Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 32
>2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993 Þátttakendurnir ÞÁTTTAKENDURI fyrirsætukeppni Wild æfðu af kappi í Ömmu Lú í vikunni en átta stúlkur keppa til úrslita í kvöld. Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna í Riga í Lettlandi Islendingar í sjöunda sæti LIÐ íslenskra framhaldsskólanema tók dagana 11. til 15. nóv- ember þátt í alþjóðlegri stærðfræðikeppni sem fram fór í Riga, Lettlandi. Til keppninnar var boðið liðum frá löndum sem liggja að Eystrasalti og auk þeirra íslendingum. í þetta sinn tóku lið frá Dan- mörku, Eistlandi, Finnlandi, ís- landi, Lettlandi, Litháen, Póllandi og Svíþóð þátt í keppninni. Þetta er í annað skipti sem íslendingar taka þátt í þessari keppni. Hvert lið var skipað fimm nem- endum auk tveggja fararstjóra. Fyrir nemendurna voru lögð 20 verkefni og var leyft að liðsmenn hefðu samráð við lausn verkefn- anna. Lið Póllands fór með sigur af hólmi í jafnri keppni, en ís- lenska liðið varð í sjöunda sæti. íslenska liðið fékk hins vegar sér- staka viðurkenningu fyrir bestan árangur í þeim fimm verkefnum sem fjölluðu um talnafræði. íslenska liðið skipuðu þeir Al- freð Hauksson og Magnús Þór Torfason úr Menntaskólanum í Reykjavík, Bergþór I. Björgvins- son Menntaskólanum að Lauga- vatni, Jóhann Tómas Sigurðsson, Menntaskólanum á Akureyri og Jón G. Omarsson Verslunarskóla íslands. Við val liðsins var tekið mið af árangri í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema sem fram fór hinn 19. október sl. Fararstjórar voru Benedikt Jóhannesson og Rögnvaldur G. Möller. Keppendur fengu margvíslegan Að sögn Jóns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Málningarþjón- ustunnar hf., hafa allar bygging- aráætlanir staðist þrátt fyrir að verkið tafðist nokkuð í upphafi sök- um mótmæla hóps bæjarbúa vegna byggingarinnar. Jón segir að stefnt sé að því að ríkisstofnanir og bæjar- skrifstofa Akurnesinga flytji starf- semi sína í húsið í maí 1995. Nú stuðning frá kennurum sínum og skólastjórum. Auk þess veittu all- mörg fyrirtæki styrk til fararinn- ar. Félagar úr íslenska stærðfræð- ifélaginu og Félagi raungreina- kennara unnu að undirbúningi far- arinnar og sáu um þjálfun liðsins. er unnið að því að kanna hug fyrir- tækja og stofnana um aðsetur í húsinu og hafa margir sýnt því áhuga að sögn Jóns. Málningar- þjónustan hf. sem er byggingarað- ili hússins stefnir ekki að því að stækka verslunarhúsnæði sitt frek- ar en nú er. Það er Tréverk hf. sem annast byggingaframkvæmdir. - J.G. Byggingn stjórn- sýsluhúss á Akra- nesi miðar vel áfram Akranesi. FRAMKVÆMDIR við stjórnsýsluhús á Akranesi miðar vel áfram. Lokið hefur verið við að steypa þriðju hæðina yfir núverandi húsnæði Málningarþjónustunnar hf. og eins er sá hluti framkvæmdanna sem snýr að því að tengja það hús fyrr- um húsnæði Akraprjóns hf. í fullum gangi. Síðar á byggingar- tímanum verður byggð þriðja hæðin yfir Akrapijónshúsið. Urslit fyrirsætukeppni í kvöld LOKAKVÖLD í módelkeppni fyrirsætuskrifstofunnar Wild, sem Linda Pétursdóttir hefur umsjón með, verður á veitinga- *. staðnum Ömmu Lú í kvöld. Átta stúlkur keppa til úrslita og þijár þeirra hljóta árssamning hjá skrifstofunni og sigurvegar- inn fer til London í myndatökuferð. Keppnin er haldin í sam- vinnu við tímaritið 3T og útvarpsstöðina Sólina FM 100,6. Uppsetning sýningarinnar, sem lýkur með kiýningu fyrirsætu árs- ins hjá Wild, er í höndum Helenu Jónsdóttur dansara, en kynnir er Dóra Takefusa. Keppendurnir koma víða að, en þær heita Birg- itta Vilbergsdóttir, Elín G. Stef- ánsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdótt- ir, Esther Erlingsdóttir, Eva Hrund Williatzen, Ingibjörg Gunn- þórsdóttir, Tinna Traustadóttir og Valgerður Valmundsdóttir. í dóm- nefnd eru Hermann Gunnarsson, Linda Pétursdóttir, Helgi Björns- son, Ólöf Rún Skúladóttir, Sissa ljósmyndari, Filippía Elísdóttir og Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Tækifærí í útlöndum Keppnin hefst kl. 21.00, en húsið verður opnað kl. 19.00 fyrir matargesti og hálftíma áður en keppnin hefst verður opnað fyrir aðra gesti. Meðal skemmtiatriða er söngatriði með Móeiði Júníus- dóttur. „Þetta er búin að vera mikil vinna og óvæntar uppákom- ur í undirbúningi hafa valdið vandamálum, sem við leystum úr í samvinnu við nýja samstarfsað- ila. Stúlkunum gefst gott tækifæri til að koma sér á framfæri með þátttöku í keppninni. Sú sem sigr- ar fer í myndatöku í Englandi og verður komið á framfæri þar í landi og víðar. Við vinnum með viðurkenndum umboðsskrifstofum þar í landi sem vanda til verka og gæta hagsmuna fyrirsæta vel. Nokkrum stúlkum á okkar vegum erlendis hefur þegar vegnað vel og eru að komast á fullan skrið í módelbransanum. Eg á von á líf- legu kvöldi og stelpumar eru bún- ar að æfa vel,“ sagði Linda Péturs- dóttir í samtali við Morgunblaðið. Krýningin á sigurvegaranum í fyrirsætukeppni Wild verður klukkan 23.00 í kvöld. RAYMOND WEIL - DAGAR^ Dagana 20.