin ár hafa Færeyingar og fleiri fiskað mjög vel syðst í Smugunni í des- embermánuði," sagði hann. Ottó Wathne frá Seyðisfirði hefur verið að veiðum í Smugunni í tæpa viku og undanfarna daga verið þar einn íslenskra skipa. Skipið er sunnantil í Smugunni að vestanverðu. Páll Ágústsson skipstjóri sagði í gærkvöldi að afl- inn væri tregur. Nánast ekkert hefði veiðst fyrstu dagana og síðan hefði aflinn komist upp í tonn í hali. Aflinn hefði hins vegar verið heldur skárri síðasta sólarhring- inn, eða 2 til 2Vi tonn í löngu hali, þá hefði verið dregið í allt að fimm klukkustundir. V í sindamennir nir Morgunblaðið/Bjöm Blöndal VÍSINDAMENNIRNIR sem unnið hafa við greiningu sýna í Sandgerði, frá vinstri: Sigmar A. Stein- grimsson frá Hafrannsóknastofnun, Jörgen Knudsen, Danmörku, Guðmundur Víðir Helgason, líffræði- deild háskólans, Jón Bogason frá Hafrannsóknastofnun, Christoffer Schander, Svíþjóð, Páll Marvin Jónsson, nemi í Noregi, Kathe Jensen, Danmörku, Jon-Ame Sheli, Noregi, Öysten Stockland, Noregi, og Kurt Ochelmann, Danmörku. Hafa fundið 6 áður óþekktar tegundir Keflavík. VÍSINDAMENN sem unnið hafa við rannsóknir á botndýrum við strendur íslands hafa uppgötvað 6 áður óþekktar tegundir af skel- dýrum. Um er að ræða 5 tegundir af samlokum og eina tegund af kuðungi. Vísindamennirnir eru frá Norðurlöndum og hafa undan- fama viku unnið við greiningu á sýnum sem tekin hafa verið á hafsvæðinu fyrir sunnan og norðan land í rannsóknastöðinni Botn- dýmm á íslandsmiðum í Sandgerði. Að sögn Guðmundar Víðis Helgasonar verkefnasljóra er hér um frumathugun að ræða og aðeins er búið að rannsaka brot af þeim sýnum sem tekin hafa verið. og við Kolbeinsey á svipuðu dýpi aðrir sem ættu heimkynni við Ný- fundnaland. Guðmundur Víðir sagði að vís- indamennirnir sem væru í fremstu röð á sínu sviði hefðu ekki viljað segja mikið um rannsóknirnar á þessu stigi annað en það að fjöldi og fjölbreytni botndýra úr þeim sýnum sem þeir hefðu skoðað hefði komið þeim verulega á óvart. í sýnunum hefðu til að mynda fund- ist kuðungar á 1.200 metra dýpi á Reykjaneshrygg sem talið væri að lifðu aðeins í hafinu við Azoreyjar Sýni tekin á 1200 stöðum Rannsóknastöðin í Sandgerði var opnuð árið 1992 og er hún sam- vinnuverkefni á vegum umhverfis- ráðuneytisins, Hafrannsóknastofn- unar, stofnana við Háskóla íslands og Sandgerðisbæjar. Áætlað er að taka sýni á 1.200 stöðum en nú hafa verið skoðuð um 260 sýni sem tekin hafa verið á 600 stöðum. -BB Athugaðir möguleikar á innlausn 17-18 milljarða í spariskírteinum Ríkissjóður sparar 500-600 millj. kr. á ári miðað við vaxtastig nú Verð á einum þessara flokka spariskírteina lækkar um 15% á Verðbréfaþingi Islands FLOKKAR spariskírteina sem fjármálaráðherra hefur ákveðið að athuga innlausn á frá og með miðju næsta ári áður en til lokainnlausnar kemur lækkuðu í verði á Verðbréfaþingi íslands í gær. Stærsti flokkurinn sem er frá 1986 með föstum 9% vöxt- um lækkaði um 15% miðað við gildandi ávöxtunarkröfu, en hann er meira en helmingur þeirrar upphæðar sem mögulega kemur til inniausnar en alls er um 17 til 18 milljarða króna að ræða. Tilkynning fjármálaráðherra var gefin út í gærmorg- un og voru þá stöðvuð viðskipti með viðkomandi flokka spari- skírteina á verðbréfaþinginu og var ekki opnað fyrir viðskipti fyrr en seinnipart dagsins. Talið er að ríkissjóður geti með því að innkalla þessi spariskírteini og gefa út nýja flokka með lægri vöxtum sparað sér 500-600 milljónir króna í vaxtaútgjöld á ári miðað við núverandi