Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993 Bouchard Ainé France AfmtAtKW ÖtAtSÍOtAtS'COKTOOtÍR sv 19 93 Landslið meistarkokka í átak með bændum Landslið íslenskra matreiðslu- meistara vill koma til liðs við bændur og leggja grunn að kröftugu söluátaki í samvinnu við þá. Markmiðið er að standa betur að vígi þegar erlendar landbúnaðarvörur taka að streyma til landsins. Þetta kem- ur fram í bréfi til bænda sem Daglegu lífi barst i hendur. Þórarinn Guðlaugsson forsvars- maður landsliðs matreiðslumanna var spurður um málið og sagði hann að landsliðið hyggðist bjóða bændum til 7 rétta sælkeraveislu þar sem réttir eru allir úr íslensk- um landbúnaðarvörum og máltíðin kostar aðeins 1.500 kr. Fyrsti fundurinn verður í Reykholtsdal, þá farið í Vík í Mýrdal, á Blöndu- ós, á Akureyri og síðan koll af kolli. Að málsverði loknum sitja mat- reiðslumenn fyrir svörum og sér- stakir gestir úr hópi framámanna þjóðarinnar. „Við viljum sýna bændum fram á hvaða hráefni þeir hafa í höndunum og reyna að fá þá í alvöru markaðsátak með okkur. „Þórarinn segir að íslenskir matreiðslumenn vilji gjaman standa vörð um okkar landbúnaðarafurðir. „Við erum stoltir af þeirri vöru sem íslenskir bændur eru að framleiða og teljum að varan sé fullkomlega sam- keppnisfær við erlendar vörur og um leið og tækifæri gefst erum við vissir um að hægt er að selja íslenskar landbúnaðarvörur er- lendis í svokölluðum sælkeraborð- um.“ Þórarinn segir að vegna 50 ára lýðveldisins 1994 sé tilvalið að fara af stað með söluátak t.d. í Kanada þar sem á fjórða hund- rað þúsund manna séu af íslensk- um uppruna. Hann veltir og fyrir sér hvort ekki sé hægt að virkja íslendinga erlendis til að hafa is- lensk matvæli á borðum á stórhá- tíðum. ■ Ljjs1 HREINLÆTISTÆKI WC sett með stút í vegg eða yfirbyggt i gólf m/harðri setu Kr. 9.9^0 Stjórnvöld þurfa að huga að því ef fyrirtæki kynnu að misnota aðstöðu sína „VIRK samkeppni tryggir hag neytenda. Tímabundið verðstríð, sem leiðir af samkeppni, gefur ekki tilefni til sérstakra aðgerða af hálfu stjórnvalda. Það er ljóst að leiði verðstríð til gjaldþrota eins og gerst hefur og neytendur þurfa á endanum að borga herkostnaðinn af geta stjórnvöld þurft að grípa inn í og koma í veg fyrir að stór fyrirtæki misnoti aðstöðu sína á markaðnum." Þetta kom m.a. fram í svari Sig- hvats Björgvinssonar, viðskiptaráð- herra við fyrirspurn Einars Sigurðar- sonar, varaþingm. á Austurlandi, um verðmun nauðsynjavara milli höfuð- borgarsvæðis og landsbyggðar og hvort ríkisstjórnin hafí gert eitthvað til að vinna gegn verðmun. Kannanir Verðlagsstofnunar hafa leitt í ljós að verðmunur hefur aukist s.l. ár. Má nefna að í október 1989 var verðlag á landsbyggðinni 3,8% hærra en á höfuðborgarsvæðinu og 7,1% í október 1992, en mikil breyt- ing hefur orðið á samsetningu mat- vöruverslana á höfuðborgarsvæðinu m.a. vegna fleiri Bónusverslana, stórmarkaða og klukkubúðá. Einnig beri að geta að þennan tíma hafi geisað mikið verðstríð á matvöru- markaði á höfuðborgarsvæðinu sem yki enn verðmuninn. Heiftúðug samkeppni Fram kom í máli ráðherra að Verð- lagsstofnun hefði á sínum tíma gert sérstaka athugun á viðskiptakjörum í dagvöruverslun sem sýndi að heild- salar