Morgunblaðið - 14.12.1993, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
43
Fornleifafundurinn í Yíðgelmi í Hallmundarhrauni
Sörvisgerlur frá fyrstu
öldum Islandsbyggðar
TALIÐ ER líklegt að sörvisperlurnar sem fundust í hellinum
Víðgelmi séu frá víkingaöld. Einhver eða einhveijir virðast
hafa haft skamma dvöl í hellinum og týnt perlunum. Hjá eld-
stæði í hellinum fundust einnig stórgripabein, pyngja og jaspis-
brot. Beinin eða viðarkol úr eldstæðinu verða send úr landi
til aldursgeiningar innan skamms.
Að sögn Guðmundar Ólafssonar
fornminjavarðar virðast perlurnar
sem fundust í hellinum Víðgelmi
vera frá víkingaöld og gætu verið
frá fyrstu öldum íslandsbyggðar.
Perlumar fundust hjá eldstæði á
syllu spölkorn innan við hellismun-
ann en hjá eldstæðinu fundust
einnig bein og pyngja.
Guðmundur sagði að fyrsta
skrefið yrði að fá Sigurð Sigurðar-
son dýralækni til að skera úr um
af hvaða skepnu eða skepnum
beinin væru. Viðarkol úr eldstæð-
inu eða beinin yrðu síðan send úr
landi til aldursgreiningar en hún
tæki nokkurn tíma.
Jaspisbrot
Guðmundur sagði að þó hellir-
inn Víðgelmir væri fjarri alfaraleið
væri hann ekki mjög fjarri fornum
leiðum. Hann taldi líklegt að sá
eða þeir sem höfðu viðdvöl í hellin-
um og töpuðu perlunum hafi leitað
þar skjóls um skamman tíma og
hugsanlega verið að fela sig. Hann
sagði að eldstæðið benti ekki til
langrar vistar og þama virtust
ekki vera aðrar mannvistarleifar.
Hann sagði að jaspisbrot, sem
fundust við eldstæðið, hafi hugs-
anlega verið notuð til að tendra
eld.
Verðmætar perlur
Guðmundur sagði að hann teldi
líklegast að sörvisperlurnar hafi
týnst í myrkum hellinum. Svo virt-
ist sem festin hefði slitnað og perl-
urnar tvístrast, sumar lent í eldin-
um en nokkrar í gjótu skammt
frá. Hann sagði að perlur sem
þessar hafí verið verðmætar á
sinni tíð. Sörvi þýðir festi eða men
og kemur fyrir í fomsögum. Perlur
sem þessar hafa því verið nefndar
sörvisperlur.
Þörf á meiri rannsóknum
Guðmundur sagði þörf á því að
rannsaka Víðgelmi betur og leita
þar með góðri lýsingu. Hann sagði
að rafhlöðumar entust skammt við
nákvæma leit og hefur hug á að
rannsaka hellinn með betri búnaði
í vor.
Morgunblaðið/Þorkell
Sörvisperlur og jaspisbrot
SÖRVISPERLURNAR sem fundust í Víðgelmi eru sitt af hvoru tagi
og engin þeirra eins. Guðmundur Ólafsson segir að allar séu úr
gleri nema ein sem gæti verið úr öðru efni. Til vinstri á myndinni
eru tvö jaspisbrot og brotin sölvisperla er við hliðina á peningnum.
Sj ómannafélögin á Vest-
fjörðum boða ekki verkfaU
ÚTLIT er fyrir að vinnustöðvun verði eftir áramót hjá öllum fiskiskipa-
flotanum nema á Vestfjörðum. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgj-
an hefur fellt tillögu um verkfall með 30 atkvæðum gegn 12 og sjó-
mannafélög á Vestfjörðum hafa enn ekki boðað verkfall.
Að sögn Gísla Skarphéðinssonar,
formanns Bylgjunnar, er megin-
ástæða þess að verkfalli var hafnað
sú að kvótabrask og framhjátaka er
ekki eins áberandi á Vestfjörðum og
t.d. á Suðurnesjum. Hann sagði að
sjómannafélög á Vestfjörðum væru
heldur ekki enn farin að hugsa sér
til heyfíngs í málinu og hefði yfir-
mönnum sjálfsagt þótt djarfur leikur
að stuðla einir að allsheijarverkfalli.
Gísli sagði að Bylgjan myndi sýna
samstöðu við önnur sjómannafélög
ef til verkfalls kæmi.
