Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ FIMMÍUDAGÚR 25. NÓVEMBÉR 1993' Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Suður-Afríka á tímamótum Með því samkomulagi um nýja bráðabirgðastjómar- skrá Suður-Afríku, sem gert var í síðustu viku, hillir loks undir að þriggja alda alræðisstjórn hvíta minnihlutans í landinu líði undir lok. í bráðabirgðastjómarskránni er kveðið á um jafnrétti allra kynþátta og kosningarétt blökkumanna í fyrstu fijálsu kosningunum í landinu, sem fram eiga að fara 27. nóvember á næsta ári. Stjórn F.W. de Klerks forseta, hið Afríska þjóð- arráð Nelsons Mandela og nítján stjórnmálahreyfingar til viðbótar náðu einnig samkomulagi um fyrirkomulag lögreglu- og vam- armála og starfshætti þess þings, sem setja mun landinu endanlega stjómarskrá. í ræðu, sem de Klerk hélt er þing Suður-Afríku kom saman í byijun vikunnar til að staðfesta bráðabirgðastjórnarskrána, sagði hann að landið væri nú að losa sig við myllustein, sem það hefði verið með um hálsinn í þijú hundruð ár. En þó að blökkumenn hafi aldrei farið með völd í Suður-Afr- íku er hin eiginlega aðskilnaðar- stefna mun yngra fyrirbæri. Það var ekki fyrr en að síðari heims- styijöldinni lokinni, að flóknu samsafni laga og reglna, sem átti að skilja hina ólíku kynþætti landsins að, var komið á að fmm- kvæði Hendriks Verwoerds for- sætisráðherra. A sjötta áratugnum fór andúð- in á þessari stefnu vaxandi og Suður-Afríka einangraðist meir og meir á alþjóðavettvangi jafnt pólitískt, efnahagslega sem menningarlega. Fyrstu brestirnir í aðskilnaðarstefnuna komu þeg- ar fyrir hálfum öðmm áratug í stjórnartíð P.W. Botha en þær takmörkuðu umbætur, sem hann beitti sér fyrir, báru lítinn árang- ur. í augum hægrimanna, ekki síst í hernum, gengu þær of langt en leiðtogar blökkumanna töldu þær að öllu leyti ófullnægjandi. Árið 1990, örfáum mánuðum eftir að hafa tekið við embætti forsætisráðherra af Botha, ákvað de Klerk að sleppa blökkumanna- leiðtoganum Nelson Mandela úr haldi. Mandela hafði verið hand- tekinn sakaður um hryðjuverk árið 1962. De Klerk aflétti einn- ig banni við starfsemi helstu samtaka blökkumanna, s.s. Af- ríska þjóðarráðsins og Kommún- istaflokks Suður-Afríku. Hann afnam flest þau lög aðskilnaðar- stefnunnar sem enn vom í gildi og veitti Namibíu sjálfstæði frá Suður-Afríku. í þjóðaratkvæða- greiðslu í fyrra, sem einungis hvítir íbúar landsins fengu að taka þátt í, lýstu 70% kjósenda yfir stuðningi við þessa stefnu forsetans. Markmið de Klerks í upphafi var að semja við meiri- hluta blökkumanna úr styrkri stöðu og koma þannig í veg fyr- ir að pólitísk völd hins hvíta minnihluta yrðu smám saman að engu, líkt og gerðist í Ródesíu. Sú niðurstaða, sem nú liggur fyrir, gengur hins vegar mun lengra en uppranalegar hug- myndir de Klerks um skiptingu valds milli hvítra og svartra. Undanfarin tvö ár hafa svo fulltrúar helstu fylkinga þjóðar- brota landsins átt í viðræðum um framtíðarstjórnarskipan Suð- ur-Afríku og aðild blökkumanna að stjórninni. Samkomulagið, sem gert var í síðustu viku, er lokapunktur þeirra viðræðna. Frá og með næstu mánaðamót- um á sérstakt ráð, skipað fulltrú- um allra flokka, að þafa eftirlit með ríkisstjórninni. í ríkisstjórn þeirri, sem skipuð verður að lokn- um kosningum og sitja mun í fimm ár, munu allir þeir flokkar, sem fá meira en 5% atkvæða, eiga ráðherra. Er þetta