Morgunblaðið - 14.12.1993, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
Yfirlitsuppgjör
vegna EES
eftir Hannes Jónsson
EES-samningurinn er, eins og
kunnugt er, angi af hinni svo köll-
uðu samrunaþróun Evrópu. Napó-
leon reyndi árangurslaust að sam-
eina Evrópu með vopnavaldi í byijun
19. aldar, Hitler með síðari heims-
styijöldinni. Þúsundáraríki nasis-
mans varð ekki að veruleika og ekki
heldur sá efnahagssamruni undir
forystu Þýskalands, sem áætlanir
Hitlers gerðu ráð fyrir.
Evrópa var í rúst eftir stríðið og
forusta Evrópuríkja í heimsmálum í
skugga nýrra heimsvelda: Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna. Hver
nýlendan af annarri braust undan
nýlenduveldum Evrópu, þau urðu
vanmáttugri og áhrifaminni í heims-
pólitíkinni. Þessar staðreyndir og
hörmungar stríðsins höfðu skapað
viðhorfin: „Aldrei aftur stríð“ í Evr-
ópu. Því markmiði skyldi náð m.a.
með uppbyggingu á grundvelli efna-
hagssamvinnu og samruna. Kola-
og stálbandalag Evrópu varð til
1952, Kjamorkubandalagið og Evr-
ópubandalagið með Rómarsamn-
ingnum 1958, fríverslunarsamtökin
EFTA 1960. Markmið forusturíkja
EB er, að öll ríki V-Evrópu samein-
ist í EB, millistig að því markmiði
er stofnun og starfræksla EES.
Það er yfirlýst skoðun forustu-
manna EB-ríkjanna, að þessi sam-
runaþróun sé æskileg og góð. Hana
þurfi enn að auka með vaxandi yfír-
þjóðlegu valdi Evrópubandalagsins
og þar af leiðandi takmarkaðra full-
veldi einstakra aðildarríkja, eins og
Maastricht-samningurinn sýnir ljós-
lega.
Hitt er svo ekki sjálfgefíð, að
samrunaþróun Evrópu eftir mark-
miðum EB sé góð fyrir Island, þótt
hún kunni að vera góð fyrir megin-
landsríki Evrópu. Koma þar til álita
bæði stjórnmálalegar og efnahags-
legar aðstæður.
Stjórnmálalegar aðstæður
Gagnstætt Evrópuríkjunum hefur
ísland þá stjórn- og herfræðilegu
sérstöðu að hafa aldrei verið þátttak-
andi í stríðsátökum og aldrei haft
eigin her. Ekkert var í rúst af hem-
aðarátökum á íslandi í stríðslok.
Þvert á móti áttum við gilda sjóði
og góð atvinnutæki, þótt hluti gamla
skipaflotans hafí orðið bráð stríðsá-
takanna. Við vorum undir dönsku
krúnunni þar til við stofnuðum lýð-
veldið 1944, en í reynd herfræðilega
á bresku valdsvæði allt frá árinu
1812 og því sterklega tengd Evrópu
stjórnmálalega, herfræðilega og
menningarlega. Á þessu varð róttæk
breyting 1941.
Með þríhliða samningi Hermanns
Jónassonar, Churchills og Roosevelts
árið 1941 um að bandaríski herinn
annaðist varnir landsins en breska
hernámsliðið hyrfi á brott var ís-
land, með samþykki allra þessara
aðila, herfræðilega og þar með að
hluta stjórnmálalega flutt af evr-
ópsku yfír á amerískt valdsvæði.
Þessi stöðubreyting var styrkt með
varnarsamningi okkar við Bandarík-
in 1951. Þótt Bandaríkjamenn hverfí
að mestu af landi brott, en við tökum
að okkur að halda varnarstöðvunum
í viðbragðsstöðu fyrir þá, breytist
valdsvæðisstaða okkar ekkert við
það. Ekki heldur við þau mistök
stjórnvalda að samþykkja aukaaðild
að Vestur-Evrópubandalaginu. Það
er ekkert, sem bendir til þess, að
við hverfum aftur af amerísku vald-
svæði og yfír á evrópskt í fyrirsjáan-
legri framtíð.
