Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993 19 Jólalög frá Siggii Beinteins DESEMBER heitir geisladisk- ur, sem Sigríður Beinteinsdótt- ir hefur sjálf gefið út. A honum er að finna 9 jólalög, bæði ný og sígild, í útsetningu Jóns Kjell Seljeseth. Geisladiskurinn er fyrsta sóló- verkefni Siggu Beinteins, en hún hefur áður sungið inn á fjölda hljómplatna, t.d. með hljómsveit- inni Stjórninni, sem hún hefur starfað með undanfarin ár. A Desember er að finna ýmis sígild jólalög, sem Sigga hefur lengi haft hug á að gefa út, t.d. Heims um ból og Ave María. Þá eru einnig ný lög á geisladisknum, bæði eftir norska höfunda og eitt eftir Friðrik Karlsson. Skoða átti tengsl Flug- leiða við Alcazar í lok viðræðnanna AÐ SÖGN Sigurðar Helgason- ar, forstjóra Flugleiða, hefur það engin bein áhrif á Flug- leiðir þótt Alcazar-sameining- arviðræðum fjögurra evr- ópskra flugfélaga hafi verið hætt. Þær voru ekki komnar á það stig að hægt væri að segja til um hvort Flugleiðir yrðu með einhveijum hætti þátttak- endur í samstarfinu, að hans sögn. „Við vorum jákvæðir fyr- ir áframhaldandi tengslum við SAS og fyrir svipuðum tengsl- um við Alcazar. Við hefðum verið ánægðir ef þetta hefði komist á,“ sagði Sigurður. Flugleiðir eru með samstarfs- samning við SAS, sem gerður var í febrúar, og sagði Sigurður að flugleiðamenn hefðu fylgst með sameiningarviðræðunum á milli SAS, KLM, Svissair og Austrian Airlines en viðræðurnar hefðu hins vegar ekki verið komnar á það stig að hægt væri að segja til um hvort Flugteiðir yrðu með í sam- starfinu. „Það átti að skoða það undir lokin hvernig tengslum samstarfs- fyrirtækja og dótturfyrirtækja yrði háttað við Alcazar, hver þeirra yrðu með í samsteypunni og hver ekki,“ sagði Sigurður. Fylgst með þreifingum „Við sjáum fram á að einhverjar aðrar þreifingar verði hjá þessum stóru félögum því þau hafa sagt að þau treysti sér ekki til að starfa ein og sér. Við munum fylgjast með því, bæði í tengslum við önnur félög og eins með því hvað SAS gerir en við erum ekki í neinum sérstökum viðræðum við SAS um- fram dagleg samskipti," sagði hann. ------»■♦■»----- ■ SKÓLAHUÓMS VEIT Graf- arvogs hefur verið i æfíngabúðum undanfarið. Búðimar hófstu með ferð á sinfóníutónleika í Háskóla- bíói þar sem einleikari kvöldsins var Svíinn, Cristian Lindberg. Þessi ferð var öllum spiluram mikil hvatning, þótt básúnuleikaramir fyndu mest til sín á næstu æfingum og vildu gjarnan herma eftir mótorhjólum eins og Cristian. Eftir tónleikana var farið í tveggja daga æfingabúð- ir þar sem blásið var og trommað meðan varir héldu og fingur hreyfð- ust. Æfingabúðirnar enduðu með fjölskyldutónleikum. Sumargleðin á Hótel íslandi SUMARGLEÐIN ætlar að koma saman aftur eftir nokkurra ára hlé og skemmta gestum Hótels íslands frá miðjum janúar nk. Sumargleðin kom í mörg ár saman á sumrin og hélt skemmtanir um allt land, allt að sex sinnum í viku, og voru þær með vinsælustu samkomum landsins. Aðaleinkenni þeirra voru skemmtiatriði þar sem m.a. var gert grín að mönnum og málefnum líðandi stundar, létt tónlist og söngur. Sigríður syngur