gert til að tryggja að engin ein fylking muni ráða ferðinni á meðan umskiptin eiga sér stað. í raun þýðir þetta meirihlutastjóm blökkumanna samhliða tryggðri aðild hvítra að stjóminni. Flestir búast við að Afríska þjóðarráðið fái rúman helming atkvæða í kosningunum og Þjóð- arflokki de Klerks, sem farið hefur með völdin í landinu frá 1984, er einungis spáð um 15% atkvæða. Inkathahreyfing Zulu- manna hefur hingað til lýst því yfir að hún muni ekki taka þátt í kosningunum. Þó er talið að þegar nær dregur muni leiðtogi hreyfingarinnar, Buthelezi, skipta um skoðun. En þrátt fyrir að samkomulag hafi nú tekist um nýja stjórnar- skrá og fijálsar kosningar er margt óljóst um framtíð Suður- Afríku. Hinu unga lýðræði stafar mikil hætta af öfgahópum, jafnt hvítra sem svartra, sem neita að fallast á samkomulag stjórnar- innar og Afríska þjóðarráðsins. Margir leiðtogar herskárra Búa hafa hótað að grípa til vopna ef blökkumönnum verði veitt aðild að stjórn landsins. Á hinn bóginn krefjast sumir öfgahópar blökku- manna þess að allir hvítir menn í landinu verði myrtir. Hið póli- tíska ofbeldi í Suður-Afríku hef- ur stigmagnast á undanförnum árum og þegar hafa tugir þús- unda fallið, fyrst og fremst í inn- byrðisátökum blökkumanna. Sú hætta er vissulega til staðar að átökin þróist út í allsherjar borgarastyrjöld sem geri að engu þá tilraun til friðsamlegrar sam- búðar allra kynþátta á grund- velli lýðræðislegra stjórnarhátta, sem nú hefur hafist. Framkvæmdasljóri Fiskvinnslunnar Kambs hf. á Flateyri hefur áhyggjur af stöðu Mátt dregur úr öllu ef ókleift er að reka útgerð og fiskviimslu „ÉG HEF auðvitað miklar áhyggjur af stöðu mála í byggðarlaginu og hvernig komið er fyrir Hjálmi hjálpar okkar fyrirtæki síst. Fyrir- tækin hafa haft með sér samvinnu og ef ekki er hægt að halda uppi útgerð og fiskvinnslu hér dregur máttinn úr öllu,“ segir Hin- rik Kristjánsson, framkvæindastjóri fiskvinnslunnar Kambs hf., ann- arrar fiskvinnslunnar á Flateyri. Hin er á vegum Hjálms hf. og hefur öllum starfsmönnum hennar verið sagt upp. Alls starfa á bil- inu 16-18 manns við fiskvinnslu Kambs hf. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra á þingi FFSI Til viðræðu um afnám kvótakaupa sjómanna Hinrik sagði að þrátt fyrir stöð- ugu kvótaskerðingu væri ekki komtækinu, a.m.k. ekki ef hægt væri að treysta á sama afla frá krókaleyfisbátum og verið hefði. „Við höfum haft stöðugt hráefni og ekki misst úr dag í vinnslunni frá því í mars. Hins vegar hafa verðsveiflur á erlendum markaði valdið okkur ákveðnum erfiðleik- um enda verða minni fyrirtæki, eins og þetta, fyrr vör við þær en hin sem gera stærri samninga og selja gegnum stóra sölusamtökin. Vart þarf heldur að tíunda um kvótann en ég nefm sem dæmi að skerðingin hjá okkur hefur verið um 25% á milli ára í þorski. Þeir hafa lofað okkur kvóta úr Hagræð- ingarsjóði til að skerðingin verði aðeins 7% en miðað við heimturnar á loforðinu um eingreiðsluna í fyrra eru menn svolítið skeptískir. Svo er það vaxtapólitíkin. Ef fyrr hefði Ekki á hættumörkun HINRIK Kristjánsson segir að fyrirtækið sé ekki á hættumörkum. Morgunblaðið/Þorkell Vinnsla VINNSLA var í fulium gangi hjá Kambi hf. á miðvikudag. verið gripið inn í hana gengi ýmis- legt betur,“ sagði hann. Viljum keppa Á vegum fyrirtækisins eru tvö skip, NB Jónína, 107 tonna línubát- ur, og Stakkur, 15 tonna