Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993 Um nafngiftirnar ,eldri borgari“ og ,nýbúi“ „,Nýbúabarn“ er eitt mesta orðskrípi sem ég hef heyrt. Það vefst ekki síður fyrir mér að skilja hvaða börn eru ,nýbúabörn“ en hvaða fólk er ,nýbúar“.“ eftir Helgu Garðarsdóttur ,Eldri borgari“ Mig hefur lengi undrað hve margir kalla aldrað fólk ,eldri borg- ara“. Eldri er miðstig lýsingarorðs- ins gamall; gamall - eldri - elstur. Mér var kennt að í íslensku væri miðstig notað þegar eitthvað tvennt væri borið saman; þegar talað væri um annan af tveimur, og ég veit ekki til þess að því hafi verið breytt: konan er eldrí en karíinn; köttur er minni en Ijón; Sigmundur er eldri bróðirinn, en Þórír er stærri. Ég tek það skýrt fram að aðeins hluti aldraðs fólks kallar sig ,eldri borgara". Allt annað gamalt fólk bið ég að láta sem þetta greinar- korn komi því'ekki við. Svo skrítið sem það er gengur sumu öldruðu fólki illa að sætta sig við aldur sinn. Hvers vegna, veit ég ekki. En sá sem er sáttur við sjálfan sig kallar sig ekki ,eldri borgara“. ,Eldri borgarar" hafa rembst eins og ijúpan við staurinn við að skilgreina aldur sinn á allan , ,annan hátt en þann að þeir séu gamlir, rosknir, aldurhnignir, aldr- aðir. Til skamms tíma kallaði fólkið sig ,fullorðið“ og reyndi að fá aðra til að taka undir það með sér. En það gekk vitanlega ekki. Þorri þjóð- arinnar er fullorðinn og það eiga þeir sem komnir eru til vits og ára að vita. Þegar þjóðin hafnaði þeirri tillögu aldraðra að fólk yrði ekki fullorðið fyrr en á sjötugsaldri fóru þeir að kalla sig ,eldri borgara" og kenna m.a.s. félagsskap sinn við ^ þá ambögu. Heiti félagsins á líklega hvað stærstan þátt í því hve ambag- an er orðin mörgum töm í munni. Nú orðið eru t.d. auglýstar til sölu íbúðir fyrir ,eldri borgara". Það er umhugsunarvert hve málkennd þeirra sem apa þessa málleysu hver eftir annan er lítil og veikburða. Það er ávallt hættulegt þegar fólk tekur gagnrýnislaust upp vitleysur annarra og breiðir þær út. Ábyrgð þeirra er lítið minni en þess sem kemur vitleysunni af stað. Ég velti því stundum fyrir mér hvað ,eldri borgurum" finnst um málshætti um elli og orðasamband eins og ,að vera á gamals aldri“. Finnst ykkur slíkt ekki vera hin mesta móðgun við ykkur eða hafið þið e.t.v. ekki leitt hugann að því? Hvernig lýst ykkur t.d. á það að snúa málshættinum eigi er allur í senn ungur og gamall yfír í ,eigi er allur í senn ungur og eldri borg- ari“ og enginn verður eldri en gam- all yfir í ,enginn verður eldri en eldri borgari"? Þið getið sjálf dund- að ykkur við að snúa málsháttun- um: Hvað ungur nemur, gamall temur. Gamlir eru elstir. Tvisvar verður gamall maður barn. Gott er að vera gamall og muna margt. sokkabuxur hnésokkar O&umv* v/Nesveg, Seltj. Hann hefur ekki langt líf að missa sem gamall er. Svo missést öldruð- um sem ungum. Oft kann gamall maður góð ráð. Ég þykist vita að aldraðir geri sér vonir um að nafngiftin ,éldri borgari" verði til þess að fólk beri virðingu fyrir ellinni og því fólki sem fær að lifa svo lengi að verða gam- alt. Ég ætla ekki að leggja mat á það hvort gamalt fólk njóti of lítill- ar eða ekki nægilega mikllar virð- ingar en það að afbaka móðurmál sitt er ekki virðingarvert. „Nýbúi“ Ég hafði ekki velt fyrir mér orð- inu ,nýbúi“ fyrr en ég sat ráðstefnu í septembermánuði _ sl. um _ stöðu erlendra kvenna á íslandi. Á ráð- stefnunni sagði einn frummælenda að innflytjandi væri fyrst og fremst sá sem flytti inn vöru og þess vegna hefði verið óskað eftir nýju orði. Þetta er einfaldlega rangt hjá við- komandi. Innflytjandi er annars vegar (ekki fyrst og fremst) sá sem flytur inn vöru og hins vegar maður sem er að flytjast_ (er nýfluttur) búferlum til lands. (íslenzk orðabók handa skólum og almenningi, bls. 308, ritstj. Árni Böðvarsson, útg. