Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993 Lögmaður dæmdur í 18 mánaða fangelsi Dró sér rúmlega 12 milljónir króna frá skj ólstæðingnm GIJÐNÝ Höskuldsdóttir, 40 ára fyrrverandi hæstaréttarlögmaður, var í gær dæmd í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa, frá febrúar 1990 og fram í september 1991 er bú hennar var tekið til gjaldþrotaskipta, dregið sér rúmlega 12,5 milljónir króna af fjármunum fimm skjólstæðinga sinna og fyrir að hafa ekki haldið lögskylt bókhald. Hún játaði brot sín fyrir dómi. Lögmaðurinn dró sér slysabætur sem hún hafði tekið að sér að inn- heimta fyrir fjóra skjólstæðinga, aliar bætur tveggja en hluta af bótum tveggja. Fjárhæðir í hverju tilviki voru frá 1,5-3 milljónum króna. Einnig dró hún sér 3,2 millj- ónir af andvirði húsbréfa sem hún seldi í umboði tveggja umbjóðenda sinna. Flest brotin voru framin sum- arið 1991. Þá viðurkenndi lögmaðurinn að hafa látið hjá líða að halda bókhald og semja ársreikninga fyrir starf- semi sína. Asjöttaþús- und hefur séð Hin helgu vé Á SJÖTTA þúsund manns hefur nú séð kvikmynd Hrafns Gunn- Iaugssonar, Hin helgu vé, sem frumsýnd var í Regnboganum 29. október síðastliðinn. Að sögn Ragnars Halldórssonar, starfsmanns framleiðenda mynd- arinnar, hefur aðsókn að henni verið stöðug og jöfn upp á síðkast- ið, þrátt fyrir að aðsókn að kvik- myndahús'um væri almennt í dræmara lagi á þessum árstíma. Sagði hann að sýningum myndar- innar yrði haldið áfram í Regnbog- anum, en engin ákvörðun hefði verið tekin um hve lengi. Ábyrgðasjóður Lögmannafélags íslands hefur bætt skjólstæðingum lögmannsins um 7,4 milljónir króna af því tjóni sem þeir hafa orðið fyr- ir en að öðru leyti hefur tjón þeirra ekki fengist bætt. Við ákvörðun refsingar leit Hjörtur 0. Aðalsteinsson héraðs- dómari til þess mikla fjárhagstjórn sem lögmaðurinn hafi valdið með athæfi sínu í starfí lögmanns og opinbers sýslunarmanns sem skjól- stæðingar hennar hafi mátt ætlað hagsmunum sínum borgið hjá. Einnig var litið til skýlausra játn- inga hennar og þess að meðferð málsins hafí dregist. Auk 18 mán- aða fangelsis var hún svipt lög- mannsréttindum fyrir Hæstarétti og héraðsdómi í 4 ár. ♦ ♦ ♦---- Tómatar og gúrkur hækka VERÐ á tómötum og gúrkum hef- ur verið að hækka aftur undan- farna daga eftir að það lækkaði mikið í upphafi mánaðarins þegar opnað var fyrir innflutning og tollar felldir niður. í byijun mánaðarins voru fluttar inn ódýrar gúrkur og tómatar frá Hollandi. Uppskeran þar hefur nú minnkað og er nú aðallega verið að flytja inn vörur frá Spáni. Kílóið af gúrkum var í gær selt á 299 kr. í Hagkaupi í Kringlunni og tómatamir voru á 199 krónur. Morgunblaðið/Sverrir Ritsljórn Tímans STARFSFÓLK Tímans vinnur við blaðið á nýjum skrifstofum þess við Hverfisgötu í gær. * Akveðið að halda út- gáfu Tímans áfram STJÓRN Mótvægis hf., útgáfufélags Tímans, kom saman í gær. Að sögn stjórnarformanns, Bjarna Þórs Óskarssonar, var stjórnarmönn- um gerð grein fyrir stöðu fyrirtækisins á grundvelli þeirra upplýs- inga sem liggja fyrir en engar ákvarðanir voru teknar. Bjarni Þór segir að útgáfa blaðsins stöðvist ekki, hlutafjársöfnun haldi áfram og að hluthafar reyni að tryggja hagsmuni sína. Fólk hélt áfram að segja upp blaðinu í gær vegna