Morgunblaðið - 25.11.1993, Side 40

Morgunblaðið - 25.11.1993, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993 Sigríður Pálína Frið- riksdóttír frá Látrum íAðalvík — Minning Fædd 14. desember 1906 Dáin 18. október 1993 Elsku Palla amma er dáin, hún fékk hægt andlát mánudaginn 18. okt. sl. Þegar ég hugsa um Pöllu ömmu, streyma minningamar fram. Palla amma var í raun systir mömmu hans pabba. Hún var fædd og uppal- in á Látrum í Aðalvík. Komung missti hún móður sína, og einnig fósturforeldra. Ung missti hún einnig tvo hálfbræður í hafið, síðar systur sína úr berklum. Eftir lát fósturfor- eldra sinna fluttist hún til föður síns og stjúpmóður. Amma og Palla voru hálfsystur, samfeðra. Þær systur vom mjög samrýndar. Palla giftist Guðmundi Rósa Bjamasyni og eign- uðust þau fjórar dætur og jafnframt ólu þau upp pabba minn eftir lát móður hans. Gummi afi og Palla amma hófu búskap á Látrum og byggðu þar hús, er nefndist Steinhúsið. Síðar fluttust þau til Isafjarðar og þaðan til Reykjavíkur. Amma og afi gátu ekki selt húsið sitt á Látrum, heldur skildu þau það eftir og byijuðu upp á nýtt á Reykjavíkursvæðinu. En aldrei heyrði maður þau kvarta, aldr- ei að ríkið hefði átt að borga þeim tap þeirra, nei það var bara bitið á jaxlinn og byijað upp á nýtt. Ég tel að amma hafí verið kjarkmikil kona. Palla amma og Gummi afí byggðu með foreldrum mínum að Álfhólsvegi 36, Kópavogi. Síðar fluttust þau að Ásbraut 19, Kóp. Þegar ég var lítil var alltaf farið út á Ásbraut á aðfangadagskvöld í súkkulaði og kökur. Þetta var alltaf einstaklega hátíðlegt. Palla amma var AMMA með stórum stöfum. Allt- af gat maður farið með áhyggjumar til hennar og afa, þau höfðu alltaf tíma til að hlusta. Ég fór til ömmu, settist við eldhúsborðið og fékk mjólk og jólaköku og ræddi um pijónaskap eða hlustaði á sögur frá því í gamla daga. Palla amma var búin að vera lengi veik áður en hún dó. Það síðasta sem við ræddum áður en hún veiktist var um pijónaskap, hún var að pijóna á væntanleg langömmuböm. Elsku Palla amma, ég sakna þín. Ég sakna þess að geta ekki farið og rætt við þig um lífíð og tilveruna og ýmislegt annað. En ég veit að þér líður miklu betur núna og ert með Gumma afa, því að ég veit að þar viltu vera. Takk fyrir allt, blessuð se minning þín. Kristín Sylvía Valdimarsdóttir. Að baki tilurð hvers manns liggur Iítið ævintýr, vegferðin er svo annað ævintýr. Mig langar að minnast fóstm föð- ur míns Sigríðar Pálínu Friðriksdótt- ur frá Látrum í Aðalvík. Foreldrar hennar voru Friðrik Magnússon, út- vegsbóndi í Nesi og önnur kona hans Sigríður Pálína Pálmadóttir Jónsson- ar í Rekavík bak Látur. Friðrik hafði misst fyrstu konu sína síðla árs 1903. Hann hafði augastað á Sigríði og vildi fá hönd hennar en hún tregðað- ist við. í bytjun árs 1905 lenti Friðrik í hrakningum á báti sínum við sjötta mann, náðu þeir þó landi í Bolungar- vík við illan leik. Vegna veðurofsa komust þeir ekki til Aðalvíkur fyrr en að 9 dögum liðnum og voru þeir þá taldir af þar sem ekkert hafði til þeirra spurst. Sagt er að Sigríður hafí heitið því að ef Friðrik sneri aftur skyldi hún játast honum. Gekk það eftir og hinn 14. des. 1906 fædd- ist þeim dóttir. Sigríður lést 3 vikum síðarþ. 