-30. nóvember kynnum við í gluggum verslunarinnar nýjar gerðir af hinum heimsfrægu úrum frá RAYMOND WEIL Gæði og glæsileiki sameinast í fallegum skartgripum. G E T R A U N I | í hvaða landi eru Raymond Weil úrin ódýrust? 1 . Sjá auglýsingu i Mbl. sunnud. 21. nóv. bls. B 3. i Verðlaun í getrauninni erRWúr að eigin vali að verðmæti kr. 50.000. Svör sendist til verslunarinnar. Dregið verður úr réttum lausnum 6. desember. O Þýskalandi I I D íslandi J Sendandi............. | Heimilistang......... D Danmörku O Svíþjóð ..Sími.. Garðar Ólafsson úrsmiður-Lækjartorgi - sími 10081 -121 Reykjavík. ■ UPPLÝSINGA- og menning- armiðstöð nýbúa heldur taílenska hátíð, Loykratong, í Faxafeni 12 laugardaginn 27. nóvember kl. 20. Á boðstólum er taílenskur matur og á dagskrá verða taílensk skemmtiatriði. Allir eru velkomnir. ■ NANNA Lovísa Zophonías- dóttir, klæðskeri og Vouge, Skeifunni hafa tekið upp samstarf um nýjung í saumanámskeiðum, svonefnd saumakort. Með þeim getur fólk fengið aðstoð við sauma- skapinn þegar því hentar, þ.e. 6 sinnum, 3 klst. í hvert skipti og er ekki bundið af þvi að mæta allt- af á sama tíma, heldur gildir kort- ið út maí á næsta ári og er hægt að mæta hvenær sem er fram að þeim tíma. SKEMMTANIR UGAUKUR Á STÖNG I kvöld leikur hljómsveitin Svartur pipar. Föstudags- og laugar- dagskvöld leika Reggae on lce. Bubbi Morthens og fé- lagar halda tónleika á sunnu- dagskvöld og á mánudag og þriðjudag leikur rokksveitin let Black Joe. Hljómsveitin Alveg svartir leika miðviku- dag og fimmtudagskvöld. UBLACKOUT leikur föstu- dagskvöld á veitingastaðnum Tunglinu. ■ SNIGLABANDIÐ heldur dis- kókvöld á veitingastaðnum Tveimur vinum. UNÝDÖNSK leggur land und- ir fót um helgina og leikur á Akureyri. Sveitin heldur tón- leika í Dynheimum á föstu- dagskvöldið og á balli í Sjal- lanum laugardagskvöldið. Ný- lega sendi sveitin frá sér sína sjöttu geislaplötu og muh verða leikið efni af henni í bland við gamalt efni. Þá mun hljómsveitin árita nýju plötuna í helstu plötubúðum bæjarins. USTRANGAGLÓPAR er heiti á hljómsveiti sem stofnuð var upp úr Kór Átthagafélags Strandamanna fyrir um 2 árum. Meðlimir hljómsveitar- innar eru allir gamlir kórfélag- ar og heita Ingi, Jón Magnús, Árni og Halldór. Nú um helg- ina, föstudags- og laugar- dagskvöld leikur hljómsveitin á Dansbarnum, Grensásvegi. UHÓTEL ÍSLAND Föstudags- kvöldið 26. nóv. verður haldin Uppskeruhátíð hestamanna. Meðal efnis eru Þórhallur (Laddi) Sigurðsson og Sig- urður Sigurjónsson, grínarar Pálmi Gunnarsson, syngur og segir léttar veiðisögur, happ- drætti o.fl. Veislustjóri er Guðlaugur Bergmann og hljómsveitin Mannakorn leik- ur fyrir dansi. Laugardags- kvöldið er riæstsíðasta sýning á Rokk '93. UHRESSÓ kynnir til sögunnar rokksveitina Dead Sea Apple. Þessi hljómsveit er stofnuð út frá rótum „sleaze" rokk- sveitarinnar Par 8 sem á sín- um tíma þótti verulega efni- leg. Með þessari sveit koma fram Dos Pilas. Tveir af söngvurunum úr gospeltríóinu La-Noy. USVARTIR GOSPELTÓN- LEIKAR verða haldnir í safn- aðarheimili Laugarneskirkju nk. föstudagskvöld kl. 21. Samtökin Ungt fólk með hlut- verk standa að tónleikunum. Fram koma þrír blökkumenn úr hollensku gospelsveitinni La-Noy. Ókeypis er inn á tón- leikana en kaffiveitingar verða á boðstólum á meðan á tón- leikarnir standa yfir auk þess sem samskot verða tekin til styrktar starfi UFMH. USTJÓRNIN leikur á Þotunni, Keflavík nk. laugardagskvöld. Nú fer hver að verað síðastur að hlýða á Stjórnina því hún hættir störfum um áramótin. UVINIR VORS OG BLÓMA leika nk. laugardagskvöld á Inghóli, Selfossi, frá kl. 23-3. Blómin er nú á dögunum farin að ferðast um landið með upp- hitunarhljómsveit og heita þeir In'a blaffe splendid" og leika þeir nýherjarokk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.