Morgunblaðið - 14.12.1993, Page 52
52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
Kría liggur
með íslenska
fánann uppi
inni á lóni á
Morea, systu-
reyju Tahiti.
ÞAU Unnur Jökulsdóttir og Þorbjörn Magnússon lögðu enn í
hann á Kríunni, sigldu nú sjaldfarnar slóðir Islendingum, þvert
yfir Kyrrahafið frá Panama til Ástralíu. Komu til þessara
draumaeyja með nöfnum eins og Galapagoseyjar, Samoa, Tonga,
Fiji, Tahiti, Túamóton Takarova, Bora Bora o.s.frv. og segja frá
því í nýútkominni bók, Krían siglir um Suðurhöf. Þetta var
lokaáfanginn í átta ára siglingum um heimshöfin á bátnum, sem
Þorbjörn smíðaði sjálfur í Kaupmannahöfn meðan Unnur vann
fyrir þeim. Siglingin yfir Kyrrahafið var mikil ævintýrasigling,
sem tók þau heilt ár, enda þarf vegna fellibyljatímans að sæta
lagi lengsta áfangann, sem tók nær mánuð án þess að sæist til
lands. Á eyjunum hitta þau fólk og kynnast mannlifinu. I þeim
kafla sem hér er birt úr, „Mannlausa Paradísin Hanamenú", hafa
þau forðað sér undan tryggingafégræðgi lögreglusljórans í
Atúóna og lagt Kríunni við auða strönd.
KRTAN
ÍKYRRAHAFI
Þorbjörn vingast við íbúa á Galapagoseyju.
Ströndin í Hanamenú er ekki
árennileg að sjá héðan sem
Kría liggur, eina skútan á þröngum
fjallafirðinum. Samt er vindstilla
og varla gári á vatnsborðinu. En
langalda Kyrrahafsins tekur á sig
sveig hingað inn, hún reisir sig við
fjöruna með hvítkrullaðan kamb,
sogar sandinn undir sig með lang-
dregnum nið, heldur í sér andanum
eitt augnablik og fellur svo fram
með skelli og freyðandi hvissi.
Við erum kyrfilega akkeruð, utar
en þar sem aldan kennir grunns og
byrjar að skjóta upp kryppunni, tvö
út að framan og eitt aftur. Engu
að síður höfum við á okkur andvara
í nótt ef skútan skyldi draga akker-
in, hlustuðum á brimtaktinn og
beindum af og til ljóskastara til
lands til að átta okkur á afstöðunni.
Nú í björtu blasir við okkur þessi
sjón: Af hvítskúmandi ölduströnd
tekur við belti hárra teinréttra
pálmatijáa, svo breitt að ekki sér
í gegn milli stofnanna. Jöfn niður-
röðun þeirra bendir til plantekru.
Fyrrum bjó hér fjöldi fólks, tvöþús-
und manns höfum við heyrt.
Fyrir innan pálmaskíðgarðinn er
langur djúpur dalur, brattar hlíðar
með berum klettum efst, annars
virðist hann þéttgróinn iðjagrænum
skógi alveg þangað upp. Yst til
hægri liggur stígur upp frá strönd-
inni inn á milli pálmanna og við
ályktum að lendingin sé þar, enda
sandströndin í lægra lagi. Fjaran
er annars brött sem ber vott um
enn meira brim þegar svo stendur
á. Þetta er spurning um að komast
klakklaust í land og út aftur.
Brimlending er kúnst sem enginn
lærir óblautur. Að blotna einu sinni
eða oftar er jafn nauðsynlegt og
að detta til að læra að hjóla. Okkur
verður hugsað til sægarpanna sem
reru á opnum bátum frá hafnleysu-
ströndum eins og söndunum sunnan
á íslandi. Því miður hef ég ekki
erft þessa kunnáttu í litningunum
frá fomióður minni, Þuríði for-
manni, en það er þó mildi að fá að
æfa sig í að hvolfa báti og biotna
í hlýjum sjó.
Tvær stórar öldur hvor á eftir
annarri, þá kemur ein af millistærð,
síðan eru fjórar litlar í næstu stóru.
Vitlaust reiknað, sú þriðja er óvenju
stór í þetta sinn, hún endastingur
gúmmíbátnum og sendir okkur í
sandpússuðum kollhnísum upp á
ströndina. Gegnum sandinn í aug-
unum sé ég bátinn sogast aftur út
og draga Þorra með sér á maganum
því hann sleppir ekki bandinu, en
áður en áhyggjumar leiða til at-
hafna skríður hann skælbrosandi
og vel skírður út úr þeirri millistóru.
