Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
Ómar Ragnarsson á fullri ferð í salnum. Morgunbiaðið/Sigurður Jðnsson Lionsfélagar saman komnir uppi á sviði í lok litlu jólanna.
Lionsklúbburinn Ægir hélt litlu jólin á Sólheimum
Eínlægní og gleði
skein úr hverju andlili
Sólheimum.
HELGI aðventunnar á Sólheimum í Grímsnesi og eftirvæntingin sem
henni fylgir náði hámarki á sunnudag þegar félagar úr Lionsklúbbn-
um Ægi í Reykjavík komu þangað og héldu hin árlegu litlu jól.
Mikil stemmning ríkti á staðnum, allir í sínu besta pússi og hátíðar-
skapi. Einlægni og gleði skein úr hverju andliti og það lögðu allir
sitt af mörkum til þess að gera daginn eftirminnilegan. Lionsfélagar
hafa staðið að litlu-jólaskemmtun frá árinu 1957. Hátíðin á sér því
djúpar rætur og hún snertir hátíðarstrengi í hjarta hvers manns sem
Horft yfir Sólheima í vetrar- og jólaskrúða.
Lionsklúbburinn Ægir hefur
unnið stórvirki með stuðningi sín-
um við starfið á Sólheimum. Fé-
lagarnir hafa lagt uppbygging-
unni lið með stórum og smáum
gjöfum og lóð á vogarskálamar
við að stuðla að öflugri fjármögn-
un þeirra miklu framfara sem þar
hafa átt sér stað undanfarin ár..
Hús hafa risið á staðnum og
starfsemin orðið öflugri og það
sem mest er um vert á Sólheimum
hefur þróast fagurt mannlíf sem
ekki fer framhjá neinum sem þar
kemur í heimsókn. Lionsmenn eni
snillingar í því að snerta þennan
mannlífsstreng í bijóstum heimil-
isfólksins og starfsmanna, þannig
að sálin ljómar. Það geislaði sann-
arlega af hveijum manni á litlu
jólunum á sunnudaginn.
Eftirvænting og húrrahróp
I anddyri staðarhússins beið
eftirvæntingarfullur hópur
heimamanna og horfði upp í
brekkuna. Þegar rútan birtist
kváðu við húrrahróp og klappað
var fyrir komumönnum. Þegar
Lionsmenn stigu út úr rútunni
fékk hver þeirra innilegt klapp
og var vel fagnað.
Dagskráin hófst með borðhaldi
og áður en matast var var
kyrrðarstund og farið með fallega
borðbæn, síðan var hangikjötinu
gerð góð skil. Eftir matinn var
dálítil stund þar sem gestir gátu
gengið um staðarhlöðin til að
skoða sig um.
Þau Dísa Ragna Sigurðardóttir
og Árni Alexandersson buðu í
skoðunarferð í nýja húsið sem þau
búa í að Undirhlíð 12. Það er
raðhús með einstaklega smekk-
legum íbúðum. „Já það er alveg
satt hér er sko gott að búa og
þetta er mjög fín íbúð,“ sögðu
þau bæði. Gangstéttamar eru
upphitaðar svo ekki festir snjó á
þeim. Það er hugsað fyrir öllu og
skammt frá húsunum er í bygg-
ingu vinnustofa og þegar talið
berst að henni á leið okkar til
íþróttaleikhússins leggur Árni
áherslu á hvað það sé gaman að
smíða og vinna við verkefni í
þeim dúr og hann hefur smíðað
marga góða gripi.
Hluti af viðameira starfi
Hjá Lionsmönnum og heima-
fólki á Sólheimum helst það í
hendur að báðir telja niður dag-
ana á milli litlu jólanna. „Við
reynum að gera sem mest sjálfir,
höfum ágæta skemmtikrafta í
klúbbnum og svo höfum við
stundum fengið með okkur góða
gesti til að skemmta," sagði Svav-
ar Gestsson. „Þetta sem við ger-
um hér núna er hluti af viða-
meira stárfi hér á Sólheimum.
Við komum hér á hveiju vori til
að gróðursetja og mönnum líður
alltaf hálfilla ef þeir komast ekki
hingað á jólunum. Þessu fylgir
mikil helgi og gefur okkur mikið
og einnig heimilisfólkinu hérna,“
sagði Svavar. Hann gat þess einn-
ig að konum og börnum Ægis-
manna þættu þeir félagar ekki
komnir í jólaskap fyrr en þeir
væru búnir að halda litlu jólin á
Sólheimum.
Krefjandi og þroskandi starf
„Það er mjög gott að vinna
hérna. Þetta er bæði krefjandi og
gefandi starf og þess vegna mjög
þroskandi," sagði Guðmundur
Ingi Gestsson, starfsmaður á Sól-
heimum. „Það er mjög gaman að
gera eitthvað fyrir fólkið, það
metur svo vel það sem gert er.“
Hulda Helgadóttir er nýbyijuð
í starfi á Sólheimum. „Ég hafði
aldrei unnið á svona stað áður en
þetta er mjög spennandi og gef-
andi starf. Fólkið er mjög indælt
og maður starfar innan um það
og tekur þátt í gleði þess og sorg-
um og öllu sem upp kemur. Mér
finnst ég hafa lært eitthvað nýtt
á hveijum degi og á örugglega
eftir að gera það áfram,“ sagði
Hulda.
