Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993 27 Til í slaginn STARFSMAÐUR rússneskrar prentsmiðju lagar til stafla af veggspjöldum fyrir þingkosningarnar sem fram fara í landinu 12. desember nk. Spjöldin prýðir mynd af umbótasinnanum Jegor Gajdar en hann er efstur á lista Valkosts Rússlands. • • Oryggi bifreiða kannað í Þýskalandi Notuðu barnslík við tilraunirnar Bonn. Reuter. YFIRVOLD í Þýskalandi eru nú að láta kanna hvort vísindamenn hafi brotið lög er þeir notuðu lík fullorðinna og barna í staðinn fyrir brúður til að rannsaka hvernig hægt væri að draga úr líkams- tjóni í bílslysum. Tilraunirnar fóru fram í Heidelberg og hafa fulltrú- ar kaþólsku kirkjunnar í landinu mótmælt þeim, þeir segja að líkams- leifunum hafi verið sýnt virðingarleysi. Talsmenn bílaframleiðenda svara því til að með þessu hafi tekist að fækka dauðsföllum af völd- um bílslysa um helming á 20 árum. Kirkjugest- ir greiði að- gangseyri Lundúnum. Reuter. PRESTUR í Gloueester í Englandi vill að söfnuður- inn greiði fyrir aðgang að kirkjunni svo hún geti staðið undir skuldum sín- um. Þá hyggst annar prestur, Robin Gamble, í Bradford, nota Bítlalög til að laða fólk að kirkjunni. Presturinn í Gloucester, Derek Sawyer, segir að söfn- uðurinn leggi ekki fram nógu mikið fé í samskotabauka í kirkjunni. „Við söfnum skuld- um upp á 40 pund [rúmar 4.000 krónur] á viku hverri og margar aðrar kirkjur eru í sömu sporum,“ sagði Sawy- er. Sawyer lagði til í fyrra að kirkjugestir kæmu sjálfir með brauð og vín fyrir altaris- gönguna svo kirkjan gæti sparað. Leggur hann nú til að hver fjölskylda greiði 12 pund til kirkjunnar á mánuði. Háskólinn í Heidelberg hefur við- urkennt að notuð hafi verið um 200 lík. Kannað verður hvort ávallt hafi verið leitað samþykkis aðstandenda barnanna áður en líkin voru notuð með áðurnefndum hætti, einnig hvort hinir fullorðnu hafi verið bún- ir að gefa leyfi til að jarðneskar leifar þeirra yrðu notaðar við rann- sóknirnar. Guðfræðingur dagblaðs Páfa- garðs fordæmdi í gær tilraunirnar, lýsti „óstjórnlegri hneykslun“ sinni og sagði útilokað að veija þær frá siðferðislegu sjónarmiði. Helstu samtök bílaáhugamanna í Þýska- landi, ADAC, segja að tilraunirnar séu „ómennskar“ og þær verði að stöðva. Talsmaður þeirra sagði þó að nota mætti lík fullorðinna ef fólkið hefði gefið samþykki sitt til þess arna áður en það lést. Dagblaðið Bild skýrði fyrst frá tilraununum og rakti eina þeirra í smáatriðum. Lík 47 ára gamals karlmanns var bundið við bílstjóra- sætið í Opel Kadett og voru mæli- tæki fest við höfuðið, bringuna, mjaðmirnar og lungun. Öðrum bíl, fjarstýrðum, var síðan ekið inn í bílstjórahlið Opelsins á 50 km hraða og olli áreksturinn því að lungun sprungu, rifbein brotnuðu og lifrin rifnaði. Tryg-g-ir sjálf- stæði seðlabanka lága verðbólgu? KROFUR uni aukið sjálfstæði seðlabanka hafa verið mjög hávær- ar í Evrópu undanfarið ár. Talsmenn slikra hugmynda segja algjört sjálfstæði seðlabanka frá hinu pólitíska valdi vera for- sendu lágrar verðbólgu og vaxta. Er oft bent á Þýskaland og hinn sjálfstæða Bundesbanka til sönnunar slikum staðhæfingum. Ekki eru þó allir á sama máli og upp á síðkastið hafa ýmsir sérfræðingar bent á að margt annað verði að koma til en sjálf- stæði eigi að ná þessum markmiðum. Rökin fyrir sjálfstæði seðla- banka eru tiltölulega einföld. Ef stjórnmálamenn ráða ekki yfir seðlabankanum geta þeir ekki nýtt sér hann í pólitísku skyni, t.d. með því að knýja fram vaxta- lækkun skömmu fyrir kosningar. Þá er almennt talið að sjálfstæður seðlabanki geri baráttuna gegn verðbólgu trúverðugri. Reynslan virðist líka styðja þessa kenningu. Verðbólga í ríkjum þar sem seðla- bankar eru mjög sjálfstæðir (s.s. Þýskaland, Sviss, Bandaríkin og Svíþjóð) er oftast lægri en í ríkj- um þar sem seðlabanki lýtur póli- tískri stjórn. Lægri verðbólga virðist heldur