Líkt og allslausir skipbrotsmenn
sem skolað hefur á land á ókunnri
strönd fylgjum við stígnum inn í
kyrrsælan skugga pálmanna. Undir
þessum burðarstólpum breiddar-
gráðunnar er jörðin þakin dottnum
hnetum, sumstaðar skýtur grænu
pálmalaufi upp úr morknandi kös-
inni - sú jurt sem aldrei í birtu nær
því krónurnar mynda svotil sam-
fellt þak á fimmtu hæð ef hugsað
er um hús. Sem betur fer þarf ekki
að klífa þessi leggjalöngu tré til að
ná í kókoshnetumar, við tínum
nokkrar þeirra af jörðinni, hristum
og hlustum eftir gutli, sumar em
nýfallnar og fullar af vökva og
mat. Það er ekki auðvelt að opna
þær en ætti að vera hægt með hent-
ugu egggijóti. Með þetta óþijótandi
forðabúr mætti auðveldlega halda
í sér lífinu ef maður passar sig á
að verða ekki fyrir þeim í fallinu.
Eftir stuttan spöl á hlykkjóttum
stígnum opnast svo undursamleg
sjón að við föllum í stafi. Niður
hallandi klettaflúðir flæðir glitrandi
lækur milli stórblaða jurta og steina
og fellur í mjúkum fossi í fersk-
vatnslind umgirta villtum aldin-
garði. Þetta meistaraverk frá nátt-
úrunnar hendi er hringlaga laug
mynduð úr klettum og flötum stein-
um með tæru mittisdjúpu vatni yfir
svörtum sandi á botninum. Risa-
burknar og angandi blómjurtir
brydda bakka lindarinnar og allt
um kring hafa pólynesísk börn nátt-
úrunnar sáð sínum uppáhaldstijám.
Þar eru bananapálmar, papayatré,
pangúrínur, limafögur frangipani-
tré með hvítum blómum og önnur
hávaxnari framandi tré. Eitt þeirra
ber brauðaldin sem við sjáum hér
í fyrsta sinn. Grannir sólstafir skjót-
ast um glufur gegnum ilmandi for-
sælu ijóðursins, leika um laufín
þegar golan bærir gróðurþykknið
og dansa margbrotnir á sandbotni
lindarinnar.
Hvílík nautn að finna tært og
kalt uppsprettuvatnið á saltpækl-
uðu hörundinu, fara á kaf og fá sér
sætan sopa, teygja út höndina eftir
ilmandi rauðu blómi, eða hvítu -
og stinga því bakvið eyrað. Að
liggja svona í fullkomnum friði og
hlusta á lækjarniðinn og taktföst
ölduslögin á ströndinni í hæfilegum
fjarska, bera saman græna liti
laufsins og allavega löngun þess,
leggja sína bláu úthafssál í bleyti
í grænglansandi laufskrúðinu."
Polynesísk eldamenska
í Hanamenú dvöldu þau Unnur
og Þorbjöm í tvær vikur og líf
þeirra snerist um lindina. í ljósa-
skiptunum eitt kvöldið kemur lítill
hraðbátur fyrir víkurtána með tvo
hlægjandi og hrópandi Pólýnesa um
borð:
„Ótahikí og Zigí leika við hvern
sinn fingur. Nú skyldu þeir aldeilis
elda fyrir okkur að pólynesískum
hætti, í úmú, það er að segja í jarð-
ofni. Hjá Pólynesum voru það yfir-
leitt karlmennirnir sem elduðu mat-
inn en konurnar sáu um undirbún-
inginn og það var ekkert vandamál
hver ætti að þvo upp á eftir því
diskarnir voru einnota laufblöð og
hnífapörin vaxa á höndunum. Vjð
róum öll í land því svona veisla
krefst langs undirbúnings. Við Zígí
förum að sækja bananablöð, taró-
lauf og brauðaldin sem hann klifrar
eftir glæfralega langt út á greinarn-
ar. Á meðan grafa Otahíki og Þorri
djúpa holu í sandinn, klæða hana
að innan með steinhnullungum og
kveikja eld ofan í henni úr pálma-
laufi og þurrum tijágreinum. Með-
an viðurinn er að verða að glóandi
kolum afhreistrum við og flökum
fiskana, skerum niður ávextina sem
á að baka með og búum til kók-
osijóma sem bökunarsósu. Rifíð
kókoskjötið er bleytt upp í safa
fullþroska kókoshnetu og látið
trekkja þannig í nokkurn tíma áður
en ijóminn er kreistur úr með því
að tveir vinda á milii sín hreinan
Unnur í lindinni góðu í Draugadal. Hvílík nautn að finna tært og
kalt uppsprettuvatnið á saltpækluðu hörundinu...