Morgunblaðið - 14.12.1993, Síða 48

Morgunblaðið - 14.12.1993, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 i8 Á einkaeign félagslegs hús- næðis einhvern rétt á sér? eftir Jón Rúnar Sveinsson Ég vil þakka Hilmari Guðlaugs- syni, formanni húsnæðisnefndar Reykjavíkur, fyrir svargrein hans hér í Morgunblaðinu við grein er ég ritaði nýlega í Vikublaðið. Sem svar við grein Hilmars vil ég nota tækifærið til þess að draga fram ýmsar grundvallarstaðreyndir í sambandi við félagslegt íbúðarhús- næði. Að eiga það sem ekki er til Þegar eignarréttur sá á félags- legum íbúðum sem tíðkast hérlend- is, er skoðaður ofan í kjölinn, þá reynist hann búa yfir stórfelldum takmörkunum. Alkunnugt er, að ekki er hægt að selja félagslegar eignaríbúðir á frjálsum markaði fyrr en eftir 30 ár. Þar er að sjálfsögðu kippt burt einum grundvallarþætti í því sem almennt er talið tilhéyra eignar- rétti. Við þetta bætist svo það, sem talsvert hefur verið rætt um upp á síðkastið, að miðað við núver- andi fjármögnunarfyrirkomulag félagslegra eignaríbúða eru eign- armyndun eigenda þeirra neikvæð, það er minni en engin fyrstu 20 árin. Með öðrum orðum, menn mega ekki selja húsnæðið fyrstu 30 árin, vilji menn losna úr hús- næðinu einhvem tímann á fyrstu 20 árunum, þurfa þeir í rauninni að borga með sér með skerðingu á uppmnalegum eignarhlut. Svona FLISASKERAR OG FLISASAG i R Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 „eignarréttur“ er að mínu mati álíka skjólgott plagg og nýju fötin keisarans! Sannleikurinn er sá, að núorðið virkar þetta kerfi, í öllu því sem skiptir máli, nákvæmlega eins og ef um leiguíbúðir væri að ræða. Það eru í rauninni einungis úreltar hugmyndafræðilegar kennisetn- ingar og landlægir fordómar gagn- vart leiguhúsnæði, sem valda því að þeir aðilar, sem hingað til hafa fengið að ráða mestu um þessi mál, geta ekki hugsað sér að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Ég er því eindregið þeirrar skoð- unar að leggja eigi niður lánaflokk- inn „félagslegar eignaríbúðir" og beina í þess stað fjármagninu, sem þannig sparast, til byggingar leiguíbúða og til blandaðra hús- næðisforma. Leiguíbúðir styrkja f élagsíbúðakerfi Einnig vil ég benda á þann aug- ljósa möguleika til þess að auka framboð á félagslegu leiguhús- næði, að félagslegum eignaríbúð- um sem koma til endursölu verði einfaldlega breytt í leiguíbúðir. Með þeim hætti sparast sömuleiðis verulegt fjármagn vegna endursölu síðar meir á sömu íbúðum. Mér finnst það harla öfugmæla- kennd fullyrðing hjá Hilmari Guð- laugssyni að með því að breyta eignaríbúðum í leiguíbúðir sé verið að leggja félagslega íbúðakerfið niður. Sannleikurinn er nefnilega sá, að miðað við núverandi reglur leggur kerfið sig sjálft niður með tíð og tíma, séu ekki stöðugt byggðar nýjar íbúðir, því eins og alkunna er mega eigendur eignar- íbúðanna í dag selja þær eftir 30 ára samfelldan eignartíma. Slíkt myndi vitanlega ekki gerast, ef um leiguíbúðir væri að ræða. Það er því í rauninni augljóst, að það er miklu frekar breyting eignaríbúð- anna í leiguíbúðir sem festa myndi félagsíbúðakerfið í sessi. í þessu samhengi má velta því svolítið fyrir sér hvað muni gerast eftir rúm fjögur ár héðan í frá, þ.e. árið 1998, þegar heimiilt verð- ur að selja fyrstu framkvæmda- nefndaríbúðirnar í Breiðholti á frjálsum markaði, samkvæmt 30 ára reglunni. Ibúar þessara íbúða hafa búið við mjög lágan húsnæðis- kostnað, vegna þess að upphaflegu lánin eru óverðtryggð. Af þessum sökum get ég mér þess til að býsna stór hluti fyrstu eigendanna búi ennþá í sínum upprunalegu íbúð- um. (Um þetta hefur Húsnæðis- nefnd Reykjavíkur væntanlega nákvæmar tölur, sem fróðlegt væri að sjá.) Sé þetta rétt, þá er ljóst að frá og með árinu 1998 mun hefjast veruleg rýrnun á félagsíbúðakerf- inu í Reykjavík, vegna þeirrar stað- reyndar að þarna er um að ræða lögformlegar eignaríbúðir. Það er hins vegar deginum ljósara, að ef í upphafi hefði verið ákveðið að byggja leiguíbúðir en ekki eignar- íbúðir, þá vofði ekki yfir slík hætta á stórfelldri fækkun félagslegra íbúða. Olmusustefnan enn Hilmar Guðlaugsson orðar þá skoðun í grein sinni að félagslegt húsnæði skuli fyrst og fremst ætl- að lágtekjufólki og þeim sem sér- staklega þarfnast aðstoðar í hús- næðismálum. Þarna er gamla og góða „ölmusustefnan" enn einu sinni lifandi komin. Ég hef oft á prenti lýst andstöðu minni við þessa stefnu, sem mér þykir einkar ógeðfelld, og geri það hér með einu