Morgunblaðið - 14.12.1993, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
33
Stj órnarandstaðan á Alþingi
Gagnrýni á forgangsröð
sjávarútvegsrannsókna
ÞINGMENN stjórnarandstöðu gagnrýndu nokkuð í fjárlagaumræðu
á Alþingi á fimmtudag tillögur fjárlaganefndar um að Háskóli Is-
lands fái fjárveitingu vegna samstarfssamnings milli skólans og
Vestmannaeyjabæjar um rannsóknir á sviði sjávarútvegs. Beindist
gagnrýnin einkum að því, að þetta verkefni skuli fá stuðning meðan
ekki hefur verið fylgt eftir þingsályktun sem samþykkt var á síð-
asta ári um að setja á stofn rannsóknamiðstöð á sviði sjávarútvegs
við Háskólann á Akureyri. Tillaga fjárlaganefndar var dregin til
baka við atkvæðagreiðslu á föstudag og frestað til 3. umræðu um
frumvarpið, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins vill fjár-
málaráðherra að fjárlaganefnd komi með tillögu um niðurskurð á
rikisútgjöldum sem svari til þessarar fjárveitingar.
Um er að ræða tillögu um 13,8
milljóna króna fjárveitingu og eru
12 milljónir ætlaðar til kaupa og
endurbóta á húsnæði í Vestmanna-
eyjum og 1,8 milljónir launagjöld
vegna starfsmanns. Vestmanna-
eyjabær leggur 8 milljónir til sama
verkefnis.
í annari umræðu um fjárlaga-
frumvarpið á fimmtudag sagði Guð-
mundur Bjarnason þingmaður
Framsóknarflokks að þetta mál
væri sjálfsagt mjög þarft og því
fagnaðarefni að fjárlaganefnd teldi
ástæðu til að styðja það. En hann
sagði að önnur mál af svipuðu tagi
hefðu átt að hafa forgang og benti
í því sambandi á, að á síðasta ári
hefði verið samþykkt þingsályktun
um að setja á stofn rannsóknamið-
stöð á sviði sjávarútvegs við Há-
skólann á Akureyri. Jóhannes Geir
Sigurgeirsson þingmaður Fram-
sóknarflokks'sagði að það kæmi á
óvart að fyrsta fjárveitingin til verk-
efna af þessu tagi, eftir samþykkt
þingsályktunarinnar, færi til Vest-
mannaeyja og það hlyti að vekja
upp spurningar um hvers virði
ályktanir Alþingis séu. Guðrún
Helgadóttir þingmaður Alþýðu-
bandalags sagði að ný verkefni
Háskólans fengju sjaldnast svona
góðar viðtökur í fjárlaganefnd.
Virðisaukning
Aðventutónleikar í
Hvítasunnukirkjunni
FÍLADELFÍUSÖFNUÐURINN í
Reykjavík býður miðvikudags-
kvöldið, 15. desember, kl. 20.30,
til aðventutónleika.
Tónlistarmenn flytja blandaða
dagskrá undir handleiðslu Óskars
Einarssonar. Lofgjörðarhópur safn-
aðarins syngur gospel-lög, Miriam
Óskarsdóttir og Hjalti .Gunniaugs-
son sömuleiðis. Iris Guðmundsdóttir
flytur blandaða söngdagskrá,
Guðný og drengirnir sálma í jazz
útsetningum, Sólrún Hiöðversdótt-
ir, sópransöngkona, syngur og fleiri
söngatriði verða á dagskrá.
Undanfarin ár hefur söfnuðurinn
sent matarpakka og • glaðning til
þeirra heimila sem líða skort fyrir
jólin, en mörg fyrirtæki og einstakl-
ingar hafa veitt þessu framtaki
stuðning með gjöfum og fjárfram-
lögum. A þessari kvöldstund verður
safnað peningum og gjöfum til
þessa málefnis. Húsið opnar kl.
19.45 og er öllum heimill aðgangur
meðan húsrúm leyfir.
Árni Johnsen þingmaður Sjálf-
stæðisflokks sem situr í fjárveit-
inganefnd sagði að stjórnarand-
staðan væri að reyna að gera sam-
starfsverkefnið tortryggilegt. Hann
varaði við slíkum málflutningi
vegna þess að þjóðin þyrfti á öllu
sínu að halda til að skapa virðis-
aukningu í sjávarútvegi. Slík virðis-
aukning ynnist með því að nýta
mikla þekkingu og grunn sem væri
í Háskóla íslands og sem væri að
skapast í Háskólanum á Akureyri
og víða í skólakerfinu. Og Vest-
mannaeyjar væru kjörinn staður
sem tilraunastöð fyrir HÍ og aðrar
stofnanir, til dæmis Háskólann á
Akureyri, Tækniskólann og aðra
skóla sem gætu nýtt þekkingu til
að skila þjóðinni áleiðis.
'ienysns
'SÍminn
Siemens Euroset 820 er
framúrskarandi traust símUeki
og hverrar krónu virði.
• Hnappar fyrir ýmsar sérþjónustuaðgerðir
Pósts og síma Endurval á síðasta númeri
• 10 hnappa númeraminni • 16 stafa skjár sem
sýnir valið númer og samtalslengd • Stillanleg
tíðni og styrkur hringingar • Símalás
Verð aðeins kr. 7.670,-
MUNIÐ UMBOÐSMENN OKKAR UM LAND ALLT!
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300
Michael Jordati
„Eg stökk bara upp, upp fyrir
þá báða og tróð" Michael
Jordan snjallasti körfuknatt-
leiksmaður allra tíma. Bókina
prýðir fjöldi ljósmynda í lit.
0KEYPIS VEGGSPJALD FYLGIR!
REYKH0LT
SÍÐUMÚLI 21, REYKJAVÍK, SÍMI 678590
Fjársjóður jólanna
Norman Vincent Peale
Bók með ómetanlegan boðskap
sem varðað hefur leið milljóna
manna um allan heim til sannrar
lífshamingju.
Fjársjóður jólanna - Mikið
fyrir lítið.
Aladdín og
Ljóti andarunginn
Aladdín og Ljóti andarunginn
eru fyrstu bækurnar í nýjum
bókaflokki, Æfíntýrabókum
Reykholts. Þessi heimsfrægu
æfintýri birtast hér í fallegum
búníngi, teiknuð afVan Gool,
einum helsta teiknara Walt
Disney til rnargra ára.