Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993 Kreppulíf í sjávarþorpi Bókmenntir Jón Özur Snorrason Stefán Júlíusson: Grímumaður- inn. Skáldsaga, 187 bls. Bókaút- gáfan Björk 1993. Grímumaðurinn er þréttánda skáldsaga Stefáns Júlíussonar en auk þess hefur Stefán sent frá sér tvö smásagnasöfn, skrifað sögur og leikrit fyrir börn og unglinga og nokkur þáttasöfn hafa komið út eft- ir hann. Stefán er virkur höfundur og nær ritferill hans yfir fimmtíu og fimm ár, frá árinu 1938 þegar barnasagan Kári Iitli og Lappi kom út í fyrsta sinn. í skáldsagnagerð sinni fjallar Stefán oft um samfélag í deiglu og teflir fram ólíkum hug- myndum tveggja kynslóða. Sögur hans gerast á tímamótum, gömul viðhorf eru að kveðja og ný knýja dyra. Skáldsagan Grímumaðurinn ger- ist í sjávarplássinu Hraunsfirði á krepputíma veturinn 1930-31. Þar ríkir ládeyða í mannlífinu, atvinnu- leysi er viðvarandi og lágt verð fæst fyrir fiskinn. Útkjálkar hinnar ís- lensku sveitar eru svið þessarar sögu í vaxandi sjávarþorpi sem býr þó við tímabundið kreppuástand. Þar lýstur saman stöðnuðum og uppgjafa við- horfum eldri atvinnuleysingja og sjálfsbjargarviðleitni hinna yngri. Þetta er saga þorpsins sem stjórnað er af kaupmannavaldi og útgerðar- valdi en um leið er þetta þroskasaga ungu kynslóðarinnar sem rís úr ösk- ustónni af eigin frumkvæði og kemst til manns af miklum myndarskap. Til að koma þessu kyrrstæða sam- félagi á hreyfingu kemur Þórði kaupmanni, bæjarfulltrúa og rit- stjóra staðarblaðsins, það ráð í hug að „búa til“ grímuklædda veru og senda hana að kvöldlagi út á meðal bæjarbúa til að hrella þá. Hann fær Ámunda, aðalpersónu sögunnar, ungan mann og áræðinn, til að leika þetta hlutverk. Það verður til þess, að spenna magnast í samfélaginu, fólk hópast saman til að ræða um þennan nýja ófögnuð og staðarblaðið Stefán Júlíusson greinir frá öllu af nákvæmni og þyrlar upp moldviðri. Leikaraskapur Ámunda dugar honum þó ekki til lengdar. Hann segir skilið við hugaróra og „grall- araskap“ kaupmannsins en snýr sér óskiptur að glímunni við raunveru- leikann. Hann þroskast til fullveðja karlmanns og trúr köllun sinni ryður hann öllum hindrunum úr vegi og uppsker líkt og hann sáir. Hversu fáránleg sem þessi hug- mynd um grímumanninn kann að sýnast notar höfundur hana sem uppistöðu í frásögninni. Á yfirborð- inu er þetta barnalag hrollvekjuhug- mynd sem auðveldlega verður um- snúningi að bráð og virkar þá sem hjákátleg hugmynd, sem brandari. Þess vegna verður að leita annarra leiða í túlkun á þessári sögu. Því þótt atburðurinn eigi að gerast fyrir sextíu árum geta aðstæður og atvik einnig átt hljómbotn í nútímanum og frásögnin af grímumanninum getur vissulega endurspeglað hluti sem eru að gerast í samfélagi okkar í dag. Nú ríkir atvinnuleysi og Iá- deyða í mannlífinu. Það er kreppu- ástand og grímuklæddir menn eru margir á ferli í skjóli nætur, nauðg- arar og innbrotsþjófar sem fremja myrkraverk af mun meiri hörku en gerðist fyrir sextíu árum. í slæmu efnahagsástandi þrífst spillingin best. Hlutverk fjölmiðla í samfélaginu eru höfundi einnig hugstæð. Bæjar- blaðið í Hraunsfirði leitar ekki leiða til að bæta slæmt atvinnuástand heldur nærist fremur á því. Lygileg atvik eru því sett á svið sem draga upp skakka mynd af veruleikanum og beina athygli fólks frá aðsteðj- andi vanda. Áð þessu leyti er frá- sögn höfundar efnisskyld Reykjavík- ursögum Einars H. Kvaran, Ofurefli og Gulli en einkum þó Sálin vaknar. Þar stjórna fréttablöðin samfélags- umræðunni með sama hætti og hér er gert. Grímumaðurinn er ágætlega skrifuð saga og skemmtileg aflestr- ar. Þetta er frásögn um lífsbaráttu fólks með rómantísku ívafi, skrifuð á einföldu og kjarnríku máli. Stund- um stingur höfundur sjaldgæfum orðum og orðasamböndum inn í setningar eins og að amla, að krímta, að vera með böggum hildar, að spreka, að smiitra. Tilgangurinn er e.t.v. sá að ná fram ákveðnum tíðar- anda. Þessi orðanotkun stingur þó ofurlítið í stúf við annars viðfelldið bókmál og flokkast undir málskrúð. Bygging sögunnar er heilsteypt og