bátur. Kvótinn er 300 tonn í þorskígildum og taldi Hinrik að með 100-150 tonna kvóta, sem fest yrði kaup á, myndi hann endast fram í mars. Þá tæki við steinbítsveiði, sem von- andi yrði betri en áður, og í sumar afli frá krókaleyfisbátum, 3-400 tonn og utankvótategundir. Auknar veiðar á utankvótateg- undum sagði Hinrik jákvæða hlið kvótakerfisins. Viðhalda þyrfti þeirri viðleitni í nýju og betra kerfi. „Ég er þeirrar skoðunar að sóknar- stýring sé rétta leiðin. Ef við fáum ekki að njóta þess að vera nálægt miðunum eru forsendur byggðar hér brostnar. Það eina sem við biðjum um er að fá að keppa,“ sagði Hinrik. Auknar rannsóknir Hann viðurkenndi engu að síður að veiði hefði minnkað og benti á að eflaust yllu skilyrði í sjónum þar miklu. Auknar rannsóknir væru grundvöllur fyrir veiðistýr- ingu. Að auki sagði hann mikil- vægt að enn yrði leitað hagræðing- ar í útgerð og samvinna aukin. Allt stefnir í að 10-20 stórfyrirtæki eigi stærstan hluta fisksins í sjónum, sagði formaður FFSÍ bætast liðsauki áður en langt um líð- ur, eftir því sem gallar kvótakerfisins koma skýrar í ljós. ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að hann sé til viðræðu um leiðir til að stöðva þátttöku sjómanna í kvótakaupum útgerða. Þó verði að finna aðrar leiðir í þeim efnum en afnám á frjálsu framsali kvóta. Þetta kom fram í máli ráðherrans er hann ávarpaði 36. þing Farmanna- og fiskimannasambands íslands sem hófst í gærmorgun og lýkur á föstudag. Guðjón A. Kristjánsson formaður FFSÍ varar við þeim átökum sem framundan kunna að vera ef ekki verður orðið við kröfum sjómannasamtakanna um afnám framsals á kvóta eins og það er orðið í framkvæmd nú. Þorsteinn Pálsson segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafí oft áður greint frá þeirri skoðun sinni að sjómenn eigi ekk'i að vera þátttakend- ur í kvótakaupum útgerða og hann sé tilbúinn til viðræðna við sjómanna- samtökin um það efni. „Ég harma það hinsvegar ef FFSI ætlar að loka á slíkar viðræður með þeirri afstöðu sinni að annaðhvort falli frjálst fram- sal niður eða ekki. Menn finna ekki lausnir á grundvelli slíkrar afstöðu," segir Þorsteinn. Þorsteinn nefnir að í frumvarpi hans um breytingar á stjórn fiskveiða séu tvö ákvæði sem eigi að takmarka þátttöku sjómanna í kvótakaupum útgerða, en hann sé áfram til viðræðu um fleiri leiðir og hafi ekki útilokað neitt í þeim efnum. „Hins vegar tel ég að framsal á kvótum sé mikilvæg- ur þáttur í kerfinu sjálfu og verði að vera til staðar þar,“ segir hann. Gæti orðið forgangsmál að afleggja greifahópinn Kristjánsson m.a. í ræðu formaður smni um Guðjón A. FFSÍ sagði kvótakerfið: „Ég geri mér fulla grein fyrir því að það er búið að ráðstafa miklum fjármunum í því kerfi sem verið hefur í gildi sl. 10 ár. Það breytir ekki því að ástandið lagast ekki með því að festa gallað stjómkerfí í sessi. En því miður eru kvótagreifar ekki á þeim buxunum að missa af þeim möguleika sem allt stefnir í að 10-20 stórfyrir- tæki eigi stærstan hluta fisksins í sjón- um og að sjómenn borgi þeim auð- lindaskatt fyrir þær aflaheimildir. Það gæti orðið forgangsmál í næstu Alþingiskosningum að afleggja greifahópinn sem þá ræður landinu í raun efnahagslega séð. Sá stjórnmála- flokkur sem hefði það á stefnuskrá sinni mun fá fjöldafylgi hins almenna íslendings sem ekki á eignarhald, erfðafesturétt eða mægðir í eigna- haldsfélagi