Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993 Skýrsla umboðsmanns og hlutverk alþingismanna * eftir Arna M. Mathiesen Þann 18. nóvember síðastliðinn fór fram á Alþingi umræða um skýrslu umboðsmanns Alþingis og stóð umræðan í fjóra tíma. Lögum samkvæmt ber umboðsmanni að gefa Alþingi. skýrslu um störf sín. Skýrslunni var vísað til umfjöllunar í allsheijarnefnd og hafði fulltrúi nefndarinnar Björn Bjarnason al- þingismaður framsögu fyrir nefnd- aráliti. Talsvert hefur verið fjallað um þessa umræðu í fjölmiðlum en sú umfjöllun hefur engan veginn gefið rétta mynd af því hvernig umræðan fór fram eða af því hvað fram kom við umræðuna. Þess verður þó að geta að umfjöllun Morgunblað^ins 20. nóvember gaf einna besta mynd af umræðunni. Þetta er ekki sagt hér til þess að ásaka eða áfellast einn né neinn en er hins vegar önn- ur af tveimur ástæðum þess að ég finn mig knúinn til þess að skrifa þessa grein. Hin ástæðan eru póli- tískar útleggingar dagblaða á um- ræðunni. Pólitísk uppsiáttarfrétt á forsíðu Alþýðublaðsins, flokksmál- gagns Alþýðuflokksins 19. nóvem- ber verður auðvitað að líta á sem gamanmál sett fram til þess að létta okkur lífið í svartasta skammdeginu og eiga þeir Alþýðublaðsmenn þakk- ir skildar fyrir það. Þessum augum er hins vegar ekki hægt að líta skrif höfundar Reykjavíkurbréfs 21. nóv- ember. Embættisveitingar sumarið 1993 í umræðunum 18. nóvember gagnrýndi ég utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrir veitingu tollvarðarstöðu á Keflavíkurflugvelli 1990 en umboðsmaður Alþingis hef- ur gefið álit sitt á þessari embætti- sveitingu eins og fram kemur í „ Það er með öllu til- hæfulaust hjá höfundi Reykavíkurbréfs í Ijósi niðurstöðu umboðs- manns Alþingis að gera gagnrýnendum utan- ríkisráðherra upp illan hug í garð ráðherrans eða stjórnarsamstarfs- ins.“ skýrslunni sem til umræðu var (mál 382/1991). Jafnframt gagnrýndi ég framferði ráðherrans við stöðuveit- ingar á vamar- og flugvallarsvæðinu almennt en nefndi einnig sem víð- tækari skírskotun vel kunnar emb- ættisveitingar ráðherra Alþýðu- flokksins síðastliðið sumar. Gagn- rýni mín 18. nóvember beindist því Árni M. Mathiesen að stöðuveitingum á varnar- og flug- vallarsvæðinu. Embættisveitingar ráðherra Alþýðuflokksins voru nefndar til þess að setja hlutina í sögulegt samhengi. Skoðanir mínar á síðastnefndu. embættisveitingun- um eru vel kunnar en síðastliðið sumar skrifaði ég grein um m.a. þetta efni í blaðið Hamar í Hafnar- firði sem birtist í Staksteinum Morgunblaðsins skömmu síðar og vísa ég til þeirrar greinar hvað þetta efni varðar. Utanríkisráðherra kaus hins vegar að gera embættisveiting- ar á vegum Alþýðuflokksins í sumar að þungamiðju svara sinna ásamt svörum vegna tollvarðarstöðunnar en hirti ekki um að svara að öðru leyti gagnrýni er varðar stöðuveit- ingar almennt á varnar- og flugvall- arsvæðinu. Var þó að mínu mati full ástæða til. Umboðsmaður Alþingis í framsöguræðu sinni 18. nóvem- ber sagði framsögumaður Björn Bjarnason alþingismaður m.a.: „Hlutverk umboðsmanns Alþingis er að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórn- völdum landsins. Umboðsmaður Al- þingis skal gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft og að stjórnsýslan fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti." Þessu hlutverki sinnir umboðsmaður með því að gefa álit á umkvörtunarefnum borgaranna en þessum álitum er beint til stjórnvaída. Nú um áramótin taka gildi stjórn- sýslulög fyrsta sinni. Gildistaka þeirra ætti að auka réttaröryggi borgaranna í samskiptum við ríki og sveitarfélög og auðvelda umboðs- manni störf hans. í lögum um um- boðsmann Alþingis eru hins vegar engin ákvæði um viðurlög við því að fara ekki að áliti hans. Það er því ljóst að mikilvægur liður í því að fylgja álitum umboðsmanns eftir í því skyni að gæta réttar borg- aranna gagnvart ríkisvaldinu er að um skýrslu hans sé rætt af einurð á Alþingi. Umboðsmaður Alþingis hefur samkvæmt 11. grein laganna um umboðsmann Alþingis einnig það hlutverk að tilkynna Alþingi og