Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
35
SIGUR ÞJOÐERNISOFGAMANNA OG KOMMUNISTA I KOSNINGUNUM I RUSSLANDI
Zhírínovskí segist vilja
hafa samstarf við Jeltsín
Moskvu, Reuter, The Daily Telegraph.
VONIR Borisar Jeltsíns Rússlandsforseta um samstarfsþýðara
þing virðast ekki ætla að rætast. Urslit í kosningxinum á sunnu-
dag lágu ekki fyrir fyrr en seint í gær en snemma var ljóst að
sigurvegari kosninganna yrði Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn og
leiðtogi hans, Vladímír Zhírínovski. Kjörstöðum var lokað klukk-
an tíu að staðartíma á sunnudagskvöld og fyrstu tölur, sem birt-
ust í rússnesku kosningasjónvarpi, bentu til að flokkar þjóðernis-
sinna og kommúnista myndu ná verulegu fylgi. Sjónvarpsstöðin
Ostankíno hafði boðað að hún myndi fylgjast með talningu fram
undir morgun en það var ekki fyrr en rúmlega þrjú um nóttina,
sem fyrstu tölurnar voru birtar. Þær voru um margt óyósar, til
dæmis ekki gefið upp hve stór hluti atkvæða hefði verið talinn.
í kjölfarið var útsendingin rofin og næstu kosningafréttir komu
ekki fyrr en klukkan tíu um morguninn. Sagði sjónvarpsstjóri
Ostankíno að þetta hefði verið gert vegna „skorts á áreiðanlegum
upplýsingum um talninguna". Drög Jeltsíns að nýrri stjórnarskrá
voru hins vegar samþykkt. Að sögn formanns kjörstjórnar var
kosningaþátttaka um 55% og greiddi rúmlega helmingur þeirra
sem kusu stjórnarskránni atkvæði sitt. Þar með hafa völd forseta-
cmbættisins verið aukin verulega.
Samkvæmt upplýsingum hátt-
setts embættismanns í Kreml, sem
ekki vildi láta nafns síns getið, voru
niðurstöður kosninganna eftirfar-
andi, þegar talið hafði verið í 25
héruðum af 89: Frjálslyndi demó-
krataflokkurinn fékk 24% atkvæða;
Valkostur Rússlands, flokkur Jegors
Gajdars hlaut 13%; Rússneski
kommúnistaflokkurinn 10%; Bænda-
flokkurinn, sem er andsnúinn um-
bótum, 9% atkvæða; Jabloko, flokk-
ur nokkurra umbótasinnaðra hag-
fræðinga, 6% og kvennaframboðið
Konur Rússlands 7%.
Vanmetni „trúðurinn"
Það var ekki fyrr en á allra síð-
ustu dögum kosningabaráttunnar að
aðrir flokkar fóru að taka Zhírínovkí
alvarlega. Var lengi vel einungis lit-
ið á hann sem blöndu af trúð og
fasista, sem ekki væri líklegur til
mikilla afreka. í kosningabaráttunni
lagði hann áherslu á að Rússum
bæri að endurheimta fyrrum Sovét-
lýðveldi, andstöðu við „ameríkanís-
eríngu“ efnahagslífsins og að hann
vildi auka velmegun allra. I gær virt-
ist hann hins vegar vilja milda ímynd
sína og sagði að ekki bæri að reyna
að ná gömlu Sovétlýðveldunum með
vopnavaldi. í stað þess bæri að beita
efnahagslegum þrýstingi þar til íbú-
ar lýðveldanna myndu af fúsum og
frjálsum vilja vilja sameinast Rúss-
landi.
Zhírínovskí virtist einnig reiðubú-
inn að taka upp samstarf við Jeltsín
og ríkisstjórn hans. „Ef Jeltsín biður
okkur um að mynda ríkisstjórn þá
erum við tilbúnir. Ef hann býður
okkur sæti í ríkisstjórn og við fáum
tvö til þijú ráðuneyti þá erum við
reiðubúnir. Ef hann býður okkur
hins vegar ekki neitt þá eru við
reiðubúnir til að verða stærsti stjórn-
arandstöðuflokkurinn."
Margir ráðherrar í ríkisstjórn
Jeltsíns hafa aftur á móti lýst því
yfir að Zhírínovskí sé hættulegur
öfgamaður, fasisti sem ekki sé hægt
að eiga samstarf við. „Það sem hann
lofar að gera er óframkvæmanlegt.
Ef það verður reynt engu að síður
mun það verða til að kalla yfir okk-
ur þriðju heimsstyijöldina,“ sagði
Anatolí Sjúbaís, ráðherra einkavæð-
ingar.
Jegor Gajdar og fleiri umbótasinn-
ar ítrekuðu í gær að þeir væru ekki
reiðubúnir til að eiga samstarf við
„fasista".
Það er líka ekki talið verða til að
auka líkurnar á samstarfi milli Zhír-
ínovskís og Jeltsíns að sá fyrrnefndi
hefur lýst því yfir að hann kunni
að sækjast eftir forsetaembættinu í
næstu kosningum.
Kommúnistar vilja „raunsæi"
Meira að segja Gennadí Zjúganov,
leiðtogi kommúnista, sagðist ekki
hafa hug á samvinnu við hinn þjóð-
ernissinnaða flokk Zhírínovskís.
