Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 10
rr 10 H30M3VÖ/ H'JO MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993 I GIG/ 5. NÓ\ Hin helgu vé Hrafns Gunnlaugssonar frumsýnd í Svíþjóð Myndin fær yfirleitt góðar við- tökur sænskra gagnrýnenda Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. NÝJASTA mynd Hrafns Gunn- laugssonar, Hin lielgu vé, var frumsýnd í Svíþjóð fyrir heigi. Viðtökur gagnrýnenda eru yfir- leitt jákvæðar og af þeim má marka að Hrafn hefur unnið sér sess í sænskum kvikmyndaheimi fyrir hrafnamyndir sínar, sem nýja myndin er óspart borin sam- an við. Það kemur gagnrýnendum yfirleitt á óvart, hve Hrafn hafi hér tekið nýja og óvænta stefnu. Svenska Dagbladet segir að Hrafn Gunnlaugsson, hinn ofsalegi og ógn- arlegi víkingur, komi rækilega á óvart með bæði fersklega og tilfinn- inganæma mynd um fyrstu ást lítils stráks. „Efnið er kannski ekki frum- legt, en mér sýnist að leið Gunn- laugssonar inn í æskulandið sé beinni en flestra", segir Elisabeth Sörensen gagnrýnandi. „Hann man að ástin er sönn og í alvöru, þó maður sé svo lítill, að maður gráti enn eftir mömmu. Það er heldur ekki með yfírsýn hins fullorðna, sem Gunnlaugsson lítur hinn ofur ást- fangan Gest, sem þjáist öllum þján- ingum afbrýðiseminnar, þegar hin heitt elskaða Helga giftist Hjálmtý." Heillandi umhverfi Sigfús Halldórsson. Guðmundur Jónsson. Kristinn Hallsson. Tónleikar í Askirkju Um umhverfið í sveitinni segir að það sé hreint og beint á heillandi hátt. Myndavél Per Kállbergs leiti ekki hins óvenjulega, heldur hvunn- dagsins. Landslagsfegurðin sé þar, en leiki ekki sérstakt hlutverk. Lífið sé hreint og beint, flest sé sjálfsagt, líka ástin og kynlífið. Eftir að hafa rakið efnið, segir gagngrýnandinn að lýsing Hrafns leiði á léttan, en alvarlegan hátt inn í þá óreiðu, sem lítill drengur ler.di í, þegar hann uppgötvi bæði ástina og holdlegar hliðar hennar í einu. „Jafnvægið er frábært og kannski óvænt, hjá leikstjóra, sem virtist fastur í víkingabardögum.“ Um leik Helga Skúlasonar segir að hann gæti sín á ódýrum kjánalát- um og um drenginn, Steinþór Matt- híasson, segir að hann sé frábær og hugsandi leikari. Atriði úr myndinni Hin helgu vé. Drengur í nútímanum Helenda Lindblad í Dagens Ny- heter tekur annan pól í hæðina, því hún ber mynd Hrafns saman við nýlegar, sænskar myndir um sama efni og Hin helgu vé. Eftir að hafa rakið efni myndarinnar segir hún að Hrafn Gunniaugsson, sem hingað til hafi verið þekktastur fyrir þijár ofsafengnar víkingamyndir, hafi hér yfirgefið tíma íslendingasagnanna og segi sögu með sjálfsævisögulegu ívafi um dreng í nútímanum. „Vopnabrakið er látið víkja fyrir mun fínstemmdari tjáningu þar sem hið hátíðlega, íslenska landslag, sem Per Kállbérg hefur gripið í mettaðar myndir, leikur aðalhlutverk." Síðan segir að það sé ekki Hrafni að kenna að mynd hans komi á eft- ir sænskum myndum um sama efni, eins og Sunnudagsbarn Bergmans. Gagnrýnandinn er orðinn þreyttur á efninu, sem hefur verið þurrundið, sérstaklega þar sem Hrafn hrein- rækti efni sitt, svo að ekki séu fleiri víddir eða sjónarhorn að taka af- stöðu til, en sýn hins upprennandi karlmanns á konuna. Án þess að krefjast þess að mynd Hrafns sé önnur en hún er, getur gagnrýnand- inn ekki látið vera að velta fyrir sér, hvort engum detti í hug að segja frá stelpum við svipaðar aðstæður. Listdansskóli Islands Hátíðarsýning 1. desember LISTDANSSKOLI Islands verð- ur með sérstaka hátíðarsýningu í Þjóðleikhúsnu, miðvikudaginn 1. desember kl. 20 til fjáröflunar fyrir skólann. Á sýningunni koma fram meðal annarra allir nemendur skólans og dansarar úr íslenska dansflokknum. Sýnd verða stutt atriði úr Svanavatn- inu, Hnotubrjótnum og Who Car- es og nokkur ný verk sem hafa verið samin sérstaklega fyrir þessa sýningu. Nokkir gestir heiðra skólann þetta kvöld; María Gísladóttir list- dansstjóri dansar tvídans úr 2. þætti Svanavatnsins, en hún hefur ekki dansað opinverlega síðan á Listahátíð í Reykjavík vorið 1990. Þá koma fram söngvararnir,_Berg- þór Pálsson og Egill Ólafsson ásamt Jónasi Þóri píanóleikara. Hátíðarsýningin verður eins og fyrr segir í Þjóðleikhúsinu 1. desem- María Gísladóttir dansar tvídans úr 2. þætti Svanavatnsins á hátíð- arsýningu Listdansskóla íslands 1. desember nk. ber og er almennt miðaverð kr. 1600 en kr. 1100 fyrir börn. Miða- sala er í Þjóðleikhúsinu. (Fréttatilkynning) Ásgarður - 3ja-4ra Glæsileg 83 fm íbúð á 1. hæð í nýju húsi m. sérinng. 