við- eigandi stjómvaldi ef hann verður þess var að meinbugir séu á gild- andi lögum. Forsætisnefnd Alþingis hefur haft þann hátt á að skýrslu umboðsmanns fyrir 1992 er um sex slík mál að ræða. Eitt þessara sex mála er mál 382/1991 er varðar skipun í tollvarðarstöðu á Keflavík- urflugvelli en þar telur umboðsmað- ur að utanríkisráðherra hafi brotið á þann hátt á umsækjanda að um- boðsmaður telur ástæðu til að segja m.a. eftirl'arandi í áliti sínu: „Jafn- framt vek ég athygli Alþingis og fjármálaráðherra á þeirri skoðun minni, að í núgildandi lögum sé ekki viðhlítandi heimild til að bæta miska, þegar stjónrvöld hafa brotið rétt á mönnum við stöðuveitingar." Veiting stöðu tollvarðar og aðrar stöðuveitingar Við veitingu á stöðu tollvarðar á Keflavíkurflugvelli (mál 382/1991) telur umboðsmaður Ijóst að brotinn sé réttur á umsækjanda og meðferð málsins áfátt í að minnsta kosti fímm atriðum og segir m.a. í niðurstöðu sinni: „Það er niðurstaða athugana minna, að stöðuveiting þeirri, sem kvörtun A lýtur að hafi verið áfátt, bæði um undirbúning og niðurstöðu, þar sem hún hafí í veigamiklum at- riðum brotið í bága við lög og vand- aða stjórnsýsluhætti." Þegar litið er til þessarar niður- stöðu umboðsmanns Alþingis, álits umboðsmanns í öðru máli nú í ár (sem verður getið í næstu skýrslu umboðsmannsins) og annarra og nýlegri ráðninga á varnar- og flug- vallarsvæðinu er ástæða til þess að staldra við. Tollvarðarstaðan marg umrædda virðist því einungis vera toppurinn á ísjakanum. Stöðuveit- ingar hjá Flugmálstjórn á Keflavík- urflugvelli og hjá Ratsjárstofnun virðast sama marki brenndar þó þær hafí ekki verið kærðar til umboðs- manns. Umræður á Alþingi og höfundur Reykjavíkurbréfs í umræðunni um skýrslu umboðs- manns lögðu allir ræðumenn mikla áherslu á mikilvægi embættisins til þess að gæta réttar borgaranna gagnvart ríki og sveitarfélögum. I málflutningi utanríkisráðherra komu hins vegar fram upplýsingar, sem að mati framsögumanns var ekki að finna í skýrslu umboðsmanns um veitingu tollvarðarstöðunnar, og svo virðist sem utanríkisráðuneytið hafi ekki látið umboðsmann þessar upp- lýsingar í té. Um þetta sagði fram- sögumaður allsheijárnefndar: „Það er alveg sérstakt mál og hlýtur að gefa umboðsmanni tilefni til þess að spuijast nánar fyrir um málið.“ Af framansögðu er því ljóst að einarðar og opinskáar umræður um skýrslu umboðsmanns Alþingis eru afar mikilvægar og hjáseta stjórnarl- iða í þeirra umræðu óveijandi. Það er með öllu tilhæfulaust hjá höfundi Reykavíkurbréfs í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis að gera gagnrýnendum utanríkisráðherra upp illan hug í garð ráðherrans eða stjórnarsamstarfsins. Höfundur Reykjavíkurbréfs hvetur kjósendur til þess að veita þingmönnum aðhald en atyrðir í sama bréfí þingmenn fyrir það að veita ráðherrum aðhald, kallar það „að veitast að“ ráðherran- um. Það er ekki samærmi í slíkum málflutningi. Ráðherrar, þingmenn og blaðamenn þurfa allir aðhald og það er bæði jákvætt og heilbrigt. Ef höfundur Reykjavíkurbréfs telur það að taka undir með umboðs- manni Alþingis þegar hann segir: „Eruð það tilmæli mín til utanríkis- ráðuneytisins, að í framtíðinni verði við stöðuveitingar lögð til grundvall- ar þau sjónarmið sem ég hef greint frá í áliti þessu“ jafngilda því að veitast að utanríkisráðherra er við fleiri að sakast en mig. •VENXUFRIÐUR Jólahlaðborö gisting og morgunverður fyrir tvo frá 26. nóv til 12. des. 6.666kr Frá 26. nóvember svignar jólahlaðborðið í veitingasölum Hótels Loftleiða, sem aldrei fyrr, undan ljúffengum jólakræsingum. Tilboðið gildir til 12. desember en jólahlaðborðið verður að sjálfsögðu öllum opið til 22. desember. Símar 91-22321 og 91-22322. Láttu jólalandið töfra þig til sín og njóttu aðventunnar í friði. FLUGLEIDIR JIÓTEL IJFTIJlllR þar sem jólahátíðin hefst Höfundur er einn af alþingismönnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjancskjördæmi. Skíðagallar r i miklu úrvali Póstsendum um allt land. Laugavegi 62-Sími 13508
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.