Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993 Samkeppnisstaða Happdrættis Há- skóla Islands o g einkaleyfisgj ald eftir Guðmund Magnússon Sjálfsaflafé Háskólans Ríkissjóður er sjaldnast aflijgnfær. Hvortveggja kemur ti! að hann sæk- ir fé sitt til ófúsra skattgreiðenda og samkeppni um útgjöld ber tekj- urnar ofurliði. Sérstaklega er erfitt að sannfæra fjárveitingarvaldið og hinn almenna borgara iim nauðsyn útgjalda til verkefna sem erfítt er að mæla árangur af og hann skilar sér fyrst eftir langan tíma. Þetta er í sjálfu sér eðlilegt með tilliti til þess að alþingismenn eru háðir vilja al- mennings og endurkjöri. Þess vegna er í flestum löndum treyst á viðbótar- framlög til rannsókna og æðri menntunar eftir öðrum leiðum. Sér- staklega er þetta áberandi í sterku markaðskerfi eins og í Bandaríkjun- um. Þetta tíðkast einnig með ýmsum hætti í Evrópu svo sem með því að menn eru að styrkja rannsóknasjóði þegar þeir drekka bjór í Danmörku eða taka þátt í getraunum í Noregi. Háskóli íslands er að sínu leyti líkari bandarískum háskólum en evr- ópskum með tilliti til fjáröflunarleiða. Hann rekur happdrætti, apótek og bíó. Hann gefur út almanak, á hluta- bréf í fyrirtækjum og þó nokkra sjóði. Þó er það eins með rekstur Háskól- ans og ríkisins að erfítt er að afla nægilegs fjár til nauðsynlegra verk- efna. „Lögin um happdrætti háskólans voru í öllum aðaldráttum sniðin eftir lögunum um ríkishappdrætti frá 1926. Nokkrar breytingar voru þó gerðar. Var sú breyting mjög til bóta, sem menntamálanefnd neðri deildar gerði, að vinningar í happ- drættinu skyldu vera undanþegnir tekjuskatti og aukaútsvari á því ári, sem þeir falla til. Sama verður ekki sagt um þá breytingu, sem fjárveit- inganefnd neðri deildar kom inn í lögin, að greiða skyldi í ríkissjóð 20% af nettóarði árlega í einkaleyfísgjald. Þetta ákvæði hefði verið skiljanlegt, ef leyfíshafi hefði' verið ríkissjóði óviðkomandi. En þar sem allur arður fyrirtækisins átti að ganga beint til þess að inna af hendi lögákveðið ætlunarverk ríkissjóðs, honum að kostnaðarlausu, var hér um lítt skilj- anlega ásælni að ræða. Þetta hlálega ákvæði hefír ekki enn fengizt numið úr gildi.“ Happdrættið fékk góðar viðtökur. Hagnaðarvon og gott málefni varð til þess að það náði til alls almenn- ings. Húsnæði atvinnudeildar reis og aðalbygging Háskólans var vígð 17. júní 1940. Happdrættið fer til ný- bygginga, tækjakaupa og viðhalds en ekki venjulegs rekstrar. Mér er sagt að rekstrarfé skólans hafi verið svo naumt árið 1940 að ekki var til fé fyrir kolum til þess að kynda ný- bygginguna. Það hafi verið gert með breskum gjafakolum. Sértekjur og sjálfræði Lögin um Happdrætti Háskóla Islands Háskóli íslands bjó lengi við þröngan kost eftir stofnun hans árið 1911. Það voru þó hæg heimatökin fyrir alþingismenn að fylgjast með aðstöðuleysi hans þar sem hann var í Alþingishúsinu fram til 1940. Þegar Aiþingi samþykkti að ráðist skyldi í að reisa háskólabyggingu fylgdi eng- in fjárveiting. Nú voru góð ráð dýr. Alexander Jóhannesson, háskóla- rektor, kom því til leiðar að Háskól- inn fengi einkaleyfí á peningahapp- drætti árið 1933 en það tók til starfa árið 1934. Árið 1926 höfðu verið samþykkt lög um ríkishappdrætti sem aldrei tók til starfa. Til fróðleiks skal hér getið um- mæla Guðna Jónssonar, prófessor í Sögu Háskóla íslands (1961, bls. 208); Einkaleyfisgjaldið „Háskólinn greiðir fullt gjald fyrir einkaleyfi sem er orðið lítils virði. Auðvitað ættu annað- hvort allir aðilar á markaðinum eins og nú er komið málum að greiða gjald í ríkissjóð eða enginn.