leiðaraskrifa í fyrradag um Stein- grím Hermannsson en ekki fékkst uppgefið hve margir þeir voru. „Fundurinn í dag var enginn af- greiðslufundur heldur var þar verið að kynna fyrir stjóminni þau fátæk- legu gögn sem við erum búnir að safna saman um stöðuna. Utkoma blaðsins er áframhaldandi og það er bara beðið eftir fyllri upplýsing- um. Þar er um að ræða greiðslu- áætlun, rekstraráætlun og árs- hlutauppgjör miðað við 31. október. Mitt starf felst raunverulega í að halda í horfínu, láta blaðið koma út og ná fram þeim upplýsingum sem eru nauðsynlegar til að menn geti tekið skynsamlega afstöðu til þess hvað á að gera og hvað þarf til þess að tryggja áframhaldandi rekstur," sagði Bjami Þór. Viljayfirlýsing framsóknar Framsóknarflokkurinn gaf út viljayfirlýsingu fyrir helgi um að flokkurinn myndi aðstoða við að koma út blaðinu ef á þyrfti að halda. Að sögn Bjarna hefur ekki verið gripið til þess ennþá. Þór Jónsson, ritstjóri Tímans, segir að sú viljayf- irlýsing hafi engin áhrif á ritstjórn- arstefnu blaðsins. „Eg vona að stór- ir hluthafar, eigendur þessa blaðs, treysti rekstrargrundvöll blaðsins svoleiðis að það geti haldið áfram að koma út,“ sagði Þór. „Verið er að reyna að leita eftir nýju hlutafé inn í þetta. Menn fóru af stað og ætluðu að fá inn 25 milljónir í hlutafé og juku það síðan í 30 milljónir á hluthafafundi 18. ágúst. Af því eru ekki komnar inn nema 20 milljónir þannig að miðað við það sem menn ætluðu sér þá vantar 10 milljónir í hlutafé. Menn eru að reyna að ná því eins og kostur er. Hluthafar og eigendur vinna að því að reyna að tryggja sína hagsmuni," sagði Bjarni Þór Óskarsson. AF INNLENDUM VETTVANGI ÓMAR FRIÐRIKSSON Landsfundur Alþýðubandalagsins hefst í Reykjavík í dag Útflutningsleiðin átakamál DRÖG þau að tillögugerð Alþýðubandalagsins, Útflutningsleiðin svokallaða, sem formaður, varaformaður og formaður þing- flokks kynntu á fréttamannafundi fyrir skömmu, mælist mjög misjafnlega fyrir innan flokksins. Er búist við miklum og snörp- um umræðum um skýrsluna og gagnrýni á einstakar tillögur á landsfundi flokksins sem hefst á Hótel Sögu í dag. Samkvæmt heimildum mínum hefur þingflokkurinn þegar gert umtalsverð- ar breytingar á einstökum köflum skýrslunnar, sem er mikil að vöxtum eða um 120 blaðsíður og viðmælendur úr hópi þing- manna og annarra landsfundarfulltrúa, sem talist hafa til and- stæðinga formanns í innanflokksátökum síðustu ára, lýsa sumir ritinu sem „meingölluðu vinnuplaggi, sem enginn muni fást til að skrifa upp á sem stefnu flokksins." Skoðanakannanir upp á síð- kastið sýna að staða Alþýðu- bandalagsins er veik. Þegar 300 flokksmenn koma til landsfundar í dag liggur fyrir að flokkurinn hefur nú minna fylgi en hann fékk í seinustu alþingiskosningum eða 13,6% samanborið við 14,4% í kosningunum, skv. seinustu könn- un Félagsvísindastofnunar. Ólaf- ur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins hefur brugð- ist við á undanförnum mánuðum með því að útfæra viðamikla til- lögugerð í efnahags- og atvinnu- málum og enda þótt tillögurnar hafí verið ræddar á fundum í flokkstofnunum fer ekki leynt að skýrslan er fyrst og síðast ritsmíð Ólafs Ragnars. Er henni ætlað að vera í senn undirstaða kosn- ingastefnu og pólitísk verkefna- skrá flokksins