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1963). í 2. útg. bókarinn- ar frá 1983 má sjá að merking orðs- ins hefur staðist tímans tönn. í sömu bók stendur að flóttamaður sé: maður á flótta; sá sem hefur flúið föðuríand sitt, vegalaus maður og útlendingur er sagður vera mað- ur í eða úr öðru landi. M.ö.o. þá var ,nýbúi“ ekki smíðað vegna þess eftir Sigurunni Konráðsdóttur Gamli tíminn sagði já, nýi tíminn segir nei. I gamla daga var áfengis- bann á Islandi sem gekk í gildi 1917. Þessi var svo lítið um lögbrot í Reykjavík að fangahúsið var leigt sem íbúðarhúsnæði. Og fyrsta des- ember 1918 var það fijáls og vímu- laus þjóð sem fagnaði fullveldi sínu, en þetta fullveldi fékkst ekki bar- áttulaust. Ég er sannfærð um að þar átti bindindishreyfingin stóran þátt. Góðtemplarareglan kom til landsins á seinni tugum nítjándu aldar. Á þessum árum var voðalegt ástand í landinu, bæði fátækt og fýilirí, brennivínið fékkst í hverri búð og var haft ódýrt, kostaði minna en kaffi á greiðasölum svo að viðskiptamenn keyptu það heldur en kaffið og fengu það líka skrifað í reikning. Líka var annað sem þarna kom til. Stórbændur og emb- ættismenn höfðu töluvert vín um hönd í kaupstaðarferðum og víðar. Þetta þótti fínt og sjálfsagt, og hefur trúlega kitlað hégómagirnd hinna minna megandi og aukið þeim kjark, þá væri komin kaupstaðar- lykt af þeim eins og hinum. Það sönnuðust þá eins og oft bæði fyrr og síðar orðin: Það sem höfðingjarn- ir hafast að hinir ætla sér leyfist það. Og svo er enn. Valdið verður að koma ofan frá. 0g það var ein- mitt það sem hafði gerst. Fjölmarg- ar stúkur höfðu verið stofnaðar í að íslensk orð hafi vantað. Mér seg- ir svo hugur um að ástæðan sé sú að draga úr notkun fólks á orðunum flóttamaður, innflytjandi og útlend- ingur og hafa með því áhrif á um- ræður um veru þess fólks hér á landi. Því það vita allir að skoðanir íslendinga á því máli eru skiptar. Ég ætla ekki að blanda mér í þær deilur hér, enda er það efni í sér- grein. En ég vek athygli á því að skoðunum fólks verður ekki breytt með feluleik. Feluleik með orð er hægt að leika um tíma, eða þar til orðið verður útjaskað, en þá þarf að finna nýtt ef halda á leiknum áfram. Annað og ekki minna mál er það að fólk skuli taka sér það vald að segja orð merkja annað en það merkir til þess að koma að orði sem er því þóknanlegt. Því það sjá allir hugsandi menn að það end- ar með ósköpum ef fólk getur fellt burt orð úr málinu og komið með annað þegar það hefur ákveðið upp á sitt eindæmi að orð geti ekki leng- ur gengið. Það er augljóst að við smíði orðs- ins hefur verið höfð hliðsjón af orð- byijun níunda tugar nítjándu aldar. í guðsótta og góðum siðum, sem sagt í trú, von og kærleika, sem eru einkunnarorð starfsins. Éólkið var ekki dæmt, það var laðað að þar voru allir jafnir, engir niður- lægðir fyrir að hafa ánetjast ómenningu samtíðarinnar eins og nú er gert. Þá var öll ríkisstjórn íslands bindindismenn að einum undanskildum. Og mig minnir flest- ir þingmennirnir hafi verið bindind- ismenn líka. Þessir menn höfðu nú unnið að