Morgunblaðið - 25.11.1993, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993
Ákváðu við afhjúpun minnisvarða að gefa út bók
Ljóð og lista-
verk í Ljóðbliki
KRISTJANA Emilía Guðmundsdóttir, systir hennar Rósa Guðmunds-
dóttir framkvæmdastjóri Ásprents og Grímur Marinó Steindórsson
hittust þegar minnisvarði um landpóstana var afhjúpaður á Stað í
Hrútafirði síðastliðið vor og ákváðu þá í sameiningu að gefa út
bók. Kristjana las við það tækifæri ljóð sitt um landpóstana, en
minnisvarðinn er eftir Grím Marinó.
Bókin er nú nýlega komin út og
heitir Ljóðblik, í henni eru ljóð eftir
Kristjönu og hefur Grímur gert
myndir við nokkur ljóðanna sem
prýða bókina. Nokkur listaverka
hans eru og verða til sýnis og sölu
í húsakynnum Ásprents við Glerár-
götu á Akureyri.
Kristjana gaf út ljóðabók fyrir
10 árum og sagði hún að kominn
hefði verið tími til að gefa út aðra
bók. Grímur lét í ljós áhuga á að
gera myndir við ljóðin þegar þau
hittust á Stað á liðnu vori og hefur
afrakstur samvinnu þeirra þriggja
nú litið dagsins ljós. „Myndirnar
urðu til við það að lesa ljóðin, þau
eru unnin undir áhrifum þeirra,“
sagði Grímur. Margrét Káradóttir
hannaði bókina.
Kristjana er frá Dröngum á
Skógarströnd á Snæfellsnesi, en er
búsett í Kópavogi þar sem hún
starfar sem bókbindari og bóka-
vörður hjá Bókasafni Kópavogs.
Grímur hefur einnig búið í Kópa-
vogi síðustu áratugi, en hann er
fæddur í Vestmannaeyjum og hefur
stundað myndlist frá unga aldri.
Hann nýtir sér tilfallandi efni hveiju
sinni, málma, gijót, við, pappír og
striga við listsköpun sína.
Jurassic Park að koma út
En það er fleira á döfinni hjá
Ásprenti því í vikunni kemur út
bókin Jurassic Park í þýðingur Stef-
áns Þórs Sæmundssonar. Rósa
sagði það hafa kostað mikla bar-
áttu að ná útgáfuréttinum á bók-
inni á íslandi, en hún hafi verið
ákveðin í að ná honum og lét því
þýða bókina áður en hún var form-
lega búin að fá útgáfuréttinn. Þeg-
ar það svo gekk í gegn var hafist
handa af fullum krafti við að prenta
bókina, en í henni eru litmyndir.-
„Við erum viss um að þessi bók fær
góðar viðtökur hér á landi,“ sagði
Rósa.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Samvinnuverkefni
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Við barinn
ÞAÐ er verið að innrétta bar í gömlu kaupfélagsbúðinni í Höfða-
hlíð, reyndar í þeim tilgangi að sýna þar leikritið Bar-par. Ingvar
Björnsson ljósamaður og Viðar Eggertsson leikhússtjóri brugðu á
leik við barinn sem þeir Þráinn Karlsson leikari og Erlingur Vil-
hjálmsson smiður standa við.
Margir
kvefaðir
FJÖLDI fólks leitaði til
Heilsugæslustöðvarinnar á
Akureyri í liðnum mánuði, en
kvefpest, lungnabólga og
magakveisa þjökuðu óvenju
marga.
í skýrslu um smitsjúkdóma frá
Heilsugæslustöðinni kemur fram
að tæplega 100 manns leituðu til
læknis vegna magakveisu í októb-
ermánuði og einnig er áberandi
að margir komu á stöðina vegna
umgangspesta af ýmsu tagi.
Nefna má að alls kom 721 maður
til læknis vegna kvefs og háls-
bólgu, 42 vegna lungnabólgu og
58 leituðu læknis vegna streptó-
kokkahálsbólgu að því er fram
kemur í umræddri skýrslu.
Leikfélag Akureyrar sýnir Bar-par í gamalli kaupfélagsbúð
Búð verður breytt í bar
GAMLA kaupfélagsbúðin við Höfðahlíð 1 er óðum að breytast í
bar, reyndar gefst fólki ekki kostur á að seljast þar inn og fá sér
drykk; það er verið að breyta búðinni í leikhús. Þarna á að frum-
sýna í janúarlok leikritið Bar-par eftir Jim Cartwright, höfund
Strætis sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári.
„Okkur langaði til að gefa fólki
tækifæri á að komast í annars kon-
ar leikhús en vant er, en það hefur
mjög verið að ryðja sér til rúms
að undanförnu, “ segir Viðar Egg-
ertsson leikhússtjóri hjá Leikfélagi
Akureyri.