markviss. Þroskasaga Ámunda er felld inn í ramma fréttahaukanna sem svo eru nefndir, karlanna á eyrinni sem enga vinnu hafa, en láta fara lítið fyrir sér úti í horni hjá Þórði kaupmanni, ræðá nýjustu fréttir og uppákomur. Fortíð þeirra er af líkum toga. Þeir eru dæmigerð- ir sveitamenn á mölinni eða gamlir sjóarar sem hittast við búðarborðið og næla sér í kjaftasögur til að bera út á meðal bæjarbúa. Þeir eru horn- kallar bæjarins og heita hver sínu viðurnefni, eins og Laugi Ióðs, Gvendur Dalbæjar, Keli í Kletti og Siggi í skúrnum. Þetta eru lifandi aukapersónur og vera þeirra í sög- unni myndar rammgerða umgjörð utan um hana og tengingu á milli einstakra kafla. Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Jerzy Tosik-Warszawiak. Píanótónleikar á Vesturlandi UM HELGINA verða haldnir tvenmr píanótónleikar á Vestur- landi. Fyrri tónleikarnir verða í Borgarneskirkju föstudags- kvöldið 26. nóvember kl. 21. Seinni tónleikarnir verða í sal Tónlistarskóla Akraness mánudagskvöldið 29. nóvember kl. 20.30. Á efnisskránni verða eingöngn verk fyrir tvö píanó. Píanó- bókmenntirnar geyma mörg frábær verk fyrir tvö píanó sem heyrast sjaldan. Langt er síðan þessi verk hafa verið flutt á Islandi og er ekki vitað til að þau hafi verið flutt fyrr á Vestur- landi. Flytjendur verða Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Jerzy Tosik- Warszawiak, bæði kennarar við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Ingibjörg stundaði píanónám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Að loknu kennaraprófi var hún í nokkur ár á Guildhall School of Music and Drama í London og lauk þaðan éinleikaraprófi 1981. Síðan hefur hún starfað sem tónlistarkennari við Tónlist- arskója Borgarfjarðar, kórstjóri og meðleikari söngvara og hljóð- færaleikara. Jerzy Tosik-Warszawiak fæddist í Kraká í Póllandi. Hann hóf píanónám sex ára og lauk prófi frá Tónlistarakademíu Krakáborgar 1977. Eftir loka- próf hóf Tosik störf við sömu tónlistarakademíu og starfaði þar til ársins 1992. Einnig hefur hann kennt við Tónlistarskóla Krakárborgar. Hann er félagi í Berlínartríóinu. Tosik hefur unn- ið til verðlauna og hlotið styrki fyrir píanóleik sinn, m.a. í keppni í Bratislava og í Chopin-píanó- keppninni í Varsjá. Hann hefur starfað við Tónlistarskóla Borg- arfjarðar síðan 1992 sem píanó- kennari og undirleikari. Flutt verða: Fantasía eftir Schubert, sónata í D-dúr eftir Mozart, svíta eftir Debussy, Scaramouche eftir Milhaud, Pag- anini-tilbrigðin eftir Lutoslawski og armensk rapsódía eftir Aru- tiuniuan og Babadzanian. Draumurimi alltaf raimverulegri en lífið Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Þorvarður Hjálmarsson: Himinn- inn hefur enga fætur. (164 bls.) Höfundaútgáfan 1993. Söguþráðurinn í þessari fyrstu skáldsögu Þorvarðar Hjálmarssonar er grannur og einfalt spunnin. At- burðarásin er hæg, raunar má segja að fátt eitt gerist. Á yfirborðinu. Sögusviðið er að mestu leyti Pét- ursborg vorra daga. Bæði tíminn og sviðið mynda trúverðuga umgjörð um átök sögunnar. Aðalpersónan er nafnlaus karlmaður sem er á ferð með fransk-íslenskum vini sínum, yfirborðskenndum, að nafni Jakob Eleny. Frönsk stúlka,, Daphne, verð- ur á vegi aðalpersónunnar og kemur róti á huga hans og hjarta. Einföld fléttan verður ekki endursögð, til þess er ferðalagið í sögunni of tilvilj- anakennt. Við kynnumst lítið persón- unum gegnum athafnir þeirra enda er það eflaust ætlun höfundar að sýna þær sem eins konar viðfangs- efni framandi aðstæðna. Þær eru staddar í ókunnu landi, hjá þjóð sem er orðin ókunnug sjálfri sér. Segja má að þungi þessarar sögu liggi ekki í rökrænni eða listrænni fléttu heldur í þeim heimspekilegu og tilvistarlegu pælingum sem bæði staður og stund bjóða upp á. And- Minningar Sigurðar Sigurmundssonar Á milli landshorna. Bernsku- og æskuár nefnist nýútkomin minn- ingabók eftir Sigurð Sigur- mundsson frá Hvítárholti. Bókin hefur að geyma bernsku- og æskuminningar höfundar. í kynningu útgefanda stendur að bókin sé „örlagasaga einnar fjölskyldu", í henni sé „lýst við- horfi drengs, sem er að vaxa úr grasi á fyrsta þriðjungi þessarar aldar, þeirrar sem brátt mun verða öllum þorra núlifandi manna horf- inn heimur“. Útgefandi er höfundur. Prentsmiðja Suðurlands hf. á Selfossi prentaði. Bókin kostar 2.480 krónur. Sigurður Sigurmundsson stæðurnar í mannlífi og pólitík hrópa á viðbrögð sögupersóna. Þannig vex sagan úr ákveðnu meðvitundarleysi sem sögupersónan orðar svo framar- lega í verkinu: „Hér úti á hafinu, þegar hvergi sér til strandar, er veru- leikinn einn og heill. Á slíkri stundu er draumurinn bara draumur, engin meðvitund er til.