Sjómannasamband íslands og Far-
manna- og fískimannasamband Is-
lands boðuðu á föstudag til verkfalls
undir- og yfírmanna á fískiskipum
frá og með miðnætti 1. janúar. Er
krafíst samninga um 14 nýjar veiði-
greinar, að þátttaka sjómanna í kvó-
takaupum verði stöðvuð og að tryggð
verði eðlileg viðskipti með sjávarafla,
Auk þess er krafíst lagfæringa á
kjarasamningum.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
ÓMAR FRIÐRIKSSON
10,6 niilljarða skattahækk-
un seinustu ríkissljórnar
MIKLAR umræður hafa átt sér stað um skattamál á Alþingi að
undanförnu vegna þeirra tilfærslna og skattalagabreytinga sem
ríkisstjórnin vinnur að. Athygli hafa vakið ummæli Friðriks Sop-
hussonar fjármálaráðherra við umræður um bandormsfrumvarp-
ið svokallaða, um breytingar í skattamálum, að síðasta ríkisstjórn
hafi hækkað skatta að raungildi um rúmlega tíu milþ'arða króna
á tímabilinu 1989-1991. Sljórnarandstæðingar hafa ekki mótmælt
þessum útreikningum í umræðum á þingi en bent á að við saman-
burð á skattastefnu fyrrverandi og núverandi ríkisstjómar verði
að taka hækkun þjónustugjalda og sértekna með í reikninginn,
sem hafi hækkað verulega á undanförnum ámm.
Samkvæmt útreikningum fjár-
málaráðuneytisins á áhrifum þeirra
breytinga sem gerðar voru á
skattalögum í tengslum við fjárlög
áranna 1989-1991 kemur í ljós að
framreiknað til verðlags árið 1994
hækkuðu skattarnir um 10.650
milljónir króna á þessu tímabili.
Til samanburðar hafa breytingar á
skattalöggjöf núverandi ríkis-
stjómar á fjárlögum 1992, 1993
og skv. fjárlagaáætluninni eins og
hún er nú fyrir 1994, leitt til 1.105
millj. raunhækkunar skatta á tíma-
bilinu. Raunar gera seinustu breyt-
ingar í skattamálum ráð fyrir að
skattar ríkissjóðs lækki að raun-
gildi um tæplega 1.600 millj. króna
á næsta ári. Endanlega kemur þó
ekki í ljós hver niðurstaðan verður
fyrr en frumvörpin hafa hlotið af-
greiðslu á Alþingi, væntanlega í
þessari viku.
Mesta hækkunin 1989
Samkvæmt yfirliti fjármálaráðu-
neytisins yfír breytingar á skatta-
lögum á tímabilinu 1989-1991
kemur í ljós að stærstu skrefin í
hækkun skatta voru tekin á fjárlög-
um ársins 1989, fyrstu fjárlögum
ríkisstjórnar Seingríms Hemanns-
sonar, eða um 7,6 milljarða kr.
hækkun að raungildi. Þar vega
þyngst hækkanir á tekjuskatti ein-
staklinga, hækkun eignarskatta,
bifreiðaskatta og breikkun á vöru-
gjaldsstofni. Skattabreytingar á
árinu 1991 voru hins vegar tiltölu-
lega litlar eða um 550 miilj. kr.
hækkun.
Sérfræðingar fjármálaráðuneyt-
isins benda á í skýringum með
þessum útreikningum að yfírlitið
sýni aðeins breytingar sem hafa
orðið á sjálfri skattalöggjöfinni en
þar er ekki tekið tillit til veltu- eða
tekjuáhrifa á hefðbundna skatt-
stofna. Sýnir það áætluð tekjuáhrif
af einstökum breytingum sem
ákveðnar voru miðað við heilt ár,
en ekki hvernig þau falla til á hvert
almanaksár. Þá er ekki tekið tillit
til breytinga á þjónustugjöldum og
sértekjum stofnana ríkissjóðs þar
sem slíkar tekjur eru ekki flokkað-
ar sem skattar. I þessu yfirliti er
lækkun á barnabótum og vaxtabót-
um talin sem hækkun á tekjuhlið
þar sem þessar bætur eru ekki
færðar á gjaldahlið samkvæmt
núgildandi færsluaðferð fjárlaga
heldur koma þær til frádráttar á
tekjuhlið. Fjármálaráðuneytið
bendir þó á að í alþjóðasamanburði
eru þessar greiðslur færðar á
SKATTABREYTINGAR Tekjuáhrif m.v.