3. janúar 1907. Dóttirin fékk nafn móður sinnar, Sigríður Pálína en var þó lengst af nefnd Pálína eða Palla. Böm Friðriks Magnússonar vom Magnús fæddur 1900 og Brynjólfur fæddur 1901, sem hann átti með fyrstu konu sinni, Gunnvöm Brynj- ólfsdóttur, sem lést 3. nóv. 1903, en þeir fómst báðir haustið 1924, Krist- ín Jóna fædd 7. júní 1904 með Silfá Pálmadóttur sem var ráðskona hans á árinu 1904, Jóna lést úr berklum árið 1933, Sigríður Pálína sem hér er minnst, fædd 14. des. 1906, með annarri konu sinni, Sigríði Pálínu Pálmadóttur og Gunnar fæddur 29. nóv. 1913 með þriðju konu sinni Rannveigu Ásgeirsdóttur, Gunnar var lengi forseti Slysavamafélags íslands, mikilsvirtur félagsmálamað- ur, skipa- og vélainnflytjandi. Pálínu var komið f fóstur hjá rosknum hjónum þeim Matthildi Am- órsdóttur og Guðna Jósteinssyni á Látmm. Hjá þeim var hún fram að 10 ára aldri en fór þá í Nesið til föður síns og Rannveigar þriðju konu hans. Mjög kært var alla tíð með þeim hálfsystrum Jónu og Pöllu enda ekki nema rúmt ár á milli þeirra. Eftir að Palla kom í Nesið til Friðriks og Rannveigar 10 ára gömul nutu þær Palla og Jóna reglubundinna sam- vista er Jóna dvaldi hjá þeim á með- an á skólagöngu stóð. Hugur Pálínu stóð til mennta og réðst hún í það árið 1922, þá tæpra 16 ára gömul, að sækja Kvennaskól- ann í Reykjavík. í það notaði hún móðurarfínn, en lifði við þröngan kost í Reykjavík, þó að hún hafí feng- ið nokkurn styrk að auki vegna góðs námsárangurs. Lauk hún fyrra árinu af tveimur en gat ekki haldið áfram vegna féleysis. Það mun hafa verið sjaldgæft að konur sæktu Kvenna- skólann frá Aðalvík og sýnir það mikla einurð Pöllu að leggja ein af stað til Reykjavíkur í skóla. Næstu árin vann Palla ýmis tilfall- andi störf við matseld fyrir sjóróðra- menn, í síldarvinnslunni við He- steyri, á sjúkrahúsinu á ísafírði og var í kaupavinnu í Skagafírði. Pálína sagði mér einhvem tíma að hún hafí ekki ætlað sér að rasa um ráð fram í karlamálum en smám saman varð það þó ljóst að örlögin vildu haga því þannig að hún fengi að eiga Guðmund Rósa Bjamason Dósoþéussonar sem var fæddur að Görðum í Aðalvík hinn 30. mars 1902. Guðmundur hafði stundað tog- arasjómennsku frá Hafnarfírði og ísafírði, mikill gleðimaður, skemmti- legur sögumaður, ljúfmenni hið mesta en þótti heldur stórkallalegur fyrir hina prúðu mey. Þrátt fyrir Minning Fæddur 3. maí 1918 Dáinn 14. nóvember 1993 Sigurður í Stóra-Lambhaga er látinn eftir langt og erfítt sjúkdóms- stríð. Og öll eigum við að deyja. Að deyja er að hverfa til moldarinn- ar en andinn fer til Guðs sem gaf hann. Lífíð sem lifað var, minningin sem eftir er, störfín sem unnin voru eru þeir þættir er eftir standa, sem við þökkum, virðum og söknum. Hann minnti mig oft á stóran klett í straumþungri á, horfði á strauminn er fram hjá rann, en úr iðunni hlémegin gat hann oft vísað rekaldi til réttari leiða. Það var gott að eiga þennan klett. Að vera hreppstjóri og oddviti í smáu samfélagi um áraraðir sýnir það traust er ti) hans var borið. Að koma til hans, ræða niálin, fá að tala og vita að það var hlustað, vera svo á eftir boðið í eldhúsið, þiggja kaffí hjá Guðrúnu konu hans og slá á léttari strengi með græsku- lausri kímni, sjá brosið færast yfír andlitið og fylla augun af hýru. Jafnvel um vetur fannst manni vor- ið vera að koma þegar farið var. Með þessum línum viljum við hjónin minnast Sigurðar og þakka. nokkurn mun á framgöngu þeirra virðist sem þau hafí verið ætluð hvort öðru. Hinn 30. des. árið 