Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðar um kæru verktaka Ákvörðun samkeppn- isráðs felld úr giidi ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur fellt úr gildi ákvörð- un samkeppnisráðs um að fresta umfjöllun um kæru sem Verktaka- samband Islands sendi ráðinu fyrr á þessu ári, en þar var kvartað yfir þvi að vörubílstjórafélög bjóði í verklegar framkvæmdir. í úrskurði áfrýjunamefndar sam- keppnismála kemur fram að ákvarðanir samkeppnisyfirvalda um að sinna eða sinna ekki tiltekinni kvörtun eða að hrinda að öðru leyti af stað rannsókn í samkeppnismál- um séu oft háðar fijálsu mati. Slík- ar ákvarðanir verði þó ávallt að byggjast á lagareglum og viður- kenndum lögskýringarsjónarmið- um. Byggist á gildandi lögum í máli því sem hér um ræðir hafi ákvörðun verið öðrum þræði tekin á grundvelli líklegra breytinga á lögum, og telji áfrýjunamefndin að sú röksemd fái ekki staðist. Ákvarðanir samkeppnisyfirvalda verði að byggja á gildandi lögum SEX umsækjendur sækja um emb- ætti borgarendurskoðanda, en Bergur Tómasson lætur af því embætti um áramót vegna aldurs. Umsækjendur eru Birgir Finn- bogason, forstöðumaður endurskoð- nema í fáum undantekningartilfell- um sem ekki eigi við í þessu tilfelli. Kemst áfrýjunarnefnd sam- keppnismála að þeirri niðurstöðu að af þessum sökum beri að fella ákvörðun samkeppnisráðs úr gildi og leggja skuli fyrir ráðið að fjalla á ný um erindi Verktakasambands- ins. unardeildar Reykjavíkurborgar, Jarl Jónsson endurskoðandi, Karlotta B. Aðalsteinsdóttir endurskoðandi, Sím- on Halisson endurskoðandi, Símon Kjæmested endurskoðandi og Theó- dór Lúðvíksson endurskoðandi. Embætti borgarendurskoðanda er laust Sex sækja um stöðuna VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 25. NOVEMBER YFIRLIT: Yfir austanverðu landinu er grunnt lægðardrag en 975 mb lægð um 400 km suðvestur af Reykjanesi, þokast austnorðaustur. SPA: Það verður tvíátta framan af degi, suöaustan strekkingur um land- ið austanvert og á Norðurlandi. Rigning suðaustanlands og á Austfjörð- um, en slydda sums staðar á Vestfjörðum. Hiti 4-7 stig. Suðvestan- og vestanlands verður nokkuð svalara og éljagangur. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Hvöss suðaustanátt og rigning víða um land, einkum þö sunnanlands og vestan. Hlýtt um allt land. HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Suðlæg eða suðvestlæg átt, sums staðar nokkuð hvöss á laugardag. Skúrir eða slydduél sunnan- lands og vestan en léttir til norðaustanlands. Heldur kólnandi, þó yfir- leitt frostlaust. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.46, 12.46, 16.30, 10,30, 22. 30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 900600. Heiðskírt Léttskýjað r r r r r r r r Rigning * r * * r r * r Slydda Hálfskýjað * * * ♦ * * * * Snjókoma & Skýjað Alskýjað V Ý V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og Ijaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig v súld = Þoka stíg-. í? FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 fgær) Greiðfært er um mestallt landið nema Hrafnseyrarheiði á Vestfjörðum er ófær. Talsverð hálka er á vegum í nágrenni Reykjavíkur, uppsveitum Ámessýslu, Hellisheiði, Holtavörðuheiði, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Þá er hálka á fjallvegum á VestfjÖrðum og Austfjörðum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnillnu 99-6315. Vegagerðln. VEÐUR VIÐA UM HEIM ki 12.00 í gær að ísl. tíma hiti voður Akureyri +1 léttskýjað Reykjavlk_____3 urkomaígrennd Bergen 2 skýjað Helslnki +1 alskýjað Kaupmannahöfn 1 þokumóða Narssarssuaq +7 skýjað Nuuk vantar Osló +1 snjökoma Stokkhólmur 4-1 snjókoma Þórshöfn 4 léttskýjað Algarve 18 léttskýjað Amsterdam 