“ greiðslu getraunavinninga í pening- um og söfnunarkössum Rauða kross- ins og samstarfsaðila hans er einka- leyfísgjald Happdrættis Háskóla ís- lands orðið markleysa. Eins og fram hefur komið í fréttum er hlutdeild Happdrættis Háskólans í happdrætt- ismarkaðinum á ár áætluð 15-18%. Samkeppni og sanngirni lagt á sem sárabót fyrir ríkissjóð að afsala sér happdrættinu. í nálægum löndum eru slík happdrætti yfírleitt rekin beint af ríkinu. Þetta var lílega eðlilegra meðan Happdrætti Háskól- ans var það eina í landinu og einka- réttur þess til greiðslu vinninga í peningum var virtur. Það hefur einn- ig verið til bóta fyrir Háskólann að ríkissjóður hefur veitt fjárhæð sam- svarándi gjaldinu til uppbygginga rannsóknastofnana atvinnuvega. Við þær á Háskólinn gott samstarf og þær efla rannsóknir í landinu. Háskólinn greiðir fullt gjald fyrir einkaleyfí sem er orðið lítils virði. Auðvitað ættu annaðhvort allir aðilar á markaðinum eins og nú er komið málum að greiða gjald í ríkissjóð eða enginn. Það stenst vart lög um eðli- lega samkeppni að leggja sérgjald á eitt fyrirtæki á markaðinum en ekki önnur. Eins og fram kemur í minnk- andi tekjum Happdrættis Háskólans býr það nú við mikla samkeppni. Við henni verður það að bregðast eins og hvert annað fyrirtæki í sam- keppni. Þess vegna bryddar það nú upp á nýjungum. Guðmundur Magnússon Niðurfelling eða endurgreiðsla einkaleyfisgjaldsins hvort fellt niður eða renni aftur til Háskólans en rannsóknarstofnunum atvinnuveganna verði jafnfn.n.t bættur sá tekjumissir sem þær verði fyrir af þessum sökum. Háskólinn þarf á auknu fé að halda til bygg- inga, tækjakaupa og vísindastarfa. Ég treysti því að ráðherra fylgi málinu eftir til hagsbóta fyrir Há- skólann og að eftirgjöf einkaleyfis- gjaldsins nái fram að ganga á 60 ára afmæli happdrættisins. Einkaleyfið rýrt Með tilkomu Lottós árið 1986, Háskólinn hefur átt viðræður við menntamálaráðherra um að einka- leyfisgjald Happdrættis verði annað- Höfundur er prófessor og forseti viðskipta- og hagfræðideildar. Svar til Félags garð- Engum vafa er undirorpið að sjálfsaflafé Háskólans hefúr eflt hann umfram það sem ella hefði orð- ið. Einnig hefur það í reynd veitt honum sjálfræði í ríkum mæli um forgangsröðun framkvæmda. Á síð- ust árum hefur viðhald eldri bygg- inga orðið æ umfangsmeira með stærri byggingastofni og hærri aldri bygginga. Háskólanum hefur þó vegna happdrættisjfárins tekist að halda byggingum sínum betur við en aðrar menningastofnanir ríkisins og sparað þannig útgjöld. Um þetta efni ritaði ég grein í Vísbendingu 29. mars árið 1990 undir heitinu Viðhald opinberra bygginga. plöntuframleiðenda eftir Hallgrím Indriðason Sennilega hefur einkaleyfísgjaldið sem nemur 20% af hreinum tekjum Happdrættis Háskóla íslands verið Að undanförnu hafa birst í fjöl- miðlum rakalausar og órökstuddar greinar frá Félagi garðplöntufram- leiðenda. I þessum skrifum eru Skógræktarfélag Eyfirðinga og Skógræktarfélag Reykjavíkur nefnd á nafn sem dæmi um tijáplöntufram- leiðendur, sem í skjóli ríkisstyrkja og annarrar opinberrar fyrirgreiðslu hafí skapað sér einokunaraðstöðu. Einnig er því haldið fram að þessi félög skili hvorki sköttum né öðrum opinberum gjöldum af starfsemi sinni. Tengsl þeirra við bæjar- og sveitarfélög séu svo náin að nánast sitji sömu menn í stjórnum félaganna og viðkomandi sveitarstjómum. Hér er um svo alvarlegar og órökstuddar ásakanir að ræða að fyrir hönd Skógræktarfélags Eyfirðinga tel ég rétt að koma á framfæri upplýsing- um og athugasemdum. Skógræktarfélag Eyfirðinga var stofnað 1930. Eitt af meginmark- miðum félagsins var að efla ræktun skóga í héraðinu. Til þess að svo mætti verða var ákveðið að koma á fót gróðrarstöð til framleiðslu á tijáplöntum fyrir félagið og áhuga- menn um tijárækt í Eyjafírði. Gróðrarstöðin í Kjarna hóf starfsemi 1947. Síðan hefur uppeldisstöðin verið veigamikill þáttur í rekstri fé- lagsins. Reynt hefur verið að aðlaga plöntuframleiðsluna þörfum mark- aðarins á hveijum tíma. Á fyrstu árum uppeldisins fékk