“ Þegar komið er til borgarinnar blasir hins vegar ögrun- in, óróinn og óvissan alls staðar við. Spytja má hvað haldi saman þessu verki fyrst ekki er fyrir að fara dig- urri fléttu. Fyrst og seinast eru það samtölin, aðallega vinanna tveggja. Þau eru krydduð vísunum til ýmissa höfunda án þess um sé að ræða til- vitnanir. Samræðumar, þar sem fé- lagarnir ná sér á flug, eru tvímæla- laust með því besta í þessari bók. Stundum virðast samræðurnar þó jaðra við yfirborðsmennsku þar sem jafnvel sjálfum sögumanni þykir nóg um. Eftir að hafa rætt um hug- myndakerfi og mannlegan harmleik slær sögumaður botninn í samtal þeirra félaga með því að segja: „En komum uppá hótel, mig óar við því hvert þessar hástemmdu samræður gætu leitt okkur.“ Þótt lesandinn sé sáttur við hæg- an og einfaldan söguþráð, og sam- þykki að styrkleiki bókarinnar felist i samtölum persóna, kemur fyrir að samtölin verða rýrari en vera þyrfti. Samræða þeirra félaga, hvort sem er um pólitík eða ástir, verður klén þegar hún er sett fram með jafn ein- földum hætti og samræða lærisveins og< læriföður: annar spyr en hinn svarar. í þessari sögu kemur hvað eftir annað fyrir sérstakt eftirminnilegt viðkvæði. Við getum nefnt það „mað- urinn andspænis fjandsamlegum heirni". Tilvistarpælingarnar fá aukna dýpt við þversagnarkenndar aðstæður sem manninum eru skap- aðar: „Allt hverfur og verður að eftir- sjá, jafnvel áþjánin. En sá sem aldr- ei missir sjónar á sjálfum sér og lifir ekki í háska á sér h’vorki fortíð né framtíð. Er alltaf einn með öðrurn." Það er engin trygging til fyrir verð- mætum eins og hamingju og friði. Sá sem telur sig hamingjusamlega hafa höndlað perluna einu og sönnu, hann veður villu og svíma því hún mun af honum tekin. Þessi þanki er á einum stað tengdur stórbrotinni auðn íslands: „Hvergi annarsstaðar verður þér það svo fullkomlega ljóst að það er ekki auðnin sem gerir til- kall til þín. Það ert þú sem heimtar sess þinn í auðninni. Veröldin þarf ekki á manninum að halda, hún get- ur staðið ein.“ í heild má segja að veikleiki sög- unnar felist aðallega í því hve -lítil saga hún er í raun, framvindan frem- ur einföld og ekki alltaf Ijós. Styrk- leiki hennar - og hann yfirskyggir tvímælalaust veikleikann - felst hins vegar í þroskuðum stíl og stundum hreinni mælsku þar sem persónur Leiksýning BORGARBÚUM er boðið á ókeypis leiksýningu í Ráðhúsinu stundvíslega kl. 15, sunnudaginn 28. nóvember nk. í tilefni alþjóða- alnæmisdagsins sem er lialdinn 1. des. ár hvert. Sýndur verður einþáttungurinn „Út úr myrkrinu“ eftir Valgeir Skagfjörð en það er eitt þeirra verka sem hlaut verðlaun í handritasam- keppni sem Landsnefnd um al- næmisvarnir stóð fyrir á síðasta ári. Leikþátturinn fjallar um starfs- fólk auglýsingastofu sem fær það verkefni að hanna herferð gegn Þorvarður Hjálmarsson takast á í áhugaverðri kappræðu. Og hin nýja Pétursborg skapar sög- unni viðeigandi og voldugan bak- grunn. í Ráðhúsinu alnæmi. Verkið tekur um hálftíma í flutningi. Iæikendur eru Ingrid Jónsdóttir, Steinn Ármann Magnús- son og Ólafur Guðmundsson. Höf- undur verksins Valgeir Skagfjörð leikstýrir. Um þessar mundir er verið að sýna verkið á vinnustöðum og í skólum en að sýningu verksins standa Landsnefnd um alnæmis- varnir, Menningar- og fræðslusam- band alþýðu, Þjóðkirkjan og Al- þýðuleikhúsið. Verkið hefur hlotið góða dóma ■enda hnyttið um leið og það vekur ýmsar spurningar um viðhorf nú- tímafólks gagnvart alnæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.