sinni enn. Ef við lítum svolítið í kringum okkur meðal þjóðanna beggja vegna Atlantshafsins, þá kemur í ljós að mjög skiptir í tvö horn um afstöðuna til félagslegs húsnæðis og hvernig að rekstri slíkra íbúða skuli staðið. Engilsaxnesku þjóð- imar reka félagslegt húsnæði sem jaðarhúsnæði og reyna að skera félagslega húsnæðisgeirann niður ef þeim þykir hann vera orðinn of stór. Slíkur skurður hefur sem kunnugt er staðið yfír í miklum paradís nýfijálshyggjunnar, Bret- landi, á valdatíma bæði Margrétar Thatcher og Johns Majors og hefur félagslegum leiguíbúðum þar fækkað um meira en eina milljón. Löngu áður, á sjötta áratugnum, skar ríkisstjórn íhaldsmanna í öðru engilsaxnesku landi, Nýja-Sjá- landi, félagslegar leiguíbúðir niður úr 20% í aðeins 5% af heildarfjölda íbúða þar í landi. Jón Rúnar Sveinsson „Með öðrum orðum, menn mega ekki selja húsnæðið fyrstu 30 ár- in, vilji menn losna úr húsnæðinu einhvern tímann á fyrstu 20 ár- unum, þurfa þeir í rauninni að borga með sér með skerðingu á upprunalegum eignar- hlut. Svona „eignarrétt- ur“ er að mínu mati álíka skjólgott plagg og nýju fötin keisarans!“ í meginlandsumfjöllun Mið- og Norður-Evrópu; Þýskalandi, Hol- landi, Sviss og Austurríki og sömu- leiðis í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð hefur afstaða til leiguíbúða og félagslegs húsnæðis verið allt önnur. Þar hefur grundvallarskoð- unin verið sú, að félagslegar leigu- íbúðir eða skyld húsnæðisform eigi að standa öllum til boða sem þess óska. Sú stefna hefur tekist best í framkvæmd í þremur þessara landa, Hollandi, Svíþjóð og Dan- mörku, sem búa við félagslegan húsnæðisgeira af stærðargráðunni 25-45% af öllu húsnæði. Það er reyndar athyglisvert að meðal hinna „germönsku" Norður- Evrópuþjóða er ekki endilega talað um „félagslegt“ húsnæði, heldur frekar um „íbúðir til almanna- nota“. Þannig tala Svíar eingöngu um „allmánnyttiga bostáder“ og Þjóðveijar gjaman um „geimeinn- útzig Wohnungsbau". Ég var fyrir viku staddur á samnorrænni náms- stefnu um framtíðarþróun íbúða- bygginga á Norðurlöndum, þar sem menn notuðu engilsaxneska hugtakið „social housing“ (félags- legt húsnæði) sem heiti á þeirri stefnu sem bæri að varast í hús- næðismálum, þ.e. þá stefnu að það húsnæði sem hér hefur verið kallað „félagslegt“ skuli einungis vera fyrir „þá verst settu sem þarfnast opinbers stuðnings af félagslegum ástæðum". Framtíðarhorfur félagslegra íbúða Góðu heilli hafa byggingar fé- lagslegra íbúða stóraukist á und- anförnum 6-7 árum. Ég tel að uppi séu skýr teikn um að því þurfi að halda áfram og jafnvel að auka enn hlut slíkra íbúðabygg- inga. Margir telja að 40-50% hlut- fall félagslegra íbúða í nýbygging- um sé of hátt, þeim hinum sömu má benda á að á valdatíma íhalds- stjórnar Pouls Schlúters í Dan- mörku var meðalhlutfall félags- legra íbúðabygginga 64% af öllum nýbyggingum. Fastheldni við þá blekkinga- kenndu einkaeign sem nú tíðkast í félagslega íbúðakerfinu er til- gangslaus og stuðlar einungis að því að gera kerfið stirt og óskil- virkt með óþarfa skriffinnsku í hvert einasta skipti sem fólk skipt- ir um íbúð. Leiguformið leysir þennan vanda og er miklu sveigj- anlegra fyrir t.d. ungt fólk sem gjarnan vill hafa aðgang að hent- ugu leiguhúsnæði fyrstu búskapar- árin, áður en það fer út í það að uppfylla hina íslensku „þegn- skyldu“ að eignast eigið húsnæði. Að lokum vil ég undirstrika það að ég tel einkaeign á húsnæði fylli- lega eiga rétt á sér á almennum húsnæðismarkaði, þó svo ég telji einkaeign á félagslegum íbúðum óþarfa og óhentuga. Það er þó æskilegt að ákveðið jafnvægi ríki í þeessum efnum sem tryggi það að almenningur hafi ætíð raun- verulegt fijálst val í húsnæðismál- um. Að mínu mati er hlutfall eigin húsnæðis hér á landi í rauninni óeðlilega hátt og neikvæður vitnis- burður um allt of mikla einhæfni í húsnæðisstefnu okkar. Ef við berum gæfu til þess á næstu árum og áratugum að auka hlut leigu- íbúða og skyldra eignarforma um t.a.m. 10-15% frá því sem nú er, þá tel ég það verða landsmönnum, ekki síst æskufólki þessa lands, til mikilla hagsbóta Höfundur er félagsfræðingvr. Falleg og gagnlegjólagjöf Fæst hjá öllum bóksölum Ensk-íslensk orðabók 34.000 ensk uppflettiorð íslensk-ensk orðabók 35.000 íslensk uppflettiorð 2.200 blaðsíður Saman í fallegri gjafaöskju á aðeins kr. 3.990.— Gagnleg og glæsileg jólagjöf, sem nýtist vel í nútíð og framtíð Orðabókaútgáfan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.