Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐURB 285. tbl. 81.árg. ÞRIÐJUDAGUR14. DESEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mikill kosningasigur flokks þjóðernisöfgamanna í Rússlandi veldur ugg Umbótaöflin hvetja til breið- fylkingar gegn Zhírínovskíj Stjórnarskrá Jeltsíns forseta sam- þykkt - Clinton boðar óbreytta stefnu gagnvart Rússlandi Moskvu, Kíev, Bryn Mawr í Bandaríkjunum, Bonn, London. Reuter. FLOKKUR öfgafullra þjóðernissinna fékk mikið fylgi í kosningunum í Rússlandi á sunnudag og bendir allt til þess að hann verði stærsti þingflokkurinn í neðri deild þingsins, dúmunni. Ekki hafa verið gefnar upp niðurstöður í kjöri til efri dcildarinnar, sambandsráðs- ins og heldur ekki einmenningskjördæmum dúmunnar. Kjörsókn var aðeins um 53%. Stjórnarskrá Borísar N. Jeltsíns forseta var samþykkt, hlaut 60% atkvæða. Hét forsetinn í yfirlýsingu að not- færa sér völd embættisins til að tryggja að lýðræðisumbætur yrðu ekki numdar úr gildi. Jegor Gajdar, aðstoðarforsætisráðherra og helsti leiðtogi stærsta flokks umbótasinna, Valkosts Rússlands, hvatti til myndunar „breiðfylkingar and-fasista“ gegn flokki þjóðernisöfga- mannsins Vladímírs Zhírínovskíjs. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagðist í gær fagna því að Rússar hefðu samþykkt nýja stjórnar- skrá þar sem lýðræði og sterkt forsetavald væru undirstöðurnar. orí Javlínskíj, tók undir hvatningu Gajdars um einingu umbótasinna. Óopinberar tölur um niðurstöður í 53 af 89 héruðum landsins gáfu til kynna að flokkur Zhírínovskíjs, Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn, fengi um 24,5% á landsvísu, Val- kostur Rússlands um 14,5% og kommúnistaflokkurinn 11,3%. Kvennaframboðið Konur Rússlands var meðal þeirra átta flokka sem komust að, með um 8,4%, en lág- marksfylgi til að flokkur fengi þing- sæti var 5%. Eftirlitsmenn frá Vest- urlöndum voru að sögn Reuters- fréttastofunnar yfirleitt á því að kosningamar hefðu farið fram með lýðræðislegum hætti þrátt fyrir ýmsa tækni- og skipulagsgalla. Ráðamenn víða um heim og ekki síst í fyrrverandi Sovétlýðveldum, þ. á m. Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og Moldovu, sögðu margir að úrslit- in væra ógnvekjandi. Forsetar Eystrasaltsríkianna hyggjast koma saman til fundar á morgun til sam- ráðs. Sjá ennfremur fréttir á bls. 35 og miðopnu. Clinton sagðist ekki vera neitt „sérstaklega undrandi" á miklum stuðningi við Zhírínovskíj; Rússar hefðu þjáðst mikið síðustu árin og því eðlilegt að þeir sem mótmæltu ákaft umbótastefnunni fengju hljómgrunn. Engar grundvallar- breytingar væru á döfinni í stefnu Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Helmut Kohl Þýskalandskanslari óskaði Jeltsín til hamingju með samþykkt stjórnarskrárinnar. Umbótassinnar í minnihluta Verði niðurstöður í einmennings- kjördæmum í samræmi við lands- kjörið fá umbótasinnar samanlagt um þriðjung þingsæta í dúmunni. Gajdar sagði umbótasinna geta sjálfum sér um kennt, þeim hefði mistekist að útskýra nógu vel fyrir almenningi hvaða hætta væri á ferðum, fýrir Rússland merkti sigur Zhírínovskíjs stríð. „Seta fasista á þingi er í sjálfu sér ósigur fyrir rússneskt lýðræði." Gajdar sagði kommúnista, sem höfnuðu í gær allri samvinnu við Zhírínovskíj, geta tekið þátt í breiðfylkingunni ef þeir vildu. Annar umbótaleiðtogi, Gríg- Reuter Ólík sjónarmið VLADÍMÍR Zhírínovskíj (t.v.), leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, útskýrir sjónarmið sín fyrir Gennadí Zjúganov, formanni