sjálfstæði lands og þjóðar heilum huga og komið danska kaup- mannaveldinu burtu með sínar brennivínsbúðir, bannað allan áfengisinnflutning til landsins. Þeir voru nógu víðsýnir til að sjá að meðan eitthvað áfengi var fyrir hendi myndi einhver ánetjast því og smita út frá sér og þá væri til einskis barist. Sýkilinn varð að skera burt og það tókst, eins og með berklana eftir að Guðmundur Björnsson landlæknir fékk berkla- lögin samþykkt á Alþingi, að þeir sem höfðu smitandi berkla væru settir á hæli hvort sem þeir vildu eða ekki og hvort þeir áttu peninga eða ekki. Með þessu átaki tókst að útrýma berklunum úr landinu með Guðs hjálp og góðum vilja. Þetta skrifa ég hér fólki til umhugsunar, því að fortíð skal hyggja ef framtíð á að byggja. Á fjórða tug aldarinnar hófst nýtt tímabil í sögunni. Áfengis- banninu var aflétt með lögum frá Alþingi, þó voru vínveitingar eitt- um eins og einbúi og borgarbúi. Einbúi er sá sem býr einn, borgar- búi sá sem býr í borg en hver er ,nýbúi“? Skv. orðinu er það sá sem er nýr þar sem hann býr og því verður sá sem flytur frá Reykjavík til Kópavogs ,nýbúi“ í Kópavogi, sá sem flytur í blokk verður ,ný- búi“ í blokkinni o.s.frv. Svo má spyija hvort maður sem flytur frá einu sveitarfélagi til annars verði ekki tvöfaldur ,nýbúi“; annars veg- ar í húsinu og hins vegar í sveitarfé- laginu. Spurningin hvort orðið ,ný- búi“ er hugsað sem heiti á ákveðnu tímabili í ævi fólks (eins konar ,nýbúatímabil“) og hvað það sé þá langt, brennur á vörum mér. Eða á sá sem flytur frá einum stað til annars að vera ,nýbúi“ þar það sem hann á eftir ólifað? ,Nýbúabarn“ er eitt mesta orðs- krípi sem ég hef heyrt. Það vefst ekki síður fyrir mér að skilja hvaða börn eru ,nýbúabörn“ en hvaða fólk er ,nýbúar“. Eru það aðeins hör- undsdökk börn, þ.m.t. börn sem íslensk hjón hafa ættleidd? Eru það aðeins börn flóttamanna og innflytj- enda hvort heldur þau eru fædd og uppalin hér á landi eða annars stað- ar? Eru það hálfíslensk böm? Eru það íslensk börn sem eru fædd er- lendis en fluttust síðar nokkurra ára gömul heim til íslands með for- eldrum sínum? Eða eru það einhver enn önnur börn? Ég ætla að nokkru leyti að svara mér sjálf. Það að kalla hörundsdökk börn ,nýbúa- börn“ er vísasta leiðin til að kynda undir óánægju. Börn sem íslensk hjón ættleiða, hvort heldur börnin eru hvít eða dökk á hörund, eru ekki ,nýbúabörn“. Þau alast upp á íslenskum heimilum á íslandi, for- eldrar þeirra eru íslenskir sem og annað skyldfólk þeirra. Börn inn- flytjenda og flóttamanna sem hafa aldrei átt heima annars staðar eru ekki ,ný“ í landinu. Hálfíslensk börn eiga ættir sínar að rekja til tveggja þjóða en það gerir þau ekki ,ný“ hvað takmarkaðar á hótelum en Áfengisverslun ríkisins var opnuð í Reykjavík; fólk gat farið þangað og keypt vín og neyslan byijaði eitt- hvað að nýju. En á stríðsárunum jókst drykkjan að miklum mun og þá fór kvenfólk að drekka líka, sem áður var lítið um. Síðan hefur alltaf verið að síga á ógæfuhliðina og aldurstakmark neytendanna alltaf að færast neð- ar. Nú voru þetta ekki manneskjur sem drukku heldur ræflar og rónar sem ekki var við bjargandi ef það ánetjaðist víninu. Margt af þessu fólki hafði að engu að hverfa, drakk frá sér aleiguna, fjölskyldur og heimili; þeirra beið ekkert nema gatan. Ríkið setti upp meðferðar- stofnun og vinnuhælið á Gunnars- holti þar sem margir hafa náð fullri heilsu og komist út í lífið aftur, en aðrir sjúkir