Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993 41 SJONARHORN Hollustuhættir og fískneysla Á síðari árum hefur áhugi fólks á hollustu og næringargildi fæðunnar aukist mjög hér á landi sem annars staðar. Enda hafa rannsóknir sýnt fram á að beint samband getur verið á milli fæðu og heilsufars. Hjarta- og æðasjúkdómar, of- fita, krabbamein og aðrir erfiðir sjúkdómar hafa oft verið tengdir vestrænum matarvenjum. Fjöldi leiðbeininga hefur verið gefinn um fæðuval þar sem fram kemur hvað megi borða og hvað skuli forðast til að viðhalda góðri heilsu, en eins og flestum er kunnugt hafa sjúkdómar eins og hjarta- og æðasjúkdómar og jafn- vel krabbamein m.a. verið raktir til of mikillar fituneyslu. í neysluleiðbeiningum hefur áhersla verið lögð á að hvetja fólk til að minnka fitu í mat, þ.e. aðal málsverði, en minni áhersla verið lögð á að vara við neyslu á fituríku snarli á milli mála, en það er oft margfalt fituríkara en aðal máltíðirnar. Má þar nefna kökur og krem, nasl eins og kart- öfluflögur, ídýfur og ís svo ekki sé minnst á súkkulaði, hnetur og smákökur í pökkum sem inni- halda herta fitu. Þessi fituríka fæða hleður sennilega meiri fituklumpum inn í æðarnar og aukakílóum um miðlínuna en nokkurn tíma aðal máltíðirnar, jafnvel þó að sósur fylgi með. Þegar slík ofuráhersla er lögð á fitusnauða málsverði er hætt við að fólk bæti sér þá upp með aukabitum af og til án þessa þó að gera sér fulla grein fyrir hinu mikla fituinnihaldi góðgætisins. Stöðugt nart getur oft leitt til ofneyslu og afleiðingin verður offita. Offita er víða orðin vanda- mál og til að ná tökum á henni hefur í hinum vestrænu löndum risið upp blómlegur megrunar- iðnaður. Hann býður upp á alls konar aðgerðir til að ná burtu aukakílóunum, m.a. íjölskrúðugu megrunarfæði. Ótal megrunar- kúrar hafa verið settir fram sem einhverjar allsherjar lausnir. Margir þeirra hafa þótt nokkuð einhæfir, sem dæmi hefur einn innihaldið próteinauðugt fæði en annar próteinsnautt, einn krafist mikillar ávaxtaneyslu en annar engra ávaxta, einn er fitulaus og annar kolvetnasnauður o.s.frv. Flestir sem eru í megrun hafa prófað þá alla, sem sýnir vel hve árangursríkir þeir eru. Bent hefur verið á að fólk taki sér sjaldnast tíma til að kanna næringarinnihald þessara megr- unarkúra, en megrun getur vald- ið heilsuvandamálum ef skortur verður á nauðsynlegum nær- ingarefnum í fæðuna. Nú er í boði alls kyns umbreytt fæða eins og gei-visykur, þ.e. sykurlaus sætuefni, og gervifita eða kalor- íusnauð fita sem lausn í barátt- unni við aukakílóin. Margir eru tortryggnir, sérstaklega þar sem langtíma áhrif þessara um- breyttu efna á líkamann eru ekki þekkt. Til að viðhalda góðu líkamlegu ástandi og fyrirbyggja ofan- greinda sjúkdóma er fólki ráðlagt að fylgja þeim næringarfræði- legu markmiðum sem sett hafa verið fram. Þau fela m.a. í sér hvatningu til aukinnar neyslu á ávöxtum, grænmeti og kornmeti, en minni neyslu á sykri og fitu, einnig fituminni mjólkurafurðir og fitulítið kjöt, en meiri neyslu á fiski. Fiskur er kjörfæða, hann inni- heldur lítið af fitu, en sú fita er talin