Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993 51 VELVAKANDI STUTT ATHUGASEMD í SÍÐDEGISFRÉTTUM Ríkis- útvarpsins 21. október 1993 var sagt frá bókmenntahátíð í Normandí þar sem Börn náttúr- unnar hafði verið valin til sýn- ingar. Lýsi ég furðu minni á því að mynd kvikmyndastjórans Kristínar Jóhannesdóttur, Svo á himni sem á jörðu, skuli ekki hafa verið valin til sýningar þar sem hún fjallar um Pourqoi pas-slysið, sem ætla má að tengist Frökkum meira. Ég tek það fram að hvoruga myndina hef ég séð. Svanlaug Baldursdóttir HERBERT VANTAR í PLÖTUSAFNIÐ íf ÉG ER aðdáandi útvarpsstöðv- arinnar Bylgjunnar og hlusta yfirleitt alltaf á hana. Ég er einnig aðdáandi Herberts Guð- mundssonar og ég hef verið að furða mig á því hvers vegna ekkert er spilað af nýja geisla- disknum hans á Byigjunni. Ég hef oft hringt inn á Bylgjuna og beðið um að fá að heyra lag með Herberti, en ég þarf að skipta um útvarpsstöð til að heyra eitthvað með honum. Dagskrárgerðarmenn á Bylgjunni bera því oftast við að geisladiskurinn með Her- berti sé ekki til hjá þeim. Mér finnst það nú ansi furðulegt. Nú vil ég beina því til Herberts Guðmundssonar að hann drífi í því að koma nýja geisladiskn- um inn á Bylgjuna, svo að sem flestir fái að njóta góðs af. Helena Levísdóttir, Daiseli 1, Reykjavík. Skinnlúffa tapaðist BLÁGRÁ þumallaus barna- skinnlúffa með hvítu silkibandi tapaðist á leið frá Skipholti 19 að Skipholti 1 sl. mánudag. Finnandi vinsámlega hringi í síma 813838. Hlifðarábreiða tapaðist SVÖRT hlífðarábreiða af útigr- illi fauk af grillinu í Fossvogi aðfaranótt sl. laugardags. Finnandi vinsamlega hringi í síma 813838. Grænn plastpoki GRÆNN plastpoki með barna- fötum í tapaðist sunnudaginn 13. desember í leið 7 eða í sjoppunni í Grímsbæ. Finnandi vinsamlega hringi í síma 23221. Gleraugu töpuðust YRJÓTT karlmannsgleraugu töpuðust sl. föstudagskvöld í Árbæjarhverfi. Fundarlaun. Finnandi vinsamlega hringi í síma 13419. Svört húfa SVÖRT húfa með skyggni úr þykku ullarefni tapaðist á leið- inni frá Hverfisgötu upp Trað- arkotssund að Landsbankanum Laugavegi 7, að morgni 22. nóvember sl. Ef einhver er með húfuna er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 606855 eða 676783 eftir kl. 17. GÆLUDÝR Dísarpáfagaukur ÓSKA eftir kvenkyns dísarp- áfagauki á gott heimili. Upplýs- ingar í síma 18821. Bruninn í Garðabæ ATHYGLI er vakin á því að opnaður hefur verið reikningur við Búnaðarbankann í Garðabæ, höfuðbók nr. 150.000. Þar geta þeir lagt inn, sem stuðning vilja veita þeim, sem urðu fyrir miklu tjóni vegna brunans í Hegranesi 29 í Garðabæ. BRAGI FRIÐRIKSSON LEIÐRÉTTIN G Rangt nafn með- eiganda í Bónus í frétt Morgunblaðsins á sunnu- dag um opnun Bónus-verslana í Færeyjum urðu þau mistök að Ja- kup N. Purkhús var sagður eiga helmingshlut í verslununum. Hið rétta er að Jakup A. Dul Jacobsen á hlut í þessum verslunum en Jakup N. Purkhús er meðeigandi hans í Rúmfatalagernum á íslandi. Ólína, ekki Kristín í.frétt Morgunblaðsins á sunpu- dag um tillögu borgarfulltrúa Nýs vettvangs í borgarstjórn var rang- lega sagt að Kristín Á. Ólafsdóttir hefði mælt fyrir tillögunni. Það gerði Ólína Þorvarðardóttir. Tillagan var um að skipuð yrði sérstök þriggja manna stjórn yfir Bílastæðasjóði og mælti Ólína fyrir tillögunni, eins og áður sagði. Frá- vísunartillaga borgarstjóra var hins vegar samþykkt. Rangt föðurnafn Rangt var farið með föðurnafn Gunnsteins Ólafssonar hljómsveit- arstjóra í frétt í blaðinu í gær og er hann beðinn velvirðingar á því. TONIC TONIC TM-302, þrekstigi mjög vandaður Verð kr. 26.460,- stgr. TG-702P, þrekhjól m púlsmæli o. fl. Verð kr. 24. 846,- stgr. MESTA ÞREKHJÓLA- OG ÞREKSTIGAÚRVAL LANDSINS. I/EROFRÁKR. 14.395.-stgr. 1 ÁRS ÁBYRGÐ \VARAHLUTAÞJÓNUSTA/ .. R e i ð h i ó ! a v e r s / u n i n ORNINNf* RAÐGREIÐSLUR SKEIFUNNI 11 VERSLUN SÍMI 679890 - VERKSTÆÐI SÍMI 679891 * NU GETUR ÞU UKA EIGNAST TOLVU Laugardaginn 20. nóvember sl. hófst spurningaleikur Nýherja. Þann sama dag birtust Tilboöstíöindi Nýherja hér í blaðinu. Síöan hefur daglega veriö birt ein spurning, en svörin er aö finna í Tilboöstíöindum. í dag birtist svo síöasta spurningin ásamt svarseöli. Þegar þú hefur fyllt svarseöilinn út skaltu ekki draga þaö aö senda hann til Nýherja í lokuöu umslagi merktu "Spurningaleikur Nýherja '93”, eöa meö SÍmbréfi. Númeriö er (91) 68 03 77. Dregið verður úr réttum lausnum 30. nóvember og nafn vinningshafans birt hér á síöu Velvakanda þann 1. des. næstkomandi. Tilboðstíðindi liggja frammi í verslun Nýherja í Skaftahlíð 24. Mundu að þú gætir unnið AMBRA tölvu með því að svara spurningunum rétt. Þannig fengir þú óvæntan jólaglaðning fró Nýherja. - --------------------------------------- SPURNING^- J Hvað kostar stykkið af ódýrustu disklingunum? SPURNIN G-^-2 Hvað kostar ódýrasti harði diskurinn? Klippiö út og sendiö. SPURNING Hvað heitir eini algjörlega handfrjólsi síminn ó markaðinum? t spurning-^-4 i Hvað er "Litli risinn" þungur? spurning^-5 Hvað eru tilboðin mörg í Tilboðstíðindum? Nafn . íkeypis lögfræðiaöstoð á hverju fimmtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 ísíma 11012. ORATORf félag laganema. Heimili Póstfang . Slmi NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 69 77 OO Alllaf skrefi á undan m Jkj. liúfpl f ít cn co lD CO Metsölublaó á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.