Með allt þetta í huga ætti að vera
ljóst, að pólitísku röksemdirnar fyrir
samrunaþróuninni í Evrópu eiga
ekki við um okkur. Hún kemur okk-
ur við og við fylgjumst með henni
úr fjarlægð, en það er engin stjórn-
málaleg eða herfræðileg nauðsyn,
að við verðum hluti af henni.
Efnahagsiegu aðstæðurnar
Ekki verður heldur séð, að efna-
hagslegar aðstæður knýi okkur til
þátttöku í evrópsku samrunaþróun-
inni. Það leiðir af okkar efnahags-
legu Iandafræði, sem hefur gert
okkur að aðallega einnar vöru út-
flytjanda, að okkar stóru hagsmunir
á sviði milliríkjaviðskipta felast í
hnattrænni fríverslun, ekki tak-
markaðri og svæðisbundinni eins og
afbökuð fríverslun EB einkennist af.
Hitt er rétt og má ekki villa um
fyrir fólki að Evrópuríkin eru hefð-
bundnir viðskiptavinir okkar og voru
það löngu áður en EB varð til. Meiri
hluta aldarinnar hefur 80-90%, en
um þessar mundir um 70%, af milli-
ríkjaverslun okkar verið við Evrópu-
ríkin sem eru nú innan EB og EFTA.
Þetta eru viðskipti byggð á fram-
boði og eftirspurn og gagnkvæmum
hagsmunum og ábata seljenda og
kaupenda. Þau færu vafalítið fram
þótt EB væri ekki til og EES ekki
í sjónmáli.
Gildandi milliríkjaviðskiptakerfi
okkar byggist í grundvallaratriðum
á athafnafrelsi, markaðshagkerfi,
fríverslun innan ramma EFTA og
GATT, fríverslunarsamningi við EB
og vaxandi frjálsri verslun við Amer-
íkuríki, einkum Bandaríkin, og Asíu-
ríki, einkum Japan. Þetta kerfi virk-
ar vel og engin ástæða til að ætla,
að það geti ekki haldið áfram að
ganga vel, þótt eðlilegt sé, að það
verði í stöðugri þróun með tilliti til
viðskiptahagsmuna okkar. í grund-
vallaratriðum er það gott og engin
brýn þörf fyrir að kollvarpa því.
EES slæmt fyrir ísland
Engan hef ég heyrt tala fyrir
því, að við einangrum okkur frá
Evrópuviðskiptum. Þau eru svo góð
sem raun ber vitni án þess að EES
sé komið til framkvæmda. Hitt er
áhyggjuefni, að EES breytir gildandi
milliríkjaviðskiptakerfí okkar til hins
verra. Fómað er miklum hagsmun-
um fyrir Iítilræði.
Stórar fórnir okkar með EES-
samningnum eru einkum þijár:
1) Við samþykkjum Rómarrétt og
reglugerðarfrumskóg EB á samn-
ingssviðinu eins og hann er, eins og
honum kann að verða breytt í Bruss-
el eða bætt við hann; sættum okkur
við erlenda eftirlitsnefnd og dóm-
stól; fórnum þannig takmörkuðu lög-
gjafarvaldi, framkvæmdavaldi og
dómsvaldi; búum eftir það við tak-
markað fullveldi á samningssviðinu.
2) Við samþykkjum að loka okkur
af með um 8% tollverndarstefnu í
þágu Evrópuríkja en gegn öðrum
ríkjum heims, þ. á m. Ameríkuríkj-
um, Asíuríkjum og Austur-Evrópu-
ríkjum.