í leikritinu er sagt frá kvöldstund
í lífi hjóna sem reka bar og gestum
þeirra. Máttarstólparnir í leikaraliði
Leikfélags Akureyrar, þau Sunna
Borg og Þráinn Karlsson, fara með
öll hlutverkin í sýningunni, þau
leika hjónin auk þess að fara með
hlutverk allra gestanna sem rekast
inn á barinn þeirra.
Mikil vinna framundan
Æfingar á verkinu byija eftir
helgi, en framundan er mikil vinna
við breytingar á húsnæðinu sem
verið er að innrétta sem krá. Gert
er ráð fyrir að um 75 áhorfendur
komist fyrir á hverri sýningu.
Guðrún Bachmann íslenskaði
verkið, Hávar Siguijónsson annast
leikstjórn og Helga Stefánsdóttir
gerir leikmynd og búninga, en þau
starfa nú í fyrsta skipti hjá Leikfé-
lagi Akureyrar.
Grímseyingar fá at-
vinnu við fiskverkun
SKÁLDIÐ, listamaðurinn og útgefandinn með afrakstur samvinnu
sinnar, bókina Ljóðblik. Rósa Guðmundsdóttir og systir hennar, Krist-
jana Emilía, ásamt Grími Marinó Steindórssyni á góðri stund í prent-
smiðjunni Ásprenti.
Grímsey.
VINNA er hafin í fiskverkun
Jóns Ásbjörnssonar í Grímsey
en hún er til húsa hjá Sigurbirni
Verslið viö
fagmann.
DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI
SfMI (96)22360
N or ðurlandsmót
skólalúðrasveita
NORÐURLANDSMÓT skóla-
lúðrasveita hefst í KA-húsinu
Vörður
með ræðu-
námskeið
VÖRÐUR, Félag ungra sjálfstæð-
ismanna á Akureyri, heldur ræðu-
námskeið næstkomandi laugar-
dag, 27. nóvember, kl. 11 í að-
stöðu sjálfstæðisfélaganna í
Kaupangi.
Leiðbeinandi á námskeiðinu verð-
ur Gísli Blöndal sem hefur margra
ára reynslu í ræðumennsku. Allt
ungt sjálfstæðisfólk á Akureyri,
Dalvík, Húsavík og víðar getur sótt
námskeiðið sér að kostnaðarlausu.
Ræðunámskeiðið hefst kl. 11 og
lýkur því um kl. 17, en nánari upp-
lýsingar er að fá hjá Ólafi Rafni
Olafssyni varaformanni Varðar.
(Frétfatilkynning)
á Akureyri á morgun, föstu-
daginn 26. nóvember, og
stendur það yfir til sunnu-
dagsins 28. nóvember. A
þessu móti koma fram skóla-
lúðrasveitir víðs vegar af
Norðurlandi. Haldnar verða
kvöldvökur þar sem þátttak-
endur skemmta sér og öðrum
og öllum þátttakendum verð-
ur boðið í leikhús.
Myndaðar verða fjórar lúðra-
sveitir með þátttakendum úr öllum
skólum, sveit I, sveit II, sveit III
og loks úrvalssveit sem nefnist
Skólalúðrasveit Norðurlands en
hana skipa þeir nemendur sem
lengst er komnir í námi.
Mótinu lýkur með tónleikum í
KA-húsinu sunnudaginn 28. nóv-
ember kl. 14.
Það er Tónlistarskólinn á Akur-
eyri og Foreldrafélag blásaradeild-
ar TA sem standa fyrir Norður-
landsmótinu að þessu sinni.
(Fréttatilkynning)
ARABIA
Hreinlætistæki
18% staðgreiðsluafsláttur
hf. Fiskur hefur ekki verið unn-
inn í eynni lengi.
Þegar hefur eitthvað verið ráðið
af starfsfólki og hefur heimafólk
fengið vinnu við fiskverkunina, en
í langan tíma hefur ekki verið
unninn fiskur í eynni. Allur fiskur
hefur verið fluttur til Hríseyjar til
vinnslu fram til þessa.
16 tonn á einum degi
Brúnin á mönnum hér léttist
mjög eftir að fiskverkunin hófst
og andrúmsloftið er gott þessa
dagana enda fólk ánægt með fram-
takið.
Bátar hafa verið að afla vel í
vikunni, á þriðjudag og miðvikudag
var einkar góð ufsaveiði í net á
miðunum úti fyrir eynni. Þetta var
vænn og góður ufsi, en botninn
datt úr veiðunum í gær, fimmtu-
dag. Á meðan á aflahrotunni stóð
fékk einn bátur hér 16 tonn á ein-
um degi í tvær trossur og höfðu
sjómenn á orði að ekki hefði stað-
ið til að klára allan kvótann á ein-
Morgunblaðið/Hólmfriður
Fiskverkun hafin
BYRJAÐ er að verka fisk hjá fiskverkun Jóns Ásbjörnssonar í Gríms-
ey og eru heimamenn ánægðir með framtakið enda hefur fiskur
ekki verið verkaður í eynni um alllangt. skeið.