Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 25. NOVEMBER 1993 55 HANDKNATTLEIKUR Enn dramatík aðVarmá Jafnar og spennandi lokamínútur virðast vera orðnir fastur liður á heimaleikjum Aftureldingar að MHHi Varmá og oftar en jvgr ekki hefur heima- Benediktsson mönnum tekist að skrifar knýja fram sigur. Svo fór þó ekki í gærkvöldi gegn ÍR. Þrátt fyrir að Afturelding hafði boltann síðustu 15 sekúndurnar en tókst ekki að skora og 26:26 jafntefli varð niðurstaðan. Ef undan eru skildar fyrstu tíu mínútur leiksins þá leiddu heima- menn allan tímann en með ónákvæm- um leik þeirra síðustu fímm mínút- umar náðu ÍR-ingar að komast inn í leikinn og jafna. ÍR-ingar byijuðu betur en Aftur- elding gerði síðan sex mörk í röð og komst í 9:4 á 20. mínútu. Þessi munur hélst fram að leikhléi. Mikill hraði var í upphafi síðari hálfleiks og á fyrstu sex mínútunum voru gerð 8 mörk. UMFA hélt forystunni framan af en slökuðu heldur á klónni er á leið og um miðjan hálfleikinn FOLK H STEFÁN Arnarson, þjálfari kvennaliðs KR, gat ekki stjórnað stelpunum til sigurs gegn Val í gærkvöldi, en ánægja hans var tvö- föld, því á sama tíma átti hann sinn þátt í sigri karlaliðs KR gegn ÍBV. H BÚLGARSKI landsliðsmaður- inn í Þór, Evgeni Alexandrov kom einu sinni inná í leiknum í gær. Það var snemma í leiknum að hann kom inná til að taka vítakast. Það var varið. H FH-INGAR léku með sorgar- bönd í gær og fyrir leikinn var einn- ar mínútu þögn til minningar um Guðbjörgu Jónsdóttur, sem lést í vikunni, en hún var heiðursfélagi FH. Hvít-Rússar unnu Hvít-Rússar sigruðu Finna í gærkvöldi í Evrópukeppni lands- liða í handknattleik, 29:26, en jafnt var í leikhléi. Leikurinn var í Finnlandi. Næstu heimaleikir Islendinga í riðlinum eru gegn Hvít-Rússum í byijun janúar. var forystan komin niður í eitt mark, 22:21. Afturelding komst þó í 25:22 þegar fímm mínútur voru eftir en misstu leikinn úr hödnum sér eins og að framan greinir. Misnoðu meðal annars þrír leikmenn dauðafæri í sama hraðaupphlaupinu þegar ein mínúta var eftir! Bestir í liði heimamanna voru Gunnar og Ingimundur og Róbert nýtti sín færi vel af línunni og var traustur í vöminni. Hjá ÍR var Rób- ert bestur ásamt Jóhanni sem var ömggur í vítunum og ógnandi í hom- inu. Guðmundur var traustur í vörn- inni að vanda. Létt hjá Haukum Haukar unnu auðveldan sigur, 27:21, á Þór. Þeir gerðu út um leikinn þegar þeir skomðu sex mörk ■■■■■■ í röð og breyttu stöð- D unni úr 4:5 í 4:11. Eiríksson Eftir það var aldrei skrífar spuming hvort liðið færi með sigur af hólmi — heldur hve stór sigur Hauka yrði. Haukar vora með níu marka forskot undir lokin, en gáfu þá eftir og Þórsarar skoraðu þijú síðustu mörk leiksins. Páll Ólafsson, leik- stjórnandi Hauka, leyfði sér þann munað að horfa á félaga sína leika frá varamannabekknum, en hann lék ekki með nema í þijár mínútur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Gunnar Beintelnsson fer inn úr hominu, en Guðmundur Hrafnkelsson markvörður Vais sá við honum. Það voru þó FH-ingar sem höfðu betur þegar upp var staðið. Gríðaiiegar varnir FH-ingar lögðu meistara Vals í Kaplakrika í leik hinna sterku varna FH-INGAR sigruðu annað af efstu liðum deildarinnar, Val, í æsi- spennandi leik þar sem ekkert var gefið eftir. Fimm mörk í röð frá FH í fyrri hluta síðari hálfleiks var of stór skammtur fyrir Val og lokatölur urðu 21:20. Það er hætt við að róðurinn hefði verið Valsmönnum erfíður ef Guðmundur Hrafnkelsson hefði ekki verið í markinu. Á Skúli Unnar upphafsmínútunum Sveinsson varði hann þrívegis skrifar frá FH-ingum úr hraðaupphlaupum og tíu sinnum varði hann maður á móti manni, þar af tvö vítaköst. Annars einkenndist leikurinn af gríðarlega sterkum vamarleik; Valsmenn léku flata vöm en FH 3-2-1 vöm. Eftir tæpar tíu mínútur var staðan 2:1 og segir það ef til vill mest um vamarleikinn og markvörsluna. Sóknarleikurinn var fremur þung- lamalegur enda vamirnar óárennileg- ar og landsliðsmarkverðimir að baki þeim báðir í miklu stuði. Allt var í járnum en Valsmenn komust í 12:15 í upphafí síðari