Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993 Á örbylgjuofninum er ferkantaður Það er 14 daga skilafrestur á öllum gluggi en hann er kringlóttur á trúlofunarhringum hjá okkur. þvottavélinni. „HAbÍN ER AO LAUMASTÚTTIL AE> SP/í-A PÓKER.! “ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 í lyftuleik í Ráðhúsinu Frá Birnu G. Bjarnleifsdóttur: Mig langar að taka undir orð Þórdísar Árnadóttur hér í blaðinu fyrir nokkru þar sem hún lýsir ónógum merkingum og leiðbeining- um í bílageymslu ráðhússins. Eg hef einmitt lent í sams konar vand- ræðum og hún nefnir. Ég átti er- indi í' ráðhúsið og lagði bílnum í bílageymsluna. Ég hafði einhveija hugmund um hvar innkeyrsla í bíla- geymsluna var, en ekki var sopið kálið þótt í ausuna væri komið. Mér var ekki alveg ljóst hvar ætti að ráðast til inngöngu í sálft húsið frá bílageymslunni. Þegar ég loks fann lyftuna eftir nokkra leit voru þar engar leiðbeiningar um á hvaða hæð upplýsingaskrifstofan væri, en þar hugðist ég leita ráða hvert halda skyldi vegna erindis míns. í lyft- unni voru bókstafir eins og B-l, B-2 og HS, H-2 o.s.frv. En hvað þessir bókstafir eða merkingar táknuðu vissi ég hreint ekki. Ég ýtti á einhvern takka í von um að lyftan færi að minnsta kosti upp á við. Þegar lyftan stöðvaðist fór ég út, en þá kom allt í einu maður á móti mér og vatt sér inn í lyftuna. Ég snerist á hæli og skundaði inn í lyftuna aftur á eftir manninum, taldi meiri von að fá aðstoð hjá honum en á mannlausum gangin- um. Þegar ég spurði hann hvort hann vissi hvað þessir stafir merktu var hann engu nær. Við reyndum í sameiningu að ráða þetta táknmál á lyftuveggnum, en fengum ekki botn í vangaveltur okkar. Hann studdi á einhvern hnapp og þegar lyftudymar opnuðust kíkti ég út og kom auga á afgreiðsluborð upp- lýsingadeildarinnar sem ég hafði séð þegar ráðhúsið var til sýnis al- menningi. í upplýsingadeildinni fékk ég greið svör hjá elskulegum stúlkum og var vísað upp á næstu hæð. Ekki tók betra við þegar ég kom inn í lyftuna aftur eftir að hafa lokið erindinu. Hvar í ósköpunum var nú bíllinn minn? Og hvar átti ég að borga fyrir bílageymsluna? Ég tók það ráð að fara aftur á næstu hæð fyrir neðan, í upplýs- ingadeildina, og þar var það skýrt út fyrir mér að B-1 táknaði neðstu bílageymslu, en B-3 efstu bíla- geymslu. Þar fór nú í verra, því að ég var engu nær. Ég hafði ekki hugmynd um hvort hæðin þar sem ég hafði lagt bílnum var kölluð neðsta bílageymsla eða sú efsta. Ég útskýrði fyrir þolinmóðum af- greiðslustúlkunum að ég hefði ekið inn frá Tjarnargötu og þær út- skýrðu fyrir mér að þá biði bíllinn minn í neðstu bílageymslu og að ég ætti að ýta á B-1 hnappinn í lyftunni. Einhvem veginn fannst mér eins og þær hefðu útskýrt þetta áður fyrir örvilnuðum gestum. Fyrst varð ég að borga fyrir bíla- stæðið og það var nú ekki hlaupið að því að fínna peningakassann. Ekki fann ég hann á B-l, svo að ég fór með lyftunni upp á B-2, en hvergi var neinn peningakassa að fínna þar heldur. Eftir töluverða leit og rennerí upp og niður í lyft- unni fann ég svo kassann og ... svo loks bílinn á sama stað og ég Frá Einari Ragnarssyni: Fyrir nokkm birtist í Alþýðublað- inu og í Staksteinum í gær grein þar sem sagt er frá því að Guðrún Ágústsdóttir verði ef til vill í fram- boði til borgarstjórnar vegna þess að hún eigi hauk í homi þar sem eiginmaður hennar sé - Svavar Gestsson. Sem auk þess velti því fyrir sér ella að „setja" tengdason sinn í framboð! Þvílíkt. Guðrún Ágústsdóttir hefur setið í borgarstjórn sem aðal- og vara- maður. Hún hefur setið í félags- málaráði, skipulagsnefnd og um- hverfísnefnd. Ég fullyrði að fáir einstaklingar séu betur kynntir fyr- ir störf sín á þessum vettvangi. Að öllum öðmm ólöstuðum. Guðrún var einn af stofnendum rauðsokka- hafði lagt honum. Ég hef sjaldan lent í öðmm eins vandræðagangi. Það getur vel verið að það sé „smart“ að hafa þessi táknmál á lyftuveggjunum, B-l, HS og H-2, og hugsanlega flokkast þau undir hugtakið umhverfísvænt frá sjónar- hóli hönnuðanna. En „gestavænt" er það ekki eða vinsamlegt