0 þokaumöða Bartelona 13 mistur Berifn +4 þokumóða Chicago 6 súld Feneyjer 9 þokumóða Frankfurt +2 þokumöða Glasgow +2 þokumóða Hamborg +3 mistur London 3 mistur Los Angeles 12 heiðskírt Lúxemborg 3 þokumóða Madrtd 11 lóttskýjað Malaga 16 skýjað Mallorca 18 skýjað Montreal +3 snjókoma NewYork 8 þokumóða Orlando 17 súld Parfe 0 léttskýjað Madelra 17 skýjað Röm 14 skýjað Vín +1 skafrennlngur Washington 6 þokumóða Winnipeg +18 heiðskírt / DAG kl 12.00 Helmild: Veöurstofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.30 / gær) Lítil hreyfing á bréfum í Softis \ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Súlurnar komnar upp ÖNDVEGISSÚLUR Ingólfs Arnarsonar voru settar upp á Ingólfstorgi í gær. Þær eru um þrír tnetrar að hæð úr grágrýti og standa við torg- ið sunnanvert. NÚ ERU til sölu hlutabréf í Softis að söluverðmæti 162,5 þúsund krónur á genginu 6,5. Sölutilboðið hefur staðið á Opna tilboðsmark- aðnum frá 8. nóvember. Síðustu viðskipti með bréf í Softis áttu sér stað á þessu gengi 28. október sl., en þá áttu sér stað viðskipti fyr- ir 162,5 þúsund að markaðsverði. Frá þeim tíma og til 10. nóvem- ber var inni á Opna tilboðsmarkaðnum kauptilboð á genginu 3,1 þannig að nokkuð ber á milli þeirra sem vilja selja bréf sín í Softis og þeirra sem vilja kaupa. Ekkert kauptilboð í Softis er nú inni. Síðustu viðskipti með hlutabréf í Softis fyrir utan þau sem áttu sér stað 28. október voru 7. maí síðastlið- inn. Þá áttu sér stað viðskipti með bréf að söluverðmæti 618 þúsund krónur á genginu 30. Síðan hefur töluvert borið á milli í kaup- og sölut- ilboðum þótt eitthvað hafí dregið saman með þeim að undanförnu. Sölutilboð úr 30 í 6,5 Sölutilboð í Softis fóru úr 30 í 27 í lok maí, þaðan í 11 um mitt sumar og loks í 6,50 snemma í haust eftir að hafa dottið út í nokkum tíma. Kauptilboð fóru í 6 strax í upphafi júní sl. og niður í 2 í lok mánaðarins þegar til sölu voru bréf á genginu 11. Um miðjan júlí fóru kauptilboð aftur upp í 5, en meirihluta ágúst- mánaðar voru hvorki kaup- né sölut- ilboð í Softis á Opna tilboðsmarkaðn- um. Framan af hausti voru kauptil- boð á bilinu 2,0-3,1 en frá 10. nóv- ember hefur ekkert kauptilboð verið inni. I Landsfundur Alþýðu- bandalags hefst í dag ÁGREININGUR er innan Alþýðubandalagsins um tillögugerð foryst- unnar sem hlotið hefur heitið útflutningsleiðin, sem lögð verður frtun á landsfundi flokksins sem hefst í dag. Svavar Gestsson alþing- ismaður segist gera margar athugasemdir við skýrsluna og telur að hún eigi eftir að taka miklum stakkaskiptum á næstu vikum og mánuðum, ekki síst fyrir tilverknað landsfundarins. „Þarna er gert ráð fyrir veru- legri samþættingu allra þátta efna- hagslífsins, verulegri áherslu á út- flutning og þar af leiðandi minni innflutning. Því segja sumir að þama sé á ferðinni tilraun til mið- stýringar í hagkerfinu en aðrir halda algjörlega hinu gagnstæða fram,“ sagði Svavar. Umræða um kjördæmamálið Landsfundur Alþýðubandalags- ins verður settur í Súlnasal Hótel Sögu í dag kl. 17 og hefst með stefnuræðu formanns, Ólafs Ragn- ars Grímssonar. I kvöld fer einnig fram kynning á tillögugerð flokks- ins í efnahagsmálum sem fengið hefur heitið Utflutningsleiðin — ný leið_ íslendinga. Á föstudag verður m.a. umræða um kjördæmamálið og hafa þing- flokkur og framkvæmdastjórn und- 1 irbúið hana með sérstakri greinar- gerð. Einnig fara fram umræður um stjórnmálaályktun á föstudag. ( Á laugardag fer einnig fram kosn- ing ritara, gjaldkera, níu fulltrúa í framkvæmdastjórn og til miðstjórn- | ar Alþýðubandalagsins. Á sunnu- dag fer fram afgreiðsla stjórn- málaályktunar og sérályktana. Sjá Af innlendum vettvangi á bls. 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.