vaxtastig. I Fjárhirðinum, fréttabréfí fjár- málaráðuneytisins, kemur fram að á árunum 1984-87 hafi ríkissjóður gefið út spariskírteinaflokka sem hafi borið vexti á bilinu 6,5-9%. Sum- ir þessara flokka séu innlausnarhæf- ir þar sem í skilmálum bréfanna sé fjármálaráðherra heimilt að innkalla bréfin. Þar sem vextir á markaði séu nú verulega lægri en nafnvextir þess- ara bréfa hafí fjármálaráðherra ákveðið að athuga með innlausn þeirra frá og með miðju næsta ári í ljósi markaðsaðstæðna á hverjum tíma og gætu þeir komið til innlausn- ar á næstu tveimur árum. samtals um 3,2 milljörðum króna og um 85% af þessum viðskiptum væru í spariskírteinum úr þeim flokkum sem fjármálaráðherra hefði tilkynnt mögulega innköllun á. Lántökuþörf aukin / dag Opni tilboðsmarkaðurinn Lítil hreyfing á bréfum Softis 4 Grein í The Economist Tryggir sjálfstæði seðlabanka lága verðbólgu? 27 HUinuistrið hipitsiglinnli .V; ' (LignjiUniUffTÍr ^ | ■*~~1 úlbnt)tliiHÍirfcúfungi ♦ , .... Kiuft í Mutthr»ftta» gru kt.' ^ tuUibrvf Sjávarútvegsráðherra Til viðræðu um afnám kvótakaupa sjómanna 28 Dagskrá Viðskipti/Atvinnulíf I.eiðari Suður-Afríka á tímamótum 28 ► Tíu ára afmæli Rásar 2 - Of- urmennið sýnir á sér nýja hlið - Heimildarmynd um íslenska íþróttavorið - Uppáhaldsréttur Roseanne - Myndbönd ► Blómastríð í uppsiglingu - Mik- il sala á Skjáfaxi - 50 milljóna kr. hlutabréfasala - Skipavík iðn- fyrirtæki mánaðarins - Fjármál á fímmtudegi - Bónus í Færeyjum Sexfalt verð Þessir flokkar spariskírteina sem um ræðir hafa verið skráðir á verð- bréfaþinginu miðað við lokainnlausn. Ef mið er tekið af fyrrgreindum flokki frá árinu 1986 sem er ein- kenndur 86/1A6 þá kemur hann til lokainnlausnar árið 2000 en heimilt er að innleysa bréfín eða innkalla flokkinn eftir sex ár. Flokkurinn var tæpir 1,9 milljarðar króna að nafn- verði er hann var gefínn út en hefur síðan nálega sexfaldast í verði og var því nálega 11,5 milljarðar króna að verðgildi. Samkvæmt upplýsing- um frá Verðbréfaþingi íslands lækk- aði gengið um 15% í gær við það að mið var tekið af því að innlausn geti farið fram fyrr samkvæmt ákvæðum bréfanna. Eftir vaxta- lækkunina um síðustu mánaðamót hækkaði þessi flokkur um það bil 10% í verði. Viðskipti með spariskírteini á verðbréfaþinginu í nóvember nema Aðspurður sagði Magnús Péturs- son, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu, að það væri alveg rétt að með þessum aðgerðum væri verið að auka lántökuþörf ríkissjóðs með því að borga bréfín upp fyrr en nauð- synlegt væri en gengið væri út frá því að verulegur hluti af því sem inn kæmi færi í önnur bréf. Þrýstingur á vextina yrði meiri en á móti kæmi að peningar í umferð yrðu einnig meiri. Niðurstaðan myndi ráðast af markaðsaðstæðum og hvaða aðrir ávöxtunarmöguleikar væru fyrir hendi. Pétur Kristinsson, framkvæmda- stjóri Þjónustumiðstöðvar ríkisverð- bréfa, sagðist vilja leggja áherslu á að ekki yrði farið út í þessa innlausn nema markaðsaðstæður leyfðu. Alls væru um 60 milljarðar króna úti- standandi í spariskírteinum og þarna væri því um að ræða verulega mikla innlausn eða tæplega 1/3 þeirrar upphæðar. Auk þess væri mikil inn- lausn spariskírteina fyrirsjáanleg á næstunni, 5 milljarðar 10. febrúar næstkomandi og 1 milljarður 1. júlí og svipaðra innlausna væri að vænta á næstu árum. Markaðsumhverfið yrði því að vera mjög hagstætt til þess að hægt væri að innleysa þessa flokka fyrr en ella. Sjá einnig peningamarkaðinn á bls. 30-31. » » » » »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.