aðkom- andi gestum. Það örvar ekki akandi gesti að leggja í bílastæði þar sem merkingar em svona lélegar. Ég hef reyndar upplifað svipað í bílageymslunni við Vesturgötu. Þar er peningákassinn líka illa merktur og erfítt að fínna lyftuna upp að þjónustuíbúðunum. Fyrir ókunnuga er líka erfítt að átta sig á staðháttum þegar komið er niður úr lyftunni og farið í bílageymsl- una. Það hlýtur að vera hægt að merkja leiðir betur án þess að list- rænir eiginleikar bygginganna skemmist. Það myndi hvetja gesti til að koma oftar í heimsókn og nota bílastæðin betur. BIRNA G. BJARNLEIFSDÓTTIR, Brúnastekk 6, Reykjavík. hreyfíngarinnar og hefur helgað baráttunni fyrir kvenfrelsi líf sitt. Hún er nú starfsmaður kvennaat- hvarfsins. Þar fást starfsmennirnir við ljótasta birtingarform kvenna- kúgunar. Það er hins vegar æðsta form kvenfyrirlitningar þegar reynt er að gera lítið úr ævistarfí Guðrún- ar Ágústsdóttur með því að halda því fram að hún sé „sett“ í þetta eða hitt. Staðreyndin er sú að það væri Alþýðubandalaginu happa- fengur ef þessi kona vildi beijast fyrir málstað þess áfram. Talið um annað er ekkert annað en fyrirlit- legur rógur sem ég vona að engin kona að minnsta kosti falli fyrir. EINAR RAGNARSSON, Stóragerði 26, Reykjavík. Guðrún Ágústsdótt ir starfinu vaxin Víkveiji skrifar Hörðustu lesendur Tímans glenntu upp glymumar þeg- ar þeir lásu leiðara blaðsins í fyrra- dag. Steingrímur segi af sér, var krafa leiðarans, og þar var farið hinum hörðustu orðum um formann Framsóknarflokksins. Allt er í heiminum hverfult, varð kunningja Víkveija að orði eftir lesturinn. Hver hefði trúað því að svona yrði talað til formanns Framsóknar- flokksins í blaðinu, sem flokkurinn hefur haldið úti áratugum saman og þar sem foringjadýrkun hefur verið litlu minni en í Sovétríkjunum sálugu?! Víkveiji ætlar ekki að blanda sér í deilur Steingríms Hermannssonar formanns Framsóknarflokksins og Þórs Jónssonar ritstjóra Tímans. En það er hins vegar gaman að bera saman tvenn ummæli Stein- gríms Hermannssonar, fyrst í Pressunni 18. nóvember og síðan í DV 20. nóvember. Steingrímur aðspurður um nýja Tímann: „Ég tel hann vera jákvæð- an, léttari og betur efnislega skipu- lagðan. Hins vegar held ég að þetta eigi eftir að þróast enn og batna. Ég sé möguleika á því innan þessa skipulags sem þarna hefur verið tekið. Gott að hafa upplýsingar á fyrstu síðu um helstu fréttir, hins vegar fannst mér í fyrsta blaðinu ekki rétt val á fréttum til þess að setja á fyrstu síðu. En slíka hluti má bæta með reynslu og yfirlegu." (Pressan 18. nóv.) Steingrímur um stöðu Tímans: „Það verður að segjast að það hef- urríkt algjört ráðleysi hjá stjórnend- um Tímans. Framkvæmdastjórinn fór því honum fannst þetta svo stjórnlaust. Það eina sem hefur gerst er að stjórnin kaus sér for- mann sem hefur prókúruna. Ég hef hins vegar ekkert skipt mér af þess- um málum eftir að ég sagði mig úr stjórninni. Satt að segja hef ég forðast að setja nokkurn framsókn- arstimpil á þetta. En því miður hafa fyrstu sporin verið slæm og þeir hafa miástigið sig illa.“ (DV 20, nóv.) Er furða þótt fólk sé ringlað? * Islendingar hafa verið að gera það gott í útlöndum. Núna síðast unnu Bárður Guðlaugsson og Mar- grét Gunnarsdóttir það afrek að verða heimsmeistarar í keppni bar- þjóna. Þessi frammistaða verð- skuldar athygli. íslenzkir þjónar hafa í gegnum tíðina þótt góðir fagmenn og með framgöngu Bárðar og Margrétar hefur toppnum verið náð. XXX Gaukur á Stöng átti 10 ára af- mæli í síðustu viku. Hann var fyrstur raunverulegra kráa hér á landi. I tilefni af afmælinu var boð- ið uppá bjórlíki, sem var svo vin- sælt fyrir áratug, þegar bjórsala var bönnuð hér á landi. Eins og eflaust sumir muna var bjórlíki blanda pilsners, vodka og viskís, og hugsanlegra einhverra fleiri efna. Víkveiji prófaði eitt glas af bjórlíkinu svona til þess að rifja upp bragðið og sú hugsun gerðist áleit- in meðan bjórinn var sötraður, hvernig á því stóð að fólk lét bjóða sér uppá þennan drykk á sínum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.