2 svefnherb., 2 stofur, baðherb. m. sturtu, eldhús með fallegri innr. Suðursvalir. íbúðin er til afh. nú þegar og er til sýnis í dag og næstu daga. Verð 8,6 millj. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 38A, _ VIÐAR FRIÐRIKSSON, '•JIJ,— LÖGG. FASTEIGNASALI, S/ HEIMASÍMI 27072. 29077 Spaugið kemur á óvart Anne Hedén gagnrýnandi Aftbn- bladet segir að áhorfandinn komist næstum ekki hjá að sakna vopn- anna. „Notalegt samtal er víst um það bil það síðasta sem maður býst við frá hrafnaleikstjóranum Hrafni Gunnlaugssyni. En í Hinum helgu véum hefur hann skipt á þjótandi morðskotum fyrir tilfínninganæmari hljómi.“ Gagnrýnandinn segir að spaugið komi mest á óvart og Hrafn noti það til að taka broddinn úr angistinni, sem lítill drengur finni fyrir, þegar hann verði hrifinn af fullorðinni stúlku. í lokin segist gagnrýnandinn sakna þéttrar klipp- ingar, sem fyrri myndir Hrafns hafi. Eftir að hafa rakið efni myndar- innar segir Bernt Eklund gagnrýn- andi Expressen að Hrafn sé þekktur fyrir víkingamyndir sínar. „Nú þegar hann fer inn á aðra braut, gengur það einnig vel. Jafnvel þó drengja- draumarnir snúist mikið um kynlíf, þá er myndin af tilfinningaslegnum drengnum og félögum hans á líkum aldri bæði lifaridi og blæbrigðarík." SONGTONLEIKAR verða í As- kirkju til styrktar orgelsjóði kirkjunnar sunnudaginn 28. nóvember kl. 17. Nú er unnið að lokafrágangi 18 radda orgels í kirkjunni, frá P. Bruhn og Son í Danmörku. For- stjóri orgelverksmiðjunnar, Karl August Bruhn vinnur nú að endan- legri tónstillingu hljóðfærisins, sem verður vígt sunnudaginn 12. desember kl. 14. Einsöng og tvísöng syngja Dúfa Einarsdóttir, alt, Eiríkur Hreinn Helgason, bassi, Friðbjörn G. Jóns- son, tenór, Guðmundur Jónsson, bariton, Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, Ingibjörg Marteinsdóttir, sópran, Katrín Sigurðardóttir, sópran, Ingibjörg Marteinsdóttir, sópran, Kristinn Hallsson, bassi, Ragnar Davíðsson, bassi, Siguijón Jóhannsson, tenór, Stefanía Val- geirsdóttir, alt, og Þorgeir J. Andr- ésson, tenór. Sigfús Halldórsson, tónskáld, leikur lögin sín á píanó með söngv- urunum. Lára Rafnsdóttir annast annan undirleik á píanó og Halldór Óskarsson annast undirleik á org- el. Kynnir verður Aðalsteinn Berg- dal. Flutt verða einsöngslög, aríur og dúettar úr óperum og óperett- um. Sunnudagurinn 28. nóvember er 1. sunnudagur í aðventu. Tóna- kórinn flytur því aðventu og jóla- lög. Tónakórinn hefur sungið við ýmsar kirkjulegar athafnir t.d. oft við jarðarfarir og er þannig þekkt- ur fyrir vandaðan flutning og fág- aðan söng. Eins og áður er getið verða cV- leikarnir mjög fjölbreyttir. Miðar verða seldir við inngang- inn. -------♦------------- Nýjar bækur ■ Út er komin b'ókin Póla á milli. Póla á milli er ferðabók eftir víðkunnan breskan sjónvarpsmann, Michael Palin, sem íslendingar kannast vel við, m.a. fyrir sjónvarps- þættina Umhverfis jörðina á 80 dög- um. Árið 1991 fór Palin aðra ferð - frá Norðurpólnum til Suðurpólsins - og þræddi 30. gráðu austur iengdar- bauginn eins og framast var unnt. Ferðast var í margvíslegum farar- tækjum á sjó og landi - í lofti aðeins í neyðartilfellum - og leiðin lá um 17 þjóðlönd. Ferðin gekk ekki alltaf vel, en hún var bæði ævintýraleg og fróðleg og öll frásögnin er gædd kímni að sögn útgefanda. Mikið rask var í sumum þeirra ríkja sem komið var til. Ljósmyndarinn Basil Pao var með í ferðinni og tók mikinn fjölda mynda