Morgunblaðið - 14.12.1993, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
22
Hrun vestfirskra byggða
Leiguliðar á óð-
ali sægreifanna
eftir Reyni
Traustason
Vestfirðingar horfa þessa dag-
ana upp á það að byggðir þeirra
eru að leggjast af. Þorp sem lifað
- hafa blómlegu lífi í hartnær öld
eru augljóslega í eða við hrun.
Flateyringar standa andspænis
fólksflótta sem er í hnotskum af-
leiðing þess vanda sem tröllríður
vestfirsku samfélagi. Súgfírðingar
eiga sína tilvfst undir undanþágu
frá kvótakerfinu. Þeir hafa leyfí
til að sækja físk í sjó ákveðinn
dagafjölda á ári á krókaleyfi.
Þeirra sjómennska fer fram á
smábátum sem forfeður þeirra
lögðu alla áherslu á að komast upp
úr um miðja öldina til að hverfa
frá því óöryggi sem slíkri sjósókn
fylgir á einhverju erfiðasta haf-
svæði sem þekkist.
Sú var tíð að togarar voru í
öllum sjávarþorpum frá Patreks-
fírði í vestri að Hólmavík í austri.
Nú er staðan sú að á svæðinu frá
Patreksfirði til og með Suðureyri
er einn ísfisktogari eftir. Nú er í
sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það
að togarar gangi kaupum og söl-
um, það sem er öllu verra er að
með er seldur rétturinn til að
sækja físk í sjó.
Vestfirðingar hafa allar götur
frá því kvótakerfið var sett á fyrir
10 árum mótmælt harðlega því
kerfí sem þeim þótti einsýnt að
sett væri þeim til höfuðs. Mótmæl-
in hafa lítið haft að segja gegn
ofríki þeirra sem telja sig eigendur
fiskistofnanna. Hinn nýi aðall,
sægreifarnir, hafa blásið á alla
gagnrýni og talað digurbarklega
um landsbyggðarvæl og barlóm
þess óþurftalýðs sem í einfaldleika
sínum gerir kröfur um að fá að
lifa og starfa á sömu forsendum
og kynslóðirnar á undan honum.
Á Flateyri, sem er nú í einhveij-
um mestu erfíðleikum sem heijað
hafa á síðan byggð hófst, er út-
gerð að mestu í höndum leiguliða.
Þorskveiðiheimildir á staðnum eru
nú 450 tonn. Þegar best lét bár-
ust á land á Flateyri um 6.000
tonn af þorski. Þar sem þarna er
um að ræða grundvöll þeirrar lífs-
afkomu sem Flateyringar byggja
á er augljóst hvemig komið er.
Útgerðir leiguliðanna sem ekki eru
í takt við hina nýju tíma sægreif-
anna og vilja feta í fótspor feðra
sinna eiga þann kost að leggja
bátum sínum eða greiða auðlindar-
skatt til handhafa auðlindarinnar.
Ef tekið er dæmi af slíkum
rekstri þá kostar veiðileyfið fyrir
eitt kíló af þorski í dag 42 krón-
ur. Líklegt verð fyrir sama þorsk-
kíló á land komið er um 80 krón-
ur. Niðurstaðan er sú að leigulið-
inn og sjósóknarinn heldur eftir
38 krónum þegar uppgjöri við
lénsherrann er lokið. Þessar krón-
ur þurfa að duga fyrir öllum kostn-
aði við úthaldið svo og manna-
haldi.
Það er ekkert einfalt við það í
augum þess sem alið hefur allan
sinn aldur í sjávarþorpi að einn
góðan veðurdag sé réttur til sjó-
sóknar seldur norður í land eða
hvert sem er. Þeir eru til sem
halda því fram að það sé eðlilegt
og sjálfsagt að afkoma þeirra sem
eiga sínar fasteignir og sínar ræt-
ur komi þeim ekki við. Lögmál
hagræðingarinnar verði að fá sinn
framgang hvað sem líður örlögum
þess fólks sem trúði á staðinn sinn
og hélt að afkoman byggðist á
fískgengdinni og tíðinni.