og framleiðendur mismunuðu ekki óeðlilega mikið þegar tekið var tillit til magnviðskipta, greiðslukjara o.fl. Skýringa á miklum verðmun væri hins vegar að leita í heiftúð- ugri samkeppni og undirboðum sem viðgengjust. „Nú eru blikur á lofti um að sam- keppnin sé á ný að ganga út í öfgar með undirboðum og er það ekki vegna aðstæðna á höfuðborgarsvæð- inu heldur á Norðurlandi. Of snemmt er að leggja mat á hvort þetta er skammvinnt fyrirbæri eða hvort þetta verði varanlegt og hafí skaðleg áhrif á samkeppnina. Kunnugt er að ýmsir í viðskiptum á höfuðborgar- svæði og á landsbyggðinni, hafa snú- ið sér til Samkeppnisstofnunar og lýst áhyggjum með þróun mála og að það sama geti gerst nú og fyrir 2 árum sem endaði með að ákveðin fyrirtæki náðu yfirburðastöðu á markaðnum," sagði Sighvatur. ■ JI Jólahlaðborð út um alla borg í desember Nýja Beaujolaisvínið er komið Baðkör Formað með arm- hvílum, króm- handföngum og hljóðeinangrun 170x75 Kr. 10.900 160x75 Kr. 9.950 170x70 Kr. 6.940 160x70 Kr. 6.520 140x70 Kr. 5.790 Sturtubotnar 70x70 80x80 Kr. 2.650 Kr. 2.950 Handlaugar 45x55flcm Kr. 2.490 35x45 cm Kr. 2.290 f borð; 60x49 cm Kr! 6.420 Kr'10-790 64x52 0» Kr. 6.990 öll verð eru stgr.verð nWSK. Opið mánudaga til föstudaga 9-18. Opið iaugardaga 10-16. FAXAFEN9 SÍMI 91-677332 LANGFLESTIR veitingastaðir í Reykjavík hafa tekið upp þá venju að bjóða jólahlaðborð í desember. Verð er misjafnt og eins og gefur að skilja eru rétt- ir á borðum einnig misjafnir eftir stöðum. Óðinsvé og Viðeyjarstofa Sami matseðill er á báðum þessum stöðum, danskur „julefro- kost“. Talsmenn staðanna segja að áhersla sé lögð á desember- stemmningu og á borðum séu margir réttir matreiddir úr grísa- kjöti. Meðal þeirra má nefna reykt grísalæri, grísatær, marínerað flesk og svínasíðu. Auk þess eru ýmiskonar pate og síldarréttir svo nefnd séu nokkur dæmi. í Viðeyj- arstofu flytur séra Þórir Stephen- sen staðarhaldari í Viðey jólahug- vekju sé þess óskað. Sigling með Maríusúð út í Viðey tekur um 5 mínútur. Verð í hádegi er 1.850 kr. og á kvöldin 2.450 kr. á báðum stöð- um. Skíðaskálinn í Hveradölum í Skíðaskálanum verður „danskur desember" að sögn að- standenda. Samhliða jólahlað- borði verður sérstök jóladagskrá fyrir hópa, lifandi tónlist, auk þess sem kveikt upp í aminum, farið í heita potta eða snjósleða- ferð. Rúta flytur hópa til skálans og til baka. Verð virka daga er 2.590 krón- Jólahlaðborð á Lækjarbrekku ur og um helgar 2.890 krónur. Hótel Lind A jólahlaðborði Hótel Lindar verða meðal annars krabbasúpa, síldarréttir, reyktur lax, grafin ýsa, reyksoðinn lundi og köld svínaskinka. Hlaðborð eru alla daga í hádegi og á kvöldin. Verð 1.590 krónur, en 6-12 ára börn greiða hálft gjald og börn undir sex ára aldri fá frítt. Lækjarbrekka A Lækjarbrekku er gestum boðið eitt glas af jólaglögg eða íslenskum „eðalveigum“. Að- standendur segja að lifandi tónlist verði á staðnum frá fimmtud. til sunnudags og hópar geti fengið aðgang að sérsölum, sé þess ósk- að. Jólahlaðborð eru ólík eftir því hvort um hádegisverð eða kvöld- verð er að ræða, en meðal rétta í hádeginu era súpa, síldarréttir, bayon skinka, hangikjöt og skorp- usteik. Á kvöldin verður reyktur og grafinn