einstaklingar eiga þar skjól og er þetta til mikillar fyrir- myndar. Næst á eftir ríkinu komu AA- samtökin og síðar SÁÁ. Svo er ein meðferðarstofnun sem ég nefni síð- ast en ekki síst, það er Hlaðgerðar- kot, sem að mínu viti og reyndar margra annarra hefur náð einna bestum árangri í starfi. Það er rek- ið af samhjálp Hvítasunnusafnaðar- ins með aðstoð frá ríkinu. Sama fjölskyldan hefur haft stjórn þess á höndum í 20 ár. Þeir hafa keypt húsnæði á Hverfisgötu 42 í Reykja- vík, sem þeir kalla áfangaheimili, fyrir heimilislaust fólk sem er að taka fyrstu skrefin eftir meðferðina út í lífið aftur og fá sér vinnu. Einn- ig reka þeir gistiskýlið í Þingholts- stræti 25, ásamt borginni. Þetta starf er unnið í trú, von og kær- leika. En ríkisstjómin sem nú situr reynir að minnka aðstoð til allra meðferðarstofnana, en þó einkum til þessarar. Því skora ég nú á Davíð Oddsson, yngsta og ástæl- asta borgarstjóra Reykjavíkur, sem flestir borgarbúar þá kusu mann ársins, og gerði það að verkum að hann er forsætisráðherra íslands, þar sem þau eru fædd og uppalin. Eftir standa íslensku börnin sem eru fædd á erlendri grundu. Það stendur vonandi ekki til að eyrna- merkja þau sem ,nýbúa“ í föður- landi þeirra?! Rétt eins og nafngiftin ,eldri borgari" mun ,nýbúi“ gera gömul og góð íslensk orð neikvæð í hugum fólks. Nokkuð sem fáum hefði kom- ið til hugar fyrir örfáum árum. Ég er ekki nógu víðsýn til að koma auga á hvað er athugavert við það að vera aldraður, að hafa neyðst til að flýja föðurland sitt og að vera innflytjandi. Þess vegna er mér fyr- irmunað að skilja af hveiju sumt fólk berst gegn þessum orðum: orð- um sem er ljóst hvað merkja; orðum sem allir skilja; og síðast en ekki síst orðum sem eru ekki neikvæð. Kannski getur einhver opnað augu mín fyrir því. Þrátt fyrir þá sann- færingu mína að fátt eða ekkert stöðvi þá sem ætla að gera orð neikvæð ítreka ég það sem ég sagði hér að framan að ef halda á leiknum áfram verður sífellt að finna ný orð. Ef fólk lítur á eitthvað sem vandamál á það að taka á vandan- um en ekki pakka honum inn í nýjar umbúðir. Upphaf vandamála er sjaldan, eða aldrei, hægt að rekja til orða, og þess vegna er ekki hægt að leysa vanda með því að beijast gegn orðum. Málfræðingur sem ég ræddi við taldi það hve bjart er yfir orðinu ,nýbúi“ skýra, a.m.k. að hluta, hve margir hafa tamið sér það. En hann sagði jafnframt að margt væri að athuga við það. Að endingu fer ég þess á leit við þá sem hyggjast leggja íslensku máli til ný orð að þeir hafi samvinnu við málfræð- inga. Þeir vita manna best hvað orð merkja og hvort þörf er á nýju orði. Þeir kunna einnig að smíða orð og skilgreina þau. Höfundur er opinber starfsmaður. Sigurunn Konráðsdóttir yÞá var öll ríkisstjórn Islands bindindismenn að einum undanskild- um. Og mig minnir flestir þingmennirnir hafi verið bindindis- menn líka.“ að láta þessa heilbrigðisráðherra í stjórninni slíðra niðurskurðarhníf- ana sem þeir beita til að skera nið- ur aðstoð við þá sem áfengisbúll- urnar eru nú að eyðileggja lífið fyr- ir. Og reyna að koma einhveiju skikki á drykkjuskapinn í landinu og aðra vímuefnaneyslu, svo að þjóðin öll megi í orðsins fyllstu merkingu kjósa hann mann ársins, ekki bara núna heldur mörgum sinnum. Höfundur er húsmóðir í Hafnarfirði. MARGT SMÁTT GERIR EITT STÓRT. <SlT HJÁLPARSTOFNUN hr/ KIRKJUNNAR ^ ^ - með þinni hjálp Á ég að gæta bróður míns?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.