Það ástand sem er á Vestfjörð-
um og víðar þar sem hrun blasir
við er augljós afleiðing af kvóta-
kerfi sægreifanna. Erfiðleikar
sjávarútvegsfyrirtækja eru í beinu
„Ef tekið er dæmi af
slíkum rekstri þá kost-
ar veiðileyfið fyrir eitt
kíló af þorski í dag 42
krónur. Líklegt verð
fyrir sama þorskkíló á
land komið er um 80
krónur. Niðurstaðan er
sú að leiguliðinn og sjó-
sóknarinn heldur eftir
38 krónum þegar upp-
gjöri við lénsherrann
er lokið. Þessar krónur
þurfa að duga fyrir öll-
um kostnaði við úthald-
ið svo og mannahaldi.“
orsakasamhengi við kerfíð. Fyrir-
tæki hafa á ögurstundu ekki getað
dáið vegna þess að þar með var
lífsafkoma íbúanna komin á upp-
boð. Þess vegna hafa opinberar
stofnanir í ráðaeysi orðið að lána
til þessara fyrirtækja þrátt fyrir
að séð væri að um vonlausan
rekstur væri að ræða. Af þessu
hefur svo leitt að rekstrarleg
ábyrgð hefur fokið út í veður og
vind og stjórnendur fyrirtækjanna
hafa ekki þurft að svara fyrir neitt.
Fyrirtækin hafa svo starfað sum
hver í áraraðir raunverulega án
þess að geta lifað eða dáið. Afleið-
ingin er hnignun byggðarlaga sem
að óbreyttu gat ekki endað í öðru
en hruni.
Staða Hjálms hf. þegar ákveðið
var að hætta rekstri var sú að
eigið fé fyrirtækisins var nánast
uppurið og stjómendur þess hafa
Það á ekki að vera lífshættu-
legt að leita réttar síns
Um ofbeldi gegn eiginkonum
eftir Guðrúnu
Ágústsdóttur
Er minna refsivert að beija sína
eigin konu en aðra? Nei, ekki sam-
kvæmt hegningarlögum.
Já, ef litið er á framkvæmd
sömu laga. Á síðustu árum hafa
tvö til þijú þúsund konur komið í
kvennaathvarfið vegna ofbeldis af
hálfu maka/sambýlismanns
og/eða nauðgunar eða sifjaspells-
mála. Um 16% kvennanna hafa
lagt fram kæru. Þar af hafa karl-
arnir, þ.e. þeir sem glæpinn hafa
framið, aðeins í tveimur tilvikum
hlotið dóm fyrir athæfí sitt.
Fyrri dómurinn féll í fyrrasum-
ar. Þar kærði kona maka sinn
tvisvar sinnum fyrir gróft ofbeldi.
í seinni kæranni vantaði sönnun-
argögn og því hlaut maðurinn
ekki dóm. í fyrra skiptið - aflaði
lögreglan, sem kölluð var á vett-
vang, nauðsynlegra sönnunar-
gagna og maðurinn var dæmdur
í fangelsi.
Seinni dómurinn féll nú í haust.
Þá kærði kona fyrrverandi sambýl-
ismann sinn fyrir nauðgun.
Maðurinn var dæmdur til 12 mán-
aða óskilorðsbundinnar fangelsis-
vistar.
í öllum hinum tilvikunum hafa
mál „gufað upp“, verið felld niður
eða kæra dregin til baka.
Til að fyrirbyggja allan mis-
skilning, þá era konur ekki að
kæra „smávægilegra pústra“. Oft
er um að ræða alvarlega áverka,
og oft er stutt á milli lífs og dauða.