jólalög Sigríður Beinteinsdóttir hefur gefið út geisladiskinn Desem- ber, sem hefur að geyma níu jólalög. Dreifing á Desember er í hönd- um Japis. í Sumargleðinni eru Bessi Bjarnason, Hermann Gunnars- son, Magnús Ólafsson, Ómar Ragnarsson^ Ragnar Bjarnason og Þorgeir Astvaldsson. Auk þess kemur til liðs við þá Sigríður Beinteinsdóttir og reynir fyrir sér í svolítið öðru hlutverki en hún er þekktust fyrir hingað til. Tón- listin á skemmtuninni er útsett af Gunnari Þórðarsyni sem jafn- framt er hljómsveitarstjóri. Að skemmtuninni lokinni tekur svo Sigríður Beinteinsdóttir við af honum og hljómsveit Sigríðar Beinteinsdóttur leikur fyrir dansi. Sumargleði-meðlimir ætla einnig að taka lagið með hljómsveitinni eftir að skemmtiatriðunum sjálf- um lýkur. Vandað til dagskrár Að sögn Ólafs Laufdal, veit- ingamanns á Hótel íslandi, verður þetta mjög vönduð tveggja tíma dagskrá með nýjum atriðum auk þess sem einhveiju af hinu besta sem Sumargleðin hefur gert í gegnum tíðina verður fléttað inn í. „Þeir hugsa þetta sem svona „grand finale". Það er búið að tala lengi um að þeir kæmu saman og nú stefnir í að það verði að veruleika. Þeir leggja mjög mikið á sig til að gera þetta eins flott og hægt er,“ sagði Ólafur. MUUUUIHUHUOUUUUA GETUR HAFT KR. 215.273.- ÁMÁNUÐI EFTIR AÐ ÞÚ HÆTTIR AÐ VINNA... ...og því ástœðulaust að setjast í helgan stein. Q 1 1 í þcir sem sýna lýrirhyggju og framsýni í lífeyrismálum geta notið h'fsins og stundað áhugamál sín áhyggjulausir eftir að starfs- ævinni lýkur. Ídaghafa2.610einstaklingar uppgötvað að Fijálsi h'feyrissjóðurinn er hentugrlleið til að undirbúa áhyggjulaust ævikvöld en flestar aðrar spamaðarleiðir. Inneign þeirra er nú um 1.800 milljónir og ávaxtast vel á ári hvetju. Fijálsi h'feyrissjóðurinn erséreignasjóður, þannig að inneign þinni er eingöngu ráðstafað fyrir þig. Þú nýtur því lífeyris í beinu samræmi við þau iðgjöld sem þú og atvinnurekandi þinn hafið innt af hendi - ásamt ríkulegum vöxtum. Athugaðu að ef þú byijar snemma að greiða í Fijálsa lífeyrissjóðinn færð þú hærri lífeyrisgreiðslur en annars vegna margföldunaráhrifa vaxta. Sjálfstæðiratvinnurekendur, forstjórar, framkvæmdasjórar, endurskoðendur, lögfiæðingar og tannlæknar eru á meðal þeirra fjölmörgu sem greitt geta eingöngu í Fijálsa lífeyrissjóðinn. Jafnlfamt geta allir sem gera kröfur um hærri lífeyri, fengið viðbótaraðild. Sjóðfélagar njóta sérkjara á h'f- og heilsutryggingum hjá Líftrygginga- félaginu Skandia og iðgjöldin má dragaafinneign. Dæmi um mánaðariegar lífeyiisgreiðslur úr Rjálsa lífeyrissjóðnum. mánaðarleg iðgjöld útborgað útborgað Iðgjöld gteiddl álOárum á15áium 25.000 20 ár 106.883 79.497 25.000 30 ár 215.273 160.116 Reibuui ermed mánc&irtegum inn- og úlgrviðslum og 5% raunásiixtun. Kynntu þér Fijálsa lífeyrissjóðinn - þúi ogjjölskyldu þúmar vegna. Skandia Fjárfestingarfélagið Skandia hf. Löggilt verðtxéfafyrirtæki • Laugavegi 170, Sími 61 97 00 Útibú: Kringlunni, Simi 68 97 00 • Akureyri, Simi 111 00 FRJÁLSI LÍFEYRISSJÓÐURINN ...tU að njóta lifsins. I I H B E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.