Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
51
Ölöf S. Eyjólfsdóttir
er hvort tveggja þekkt fyrir bein-
harða sagnfræði, önnur leturgerð
væri bara væmið Rósumál. Sögur
íslenskra erfðaprinsa, sem bæði
þora, geta og vilja keyra íslensku
þjóðina út úr myrkviði og hlekkjum
fátæktar.
Höfuadur er atvinnulaus.
eftir Ólöfu S.
Eyjólfsdóttur
Hvíslað hefur verið að öldnu
eyðsluseggirnir þarna í Seðlabanka-
höllinni séu orðnir karlægir og úr
tengslum við minnkandi þjóðarfram-
leiðslu, versnandi lífskjör og vaxandi
atvinnuleysi þegnanna. Heyrst hefur
líka að verð eins lúxusjeppa ásamt
vöxtum jafngildi daglaunum verka-
manns í 10 ár, en þetta eru bara
rætnar tungur. Þessir forfrömuðu
bóhemar Seðlabankans og ríkisfor-
stjórar hlusta ekki á neitt krepput-
al, það er úrelt tugga. Þeir vita að
þetta er bara gabb hjá honum
Dabba. Þessir nýju vormenn íslands
telja að nóg sé til að bíta og brenna
í þessu gósenlandi, við þurfum bara
að seilast eftir því. Hér eru hug-
myndir um leiðir til að borga kostn-
að og viðhaid 3-5 milljónkrónu lúx-
usjeppanna. Við getum efnt til jö-
klaralls á Vatnajökli og haft Seðla-
bankastjómendur, forstjóra Byggða-
stofnunar og Þjóðhagsstofnunar
ásamt kollegum þeirra á lúxusjepp-
unum í halarófu og sent um víða
veröld um gervihnetti sjónvarps-
myndir af þessum hentugu heim-
skautafarartækjum í stórbrotinni
jöklaparadís. Þarna gera torfæru-
tröllin minnstan usla því jökullinn
er síbreytilegur. Við látum jeppa-
framleiðendur í heiminum borga
vænar fúlgur fyrir auglýsinguna,
kannski íslenska ríkið fái verð torfæ-
rubílanna til baka, marga tugi millj-
óna og græði á öllu saman.
Við gætum jafnframt flutt
Byggðastofnun upp á Vatnajökul og
reist þar snjóbyrgi, Uppsali, á mörg-
um hæðum, með málmkvistum eins-
konar hvíldarheimili jólasveinanna
frá Esjurótum og aukið ferðamanna-
strauminn í leiðinni. í samvinnu við
SÁÁ getum við látið álfinn þeirra
fjármagna framtakið. Þjóðin er
ávallt reiðubúin til að styrkja lítil-
magnann og þaðan er stutt að
skreppa á jeppum í Silfurlax. Þjóð-
hagsstofnun mætti svo flytja til
Kröflu en þar er fyrir ónotað raf-
orkuver og kalla stöðina Ársali og
bæta þar við nokkrum friðunarspí-
rum og nýta sem aðsetur og íhugun-
arstöð handa efnahagsráðgjöfum
þjóðarinnar m.a. við athuganir á
beislun sólarorku, sjávarfalla og
vindorku, nógur er gusturinn á
Fróni, sem hitagjafa eins og Evr-
ópubúar beina nú sjónum að. Mér
eins og fleirum tekur sárt að fóma
Eyjabökkum griðlandi fugla og
hreindýra og Dettifossi sem er einn
stórfenglegasti foss í Evrópu í stór-
iðju og sæstreng handa orkuhungr-
uðum iðnaðarlöndum.
Harla lítið verður eftir af rómaðri
óspilltri náttúruflóru íslands þegar
þessir frammámenn hafa virkjað þá
9/10 til viðbótar sem Seðlabanka-
stjórarnir Jóhannes Nordal og Jón
Sigurðsson, fyrrv. iðnaðarráðherra
og fleiri hafa upplýst íslensku þjóð-
ina um að væru til athugunar (þeir
hafa nú einungis virkjað 1/10).
Landið er á góðri leið með að fara
sömu leið og íslenska krónan sem
hefur rýmað um 9/10 frá því sem
hún var 1981, þegar tvö núll höfðu
verið strokuð út.
Um aldamót sé ég fyrir mér þyrni-
gerði þéttriðinna víraskóga milli
íjalls og fjöru, kannski erlendir
ferðamenn komi til að beija með
eigin augum þann skúlptúr, enda
sveitir landsins að mestu komnar
undir vatn svo ekki þarf lengur að
hafa áhyggjur af uppblæstri.
Við þessa stofnanaflutninga
myndi skapast byggðajafnvægi í
landinu og allir hljóta að sjá að tor-
færutröllin vom brýn nauðsyn.
Stijálbýlisbúar hætta sínum barlóm
um að allar stofnanir séu hér á suð-
vesturhorninu. Þá getum við haldið
eftir Seðlabankastjórunum og fylgt
þeim þurrum fótum yfir Rauðarár-
stíg í hina nýju Versali. Því Seðla-
bankinn sem geymir fallvallt fjöregg
þjóðarinnar er ekki lengur öruggur
Fjölskylduspilið f ár!
Fyrirtæki, götur, verslanamiðstöövar,
banki, hús og hótel.
- þú getur eignast það allt í M0N0P0LY.
Fæst í bóka-, spila- og leikfangaverslunum um land allt.
Dreifing: Eskifell hf., sími 670930..
„Við gætum jafnframt
flutt Byggðastofnun
upp á Vatnajökul og
reist þar snjóbyrgi,
Uppsali, á mörgum
hæðum.“
í miðborginni þar sem uppreisnar-
seggir og skríll ganga berserksgang
um hveija helgi. Pískrað er um að
brýn nauðsyn sé að breyta nokkrum
auðum verksmiðjum í mannheldar
Bastillur í anda Loðvíks 14. Þarna
í loftsölum Versala, listaverkasafni
Seðlabankans, geta pótindátar í friði
dansað menúett kringum gullkálfinn
og tekið undir með Jónasi og Jör-
undi hundadagakonungi “Við gef-
umst aldrei upp þótt á móti blási ...
á íslandi við getum verið kóngar
allir þrír.“
Við þurfum svo að skrá sögur
þessara máttarstólpa, því að sögur
af almúgafólki á íslandi eins og
Salka Valka og Sjálfstætt fólk er
liðin tíð. Nú þörfnumst við nýrrar
sagnaaldar, sögur ættarveldis,
flokksbræðrasögur, ristar í Gullveig-
ar- og Helgu Guðrúnarletur en það
I
Eitt ódýrasta spd
eoundar á Islandt
sinnar teg
Spilið er þroskandi, skerpir athyglisgáfu,
þjálfar hugareikning og gengur út á klókindi, útsjónarsemi
og heppni leikmanns. Spilið er vandað og með íslenskum leiðarvísi.
HEILDSÖLUDREIFING: ISLENSKA VeRSLUNARMIÐSTÖÐIN HF.
GRENSÁSVEGI 1(> BAKHÚS, SÍMI (>87355, FAX 687185
Eru uppgangstímar
á Islandí í vændum?