Skv. íslenskum hegningarlögum
er hér um glæpi að ræða. Glæpur
getur ekki orðið minni eða minna
alvarlegur ef sá sem fyrir glæpum
verður þekkir gerandann. Er
„betra“ eða „minna vont“ að vera
misþyrmt ef ofbeldismaðurinn er
sá aðili sem maður elskar, eða
hefur elskað og eignast með böm
og e.t.v. ákveðið að eyða æfinni
með, í blíðu og stríðu? Svarið er
auðvitað nei. Það gefur augaleið
að sársaukinn verður enn verri,
bæði hinn líkamlegi og hinn and-
legi ef ástvinur sýnir slíkt hatur
og lítilsvirðingur.
Dómur sem samþykkir ofbeldi
gegn eiginkonum
Er þetta séríslenskt fyrirbæri?
Nei. Sem dæmi má nefna að í
dönsku dagblaði, Politiken, hinn
7. nóv. sl. er sagt frá dómi sem
hefur vakið mikla reiði lögfræð-
inga, lögreglu og kvennaathvarfs-
kvenna þar. Þar kærir 41 árs kona
mann sinn og jafnaldra fyrir að
hafa tvisvar tekið sig kverkataki.
Áverkar sáust greinilega skv.
skýrslu læknis og annars konar
ofbeldi hafði átt sér stað í 20 ár.
Maðurinn er sýknaður m.a. á þeim
forsendum að ofbeldi hafí verið
orðinn svo eðlilegur þáttur í sam-
lífi þessara hjóna, að aðeins það
ofbeldi sem væri grófara en hið
venjulega, væri refsivert. Sem
sagt, danskt réttarkerfí hefur sagt
að ofbeldi hafí verið ásættanlegur
hluti af samlífi hjónanna. Ákveðið
hefur verið að áfrýja dómnum í
þeirri von að hæstiréttur breyti
héraðsdómnum. Annars hefur
þessi dómur fordæmisgildi.
Lífshættulegt að kæra
Konur eiga ekki að þurfa að
kæra ofbeldið sjálfar — þær leggja
sig lífshættu. Það er ekkert í ís-
lenskum hegningarlögum sem
kemur í veg fyrir að ofbeldismenn
séu dæmdir fyrir ofbeldi gegn
konum sínum þótt fáir dómar hafi
fallið í slíkum málum. Raunar vit-
um við í Kvennaathvarfinu bara
um einn slíkan dóm. Hann féll í
fyrra. Þar var ofbeldismaðurinn
dæmdur í 45 daga varðhald.
Þær breytingar sem gera þyrfti
á almennum hegningarlögum lúta
að því að lögregla, læknir, eða
aðrir sem sinna ofbeldisþolendum
eigi að kæra og beri til þess skylda
án þess að spyija um álit konunn-
ar. Við skulum horfast í augu við
að það getur kostað konur lífíð
að kæra ofbeldi af hálfu maka
síns. Kona sem kærir maka sinn
fyrir ofbeldi og fer síðan heim til
hans veit nákvæmlega hvað bíður
hennar. Það er því skiljanlegt hve
fáar konur kæra ofbeldið. Það er
líka skiljanlegt að þær sem þó
kæra, dragi stundum kærar sínar
til baka af ótta við maka sinn eða
fyrrverandi maka, þeim er líka
stundum hótað öllu illu. Vitneskjan
um hversu sjaldgæft er að karlar
hljóti dóma fyrir ofbeldið, hefur
heldur ekki hvetjandi áhrif á konur
til að kæra.
Óheppilegt viðhorf
Óheppilegt viðhorf hefur komið
fram hjá Rannsóknarlögreglu
rikisins í svari frá dómsmálaráð-
herra við fyrirspurn Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur, þingkonu,
sem túlkað hefur verið á eftirfar-
andi hátt: Þú ert ekki að fremja
glæp þótt þó misþyrmir konunni
þinni ef þú ert fullur, illa staddur
félagslega eða haldinn afbrýði-
semi.