fisksins í sjónum. Það er í mínum huga alveg klárt að færist kvótinn á fáar hendur eða að eignar- hald hans festist í sessi frekar en orð- ið er, þá eru íslenskir útgerðarmenn sem í orði kveðnu eru að mótmæla auðlindaskatti að vinna að skattlagn- ingu á óveiddan fisk í sjó. Fyrir því kerfi eru útgerðarmenn að beijast með framhaldi núverandi laga um stjórn fiskveiða við ísland. Farmanna- og fiskimannasambandi Islands hefur um nokkra hríð verið legið á hálsi fyrir að fylgja ekki eftir meginstraumi hagsmunasamtaka í sjávarútvegi í stuðningi sínum við kvótakerfið. Þetta hlutskiptj samtak- anna hefur ekki aflað þeim mikilla vinsælda hjá þeim, sem fara með yfir- stjórn sjávarútvegsmála hér á landi. Á hinn bóginn staðhæfí ég að afstaða FFSÍ til stjórnar fiskveiða sé grund- völluð á heilbrigðri skynsemi skip- stjórnarmanna, sem hafa séð tímana tvenna á þessum vettvangi. Það segir mér einnig hugur að Farmanna- og fiskimannasambandi íslands muni Einfalda þarf kerfið Ég hef að undanfömu talað fyrir því að einfalda núverandi kerfi með því að leyfa fijálsar veiðar í þær fisk- tegundir, sem kvótabundnar eru, en ekki hafa veiðst í því mæli í núver- andi stjórnkerfi, sem leyfð nýtingar- mörk stjórnvalda eru fyrir sumar fisk- tegundir. í þessu sambandi hef ég bent á ýsu, skarkola, ufsa og úthafs- rækju. það getur ekki verið markmið að hafa takmörk á athafnir einstakl- inga og því síður að það þurfi að greiða öðrum útgerðarmanni í eignarhaldsfé- lagi kvótakerfisins fyrir þann rétt að fá að veiða uþp í þegar lögleyfðan heildarafla i físktegundum sem ekki eru neitt nálægt ofnýtingu og gætu skapað hér aukna atvinnu. Þetta ákvæði um eign manna á fiskinum í sjónum minnkar þjóðartekjur og eykur atvinnuleysi. Hvernig samræmist það 69. gr. stjórnarskrár landsins, sem bannar að leggja höft á atvinnufrelsi manna, þegar núverandi stjórnkerfí fískveiða vinnur gegn hagsmunum þjóðarinnar. Ég veit að við fullnýtum aflamörk í þorski, karfa og grálúðu og það er í þjóðarhag að takmarka þær veiðar, vegna framtíðarhags- muna. Það verður ekki sagt um nýt- ingu þeirra tegunda sem áður voru nefndar. Ég er einn af þeim einstakl- ingum sem hef svarið þess eið að virða stjómarskrá íslands. Eg vona að aðr- ir, sem slíkt hafa gert, kynni sér málið og kjósi síðan eftir sannfæringu sinni þegar þar að kemur.“ Óskar Vigfússon formaður Sjó- mannasambands íslands og Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélagsins voru meðal þeirra sem ávörpuðu þing- ið að lokinni setningu þess. Þeir fögn- uðu báðir málflutningi sjávarútvegs- ráðherra um viðræður um afnám þátt- töku sjómanna í kvótakaupum. Afleiðingar af dómi Hæstaréttar um að langtímakvóti sé skattskyld eign Framtöl útgerðarfyrirtækja verða athuguð aftur í tímann Skattyfirvöld hafa ekki talið skylt að úthlutaður kvóti komi fram í bókhaldi Kaupmenn hafnanýju tilboði um debetkort KAUPM ANN AS AMTÖKIN og sam- starfsaðilar þeirra ákváðu á fundi í gær að hafna umsvifalaust nýju tilboði fram- kvæmdanefndar banka og greiðslu- kortafyrirtækja um þjónustugjöld vegna debetkorta, ef slíkt tilboð bærist þeim á annað borð. Bjarni Finnsson, formaður Kaupmanna- samtakanna, sagði eftir fundinn í gær að kaupmenn og samstarfsaðilarnir væru harð- ari en nokkru sinni að semja ekki um að þurfa að greiða þóknun vegna debetkort- anna. Hann sagði að vísu að samtökin hefðu ekki fengið þetta