1934 gekk Pálína, sem þá var 28 ára að eiga Guðmund Rósa sem þá var 32 ára gamall. Börn þeirra eru Matthildur Guðný f. 27. júlí 1935, kennari og fulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, Ema Þórdís f. 25. sept. 1938, kenn- ari í Njarðvík, Bjargey f. 26. apríl 1943, aðalbókari hjá McDonald’s og Kristín Magna f. 28. se_pt. 1944, starfsmaður Landsbanka Islands og fóstursonurinn Valdimar Kristinn Valdimarsson fæddur 9. júní 1926, sonur Kristínar Jónu hálfsystur Pöllu og Valdimars Ásgeirssonar Jónsson- ar frá Eiði í Hestfírði. Valdimar var físksali og síðar íþróttafulltrúi og starfsmaður íþróttavalla í Kópavogi og er þekktur af stuðningi við knatt- spymumálefni í Kópavogi ekki síst kvennaknattspymu. Eins og áður sagði var mjög kært með þeim Pálínu og Jónu hálfsystur hennar og segja má að Palla hafí fylgt Jónu í gegnum hennar lífsferil, stutt hana og styrkt eftir bestu getu í erfíðleikum hennar. Hún var á ísafirði er Jóna eignaðist eldri dóttur sína Magnúsínu Brynjólfínu, sem var látin heita eftir bræðmm þeirra, sem höfðu farist haustið 1924. Jóna missti mann sinn Valdimar Ásgeirs- son, í febrúar 1926. Hún var þá bamshafandi og eignaðist soninn Valdimar Kristin 9. júnf 1926 í Nes- inu að Látrum og Palla aðstoðaði við fæðinguna. Jóna flutti í Stakkadal og eignaðist sitt þriðja bam, Sigríði, með Aðalsteini Guðmundssyni. Þar veiktist Jóna af berklum sem drógu hana til dauða á sjúkrahúsinu á Ísafírði. Palla vann þá á sjúkrahús- inu, hjúkraði systur sinni og fylgdi henni síðasta spölinn. Var henni mik- ill söknuður að sjá á eftir systur sinni í blóma lífsins. Ekki veit ég hvort að Palla hefur lofað systur sinni að líta eftir börnum hennar þremur en allavega er víst að þannig hugsaði Pálína alla tíð. Valdimar tók hún að sér skömmu eftir lát Jónu og hélt ætíð miklu og góðu sambandi við Magnúsínu og Sigríði og lét sér annt um hag þeirra og fjölskyldna þeirra. Magnúsína eða Magga hefur reyndar búið erlendis frá því fyrir 1950, með manni sínum Robert Tiedemann og 5 bömum þeirra. Magga og Bob hafa komið hingað til lands árlega síðustu árin og hefur það ekki síst verið kærleikur milli þeirra Pöllu sem hingað hefur togað. Sigríður bjó lengi í Keflavík með manni sínum Baldri og bömum þeirra. Allt þetta fólk hefur í gegnum árin sótt stuðning sinn til Pöllu, sem ætíð var æðmlaus og tilbúin að veita af styrk sínum. Hógværð hennar var við bmgðið Guðrúnu sendum við innilegustu samúðarkveðjur og einnig öðmm vandamönnum. Flýt þér, vinur, í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. (J.H.) Guðbjörg og Sæmundur, Galtarlæk. Kveðja frá Mjólkur- félagi Reykjavíkur Vinur okkar og góður félagi, Sig- urður Sigurðsson bóndi í Stóra- Lambhaga í Skilmannahreppi, verð- ur jarðsettur í dag á Leirá í Borgar- firði. Fyrir fimm ámm kenndi hann nokkurrar vanheilsu sem fór svo versnandi þar til hann var lagður inn á sjúkrahúsið á Akranesi og lést þar hinn 14. nóvember sl. Sigurður var fæddi'r og uppalinn í Stóra-Lambhaga og gerðist bóndi þar og hreppstjóri eftir föður sinn 1953 og bjó þar síðan. Foreldrar Sigurðar voru þau sæmdarhjónin Sólveig Jónsdóttir húsfreyja og Sig- urður Sigurðsson bóndi og hrepp- stjóri. Auk skyldunáms sótti Sig- Sigurður Sigurðsson, Stóra-Lambhaga og aldrei gerði hún kröfur fyrir sig persónulega en uppörvunarorðin vom alltaf á næsta leiti og