Kaflinn er orðréttur svona:
„Niðurstaðan er sú að vandamálið
Guðrún Ágústsdóttir
„Þær breytingar sem
gera þyrfti á almennum
hegningarlögum lúta
að því að lögregla,
læknir eða aðrir sem
sinna ofbeldisþolendum
eigi að kæra og beri til
þess skylda án þess að
spyrja um álit konunn-
ar.“
samfara þessum brotum er ekki
refsiréttarlegs eðlis, heldur öllu
fremur félagslegs eðlis. Þannig
kemur í ljós að mál þessi tengjast
langflest misnotkun áfengis, af-
brýðisemi og félagslegum vanda-
málum af ýsmu tagi. Flest þessara
Reynir Traustason
sagt opinberlega að þeir hafí ekki
leyfi til að tapa nema sínum eigin
peningum. Það er alveg ljóst að
fæst þeirra fyrirtækja sem í erfið-
leikum era hafa stöðu til að bakka
út á þennan hátt af þeirri einföldu
ástæðu að eigið fé þeirra er löngu
uppurið og tapið kemur niður á
einhveijum öðram.
Sjónarmið Vestfirðinga hafa
verið þau að stjórna ætti sókn
fiskiskipa með almennum reglum
svo sem sóknardögum og þaki á
afla einstakra tegunda eftir því
sem þurfa þykir. Undir þessi sjón-
armið hafa samtök sjómanna tek-
ið. Þessari útfærslu hefur alfarið
verið hafnað af hagsmunasamtök-
um sægreifanna, LÍÚ. Þeirra rök
gegn sóknarstýringu hafa verið
þau að ekki sé nægilega hægt að
takmarka sókn með þeirri út-
færslu. Forysta LÍU hefur lýst
mála teljast upplýst, þ.e. ljóst er
hve sakborningur er. Hins vegar
ganga mál þessi mjög á tíma og
fé sem lögregla hefur til ráðstöf-
unar hveiju sinni og væri betur
varið í alvarlegri og brýnni verk-
efni. Þá er einnig áberandi að
kærendur hafa ekki mikinn hug á
að fylgja kæram sínum eftir og
falla frá refsikröfu þegar af þeim
rennur mesti móðurinn." Þessi við-
horf bíða því miður þeirra fjöl-
mörgu kvenna sem ætla að leita
réttar síns.
Við höfum áram saman reynt
að vekja athygli á þessum málum.
Við höfum haldið blaðamanna-
fundi þar sem við höfum verið
með dæmi um konur sem hafa
verið lagðar í einelti af hálfu fyrr-
verandi maka sinna, kært oft og
mörgum sinnum en engin niður-
staða fengist. Við munum að sjálf-
sögðu halda áfram að benda á það
sem betur má fara í íslensku rétt-
arkerfi, bæði á rannsóknar- og
dómsstigi. Við munum tína til
dæmi og leita eftir samvinnu við
þá aðila sem með þessi mál fara.
Það skiptir veralegu máli fyrir
þær konur sem nú búa við þá ógn
og skelfingu sem fylgir ofbeldis-
sambúð að vita að beinbrot, kyrk-
ingartilraunir, nauðganir, bruni
með sígarettum og hótanir um lífl-
át er glæpur skv. íslenskum lögum
og að íslenskt réttarkerfí dæmir
skv. þeim lögum. Þetta hefur þeim
ekki öllum verið ljóst og margar
þeirra hafa auðvitað verið of
hræddar til að nýta vitneskju sína.
Það þarf svo að breyta lögum svo
konumar þurfí ekki að kæra sjálf-
ar, en lögreglan eða aðrir slíkir
aðilar hafí þá lagalegu skyldu að
kæra svona ofbeldi gegn konu.
Þannig era annars vegar til
lagaákvæði sem ekki era virk, af
því að konurnar era hræddar og
hins vegar vantar önnur laga-
ákvæði sem eyða áhrifum þessa
ótta kvennanna. Það er ekki sann-
gjarnt að eiginkonur leggi sig í
lífshættu þó þær þurfí að leita
réttar síns.
Höfundur er fræðslu- og
kynningarfulltrúi Samtaka um
kvcnnaathvarf.