3) Við samþykkjum fjórfrelsi
Rómarsrttmála — fríverslun með
iðnaðarvörur — fijálsa fólksflutn-
inga — fijálsa þjónustustarfsemi —
fijálsa fjármagnsflutninga — án þess
að sýnilegt sé, að við njótum nokk-
urs ábata af þessu nýja kerfí, þar
sem að aðalútflutningsafurðir okkar,
sjávarafurðir, eru utan fjórfrelsi-
skerfísins. Auðvelt er að sýna fram
á, að framkvæmd fjórfrelsisins hafí
í för með sér tap fyrir okkur íslend-
inga, svo sem ég hef m.a. sýnt fram
á í greinum hér í blaðinu og í bók
minni Evrópumarkaðshyggjan.
Rýr ábatavon okkar af íjórfrelsinu
er ástæða þess, að ákveðið var að
gera sérsamning við Island um sjáv-
arafla.
Slæmur sérsamningur
Það hefur lengi verið ljóst, að
gömlu nýlenduríkin í Evrópu hafa
haft þau rányrkjuviðhorf í sjávarút-
vegsmálum, að þau mættu veiða á
hinu „opna hafí“, sem þau töldu
lengst af ná upp að 3 mílum strand-
ríkisins. Þrotlaus barátta leiddi til
þess, að 200 mílna efnahagslögsaga
er nú viðurkennd þjóðréttarregla.
Gömlu rányrkjuviðhorfin ríkja þó
enn hjá EB-ríkjunum, en í nýju
formi. Nú segja þau, að á móti tolla-
lækkun á markaði þeirra skuli koma
aðgangur flota þeirra að auðlind. I
samræmi við þessa stefnu setti EB
samninganefnd sinni um EES það
umboð 18. júní 1990, að ekki mætti
fallast á tollalækkun sjávarafla
nema á móti kæmi aðgangur EB-
flota að fiskveiðilögsögu samnings-
aðila, þ. á m. íslands.
Reisn stjórnvalda var ekki meiri
en svo, að samningamenn íslands
voru látnir fallast á þetta.
I sérsamningnum er annars vegar
fjallað um aðgang að markaði, hins
vegar að auðlind. Samkvæmt fyrra
atriðinu lækka tollar EB nokkuð af
innfluttum sjávarafla frá íslandi í
EB-ríkjum, samkvæmt hinum síðari
opnum við fiskveiðilandhelgi okkar
fyrir rányrkjuflota EB til þess að
físka 3.000 tonn af karfaígildum og
veitum þeim sama athafnarétt í ís-
lenskum höfnum og okkar eigin
skipum. Að yfírvarpi eigum við svo
að fá að veiða 30.000 tonn af loðnu,
sem EB hefur keypt rétt til að veiða
í lögsögu Grænlands. En þetta er
bara pappírsloðna, sem um áraraðir
hefur ekki verið í veiðanlegu ástandi
fýrr en hún flytur sig yfir í íslenska
lögsögu — og þar eigum við hana
hvort sem er og þurfum ekki að
kaupa af neinum! Að fórna landhelg-
inni fyrir lítilræði tollalækkana er
vottur um fádæma dómgreindars-
kort.
Kostnaður og ábati
í umræðunni um EES hefur ut-
anríkisráðherra jafnan haft þann
háttinn á, að telja aðeins fram ábat-
ann af samningnum en sleppa hinum
margvíslegu kostnaðarliðum svo og
reikningsjöfnuði. Lát hann reikna
ábatann út frá magni, tegundasam-
setningu og tollum, sem EB-innflytj-
andinn greiddi af íslenskum sjávar-
afurðum árið 1990, og reikna alla
tollalækkun sem hreinan ábata, án
tillits til kostnaðarauka okkar af
aðild og án tillits til þekktrar skipt-
ingar ábata af tollalækkun á milli
neytenda innflutningslandsins og
framleiðenda útflutningslandsins.