nýja tilboð bankanna, enda viðræðum verið slitið fyrir nokkru. Hann sagði að samstaðan væri óbiluð. Hafna þjónustugjöldum KAUPMENN og samstarfsaðilar þeirra ákváðu í gær að standa fastir á þeirri afstöðu að greiða ekki þjónustugjöld af debetkortum. MIKIL vinna er framundan hjá skattyfirvöldum við að taka upp framtöl útgerðarfyrirtækja í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli út- gerðarfélagsins Hrannar hf. á ísafirði. Eftir margra ára óvissu hefur línan nú verið gefin. Keypt aflahlutdeild (langtímakvóti) er skattskyld eign sem er fyrnanleg á fimm árum. Að sögn Friðleifs Jóhannssonar, forstöðumanns tekjuskattsskrifstofu Ríkisskatt- stjóra, hafa skattyfirvöld ekki talið fyrirtækjum skylt að láta úthlut- aðan kvóta koma fram í bókhaldi fyrirtækja og er hann ekki skatt- skyldur. Hafi menn litið svo á að úthlutaður kvóti sé sambærilegur við viðskiptavild sem óljóst er um verðmæti á uns hún er seld. Hins vegar sé það vissulega sjónarmið að líta svo á að um sömu réttindi sé að ræða fyrir og eftir sölu sem meðhöndla verði eins í (jósi jafnræðissjónarmiða. En skattyfirvöld hafi ekki unnið á þeim nótum. Friðleifur segir að væntanlega verði dustað rykið af skattframtölum útgerðarfyrirtækja og álagning end- urskoðuð í kjölfar dómsins. Heimilt er að fara sex ár aftur í tímann, sem sagt aftur fyrir þann tíma er kvóta- viðskipti hófust. Örðugt er að segja til um hver heildarútkoman af þess- ari endurskoðun skattsins verður. Stundum getur verið um hækkun að ræða en lækkun í öðrum tilfellum. Meðferð skammtímakvóta En hvernig hefur kvótinn verið meðhöndlaður til þessa? Svokallaður skammtímakvóti eða kvóti sem keyptur eða leigður er til eins árs hefur ekki verið vandamál. Hann hefur allur verið færður til gjalda á einu ári. Öðru máli gegnir um svo- kallaða keypta aflahlutdeild eða langtímakvóta. Flest útgerðarfyrir- tæki hafa farið eftir leiðbeiningum reikningsskilanefndar Félags lög- giltra endurskoðenda frá 26. ágúst 1991. Þar er kveðið á um að lang- tímakvóti skuli færður til eignar á kaupverði og afskrifaður á fimm árum. Fyrningarhlutfall hefur þá verið 20% á ári. Skattyfirvöld hafa hins vegar miðað við 8% fyrningu á Morgunblaðið/Kristinn ári. Nú hefur Hæstiréttur kveðið upp dóm sem er í anda álits reiknings- skilanefnarinnar. í fljótu bragði er það hagstætt fyrir útgerðarfyrirtæki sem skattlögð hafa verið miðað við 8% fyrningu á ári. Þau geta fært meira til gjalda á hveiju ári og þ.a.l. verður afkoman lakari á pappírunum og skatturinn minni. Þess má geta að eignarskattur lögaðila er nú 1,2% af eignarskattstofni (1,45% í raun ef allt er talið saman). Hjá skuldug- um fyrirtækjum sem vonast til að hagurinn vænkist síðar meir horfír þetta e.t.v. öðru vísi við. Heimilt er að flytja tap milli ára í fimm ár. Þá getur verið hagstætt að vera með lága fyrningu sem dreifist á lengri tíma og nýtist síðar þegar afkoman er betri. Álit reikningsskilanefndar Reikningsskilanefnd Félags lögg- iltra endurskoðanda fjallaði á sínum tíma um hvernig taka ætti á úthlut- uðum kvóta. Niðurstaðan varð sú að áunninn kvóta skipa, sem úthlut- að er á skip af Sjávarútvegsráðu- neytinu, skyldi ekki eignfæra þótt mælt sé með því að í skýringum með reikningsskilum að gerð sé grein fyrir heildarkvóta fyrirtækis og hversu mikið af honum hafi verið nýtt. Þessi niðurstaða er rökstudd svo: „Það er meginregla