ekki hafa verið á kostnað minni hagvaxtar í þess- um ríkjum. Ekki síst í Bretlandi eru marg- ir þeirrar skoðunar að gera beri seðlabankann sjálfstæðari. Ríkis- stjórnin hefur þó hingað til verið alfarið á móti slíkum breytingum á Englandsbanka. í næsta mán- uði mun nefnd þing- og embættis- manna skila áliti um þetta mál og er almennt búist við því að niðurstaða skýrslunnar verði sjálfstæðum seðlabanka í hag. Þá hefur óháð nefnd undir for- ystu Roll lávarðar, stjórnarform- ann bankans S.G. Warburg og bankastjóra Englandsbanka á árunum 1968-1977, sent frá sér skýrslu þar sem komist er að sömu niðurstöðu. Ekki eru þó allir sammála í þessum efnum. Adam Posen, hagfræðingur við Haivardhá- skóla, vann önnur verðlaun í sam- keppni Amex Bank Review á þessu ári með ritgerð þar sem hann færir rök fyrir því að tengsl- in milli sjálfstæði seðlabanka og lágrar verðbólgu séu tálsýn. Pos- en segir sjálfstæðan seðlabanka einungis geta framfylgt stefnu, sem byggi á lágri verðbólgu ef hann njóti verndar breiðrar fylk- ingar hagsmunaaðila í viðkom- andi ríki. Þau tengsl sem hægt sé að sýna fram á milli lágrar verðbólgu og sjálfstæði seðla- banka stafa að mati Posen fyrst og fremst af því að þau ríki þar sem fjármálaheimurinn er hvað mest andsnúinn verðbólgu eru einnig þau ríki, sem vilja hafa hvað sjálfstæðasta seðlabanka. Það sé því fyrst og fremst hið almenna viðhorf í viðkomandi þjóðfélagi gagnvart verðbólgu, sem ræður úrslitum. Posen segir viðhorf mjög andsnúin verðbólgu fyrst og fremst vera að fínna í ríkjum með alhliða bankakerfi (s.s. í Þýskalandi og Sviss) þar sem seðlabanki hefur ekki eftirlit með bönkunum. Þar byggist stór hluti fjármálakerfisins á útlánum og menn eru viðkvæmari fyrir verðbólgu. í t.d. Bretlandi bygg- ist hins vegar meginuppistaða fjármálakerfisins á verðbréfum og þar hafi seðlabankinn eftirlit með bönkunum. Sumir sérfræðinga segja að vissulega hafi Posen margt til síns máls. Það sé ekki hægt að ná fram lágri verðbólgu án þess að það kosti minni hagvöxt og atvinnuleysi til skamms tíma. Hins vegar sé rangt af honum að hafna mikilvægi sjálfstæðis seðlabanka. En hvernig á það sjálfstæði að vera? I skýrslu nefndar Roll lá- varðar er þýsku leiðinni hafnað. Þar í landi hefur seðlabankinn algjört sjálfstæði og enginn sér- tæk markmið. Nefndin segi það geta átt við í Þýskalandi, þar sem sé fyrir hendi djúpstæður ótti við verðbólgu, en ekki í Bretlandi, þar sem kjósendur muni aldrei bera sama traust til seðlabank- ans. I staðinn telur nefndin (og að því er talið er einnig nefnd þing- og embættismannanna) að nýsjálenski kosturinn sé mun fýsilegri en þar setur ríkisstjórnin seðlabankanum ákveðin verð- bólgumarkmið. Það væri þó að hennar mati rangt að láta ríkis- stjómina setja markmiðið. Mun æskilegra væri að bankinn gerði það sjálfur. Byggt á The Economist. LANDKÖNNUÐIR NÚTÍMANS Á LEIÐ „ AUGLYSING KRINGUM HNGTTINN 60 MANNA HÓPUR FRÁ HEIMSKLÚBBI INGÓLFS VIÐ ÓPERUHÚSIÐ FRÆGA í SYDNEY: Þau kemba fegurstu staði og búa á glæsihótelum alla leiðina í kringum hnöttinn. „Hvert ævintýrið rekur annað frá degi til dags með endalausri fjölbreytni og tilbreytingu. Samt höfum við alltaf tíma inn á milli til að slaka á. Ferðin fer langt fram úr okkar björtustu vonum og allt hefur staðist eins og stafur á bók, viðtökur alls staðar líkt og um frægðarfólk væri að ræða,“ sögðu nokkrir viðmælendur eftir að hafa lagt að baki Bangkok, töfraeyjuna Bali, borgirnar Melbourne, Sydney og Cairns að ógleymdu Stóra kóralrifinu þar fyrir utan ströndina, „og nú blómstrum við eins og blómin hér í Auckland á Nýja Sjálandi, því hér er sumar og þess njótum við í allri ferðinni í rúman mánuð. Næst liggur leiðin til Fiji-eyja.“ Viðtökur ferðarinnar eru slíkar hjá þátttakendum að í ráði er að Heimsklúbbur Ingólfs efni til annarrar slíkrar á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.