jákvæðni og bjartsýni einkenndi hana alla tíð. Pálína og Guðmundur hófu búskap sinn að Látrum en árið 1943 fluttu þau til ísafjarðar, árið 1951 til Reykjavíkur og 2 ámm síðar í Kópa- voginn, þar sem þau byggðu að Álf- hólsvegi 36 ásamt fóstursyni sínum Valdimari Kr. Valdimarssyni og konu hans Rósu S. Siguijónsdóttur. Árið 1963 fluttu Palla og Gummi síðan á Ásbraut 19 í Kópavogi. Samband föður míns og Pöllu og Guðmundar hefur verið mjög mikið og náið alla tíð og aldrei hefur verið langt á milli þeirra þessi 60 ár sem nú em liðin frá því að hann kom á heimili þeirra aðeins 7 ára gamall. Hann hefur notið þess alla tíð að eiga þessar ljúfu manneskjur að og deilt með þeim gleði og raunum. Öll verðmæti heimsins vega lítið miðað við kærleika slíks fólks og veit ég að faðir minn er þeim Pöllu og Gumma ævinlega þakklátur fyrir þeirra miklu umhyggju alla tíð. Heimili þeirra Pöllu og Gumma stóð ætíð opið öllum þeim sem þess þurftu með. Hjá þeim áttu skjól ætt- ingjar og vinir af landsbyggðinni, hvort sem var vegna náms eða lækn- inga. Ætíð voru þau boðin og búin að rétta hjálparhönd og miðla af bjartsýni sinni og léttu skapi. Ég naut þessarar umhyggju vetur- inn 1972-1973 þegar ég stundaði nám við Háskóla íslands og bjó þá í nokkra mánuði hjá þeim á Ásbraut- inni. Sú dvöl er mér ætíð ógleyman- leg, ekki síst fyrir þær sakir að hjá þeim skynjaði ég betur tímaleysi lífs- hlaupsins. Að mörgu leyti voru Palla og Gummi eins og ungir elskendur, hann skemmtilega töffaralegur og hún feimin, siðavönd ungmey. Þau voru komin rétt undir sjötugt en samt skynjaði maður þetta ferska samband þeirra sem þó var bundið þeirri umhyggju fólks sem hefur elskað hvort annað heitt og innilega langa ævi. Gummi var mikill gleð- skaparmaður og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Að sama skapi var Palla feimin og hlédræg og þótti stundum nóg um gleðilæti bónda síns. Alltaf var þó gott á milli þeirra og minnist ég ekki annarra átaka en smávægilegu fussi yfír drykkju bóndans. Þegar dætumar voru famar að heiman réð Palla sig í vinnu í eld- húsi Kópavogshælisins og starfaði þar fram á eftirlaunaaldur. Guðmundur dvaldist á Vífílstöðum haustið 1988 og lést þar h. 16. des. aðeins fáeinum mínútum eftir að þau höfðu átt símtal og velt fyrir sér jóla- haldi. Fráfall Guðmundar fékk mikið urður sér staðgóða menntun í Reyk- holtsskóla. Hann lauk prófí þaðan 1938 og nýttist sú menntun honum vel í fjölþættum félagsmálastörfum fyrir sveit hans og hérað. Sigurður starfaði á yngri ámm í Ungmenna- félaginu Hauki, var um skeið í stjórn og formaður í nokkur ár. í hreppsnefnd var hann kjörinn 1953 og oddviti hreppsnefndar frá 1962. Þá starfaði hann í sóknamefnd frá 1954 og var formaður hennar frá 1959. Þá sat hann um skeið í sýslu- nefnd. Þessum félagsstörfum sinnti hann meðan heilsan entist. Sigurður stofnaði og rak Sam- vinnufélag Hvalfjarðar frá 1945 á Pálínu og söknuðurinn var mikill. Sumarið 1989 varð Pálína fyrir áfalli og náði sér aldrei að fullu eftir það. Hún var þó nógu hress til að geta haldið upp á 85 ára afmæli sitt 14. des. 1991. Síðustu árin dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi og vil ég færa starfsfólki þar innilegustu þakkir fjnir góða umönnun. Palla fékk hægt andlát skömmu eftir hádegi mánudaginn 18. október sl. Ævintýrið hennar sem til var stofnað er faðir hennar