Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 28
oo
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
Varnaðarorð andstæð-
ínga Sambandslaganna
eftir Harald Blöndal
Danir vonuðu, að íslendingar
yrðu til frambúðar í konungssam-
bandi við þá. Flestir íslendingar
voru hins vegar þeirrar skoðunar,
að við lok gildistíma Sambands-
sáttmála bæri að slíta konungs-
sambandinu. Jókst þeirri skoðun
fylgi eftir því sem árin liðu. Þar
skipti verulegu máli, að vor há-
sæli arfakóngur Kristján konungur
X. kom fram gagnvart íslending-
um af sérstökum hroka.
Sem dæmi um hroka Kristjáns
X. vil ég geta sögu, sem Hinrik
Sv. Björnsson, sendiráðherra,
sagði mér. Sveinn Bjömsson, faðir
hans, var sendiherra íslands í Dan-
mörku. Kristján X. reyndi oft að
lítillækka Sván í augum annarra
sendimanna. Eitt sinn vék hann
sér að Sveini í móttöku og sagði
stundarhátt: „Hvad de behöver i
Island er en lille Mussolini.“ Sveinn
svaraði óðar: „Og Deres Majested
sikkert ville være hans Victor
Emanuel.“ Konungur gekk snúð-
ugt brott, en Sveinn ræddi við
konungsritara og baðst undan því
að vera undir svívirðingum kon-
ungs síns í veizlum.
Dr. Bjami Benediktsson, forsæt-
isráðherra, bendir á það í þáttum
úr 40 ára stjómmálasögu, að lipr-
ari þjóðhöfðingi en Kristján X.
hefði t.d. látið byggja sér bústað
á íslandi, heimsótt landið reglulega
og/eða látið ættingja sína heim-
sækja landið opinberlega eða búa
hér til þess að skapa sér hirð og
eignast vini í landinu. Þá hefðu
þeir einnig getað stjórnað ríkis-
ráðsfundum í umboði konungs.
Mér er sagt, að Jóhannes bæjar-
fógeti hafi verið einn maður á ís-
landi, sem Kristján heimsótti per-
sónulega, þegar hann kom til ís-
lands. Afskipti Kristjáns X. af þin-
grofinu 1931 spilltu einnig fyrir
konungi, en þar gekk Kristján X.
erinda Hriflujónasar og Tryggva
til þess að forða stjórn þeirra frá
vantrausti. Er hægt að fullyrða,
að eftir það var trúnaður brostinn
milli konungs og foringja Sjálf-
stæðisflokksins, og stilltu þeir
meira að segja svo til, að lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins var
haldinn um sama leyti á Þingvöll-
Geðverndarfélag íslands
Skorar á þingmenn að
hafna sjúklingaskatti
SKERÐINGU á framlögum til meðferðar geðsjúkra er harðlega
mótmælt í bréfi sem Geðvemdarfélag íslands hefur sent frá sér.
í því er jafnframt skorað á alþingismenn að hafna tillögu heilbrigð-
isráðherra um sjúklingaskatt. Samkvæmt henni er Landspítalanum
heimilað að innheimta fimm milljónir krónp. af sjúklingum sem
leggjast inn á deildina. Forsljóri rikisspitalanna, Davíð Á. Gunnars-
son, segir að þar sem geðlækningar notist ekki við dýr tæki og
noti tiltölulega lítið af dýmm lyfjum sé lítið annað að gera en
draga úr þjónustu með því að fækka starfsfólki.
annars
Mótmælin eru meðal
byggð á því að um 75% prósent
þeirra sem leggjast inn á deildir
Landspítalans, ætlaðar vímuefna-
neytendum, eigi við geðsjúkdóma
•að stríða auk áfengissýki. For-
Skíðasamtesiingar
Barnast. 120-170 cm
Verð kr. 5.990
stjóri ríkisspítalanna segir að þýð-
ing niðurskurðarins sé ekki fylli-
lega ljós að öðru leyti en því að
fækka þurfi starfsfólki og draga
úr þjónustu. Afleiðingin af þessu
sé fækkun starfsfólks og aukið
vinnuálag. Þá sé rétt að hafa í
huga greinargerð landlæknis um
mikla aukningu vinnuálags á spít-
ölunum.
í frumvarpi til íjárlaga er gert
ráð fyrir að framlag til áfengis-
meðferðar verði lækkað um 18
milljónir króna. Til að mæta þeirri
lækkun er spítalanum heimilað að
innheimta fímm milljónir króna
af sjúklingum samkvæmt gjald-
skrá sem ráðherra skal sam-
þykkja. Ef sjúklingar geta ekki
greitt fæst hallinn sem af því hlýst
í rekstri ekki bættur að sögn heil-
brigðisráðherra. í bréfínu segir að
í tillögunni felist slík „ósvinna og
skilningsleysi á eðli sjúkleika
þeirra sem til geðdeildarinnar leita
að stjóm Geðvemdarfélags íslands
sér sig tilneydda til þess að mót-
mæla aðför ráðherrans að grund-
vallaratriði velferðarkerfisins,
jafnrétti sjúklinga til að fá bestu
fáanlega meðferð án tillits til kyn-
ferðis, aldurs, efnahags eða sjúk-
dóms og niðurskurði á framlögum
til meðferðar geðsjúkra".
