Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993 + Maðurinn minn og faðir okkar, SIGURÐUR PÁLL SAMÚELSSON, Stigahlið 22, lést 23. nóvember. Þórunn Jónsdóttir og börn. t Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, SIGURÐUR ELÍASSON, Þinghólsbraut 33, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum 23. nóvember. Börn og tengdabörn. + EIRÍKUR STEFÁNSSON kennari frá Skógum, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 22. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þórný Þórarinsdóttir, Svava Fells, Haraldur Hauksson, Sigrún Kristjánsdóttir, Eirfkur Hauksson, Helga G. Steingrímsdóttir, Laufey Hauksdóttir, Haukur Hauksson, Lára Gísladóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HARALDUR GUÐJÓNSSON, lést í sjúkrahúsi í Svíþjóð 23. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Hertha Haag Guðjónsson, Dóra Lydia Haraldsdóttir, Árni Arinbjarnarson, Páll Haraldsson, Haraldur Haraldsson og barnabörn. + Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, HÖRÐURTRYGGVASON frá Svartárkoti i Bárðardal, andaðist í Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík, föstudaginn 19. nóvember. Útförin verður gerð frá Lundarbrekkukirkju laugardaginn 27. nóv- ember kl. 14.00. Guðrún Benediktsdóttir, Haukur Harðarson, Sigrún Steinsdóttir, Tryggvi Harðarson, Elfn Baldvinsdóttir, Steinunn Harðardóttir, Daníel Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, TÓMAS GUÐMUNDSSON, lllugagötu 1, Vestmannaeyjum, sem lést 15. nóvember, verður jarð- sunginn frá Landakirkju laugardaginn 27. nóvember kl. 14.00. Erna Þorsteinsdóttir, Gunnar Ólafur Eiríksson, Guðríður Hilmarsdóttir, Gísli Guðni Sveinsson, Guðmundur Þórarinn Tómasson, Rebekka Björgvinsdóttir, Lilja Þorsteina Tómasdóttir, Grétar Miller, Ásdís Steinunn Tómasdóttir og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÁLMAR KRISTINN HELGASON, Hofsvallagötu 17, Reykjavík, sem lést í Borgarspítalanum þann 22. nóvember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. nóvem- ber kl. 10.30. Eli'n Sumarliðadóttir, Guðbjörg Hjálmarsdóttir, Baldur Aðalsteinsson, Helgi Hjálmarsson, Sesselja G. Pálsdóttir, Auður Hjálmarsdóttir, Rúnar Eiriksson, barnabörn og barnabarnabörn. Minning Sigfús Sveinsson Fæddur 24. apríl 1907 Dáinn 18. nóvember 1993 Það var að morgni föstudagsins 19. nóvember sl. sem mér barst sú harmafregn, að móðurbróðir minn, Sigfús Sveinsson, hefði kvöldið áður fengið heilablóðfall og látist. Ósjálf- rátt kom upp í hugann: Af hverju hann? Hann, sem alltaf var svo hress og lífsglaður. Hanri, sem ein- mitt hafði af sinni alkunnu gest- risni tekið á móti gestum þá um daginn og verið að sýna þeim mynd- ir, þegar hann leið útaf. Hvers vegna hann? Þetta er einmitt sú spurning, sem okkur er ekki ætlað að fá svar við hérna megin grafar. Því Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn hans. Okkur er ekki gefið að skilja ráðsályktanir Guðs, en hans er valdið, mátturinn og dýrðin og honum megum við treysta, jafnvel á skilnaðarstund- inni, þegar nánir ættingjar eru burt- kallaðir. En Jesús Kristur sagði: „Ég er upprisan og lífið“ og í trú og trausti til hans megum við vænta nýs og betra lífs með honum á himnum. Sigfús Sveinsson fæddist í Sel- koti undir Eyjafjöllum 24. apríl 1907. Hann var yngsta barn for- eldra sinna, hjónanna Önnu Tómas- dóttur, sem var af Selkotsætt, og Sveins Jónssonar frá Lambafelli, en hann var af Heiðarselsætt á Síðu. Eldri systkini Sigfúsar voru: Guðrún, húsfreyja í Skarðshlíð, d. 1983, Guðjón, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og síðar í Reykja- vík, d. 1968, Hjörleifur, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum, nú