hins endurreista kommúnistaflokks Rússlands, í gær. Hinn síðarnefndi sagði að ekki kæmi til mála að eiga samstarf við flokk Zhírínovskíjs; kommúnistar væru raunsæismenn og vildu ekki vinna með fólki sem vildi beita valdi til að endurheimta töpuð landsvæði Sovétríkjanna gömlu. Fresturinn til að ljúka við GATT að renna út Genf. Reuter. PETER Sutherland, framkvæmdastjóri GATT, sagði í gær að „sláandi“ árangur hefði náðst í viðræðunum um nýjan GATT-samning en samningamönnum Bandaríkjanna og Evr- ópubandalagsins (EB) tókst þó ekki að jafna ágreining sinn. Talsmaður flokks Vladímírs Zhírínovskíjs í samtali við Morgunblaðið Afstaða hans til íslands óbreytt „MÖGULEIKAR okkar eru miklir, við höfum fengið 20% at- kvæða,“ sagði Zoya Vasílívla, talsmaður Frjálslynda Iýðræðis- flokksins, flokks Vladímír V. Zhirínovskíjs í samtali við Morgun- blaðið í gær. Annar talsmaður flokksins, seni ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að afstaða Zhírínovský's til íslands væri „óbreytt" en flokksleiðtoginn sagði í viðtali við ríkisútvarpið í febrúar í fyrra að ísland gæti orðið fanganýlenda hins nýja Rússlands sem upp myndi rísa er hann kæmist til valda. Zoya Vasílívla taldi ástæðu- Eystrasaltsríkin á ný og hernema laust með öllu fyrir nágrannaríki Rússlands að hafa áhyggjur af herskáum yfirlýsingum leiðtogans en hann hefur sagt að hann vilji endurreisa Sovétríkin, taka Finnland. „Þetta eru allt sögu- sagnir. Zhírínovskíj vill öllum vel. Ég á bróður í Úkraínu, móðir mín er í Úzbekístan. Zhírinovskíj vill sameina þjóðirnar en ekki með vopnavaldi heldur efnahagssam- vinnu,“ sagði hún. Annar talsmaður Zhírínovskíjs, sem ekki vildi láta nafns síns get- ið, kvað leiðtogann í engu hafa breytt um skoðun á Islandi. „Af- staða hans er óbreytt," sagði þessi viðmælandi. Zhfrínovskíj sagði í febrúarmánuði 1992 í viðtali við Jón Ólafsson, þáverandi frétta- mann ríkisútvarpsins/sjónvarps í Moskvu, að hann vildi að ísland yrði fanganýlenda Rússlands framtíðarinnar. Einnig mætti hugsa sér að flytja þangað evr- ópska glæpamenn. Óþarfi myndi þá reynast að reisa á ný stalínísk- ar fangabúðir; glæpamenn og stjórnmálaleiðtoga með óæskileg- ar skoðanir mætti einfaldlega senda til íslands. Þessa afstöðu lét Zhírínovskíj í ljós er talinu var beint að viðurkenningu íslands á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna þriggja. „Þið hafið lagt stórveldi i rúst. Þið hafið kveikt í púður- tunnu. ísland verður fangelsi fyrir Evrópu," sagði Zhírínovskíj. Fresturinn til að ganga frá nýj- um GATT-samningi rennur út klukkan fimm á fimmtudagsmorg- un. Þótt naumur tími sé til stefnu tókst Mickey Kantor, viðskiptafull- trúa Bandaríkjanna, og sir Leon Brittan, sem fer með utanríkisvið- skipti í framkvæmdastjórn EB, ekki að leysa deiluna um myndiðn- aðinn og ríkisstyrki til flugvéla- framleiðenda. Brittan sagði eftir fund þeirra í gærmorgun að nokkur árangur hefði náðst en þeir ættu þó enn talsvert í land. Hann sagði á fundi með utanríkisráðherrum EB að svo kynni að fara að ganga þyrfti frá nokkrum smáatriðum eftir að fresturinn rennur út. Japanar ákváðu í gær að verða við kröfu Bandaríkjamanna og af- létta í áföngum banni við innflutn- ingi hrísgijóna. Fulltrúar flestra þeirra 115 ríkja sem eiga aðild að GATT sam- þykktu í fyrrinótt þann texta samn- ingsins sem þegar liggur fyrir og bíða eftir að Bandaríkjamenn og EB jafni ágreining sinn svo hægt verði að ganga frá samningnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.