„Við eigum ekkert sameiginlegt með
Reuter
Forsetahjónin á kjörstað
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, og Naína, kona hans, voru með
þeim fyrstu, sem kusu í kjördeildinni við Míússkaja-torg í miðborg
Moskvu. Það var kalt í veðri í Moskvu í gær og mugga í lofti og
líklega á eftir að næða um Jeltsín á næstunni.
þeim, sem vilja víkka út landamæri
Rússlands í samræmi við hin gömlu
landamæri . Sovétríkjanna fyrrver-
andi. Stefna okkar byggist á raun-
sæi,“ sagði Zjúgaanov.
En í yfirlýsingu talsmanns Jelts-
íns, Vjatsjeslavs Kostíkovs, sem hef-
ur gagnrýnt andstæðinga forsetans
hvað harðast, kvað hins vegar við
mildari tón. Kostíkov sagði í sam-
tali við fréttastofuna Interfax að
forsetinn gæti vel hugsað sér sam-
vinnu við þjóðernissinna og komm-
únista ef þeir létu af hinni öfga-
kenndu stefnu sinni. Margt í stefnu-
skrám þessara flokka samrýmdist
hinni félagslegu stefnu forsetans og
þeir ættu einnig sameiginlega föður-
landsást og vilja til að auka veg
Rússlands.
Valdaránsmenn á þing
Meðal þeirra sem náðu kjöri í
kosningunum voru nokkrir af helstu
andstæðingum Jeltsíns forseta. Má
nefna Sergei Babúrín, sem var einn
af leiðtogum gamla þingsins og í
hópi þeirra sem hertóku þinghúsið
í haust. Þá náðu tveir þeirra, sem
tóku þátt í valdaráninu í ágúst 1991,
kjöri á þing. Anatolí Ljúkanov, fyrr-
um forseti sovéska þingsins, náði
kjöri í borginni Smolensk og Vasilí
Starodubtsjev, einn þeirra átta sem
mynduðu neyðarráð valdaráns-
manna, var kjörinn í borginni Túla.
Uggurí
grann-
ríkjum
Bonn, Riga, Stokkhólmi, Ilclsinki. Rcuter.
UNDRUN og áhyggjur voru þau
viðbrögð sem helst voru áberandi
meðal vestrænna ríkja er birtar
voru fyrstu tölur úr rússnesku
þingkosningunum sem fram fóru
á sunnudag. Leiðtogar Eystra-
saltsríkjanna, Eistlands, Lett-
lands og Litháens, kváðust
áhyggjufullir vegna velgengni
þjóðernissinna og boðuðu til
fundar á miðvikudag til að ræða
samskiptin við Rússa í ljósi kosn-
inganna. Johan Jorgen Holst,
utanríkisráðherra Noregs, sagði
fylgisaukningu Zhírinovskis
vekja ótta og vera greinilegt
hættumerki.
í útvarpsviðtali við Algirdas
Brazauskas, forsætisráðherra Lit-
háens sagði hann fylgisaukningu
öfgamanna neyða stjórnvöld
Eystrasaltsríkjanna til að setjast
niður og átta sig á nýjum aðstæð-
um. Þá sagði Mart Laar, forsætis-
ráðherra Eistlands, að Evrópa gæti
ekki gleymt reynslunni í Þýskalandi
á fjórða áratugnum.
Klaus Kinkel, utanríkisráðherra
Þýskalands, lagði í gær áherslu á
að Atlantshafsbandalagið (NATO)
sýndi aðgát er innganga Mið- og
Austur-Evrópuríkja væri til um-
ræðu, vegna úrslitanna. Það þýddi
þó ekki að Borís Jeltsín Rússlands-
forseti, sem lagst hefur gegn
stækkun NATO, hefði neitunarvald
yfir bandalaginu. Kinkel kvaðst
telja að Jeltsín hefði styrkt stöðu
sína þar sem stjórnarskrá hans
hefði verið samþykkt.
Zhírínovskí ber ummæli um
Finnland til baka
Finnski utanríkisráðherrann,
Heikki Haavisto, kvaðst í gær ekki
hafa áhyggjur af fýlgi þjóðemis-
sinna, Finnum fyndist sér ekki ógn-
að, en sagt var frá því fyrir kosning-
ar að eitt af stefnumálum Zhír-
ínovskís væri að leggja Finnland
undir Rússland að nýju. Þá var
haft eftir honum að land, sem hefði
konu í embætti varnarmálaráðherra
ætti ekki skilið að vera sjálfstætt,
með vísun til Finnlands. Vlsaði
Zhírínovskí þessum ummælum á
bug í gær, sagði um illkvittinn róg-
burð að ræða.
Þaá er púchir í Jiessari sögfu^
Vib Urbarbrunn
EFTIR VILBORGU DAVÍÐSDÓTTUR
Hér sýnir ungur rithöfundur inn í heim fyrstu kynslóöar íslendinga og
kallar til sögunnar landnema, þrœla, gob og þekktar persónur.
Spennandi bók fyrir alla sem heillast af fortíöinni og góöri sagnalist.
„ Þaö er fáum gefiö aö geta skrifaö verk sem er allt í senn; metnaöarfullt,
spennandi og fróölegt en mér finnst Vilborg komast vel frá því og þrátt
fyrir ungan aldur söguhetjunnar á þessi saga erindi til okkar allra."
Oddný Árnadóttir DV.
* Kolbrún Bergþórsdóttir Pressunni.
og menmng
LAUCAVECI 18, SÍMI (91) 24240 & SÍDUMÚLA 7-9, SÍMI (91) 688577