vist- maður í Hraunbúðum, Tómas Stef- án, útgerðarmaður í Vestmannaeyj- um, d. 1988, og Gróa, húsfreyja í Selkoti, nú vistmaður í Hraunbúð- um. Þegar Sigfús var 14 ára missti hann föður sinn. Það segir sig sjálft, að á þessum tímum hefur það mun- að miklu fyrir móður með sex börn, þegar börnin gátu farið að afla tekna fyrir heimilið og þar lét Sig- fús ekki sitt eftir liggja, þegar að honum kom. Á þeim árum var lítið annað fyrir efnalitla unglinga að gera en að leita í sjávarplássin, þegar sem einhverrar lífsbjargar var von. Sigfús fetaði því í fótspor eldri bræðra sinna og fór í verið til Vestmannaeyja, þar sem hann ílent- ist eftir það. Fyrstu vertíðirnar reri hann á bát með frænda sínum, Ólafi + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RÓSHILDUR HÁVARÐSDÓTTIR, Hörgslandi á Síðu, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 23. nóvember. Útför hennar fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 27. nóvember kl. 13.30. Jakob Bjarnason, dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn og faðir, JÓN ÓLAFSSON fyrrv. deildarstjóri hjá ríkisendurskoðun, andaðist á heimili sínu 19. nóvember sl. Útför hans verður gerð frá Lágafellskirkju laugardaginn 27. nóvem- ber kl. 10.30. Marfa Brynjólfsdóttir, Guðmundur Jónsson. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓRBÁRÐARSON, áðurtil heimilis á Sólvöllum 5, Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 27. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Björgunarsveitina Garðar. Brynjar Halldórsson, Ólöf Hallgrímsdóttir, Bárður Halldórsson, Jóhanna M. Kristjánsdóttir, Sigurður Halldórsson, Laila Valgeirsdóttir, Lissý Halldórsdóttir, Halldór Halldórsson, Birna Sigbjörnsdóttir, Sigurbjörg Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær móðir okkar, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Sjónarhóli, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, föstudaginn 26. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Fríkirkjuna eða líknarfélög. Bára Björnsdóttir, Bragi V. Björnsson, Jón Boði Björnsson, Birgir Björnsson, Guðlaug B. Björnsdóttir og fjölskyldur. Vigfússyni frá Rauðafelli, sem kenndur var við Gíslholt í Vest- mannaeyjum. Síðar reri hann á út- vegi annars frænda síne, Jóns ólafs- sonar á Hólmi, og var þá vélstjóri á bát með Karli Guðmundssyni í Reykholti. Eftir að Sigfús hætti sjó- mennsku og fór í land vann hann. í fjölda ára hjá Einari Sigurðssyni í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. Það, hversu sjaldan Sigfús skipti um vinnustað, lýsir mjög vel trú- mennsku hans við vinnuveitendur sína, en ekki síður hinu, hversu mikils trausts hann naut hjá þeim. Hinn 10. október 1935 urðu þáttaskil í lífi Sigfúsar, en þá steig hann það gæfuspor að ganga að eiga frændkonu mína, Guðrúnu Gissurardóttur frá Drangshlíð undir Eyjafjöllum. Hún var dóttir hjón- anna Guðfmnu ísleifsdóttur frá Kanastöðum í Landeyjum og Giss- urar Jónssonar, hreppstjóra frá Eystri-Skógum, og lifir hún mann sinn. Eftir brúðkaupið fluttust ungu hjónin til Vestmannaeyja, þar sem þau áttu heimili allt til ársins 1973, er jarðeldar brutust út á Heimaey. Á þeim tímamótum fluttust þau í ERFIDRYKKJUR frá kr. 850- ími620200 P E R L A N Eríklnkkjur Glæsileg kidfi- hlaðlx)rð lídlegir Síilir og mjög góð þjóiiustíL Dpplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR LEGSTEINAR Dæmi 35.000 51.000 um afslátlaiverð -3.500 - 5.100 31.500 45.900 Flutningskostnaður Innltallnn. Stuttur afgrelðslufrestur. Fálð myndalistann okkar. MM S'rniMN 720 Borgarfirði eystra, sími 97-29977.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.