í bréfínu greinir einnig frá því
að á geðdeildum verði meðferð
fíknisjúkdóms ekki aðskilin frá
meðferð annarra sjúkdóma sem
sami sjúklingur er haldinn. Sé því
fráleitt að ætla sjúklingum að
greiða sérstaklega fyrir áfengis-
meðferð. Þurfí flestir sjúklingar
sem leggjast inn til fíknimeðferðar
á geðdeild Landspítalans ekki síð-
ur á annars konar meðferð sem
þar er veitt að halda og muni því
vafalaust leita eftir henni í aukn-
um mæli ef fíknimeðferð dregst
og gjalds verður krafist.
um, þegar konungur var hér í
heimsókn næst eftir þingrofið, og
voru menn að ferðbúast frá Varð-
arhúsinu á sömu stundu og kon-
ungur steig á land. Það var í þeirri
konungsheimsókn, sem Hermann
gekk eftir rauða dreglinum, en lét
konung ganga utan hans.
Kristján X. varð óvinsæll í Dan-
mörku þegar hann reyndi að af-
nema þingræði í Danmörku í Pá-
skakrísunni 1920. Óvinsældum
sínum hélt hann trúlega fram að
innrás Þjóðveija 1940, en þá varð
hann allt í einu vinsæll og tákn
óvopnaðrar andstöðu við Þjóðveija
vegna daglegra reiðtúra um götur
Kaupmannahafnar. Kristján X.
barðist ekki gegn Þjóðveijum eins
og Hákon VII. Noregskonungur
bróðir hans. Kristján X. fór heldur
ekki til íslands, sem var þó hitt
ríki hans og honum því rétt að
vera þar, og lét reyna á í raun,
hvort hann var fangi Þjóðveija.
Má skjóta hér inn, að mér hefur
alltaf verið hulið, af hveiju Kristján
X. skipaði ekki einhvem frænda
sinn til að gegna konungsstarfí á
íslandi eftir innrás Þjóðveija í
Danmörku, fyrst hann kom ekki
sjálfur. Þetta hafði hann margoft
gert, þegar hann var utan Dan-
merkur og hafði heimild til skv.
konungslögunum. Það var ekki
sjálfsagt, að íslendingar kysu sér
ríkisstjóra, og hefðu sambandsslit-
in orðið íslendingum torveldari, ef
hér hefði verið með konungsvöld
einhver danskur prins, — en nokkr-
ir þeirra voru í löndum Banda-
manna eða fyrir vestan haf, þegar
Þjóðvetjar hémámu Danmörku.
Vera má, að snögg viðbrögð ís-
lendinga hafí komið konungi í opna
skjöldu.
Haraldur Blöndal
„í Morgnnblaðinu er
réttilega bent á, að
varnaðarorð andstæð-
inga Sambandslaganna
eiga ekki síður við nú,
þegar margir ræða í
alvöru um, að íslend-
ingar gangi í EB.“
í Morgunblaðinu er réttilega
bent á, að vamaðarorð andstæð-
inga Sambandslaganna eiga ekki
síður við nú, þegar margir ræða í
alvöru um, að íslendingar gangi í
EB. Þar eru raddir hæstar í Al-
þýðuflokknum. Er það tilviljun?
Alþýðuflokksmenn voru þeir, sem
á sínum tíma vildu ganga að helstu
kröfum Dana, þegar samið var um
samband Dana og íslendinga
1918? í ljósi þessa hlýtur að vakna
efí hjá mörgum um, hvort skyn-
samlegt sé, að Alþýðuflokksmaður
sé utanríkisráðherra, þegar tekin
verður endanleg afstaða til þessa
máls.
Höfundur er hæstaréttar-
lögmaður.
Tölvuvædd orðabók
BÓKAÚTGÁFAN Aldamót er að
senda frá sér nýjung á íslenskum
bókamarkaði, tölvuvædda orða-
bók fyrir Windowsumhverfið.
Forrit þetta hefur hlotið nafnið
Orðabók aldamóta.
Fyrst í stað mun fylgja forritinu
ensk-íslenskt orðasafn sem þýðir
að notendur geta flett upp á íslensk-
um þýðingum enskra orða. Þeir sem
gerast skráðir eigendur munu svo
fá sent íslensk-enskt orðasafn án
sérstaks endurgjalds.
Nefnd ríkisstj órnarinnar um bann við erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi
Kannar rýmkun reglna
um óbeina eignaraðild
Ungbarnasamfestingar
Verð frá kr. 2.990
Fullorðinssamfestingar
Verð frá kr. 7.400
»hummel^P
SPORTBÚÐIN
Ármúla 40 ■ Símar 813555 og 813655
SAMÞYKKT var í ríkisstjórninni á þriðjudag í síðustu viku tillaga
viðskiptaráðherra um að fela nefnd tveggja fulltrúa frá iðnaðarráðu-
neyti og tveggja frá sjávarútvegsráðuneyti að koma með skýrar og
útfærðar tillögur um breytingar á ákvæðum frumvarps um fjárfest-
ingar erlendra aðila í atvinnurekstri og kanna hvort ástæða sé til
að rýmka reglur um óbeina eignaraðild erlendra aðila að sjávarút-
vegsfyrirtækjum.