heimt- ist úr helju varð ekki lengra héma megin. Pálína naut umhyggjusamrar æsku, þó að áföllin væm mörg í litlu samfélagi á hjara veraldar, hún naut nokkurrar menntunar á þeirra tíma mælikvarða, eignaðist duglegan og elskuríkan mann, fjórar myndarlegar dætur, fósturson, tengdaböm og bamaböm og bambarnaböm. Hún deildi með okkur gleði og sorgum, fyrst fóstursyninum unga, sem hún bætti móðunnissinn, síðan dætran- um og þar næst bamabömunum. Vinimir em ófáir er sóttu stuðning til Pöllu í sínum raunum og ætíð veitti hún af sinni bjartsýni og hóg- værð þann stuðning sem oft gat læknað erfíðustu hugarmein. Hún krafðist einskis sér til handa en var ætíð tilbúin að veita rausnarlega af sínu vinarþeli og hjartahlýju. Hæfí- leiki Pöllu til að brúa kynslóðabilið kom líka vel í ljós á unglingsámm systur minnar Kristínar Sylvíu, sem sótti mikið til Pöllu til þess að leita svara við lífsgátunni. Palla hlustaði á, benti á leiðir og studdi Kristínu í leitinni, jók bjartsýni og staðfestu, án þess að reyna að leysa fyrir hana vandamálin, aðeins styðja hana áfram á brautinni til jákvæðs þroska. Á þeim tíma er þunglyndi sótti að veitti hún trúna á lífið að nýju. Palla var vinkonan sem Kristín gat sótt til og rætt fijálslega við á jafnréttis- gmndvelli því að kynslóðabilið var ekki til í hennár augum. Við systkinin, börnin hans Valda, Biynjar, Siguijón, Ásgeir, Kristín Sylvía, Valdimar Friðrik og Rósa Áslaug, höfum mikíls að sakna er við sjáum nú á eftir Pöllu sem var okkur amma, frænka, vinkona og sálufélagi frá upphafí okkar vega. Lífíð heldur áfram en allar fallegu minningamar verða ekki frá okkur teknar og við reynum að varðveita það hugarþel sem hún gaf okkur. Fyrir hönd foreldra minna og systkina, systra föður míns og fjöl- skyldna þeirra vil ég þakka allt það fagra sem við upplifðum með Pöllu og senda öllum afkomendum hennar hugheilar samúðarkveðjur. Megi Sigríður Pálína Friðriksdóttir hvíla í friði. Siguijón Valdimarsson. sem var nokkurs konar framfarafé- lag hreppanna norðan Hvalfjarðar. Félagið sá um flutninga í héraðinu, s.s. mjólk og nauðsynjar bænda. Sigurður var framkvæmdastjóri fé- lagsins en starfaði einnig við akstur og viðgerðir. Þessi starfsemi var framfaraspor og stuðlaði mjög að bættri afkomu bænda á svæðinu á ámnum eftir stríð. Sigurður var deildarstjóri Slátur- félags Suðurlands frá 1954 og sat í stjóm félagsins. Formaður var hann í Fiskiræktar- og veiðifélagi Laxár frá 1958 og vann þessum málaflokki mikið gagn meðan kraftar entust. Síðast en ekki síst átti Sigurður sæti í félagsráði Mjólkurfélags Reykjavíkur frá 1953 til 1988, er hann sagði stjórnar- starfi sínu lausu vegna heilsu- brests. Á þessu árabili sat hann í stjóm samfleytt í 18 ár. Við mjólkurfélagsmenn viljum nú við fráfall Sigurðar heiðra minningu hans og færa honum þakkir fyrir mikinn stuðning og gifturík stjórn- arstörf í þágu félagsins og bænda. Hann lagði sitt af mörkum til efling- ar tilgangs og markmiða Mjólkurfé- lagsins: Að ná hagkvæmum við- skiptum fyrir félagsmenn sína, auk þess að stuðla að samstöðu um hagsmunamál bænda. Sigurður kvæntist 1947 Guðrúnu Jónsdóttur frá Hellisholtum í Hmnamannahreppi og lifír hún mann sinn. Hún var stoð og stytta hans í erilsömum störfum. Henni og öðmm aðstandendum er vottuð samúð. Minningin lifír.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.