Morgunblaðið - 14.12.1993, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
47
kerfi þess. Það er betri kostur fyrir
þau og okkur en að standa í EB
biðröð.
Fimmta, við þurfum að fylgjast
með þróun NAFTA, fríverslunar-
kerfi Ameríkuríkja, og tengjast því,
með tímanum.
Sjötta, halda áfram að efla við-
skipti okkar við Ameríku, sérstak-
lega Bandaríkin, og Asíu, sérstak-
lega Japan.
Sjöunda, stórefla efnahags-, við-
skipta-, stjórnmála- og menningar-
lega samvinnu okkar við næstu ná-
granna okkar, Færeyinga og Græn-
lendinga.
Allt þetta er gott að hafa í huga,
þegar ókostir EES verða mönnum
smátt og smátt ljósari vegna fram-
kvæmdar samningsins.
Það er lán í óláni, að EES-samn-
ingnum má með nokkurri fyrirhöfn
segja upp með eins árs fyrirvara.
Það kann að þykja fýsilegt fyrr en
seinna. Tel ég ekki ólíklegt, að þeir
byiji að kvarta og kveina mest und-
ir samningnum sem ákafast töluðu
fyrir honum í grunnhyggni sinni.
Höfundur er fyrrverandi
sendiherra.
Starfsdagar og
frídagar í skóla
eftir Guðrúnu
Theódórsdóttur
Börn á grunnskólaaldri og for-
eldrar þeirra búa við skrýtinn veru-
leika. Skólaárið er slitið sundur með
allskyns fríum sem fara ekki saman
við frí á vinnumarkaði. Foreldrar
yngstu grunnskólabarnanna lenda í
vandræðum með vistun fyrir börn
sín í þessum fríum því allir eru að
vinna, mömmur, pabbar, ömmur og
afar. Hvernig er þetta hugsað? Hvað
er ætlast til að venjulegt vinnandi
fólk geri við bömin þegar skólinn
er lokaður? Margir héldu að með
tilkomu heilsdagsskólan's yrði ein-
hver breyting á þessu. Það er ekki
því heilsdagsskólinn fer í frí þegar
skólinn fer í fn. Þessi frí í skólum
virðast vera leifar af gamalli tíð
þegar mæður voru heimavinnandi.
Skólinn veðrur auðvitað að laga sig
að breyttum þjóðfélagsaðstæðum
eins og aðrir. Hversvegna gefa skól-
ar frí 1. desember? Væri ekki nær
að halda uppi skólastarfi og helga
daginn t.d. sjálfstæðisbaráttu þjóð-
arinnar? Hvað með öskudag? Engin
skynsamleg skýring er til að fríi
þann dag. En starfsdagar kennara?
Það væri auðvitað betra að greiða
kennurum full laun fyrir sína vinnu
og halda skólanum opnum. Hvað
ætla foreldrar 6 ára bama að gera
við böm sín þá 7 vinnudaga sem
skólinn er lokaður í jólafríi? Það
væri fróðlegt að vita hvort starfs-
menn ríkisins fá frí frá vinnu til að
sinna börnum sínum þegar skólinn
er lokaður, lokun skólanna er jú
ákvörðun ríkisins. Það er alveg ljóst
að fólk á almennum vinnumarkaði
fær ekki frí. Þetta misræmi milli
þess veruleika sem fólk býr við og
skólans veldur togstreitu og erfið-
leikum hjá foreldrum og þó einkum
og sér í lagi mæðrum því óhætt er
að fullyrða að þetta lendir fyrst og
fremst á konum. Konur hafa átt
erfítt uppdráttar á vinnumarkaði og
fá lægri laun fyrir sína vinnu en
karlar. Kannski er það hluti skýr-
ingarinnar að konur sem eiga börn
á grunnskólaaldri og eru í fullri
Guðrún Theódórsdóttir
„Fólk á almennum
vinnumarkaði fær ekki
frí.“
vinnu á vinnumarkaði em líka í fullri
vinnu annarsstaðar og geta þvi sinnt
hvomgu vel. Hvernig starfskraftur
^r það sem tekur sér frí frá vinnu
8 daga á ári vegna starfsdaga, 7
daga vegna jólafrís, 2 daga vegna
1. des. og öskudags og 4 daga vegna
páskafrís? Þetta er 21 vinnudagur
fyrir utan frí vegna veikinda barna
eða foreldranna sjálfra. Auk þessa
er ætlast til að foreldrar yngstu
barnanna mæti til að fara með þeim
í læknisskoðun í skólanum og til
tannlæknis í skólanum. Já, hvemig
starfskraftur? Líklega fyrrverandi
starfskraftur því þetta er auðvitað
hvergi liðið á vinnumarkaði. Krafan
er því heilsársskóli.
Höfundur er m&ifræðingur og
móðir 6 ára barns.
Allt í hátíðarmatinn
á einum stað
jMáöSícíis Gimsoy
konfekt - íslenskt og gott jólaglögg kr. 298,- Prals
Tilboðsverð piparkökur kr. 219,-
Quality Street S8 london lamb kr. 995,- kg. SS lambahamborgarhryggir
Mackintosh
1 kg. kr. 1.295,- kr. 895,- kg.
Munið Jólamarkaðinn 15. - 23. desember
Kalkúnar
kr. 985,- kg.
Aligæsir
kr, 1.295,- kg.
Pekingendur
gottverð
Ali hamborgarhryggir.........kr. 1.165,- kg.
Úrb. Ah hamborgarhryggir.....kr. 1.559,- kg.
SS hamborgarhryggir...............gott verð
Bayonne skinka, læri,..........kr. 985,- kg.
Bayonne skinka, bógur,............kr. 858,- kg.
Reyktur svínabógur................kr. 595,- kg.
Nýr svínabógur....................kr. 489,- kg.
Svínakótilettur...................kr. 998,- kg.
Svínalæri.........................kr. 489,- kg.
Nýreyktir SS lambaskrokkar í heilu og hálfu kr. 649,- kg á meðan birgðir endast
KJarna hangikjöt, læri kr. 798,- kg.
Kjama frampartur kr. 549,- kg.
Austurvers úrb. hangilæri kr. 998,- kg.
Austurvers úrb. hangiframpartur
kr. 849,- kg.
Búrfells
Jólatilboð
Hamborgarahryggir
kr. 899,- kg.
Rjúpur 795,- kg.
Villigæsir
1.795,- stk.
Hreindýralæri
kr. 2.195,-
Gerið jólainnkaupin tímanlega - verið velkomin
Opið til
kl. 22.00
alladaga
MATVÖRUVERSLUNIN
MSTUJtVm
Háaleitisbraut 68, sími 812599
Opið til
kl. 22.00
alla daga
i
Sagan fjallar um
Harún og föður hans
og baráttu þeirra fyrir
frásagnargáfunni.
Fyrsta skáidsaga
Salmans Rushdie
eftir dauðadóminn.
SAI.MAN
RV/SI II >11
>
I IAKBJN
OC,
Oddur Ólafsson á
Reykjalundi var
afreksmaður og
mannvinur. Hann vann
ómetanlegt starf í
þágu sjúkra og öryrkja.
Oddur var gæfusamur
hugsjónamaður sem
sá hugsjónir sínar
rætast. Forvitnileg
bók sem allir ættu að lesa.
Isafold
Austurstrœti 10 Ath. opið öll kvöld til kl. 22:00