hálfleik en þá brást sóknarleikurnn algjörlega um tíma og FH refsaði með hraðaupphlaupum og fímm mörkum á skömmum tíma. Dagur jafnaði 18:18 með marki úr vítakasti þegar 11 mínútur vora eftir og var þetta fyrsta og eina vítak- ast þeirra í leiknum. Þegar 50 sek- úndur voru eftir kom Knútur FH 21:20 yfír og Valsmenn fóra í sókn en misstu knöttinn. Þeir náðu honum þó aftur er rúmar fímm sekúndur vora eftir en Hálfdán hljóp Guðmund markvörð niður við miðlínuna, gagn- gert til að stöðva hraðaupphlaup Vals. Fékk rautt spjald fyrir vikið en tryggði sigurinn. „Við verðum að laga þennan slæma kafla hjá okkur. Þetta gerðist líka gegn Stjörnunni. Annars er ég ánægður með ýmislegt. Ungu strák- arnir sem era að koma inní þetta léku vel en við verðum að bæta sókn- arleikinn,“ sagði Þorbjörn Jensson þjálfari Vals. „Ég held að heppnin hafí verið með okkur að þessu sinni. Jafntefli hefði sjálfsagt verið sann- gjarnast, en hvað er sanngjarnt í íþróttum," sagði Kristján Arason þjálfari FH ángæður með sína menn. Leikmenn beggja liða léku vel í vöminni og báðir markverðir áttu góðan dag, sérstaklega Guðmundur. Guðjón stjómaði leik FH af festu og gerði fá mistök, Hans var öflugur í sókninni og skaust oft skemmtilega í gegnum vörnina. Valur notaði mun _ fleiri leikmenn en FH og þeir sem hafa fengið að leika lítið fengu að reyna sig og stóðu sig ágætlega. Valgarð var sterkur í hominu en flestir aðrir hafa leikið betur í sókn- inni. Revine hetja KR-inga Alexander Revine var ungu pilt- unum í KR gott fordæmi, þegar þeir sigruðu IBV í Höllinni í gærkvöldi. Aldursforsetínn varði ■■■■■■ alls 27 skot, en lærl- Steinþór ingamir fylgdu Guðbjartsson markvörslunni eftir sknfar og unnu 29:21. Hlynur Jóhannesson hélt gestun- um á floti, en góð markvarsla hans nægði ekki að þessu sinni. Greinilegt var að liðin ætluðu að flýta sér af megni úr fallsæti. Varnarleikur sást varla og menn vora ekki að eyða of miklum tíma í sóknirnar. vLengst af var því um tóma þvælu og vitleysu að ræða, en KR-ingar voru ákveðnari, létu forystuna aldrei af hendi og bættu við síðustu fímm mínúturnar, þeg- ar Eyjamenn gáfu sér vart tíma til að ljúka sóknunum. Eyjamenn höfðu sérstaklega góðar gætur á Hilmari Þórlinds- syni, sem gerði engu að síður þrjú góð mörk með þrumuskotum af löngu færi, en áttuðu sig ekki á Stefáni Arnarsyni, sem var mjög vakandi fyrir línusendingum á Magnús Magnússon og nýtti sér sjálfur glufurnar undir lokin. Magnús var mjög sterkur á lín- unni, Einar Baldvin Árnason var yfirleitt yfirvegaður í spilinu og Davíð Hallgrímsson var öryggið uppmálað í hægra horninu. Léttara var yfir spili Eyja- manna, þar til þeir ætluðu sér um of. Svavar Magnússon stóð sig vel á línunni og útimennirnir Guðfínn- ur Kristmannsson, Björgvin Rún- arsson og Zoltan Belany voru ógn- andi, en lítið kom útúr hornunum. Morgunblaðið/Golli Valdimar Grímsson Valdimar með fjórtán - mörk ítyrsta útisigri KA-liðsins KA-menn unnu sinn fyrsta útisigur f deildinni ívetur þegar þeir lögðu Stjörnuna í Garðabæ í gærkvöldi, 25:27. Valdimar Gríms- son átti stórleik með KA, gerði 14 mörk, þar af átta úr vítaskot- um. „Útigrýlan er vonandi farin. Við héldum haus í restina sem er spor í rétta átt, og mér sýnist menn vera farnir að trúa því að við getum þetta,“ sagði Valdimar eftir leikinn. KA-menn höfðu undirtökin allan leikinn þó svo að munurinn væri aldrei meiri en þijú mörk. Staðan í hálfleik var 11:14, en Stjarnan minnkaði þann mun niður í eitt mark strax í byijun síðari hálfleiks. Stjörnumenn náðu síðan að jafna, en lengra komust þeir ekki. KA-menn voru alltaf fyrri til að skora og á lokamínútunum héldu Stefán Eiríksson skrífar þeir haus og sigruðu með tveimur mörkum eins og áður sagði. Valdimar Grímsson átti frábærag leik I vörn og sókn hjá KA. Erling- ur Kristjánsson var einnig mikil- vægur. KA-liðið lék yfirvegað og kom sér það vel á lokamínútunum. Hjá Stjömunni stóð Konráð Olavson upp úr. Margt vantaði í leik liðsins, en þó var skortur á leikgleði einna mest áberandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.