lax, hangikjöt, roast beef, reykt svínakjöt og kjötbollur svo nefnd séu dæmi. Verð í hádegi er 1.290 krónur og á kvöldin 2.190 krónur. ■ ÞRIÐJA fimmtudag nóvember- mánaðar er ávallt beðið með mikilli eftirvæntingn í Frakk- landi og víðar. Um allan heim má þá sjá skilti á veitingastöð- um, knæpum og vinbúðum þ'ar sem stendur: Le Beaujolais Noveau est arrívé! eða nýja Be- aujolaisvínið er komið. Þann dag er nefnilega heimilt að setja á markað fyrstu Beaujolaisvín uppskeruársins og allir vilja auðvitað smakka hina ungu dropa á fyrsta degi, hvort sem þeir búa í París eða Tókýó. Ekki endilega vegna þess að Beaujolais Noveau teljist eitt hinna „stóru“ vína heimsins heldur af því að það veitir smá forskot á sæluna. Því fylgir ákveðin spenna að finna ilm og bragð hins nýja árgangs rétt rúmum tveimur mánuðum eftir að uppskera fór fram. í fyrra gafst íslendingum í fyrsta skipti kostur á að smakka Beaujolais Noveau á réttum tíma. f samvinnu Perlunnar og Flugleiða fór hópur til Búrgundarhéraðs (Be- aujolaisvínin koma úr suðurhluta þess héraðs) og sótti vínið 3. fimmtudag nóvembermánaðar. Hópurinn var aðallega skipaður íslenskum veitingamönnum, og hélt til bæjarins Beaune og heim- sótti fyrirtækið Bouchard Ainé & Fils, sem líklega er þekktast hér fyrir Pouilly-Fuissé vín sín, til að sækja hið unga vín. Vegna hins innri markaðar Evrópubandalags- ins hefur nokkuð dregið úr ofsan- um við Beaujolaiskapphlaupið inn- an bandalagsins, en nú þarf ekki Flöskumiðar á Beaujolais Noveauvínum eru oft mjög skrautlegir og glaðlegir eins og hér má sjá og á það að undirstrika eðli vínsins. lengur að afgreiða vínið frá Beau- jolais þennan 3. fimmtudag nóv- ermbermánaðar heldur er nægilegt að sleppa því úr tollgeymslu ein- hvers staðar innan bandalagsins á þeim degi. Eftir sem áður eru þó margir sem enn koma niður til Beaune og nágrennis til að sækja vínið, einkum Bretar. Oft er heitið á einhvem hóp að koma með vínið sem fyrst og renna áheitin til góð- gerðarmála. Fyrstu flöskumar voru opnaðar í kjallara Bouchard seint á mið- vikudagskvöld og gafst þá fyrsta tækifærið til að bragða upp- skerunni. Vínið er nokkuð bragð- meira en í fyrra, liturinn dýpri og skærari og ilmur og bragð ein- kennast af ungum þrúgum, hind- berjum og smá snefil af arómatísku kryddi. A allan hátt mjög ánægju- legt vín. Eldsnemma á fímmtudagsmorg- un var svo brunað með Beaujolais- vínið til Lúxemborgar og flogið með það heim. Upp á uppskeru ársins 1993 var svo haldið í Perl- unni um kvöldið. Flugleiðafarþeg- um hefur gefist kostur á að fá sér þetta Beaujolais Noveau sl. viku og hafa viðtökumar verið mjög góðar. Það verður nú í vikulokin að Beaujolais Noveau verður ai- mennt aðgengilegt því meginhluti sendinganna koma með skipi. Á föstudag má búast við að hægt verði að fá það í verslunum ÁTVR og veitingastöðum. Beaujolais Noveauvínin eru sem fyrr segir ekki vín til að veltá mik- ið fyrir sér og leggja mikið út af. Þetta eru fyrst og fremst einföld og aðgengileg stemmningsvín og hefur umstangið í kringum þau ekki síður aflað þeim vinsælda en vínið sjálft. Þau ber að drekka létt kæld og henta vel með flestum mat. ■ sts 3M Maskar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.