sem prýða bókina og leiða lesandann nær efninu. Útgefandi er Almenna bókafé- lagið hf. Bókin er 370 blaðsíður og kostar 3.993 krónur. MENNING/LISTIR Myndlist Ný upphenging á verkum í Lista- ■A safni Islands Ný upphenging á verkum safnsins hefur verið sett upp í sölum og á kaffi- stofu og stendur hún yfir út desember. í sal 1 eru verk eftir Þórarin B. Þorláksson, Ásgrím Jónsson, Jón Stef- ánsson og Jóhannes S. Kjarval. í sal 2 eru nýleg verk eftir Bryn- hildi Þorgeirsdóttur, Eggert Pétursson, Einar Garibaldi, Erlu Þórarinsdóttur, Georg Guðna, Jón Axel, Jón Óskar og Margréti Jónsdóttur. í sal 3 eru abstraktmyndir á pappír eftir Eyjólf Einarsson, Gerði Helga- dóttur, Hjörleif Sigurðsson, Hörð Ág- ústsson, Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Kjartan Guðjónsson, Ragn- heiði Jónsdóttur Ream, Svavar Guðna- son, Valtý Pétursson og Þorvald Skúla- son. í sal 4 er sýningin Ásjónur, manna- myndir í eigu Listasafnsins, málverk oghöggmyndir. í kaffistofu eru verk eftir Snorra Arinbjarnar. Listasafn fslands er opið daglega nema mánudaga kl. 12-18. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Aðgang- ur er ókeypis. Leifur Breiðfjörð sýnir í Fold Listamaður desembermánaðar í Galierí Fold, Austurstræti 3, er Leifur Breiðfjörð. Þar sýnir hann olíuverk og pastelmyndir dagana 27. nóv. til 12. des. Leifur Breiðfjörð er fæddur árið 1945 í Reykjavík. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og framhaldsnám við Edinburgh Col- lege of Art í Skotlandi og Burleigh- field House í Englandi. Leifur er þekktur fyrir glerlistaverk sín sem prýða söfn og byggingar í Eitt verka Leifs Breiðfjörð. jnörgum löndum. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis. Leifur hefur hlotið margvíslegar viður- kenningar fyrir verk sín. Opið er í Gallerí Fold mánudaga til föstudaga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16. „Hús með brosi“, mynd Daða Guðbjörnssonar. Jólamynd Foldar 1993 Gallerl Fold, hefur fengið listamann- inn Daða Guðþjömsson til að vinna grafíkmynd f 50 númeruðum eintökum. Myndin er ætluð fyrirtækjum og stofn- unum sem vilja senda viðskiptavinum erlendis Iistræna jólakveðju. Myndin sem heitir „Hús með brosi“ er f sér- gerðri möppu og tilbúin til sendingar. Kynning á listamanningum á ensku og íslensku fylgir-með. Daði Guðbjörnsson er fæddur í Reykjavík 1954. Hann stundaði nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík, Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og Rijks- akademi van Bildende Kunsten í Amst- erdam, Holandi. Daði hefur verið kennari við Mynd- listaskólann í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla Islands, verið formað- ur í Félagi íslenskra myndlistarmanna og setið í safnráði Listasafns íslands. Daði hefur haldið 20 einkasýningar, hérlendis og erlendis 'og tekið þátt í um 50 samsýningum víða um heim. Hann hefur myndskreytt bækur og unnið bækur sem myndverk. Verk hans eru f eigu margra safna og stofnana innanlands og utan. Myndirnar eru til sölu í Gallerí Fold og kosta krónúr 5.500. Síðasta sýningarhelgi Astridar og Bjarna Sýningu Astridar Ellingsen og Bjarna Jónssonar er nú að ljúka í Hvaleyrarhúsinu í Hafnarfirði. Astrid sýnir handpijónaða jakka, kjóla og skírnarkjóla. Bjarni sýnir vatnslita- myndir unnar með fjölbreyttri tækni og oliumálverk sem sýna sjómennsku og lífið fyrr á tímum. Tónlist Kóramót á aðventu Undanfarna mánuði hefur verið unn- ið að undirbúningi að viðamiklu kóra- móti sem haldið verður á aðventunni f Perlunni. Þegar hafa margir'kórar staðfest þátttöku. 4. og 5. desember munu 27 barna- kórar syngja og er samanlagður fjöldi barnanna um eitt þúsund. Dagana 11. og 12. desember syngja kirkjukórar, fyrirtækjakórar, svæðakórar og kórar eldri borgara og er fjöldi félaga þess- ara kóra samanlagt 600 manns. Þá verður sérstök dagskrá barna og eldri borgara þann 18. desember í umsjá Kristínar Pjetursdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.