næst þegar alþýðu- bandalagsmenn halda til við- ræðna um myndun ríkisstjórnar. Öðrum þræði er Ólafur augljós- lega að keyra flokkinn nær miðj- unni í pólitíska litrófínu. Fer held- ur ekki leynt að formaður og fylgismenn hans ætla ritinu að í raun að verða stefna flokksins í framtíðinni en í inngangsorðum segir orðrétt: „Alþýðubandalagið er hér ekki aðeins að móta stefnu flokksins heldur jafnframt að skapa grundvöll að víðtækri sam- stöðu íslensku þjóðarinnar um endurreisn efnahagslífsins..." Stefna eða uppkast? Hörð gagnrýni hefur komið fram á skýrsluna við umfjöllun í flokksfélögum að undanförnu sem m.a. hefur beinst að því að í henni sé of mikið samsafn mótsagna- kenndra hugmynda, sem ekki gangi upp við nánari skoðun, umfjöllun um landbúnað og iðnað sé rýr, tillögur til að örva útflutn- ing krefjist aukinna útgjalda og leiði þ.a.l. til þenslu og standist með engu móti aðild Islands að Evrópsku efnahagssvæði. Þá þótti ýmsum það fljótræði að ritið skyldi kynnt í fjölmiðlum áður en það væri útfært nánar. Svavar Gestsson alþingismaður segist í samtali við Morgunblaðið gera margar athugasemdir við skýrsluna þótt ágæt samstaða sé um að hún geti orðið góður grund- völlur að umræðu innan flokksins. Segir hann að fjölmargar athuga- semdir hafi komið fram á fundum landsfundarfulltrúa Alþýðu- bandalagsfélagsins í Reykjavík á seinustu dögum og skýrslan eigi eftir að taka miklum stakkaskipt- um á næstu vikum og mánuðum, ekki síst fyrir tilverknað lands- fundarins. „Framsetningin er gagnrýnd talsvert og uppsetningin. Þetta er ekki fullmótuð stefna, heldur uppkast," segir Svavar. „Þarna er gert ráð fyrir verulegri sam- þættingu allra þátta efnahagslífs- ins, verulegri áherslu á útflutning og þar af leiðandi minni innflutn- ing. Því segja sumir menn að þarna sé á ferðinni tilraun til miðstýringar í hagkerfmu en aðr- ir halda algerlega hinu gagnstæða fram ,“ segir Svavar. Titringur vegna tillögu um lagabreytingu Þrír landsfundarfulltrúar af Reykjanesi leggja fram tillögu á landsfundi um að gerð verði sú breyting á lögum flokksins að formenn og gjaldkerar aðildarfé- laga flokksins verði ekki háðir endurnýjunarreglu flokkslag- anna. Fyrsti flutningsmaður er Eyjólfur Eysteinsson úr Keflavík. Þessi tillaga snertir einn við- kvæmasta þátt flokksskipulagsins og hefur þegar valdið miklum titr- ingi innan flokksins og er búist við heitum umræðum um hana á landsfundinum. Líta sumir svo á að hér séu stuðningsmenn Ólafs Ragnars að opna möguleika á að afnema endumýjunarregluna í heild sinni fyrir formanninn. Við kjör í allar trúnaðarstöður innan flokksins gildir sú regla, að enginn er kjörgengur lengur en þijú kjör- tímabil í röð en formann og vara- formann má þó kjósa á fjórum landsfundum í röð. Ólafur á því aðeins tvö ár eftir í flokksfor- mennsku að óbreyttu. „Þetta er ekkert annað en til- raun til valdaráns í stíl Bórisar Jeltsíns," sagði einn viðmælandi minn um tillögu Reyknesinganna en stuðningsmenn formanns hafna því að tilgangurinn sé sá að afnema endurnýjunarreglu flokksins og benda á að í mörgum flokksfélögum hafi endurnýjun- arreglunni ekki verið fylgt í raun á undanförnum árum og því sé eðlilegt að opna lögin á landsfund- inum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.