19891111991 heilt ár í milij. kr. á verðiagi 1994
1. FJARLÖG 1084 að teknu ttlllti Ul breytinga á árinu 7.600
1. Hækkun á tekiuskatti einstaklinga um 2,3% o.fl., nettóáhrif 1.150
2. Hækkun á tekjuskatti fyrirtækja úr 48% 150% auk breikkunar á stofni 800
3. Hækkun á eignarsköttum einstaklinga og fyrirtækja 1.070
4. Hækkun á vörugjöldum, breikkun á stofni1) 1.550
5. Hækkun á jöfnunargjaldi úr 3% i 5% 450
6. Sérstók hækkun á bifreiðagjóldum (bensíngj., þungaskattur, innflutn.gjald) 1.680
7. Ýmsar sérstakar breytingar (erlendur lántökuskattur, ATVR o.fl.) 900
II. FJAHLÖG 1000 aA teknu tilllti til braytinga á árinu 2.500
1. Hækkun á tekjuskatti einstaklinga um 2,0% o.fl., nettóáhrif 1.700
2. Lækkun stóreignaskatts -150
3. Upptaka VSK o.fl., nettó 500
- Bnittóáhrif af upptöku VSK 1.250
- Niðurfellin VSK af íslenskum bókum o.fl. -750
4. Sérstök hækkun á bifreiðagjaldi 450
III. FJÁRLÖG 1001 a8 teknu tillltl til breytinga á árinu 550
1. Breytingar á tryggingagjaldi 1.000
2. Tekjutenging barnabóta 550
3. Lækkun á tekjuskatti fyrirtækja úr 50% 145% -550
4. Lækkun jöfnunangjalds -450
HEILDARÁHRIF 1989-1991 10.650
1) Teklð helur verið tHlit tll þees að falllð var frá hluta al bteikkun vöniaialdsstofnslns i fyrri hluta ðrs 1989.
HemM: FJARMALARAÐUNEYTIÐ. Efnatugsskritstota
gjaldahlið enda er hér um beinar
geiðslur úr ríkissjóði að ræða og
að strangt til tekið ætti því að líta
fram hjá þessum breytingum í yfir-
liti yfír skattabreytingar.
Margrét Frímannsdóttir, tal-
maður minnihluta § árlaganefndar,
sagði við 2. umræðu um fjárlaga-
frumvarpið að upplýsingar fjár-
málaráðuneytisins um að síðasta
ríkisstjórn hefði hækkað skatta um
rúma 10 milljarða væru áreiðan-
lega réttar, svo langt sem þær
næðu. Hins vegar hélt hún því fram
að sértekjur og þjónustugjöld hefðu
hækkað stórlega á seinustu árum.
Sagði Margrét að hlutur þjónustu-
gjalda hefði vaxið um 175,8% í
heilbrigðisgeiranum á síðustu 5
árum. Heildarsértekjur ríkisstofn-
ana hefðu aukist um 32,9% frá
1988-1992 og tekjur af seldri vöru
og þjónustu hækkuðu um 69% frá
1988.
Dé Longhi
djúpsteikingarpottarnir
með snúningslcörfunni
eru byltingarkennd
tækninýjung
Meö hallandi körfu sem
snýst meðan á steikingunni
stendur:
• jafnari og fljótari steiking
• notar aðeins 1,2 Itr. af olíu
í stað 3ja Itr. [ öðrum.
• mun styttri steikingartími
• 50% olíu- og orkusparnaður
________________________n '
Potturinn er lokaður meðan á
steikingu stendur. Fitu- og
lyktareyöandi sfur tryggja
fullkomið hreinlæti. Sumar
gerðir með glugga svo fylgjast
megi með steíkingunni, sjálf-
hreinsandi húöun og tæm-
ingarslöngu til að auðvelda
oiíuskipti.
Hitaval 140-190°C. 20 mín.
ttmarofi með hljóðmerki.
I
DeLonghi
i
FALLEGUR, FLJÓTUR 0G
FYRIRFERÐARLÍTILL
Verð aðeins frá
kr, 11.690 stgr.
TILVALIN JÓLAGJÖF
TIL SÆLKERA
/FOnix
HÁTÚNI4A SlMI (91)24420