Dúndrandi stemmning og fjör
Á skemmtuninni í íþróttaleik-
húsinu rakti hvert skemmtiatriðið
annað og mikil gleði ríkti í hús-
inu. Uppistaðan í skemmtiatriðun-
um var söngur. Magnea Tómas-
dóttir söng sálm í byijun en síðan
byijaði fjörið. Spurningakeppni
stjórnaði Svavar Gests, Baldvin
Halldórsson las sögukvæði og
danspör frá Danssmiðjunni sýndu
dansa. Lionsfélagar sungu hvert
lagið af öðru með ýmsum útúrdúr-
um sem vöktu kátínu. Hápunktur
skemmtunarinnar var þegar
Omar Ragnarsson geystist um
sviðið og allan sal í söng og leik.
Fólkið veltist um af hlátri og
kátínu og tók virkan þátt í því
sem fram fór. Það kom greinilega
fram að Ómar á hug og hjörtu
fólksins. í lokin sungu svo allir
viðstaddir Heims um ból. Hátíð-
inni lauk síðan með því að allir
fóru í kaffí eftir að hafa fengið
jólapoka frá Ægismönnum.
„Þetta skapar mikla eftirvænt-
ingu hjá fólkinu okkar og er
toppurinn á starfi okkar hérna á
þessum tíma,“ sagði Halldór Júl-
íusson, forstöðumaður Sólheima.
Það voru greinilega orð að
sönnu því það var ánægður og
sáttur hópur sem yfirgaf íþrótta-
leikhúsið eftir litlu jólin. Þennan
dag var birtan og skýjafarið þann-
ig að staðurinn var sveipaður
ævintýraljóma. Veðrið var kyrrt
og jólaljósin í gluggunum og
skreytingar á húsunum lýstu upp.
Þennan dag gerðist ævintýr í
íþróttaleikhúsinu þar sem jólaljós-
ið kom að innan og lýsti upp huga
viðstaddra: Þetta var skemmtun
sem enginn viðstaddra vildi vera
án og ennþá fleiri hefðu átt erindi
Dísa Ragna Sigurðardóttir og Árni Alexandersson í nýju íbúðinni
í Undirhlið 12.
Gullnáman
gangsett
GULLNÁMAN, happdrættisvél-
ar Happdrættis Háskóla íslands,
var gangsett á 26 stöðum á laug-
ardag. Að sögn Ragnars Ingi-
marssonar, forsljóra happ-
drættisins, voru viðtökur góðar
á fyrsta degi.
Ragnar sagði að menn hefðu
haft á orði að vélamar væru ekki
þær vítisvélar sem talið var. Mörg-
um hafí komið á óvart að um venju-
legar happdrættisvélar væri að
ræða. Sagði hann að aðsókn hefði
verið misjöfrí eftir stöðum. Hæstu
vinningar hafa til þessa verið um
20 til 30 þúsund krónur en lukku-
pottarnir eru enn í vélunum og er
annar rúm 200 þús. en hinn að
nálgast þriðju milljónina.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Gullnáma háskólans
RAGNAR Ingimarsson, forstjóri Happdrættis Háskóla Islands, gang-
setti nýju happdrættisvélarnar.
Olíulekinn á Siglufirði
Lokið við að hreinsa
alla svartolíuna upp
VEL HEFUR gengið að hreinsa upp svartolíu sam lak úr tanki
SR-mjöls á Siglufirði að næturlagi í síðustú’’viku, að sögn Sigurðar
Hlöðverssonar bæjartæknifræðings. Um 14 þúsund lítrar af svart-
olíu láku úr tanknum og rann hluti olíunnar um holræsakerfi bæjar-
ins en um 8 þúsund lítrar sigu í snjó og jarðveg við tankinn. Olían
hefur nú verið hreinsuð upp og fer til eyðingar hjá olíufélögunum.
Tankurinn var eldri en svo að
við hann væri þró eins og þær sem
lög gera ráð fyrir að séu við nýrri
olíutanka til að taka við leká. Sig-
urður Hlöðversson sagðist ekki hafa
heyrt um að fugl hefði lent í olíu í
höfninni. Að sögn Þórðar Jónsson-
ar, rekstrarstjóra SR-mjöls, er
óljóst hver kostnaður við hreinsun-
ina verður og hvort hann fellur á
SR-mjöl. „Við eigum eftir að ræða
þetta við olíufélögin og svo koma
tryggingar inn í spilið,“ sagði hann.
Olíufélögin eiga olíuna á tönkunum
sem er notuð við kyndingu verk-
smiðjunnar og á báta. Greitt er
fyrir notkun eftir mæli.