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp
um erlendar fjárfestingar í atvinnu-
lífinu vegna aðildar Islands að EES
og er stefnt að afgreiðslu þess fyr-
ir áramót þegar samningurinn öðl-
ast gildi, að sögn Þorkels Helgason-
ar, ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðu-
neytinu. í því er gert ráð fyrir að
bæði bein og óbein eignaraðild út-
lendinga í sjávarútvegsfyrirtækjum
verði bönnuð. Hins vegar hefur
verið talið óframkvæmanlegt að
framfylgja banni við óbeinni eignar-
aðild í öllum tilfellum og nefndi
Þorkell sem dæmi að ef hlutabréfa-
sjóður ætti hlut í olíufélagi sem
aftur ætti hlut í útgerðarfyrirtæki
mætti erlendur aðili ekki kaupa
hlutdeildarbréf í þeim sjóði. Er
nefndinni ætlað að leita lausna á
vandamálurn af þessu tagi.
Sighvatur Björgvinsson við-
skiptaráðherra sagði nauðsynlegt
að reynt yrði að koma á reglum sem
væru Ijósar um þessi mál og því
væri nú í athugun hvort stjórnar-
flokkarnir gætu samræmt sjónar-
mið sín. Sagði hann ekki útilokað
að niðurstaða lægi fyrir í þessum
mánuði og þá yrðu breytingartillög-
urnar settar í frumvarpið áður en
það yrði afgreitt.
Verslunarráð íslands hefur fjall-
að um frumvarpið og gert athuga-
semdir við ákvæði þess um erlendar
fjárfestingar í sjávarútvegi, sem
það segir að séu svo harðneskjuleg-
ar að verði þær að lögum verði sjáv-
arútvegurinn þriðja flokks atvinnu-
grein á íslandi. Verslunarráðið
sættir sig við bann við beinum fjár-
festingum erlendra aðila í sjávarút-
vegi hérlendis en vill að ráðherra
geti heimilað undantekningar. Hins
vegar vill ráðið að óbeinar erlendar
fjárfestingar verði leyfðar að meg-
instefnu. Eru helstu rök þess m.a.
að hlutabréf í sjávarútvegsfyrir-
tækjum verði vart gjaldgeng á al-
mennum hlutabréfamarkaði að
óbreyttum reglum. Endurskipu-
lagning sjávarútvegsfyrirtækja
verði erfiðari og þær takmarki
möguleika fyrirtækjanna á að fá inn
nýtt hlutafé.
Hægt er að nota Orðabók alda-
móta sem sjálfstætt forrit og ræsa
hana til að fletta upp einhveiju orði
meðan verið er að skrifa bréf eða
vinna verkefni í ritvinnsluforriti.
Orðabókarforritinu má koma fyrir
mjög haganlega ofan á skjámynd
ritvinnsluforrits. Einnig má breyta
orðabókinni í táknmynd og fer þá
mjög lítið fyrir henni á skjánum.
Tvísmellt er yfír táknmyndinni til
að opna glugga forritsins á ný.
Ensk-íslenska orðasafnið sem
fylgir Orðabók aldamóta hefur að
geyma 47.000 uppflettiorðum. Til
samanburðar hefur venjuleg skóla-
orðabók um 35.000 uppflettiorð.
Tölvuvædd orðabók hefur nokkra
kosti umfram orðabók í bókarformi
og má m.a. nefna að leit tekur
styttri tíma (u.þ.b. 1 sekúndu).
Hægt er að betrumbæta orðasafnið
og senda notendum uppfærslur,
jafnvel á árs fresti. Mjög auðvelt
er að fá upplýsingar um skamm-
stafanir og þess háttar meðan verið
er að nota forritið. Orðabókin geym-
ir 10 síðustu orð sem flett hefur
verið upp á, svo óþarfi er að endur-
taka leit til að rifja upp þýðingu
einhvers orðs sem nýbúið er að
fletta upp.
Forritið verður á kynningarverði
til áramóta, á kr. 2.900 kr.
----- ♦ ♦ ♦----------
■ ARAMOTAFERÐIN í Þórs-
mörk á opnu húsi í kvöld. Síðasta
opna hús Ferðafélagsins á árinu
verður í Mörkinni 6 (risi) í kvöld,
þriðjudag, kl. 20.30-22. Það verður
sérstaklega tileinkað áramótaferð-
inni í Þórsmörk. Fararstjórar og
skálaverðir mæta í kaffispjall um
ferðina. Heitt á könnunni. Það eru
allir velkomnir, einnig þeir sem
ekki hyggja á Þórsmerkurferð um
áramótin.