vera mjög heppileg fyrir starfsemi hjartans og líkamans alls. Fiskur er því settur mjög ofarlega á lista yfir þau matvæli sem fólki er ráðlagt að neyta til að viðhalda hæfilegum holdum og góðri heilsu. Bent hefur verið á, að þegar íslendingar neyttu hvað mest af fiski, eða allt fram á sjöunda áratuginn, hafi offita verið fremur fátítt vandamál hér á landi. Þegar ungt fólk fór að ferðast meira til annarra landa og kynnast fjölbreyttari mat fór það að gera körfur hér heima um meiri fjölbreyttni í matarúr- vali og bragðmeiri mat. Á áttunda áratugnum var nau- takjöt eina nýmælið sem bauð upp á einhveija tilbreytingu í mat. Soðinn fiskur þótti bragðlít- ill og lítið spennandi, en upp úr 1980 má segja að unga fólkið hafi enduruppgötvað fiskinn í gegnum nýjar uppskriftir af bragðgóðum fiskréttum sem þá voru birtar m.a. hér í Morgun-- blaðinu. Fiskur í góðri sósu varð mjög áhugaverður og ungu kyn- slóðinni til mikillar undrunar — ótrúlega bragðgóður matur. Vin- sældir fisksins hafa aukist með auknu framboði af góðum fisk- réttauppskriftum. Annað hefur ekki síður þótt mikilvægt, það geta allir matreitt góða ódýra máltíð úr fiski á aðeins 15-20 mínútum. Fiskur er mjög hagkvæmur í innkaupum og eitt ódýrasta megrunarfæðið sem völ er á hér á markaði. Fiskur þykir alls stað- ar fínn matur og hann er ofar- lega á matseðlum veitingastaða víða um heim, ekki síst vegna hollustunnar sem nú skiptir miklu máli fyrir neytendur. Er- lendir neytendur hafa sagt að þeir myndu borða meira af fiski ef upplýsingar um matreiðsluna fylgdu með. Fiskurinn býður upp á meiri ijölbreytni í matargerð en flestar aðrar matartegundir. Góðar fiskuppskriftir hafa gert fiskneyslu áhugaverða fyrir ungu kynslóðina hér á landi, þannig væri einnig hægt að kynna ís- lenska fiskinn á erlendum mörk- uðum. M. Þorv. SIÐUSTU SÆTIN TII DUBUNAR ■ ■■ .-v AÞESSU ARI! i Nú er síðasta tækifærið að bregða sér til Dublinar, njóta þar Jólastemmningarinnar og gera hagstæð jjólainnkaup! Aðeins þessi sæti eru eftir til Dublinar: Vtf' , V-# ** Athugið! Dublinarfarar fá endurgreiðslu á virðisaukaskatti -17%. * 4 dagar/3 nætur 27. - 30. nóv.: 28.570 kr. staðgr. m/öllu * 2 dagar/1 nótt 29. - 30. nóv.: 18.900 kr. staðgr. m/öllu Dagsferð 1. des.: 16.900 kr. staðgr. m/öllu 4 dagar/3 nætur 29. nóv. - 2. des.: 26.945 kr. staðgr. m/öllu UPPSELT UPPSELT 2. des. 3. des. 4 dagar/3 nætur 6. - 9. des.: 26.945 kr. staðgr. m/öllu Sértilboð til ATLAS-korthafa: AFSLÁTTUR 6000 KR. í FERÐ 6. DES Flogid heim að kveldi 30. nóv. Ð ATLAS/S EUROCARO Smiii/iniiiifsPúiPtiiiiílsi/ii Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 6910 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Halnarljörðun Bæjarhrauni 14 • S. 91 - 65 11 55 • Símbréf 91 - 655355 Kellavík: Hafnargötu 35 • S. 92 - 13 400 • Simbréf 92-13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 -1 33 86 • Símbréf 93 -1 11 95 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Símbréf 96-1 10 35 Vestmannaeyjan Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Símbréf 98 - 1 27 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.