Réttara uppgjör birti ég hér í blað-
inu 6. og 7. nóvember 1992. Hefur
enginn treyst sér til að mótmæla því
með rökum. Þar kemur fram, að á
árunum 1993-1997 gætu tölurnar
verið þannig miðað við forsendur
utanríkisráðherra um EB-markað
1990: Árleg gjöld 945 milljónir
króna, ábati vegna tollalækkana um
800 milljónir, tap 145 milljónir króna
á ári, þegar fýrirsjáanlegir kostnað-
arliðir eru reiknaðir með í dæminu.
Eftir 1997 yrðu samsavarndi tölur
995 milljóna króna gjöld, 950 millj-
óna kr. ábati, árlegt tap 45 milljónir
króna.
Vegna minnkandi aflakvóta gæti
ábatinn af tollalækkuninni orðið
minni og tapið því meira.
Með þessu er ekki sagt, að einstök
fyrirtæki geti ekki grætt eitthvað á
EES. Gallinn er bara sá, að ríkið
tapar meira í auknum kostnaði en
fyrirtækin græða.
Af þessu má ráða, að EES-samn-
ingurinn er slæmur samningur fyrir
heildarefnahag okkar íslendinga.-
Ólýðræðisleg ákvarðanataka?
EES-samningurinn er gerður af
ríkisstjórn sem samkvæmt skoðana-
könnun í september 1993 naut að-
eins 29,8% fylgis, en 70,2% voru á
móti. Rétt um helmingur alþingis-
manna samþykkti hann. Skoðana-
könnun í janúar 1993 sýndi, að um
Hannes Jónsson
„Það er lán í óláni, að
EES-samningnum má
með nokkurri fyrirhöfn
segja upp með eins árs
fyrirvara. Það kann að
þykja fýsilegt fyrr en
seinna. Tel ég ekki ólík-
legt, að þeir byrji að
kvarta og kveina mest
undir samningnum sem
ákafast töluðu fyrir
honum í grunnhyggni
sinni.“
60% þjóðarinnar var óánægð með
samninginn,-
Áður hafði komið fram að um 70%
þjóðarinnar vildi þjóðaratkvæði um
EES, sem ekki fékkst. Vilji þjóð-
arinnar við samningsgerðina var því
sniðgenginn.
Auk þess orkar árekstur samn-
ingsins við stjórnarskrána tvímælis,
svo ekki sé meira sagt. Skylda for-
seta, samkvæmt 26. gr., til að láta
stjórnarskrána njóta vafans var van-
rækt.
Voru leikreglur lýðræðisins virtar
við afgreiðslu málsins?
Tæplega.
Betri valkostir
Við eigum og höfum alltaf átt
betri valkosti en EES. Fyrst og
fremst þann að halda áfram að reka
milliríkjaviðskipti okkar í megin-
atriðum samkvæmt gildandi kerfi
víðtækra viðskipta í öllum heimsálf-
um.
I annan stað getum við, svo sem
dæmin um fjölda viðskiptasamninga
EB sanna, í fyllingu tímans náð fram
umbótum á fríverslunarsamningi
okkar við EB frá 1972 án fullveldis-
fórna, ef rétt er á haldið.
I þriðja lagi er unnið að samþykki
endurskoðaðs GATT-samnings um
fríverslun í hnattrænu samhengi.
Fjórða, að vinna að vexti EFTA
með því að beita okkur fyrir aðild
Austur-Evrópuríkja að fríverslunar-
Uppáhaldsbók allra veiðimanna sem hefur
að geyma aflatölur, veiðisögur og allar
helstu fréttir af stangaveiðinni 1993.
Upplýsingar um snjóflóð, skriðuföll,
jarðsícjálfta, mannskaða, eldgos og að
sjálfsögðu allt sem viðkemur veðri
hvers mánaðar síðustu 100 árin.
VEÐUR A ISLANDl
1 ÍOOÁR
Kossar, burstaklipping,
unglingavinna og prakkarastrik.
Spennandi unglingabók.
hM