við gerð reikningsskila að eignir eru skráðar við kaup- eða kostnaðarverði. Verð- mæti sem verða til í fyrirtækjum án þess að um bein kaup sé að ræða eru skv. því ekki færð til eignar. (Neðanmálsgrein í nefndarálitinu: Þess eru þó dæmi að verðmæti séu færð til eignar án þess að um kaup sé að ræða, sbr. álit bandarísku reikningskilanefndarinnar, þ.e. APB-29 „Accounting for Nonmonet- ary Transactions". í þessu áliti kem- ur fram að færa megi úthlutuð verð- mæti til eignar í einhliða yfirfærslum (nonreciprocal transfers), enda liggi matsverð fyrir svo óyggjandi sé.) Af þessum sökum þykir ekki rétt að færa úthlutaðan kvóta til eignar. Það er raunar álitamál hvort verðmæti hafí í öllum tilvikum orðið til við úthlutun kvóta, þar sem ætla má að verð skipa, miðað við fyrri skipan mála í stjórn fískveiða, hafi almennt fallið í verði, þegar kvótakerfið var tekið í notkun. Hvernig sem þessu er nú farið, þá er ljóst að aðstæður fyrirtækja í þessum efnum eru mjög mismunandi, svo að ógerlegt þykir að færa úthlutaðan kvóta til eignar." Viðhorf skattyfirvalda hafa verið í svipuðum dúr en Friðleifur Jó- hannsson segir að það sé vissulega sjónarmið að sökum jafnræðis ætti að skattleggja úthlutaðan kvóta líkt og keyptan. „Ef við berum saman við viðskiptavild þá er kvótinn eign sem hægt er að verðleggja á örugg- ari hátt. Ég held að það væri ekkert vandamál að finna verðgildið. En þetta hefur semsagt ekki verið tekið með hvorki hjá skattinum né hjá þeim sem ákveða gerð reiknings- skila," segir Friðleifur. Stefán Svavarsson dósent í við- skiptafræði segir að það sé megin- regla í bókhaldi að færa einungis þau viðskipti sem fram hafa farið. Ýmis verðmæti sem verða til innan fyrirtækis eins og viðskiptavild komi þar yfirleitt ekki fram fyrr en við sölu eða kaup. Eins sé bókfært verð eigna ekkert endilega í samræmi við raunverulegt verð. Oeðlilegt væri að bókfæra úthlutaðan kvóta sem eign og skattleggja hann nema endur- skoða fyrrgreinda meginreglu um bókhald og skattskil. PÞ Framlag ríkisins miðast við hvert bam SAMSTARFSHÓPUR um leikskólamál spítalanna kom saman á þriðjudag. Þar var kynnt sú túlkun heilbrigðis- ráðherra að framlag ríkisins miðaðist við hvert barn á leikskólunum en ekki hvert pláss. Að sögn Magnúsar Skúla- sonar, aðstoðarframkvæmda- stjóra Borgarspítalans, verður hægt að halda gjaldi foreldra óbreyttu út næsta ár á grund- velli þess að framlag sveitarfé- laga verði 6.000 krónur á mán- uði á hvert barn og framlag ríkisins verði 14.000 krónur á hvert barn en ekki hvert pláss. Ríkið borgar áfram með þeim börnum sem eru inni á leikskól- unum nú en ekki með nýjum bömum sem koma inn í staðinn fyrir þau 6 ára börn sem hætta. Framlag ríkisins lækkar því ár frá ári eftir því sem bömunum fækkar. Magnús segir að leysa þurfi þetta mál til frambúðar, nú sé aðeins búið að tryggja reksturinn næsta ár. Stjórn Borgarspítala óskaði sl. föstudag eftir fundi með heilbrigðisráðherra um málið en af honum hefur enn ekki orðið. Þjónustan skert Að sögn Magnúsar verður skóladagheimili Borgarspítal- ans lokað á næsta ári, leikskól- unum lokað í mánuð næsta sumar og opnunartími á hveij- um degi verður styttur. Magnús sagði að starfsfólki leikskólanna yrði kynnt þessi niðurstaða en starfsfólkið verð- ur að taka afstöðu til endur- ráðningar á grundvelli þessa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.