félagið styrki frá Landgræðslusjóði (Skógræktar- félagi íslands) en undanfarin 20 ár •hefur plöntuuppeldið í Kjarna verið rekið styrkjalaust. Það er því með öllu tilhæfulaus staðhæfing að Skóg- ræktarfélag Eyfírðinga njóti nokk- urra styrkja tií plöntuframleiðslu. Varðandi fullyrðingar um sam- band stjórnarmanna í skógræktarfé- laginu við bæjaryfirvöld á Akureyri bendi ég á að stjórn skógræktarfé- lagsins er skipuð 7 mönnum, þar af 3 bændum. Enginn stjórnarmaður tengist bæjarstjórn Akureyrar. Það er markmið Skógræktarfé- lags Eyfirðinga að reka plöntuupp- eldið með hagnaði og veija þeim hagnaði til skógræktar á félags- svæðinu. Þessu markmiði hefur fé- lagið náð flest ár. Félagið rekur nú 13 skógræktarsvæði í Eyjafirði að Hallgrímur Indriðason „Ef Skógræktarfélag Eyfirdinga hefur skap- að sér sérstöðu á mark- aðsvæðinu hér á Norð- urlandi er það fyrst og fremst vegna eigin verðleika.“ flatarmáli um 500 ha. Einnig veitir það leiðbeiningarþjónustu og ráðgjöf til félagsmanna og bænda sem stunda nytjaskógrækt á jörðum sín- um, en nytjaskógrækt á jörðum bænda var komið af stað í Eyjafirði 1982 fyrir tilstuðlan Skógræktarfé- lags Eyfirðinga og Skógræktar ríkis- ins. Á undanförnum árum hafa skóg- ræktarfélögin og Skógrækt ríkisins skapað hér á landi garð- og tijá- plöntumarkað. Þetta hefur tekist með þrotlausu upplýsinga- og kynn- ingarstarfi. Nú þykir Félagi garðp- löntuframleiðenda tímabært að sinna markaðsmálum og þá með þeim hætti að kæra skógræktarfé- lögin fyrir Samkeppnisstofnun. Ef Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur skapað sér sérstöðu á mark- aðsvæðinu hér á Norðurlandi er það fyrst og fremst vegna eigin verð- leika. Félagið hefur alla tíð unnið að því að hvetja einstaklinga og sveitarfélög til ræktunarfram- kvæmda. Arið 1952 fékk skógrækt- arfélagið 100 hektara af landi jarð- arinnar Kjarna á leigu hjá Akur- eyrarbæ. 20 árum síðar var svæðið opnað sem útivistarsvæði fyrir Ey- firðinga. í framhaldi af því kaus Akureyrarbær að nýta sér sérþekk- ingu og reynslu félagsins og gerðir voru samningar um framkvæmdir og rekstur útivistarsvæða Akureyrar milli skógræktarfélagsins og Akur- eyrarbæjar. Þær aðdráttanir að skógræktarfé- lögin skili ekki opinberum gjöldum að sölustarfsemi sinni eru mjög al- varlegar, en eins og fyrr skortir hér öll rök. Félag garðplöntuframleið- enda kýs að láta- að því liggja að svo sé málum háttað hjá skógræktarfé- lögum. Þessar aðdróttanir gefa til- efni til þess að tekjuskráning plöntu- framleiðslunnar í landinu sé skoðuð sérstaklega af skattayfirvöldum. Fullyrði ég að skógræktarfélögin muni koma vel út úr slíkri könnun. Rekstrarform skógræktarfélag- anna gefur þeim hins vegar mögu- leika á að veija tekjum sínum til skógræktar og landgræðslu í þágu almennings. Er það í fullu samræmi við skattalög. Hér hafa aðeins nokkrar raka- lausar fullyrðingar Félags garð- plöntuframleiðenda verið skýrðar. En fleira má til taka. Fáránlegt er að halda því fram að Skógrækt ríkis- ins sé að bijóta lög með rekstri og uppbyggingu gróðrarstöðva sinna. Skógrækt ríkisins hefur jafnan verið í fararbroddi í rannsóknum og inn- flutningi garð- og skógarplantna. Því tilraunastarfi væri erfitt að fylgja eftir án reksturs uppeldis- stöðva. Ef það er einlægur vilji Félags garðplöntuframleiðenda að bæta viðskiptasiðferði plöntuframleið- enda, þá hljóta að vera til þess árangursríkari leiðir, en ranglátar ásakanir af því tagi, sem birst hafa í fjölmiðlum síðustu daga. Það vekur einnig nokkra furðu að fyrir þessu skuli stánda stjórnar- maður í Skógræktarfélagi Islands, Sædís Gunnlaugsdóttir, sem ætti auðveldlega að geta nálgast réttar upplýsingar. ■ i G G « G f C Höfundur cr framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. d
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.