Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.12.1993, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 Nokkur orð um sýslumannsembætti eftirJónH. Guðmundsson í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1992 er gert ráð fyrir verulegri hagræðingu og spamaði með fækk- un sýslumannsembætta. Sumt, sem sagt hefur verið um málið í fjölmiðlum síðustu vikur, fínnst mér nokkuð úr lagi gengið og langar mig því að leggja nokkur orð til málanna. Færri verkefni? Fullyrt h'efur verið að verkefnum embættanna hafí fækkað vegna aðskilnaðar dóms- og fram- kvæmdavalds. Það er rétt að einn gildur þáttur á verksviði embætt- anna hefur flust til sérstakra dóm- stóla. Önnur verkefni hafa komið í staðinn: Þjónusta sjúkrasamlag- anna 1988, aukin innheimta fyrir sveitarfélög og staðgreiðslukerfí skatta 1988, virðisaukaskattur 1990 og tryggingagjald 1991, svo nokkur atriði séu nefnd. Einnig hafa nokkur eldri verkefni embætt- anna stóraukist að umfangi á síð- ustu árum, svo sem mikil ijölgun fjámáma og auknar annir í upp- boðsmálum. Þessum nýju verkefnum hafa „Að mínum dómi eru þessar tillögur um fækkun sýslumanns- embætta reistar á afar veikum grunni. Ljóst er að ferðakostnaður mun aukast mikið við fækk- un embættanna og fleiri þætti mætti nefna, án þess að á því séu tök hér og nú.“ starfsmenn embættanna í flestum tilvikum tekið við með jákvæðum huga, möglunarlaust. Gjaldheimtur Með stofnun gjaldheimta víða um land um 1989 færðist innheimta á gjöldum til sveitarfélaga í stóraukn- um mæli inn í sömu stofnanir og innheimta fyrir ríkissjóð. Hér á Austurlandi var sú leið valin að Gjaldheimta Austurlands fól sýslu- mannsembættunum ijórum inn- heimtuhlutverk sitt. Athyglisvert er að hafa í huga að þetta gerðist án aukningar í mannahaldi. Já, ráðherra En sums staðar voru stofnaðar sérstakar gjaldheimtur s'em starfa sem sérstakar stofnanir undir yfír- stjórn fjármálaráðuneytisins. Þar er því hið opinbera innheimtukerfí tvöfalt; Gjaldheimtan undir stjórn íjármálaráðherra og sýslumaðurinn undir stjórn dómsmálaráðherra. Stjómkerfí landsins leyfír því tvöfalt innheimtukerfí, jafnvel í sama bæjarfélaginu, ef það heyrir ekki undir sama ráðuneytið. Hver er nátttröll? Ellert B. Schram segir í forystu- grein í DV 3. september að sýslu- mannsembættin séu mörg hver „nátttröll í gerbreyttum og upplýst- um heimi“. Þessi embætti gegna hlutverki á sviði löggæslu, tollgæslu, almanna- trygginga, innheimtu gjalda fyrir ríki og sveitarfélög, fógetaréttar, uppboðsréttar, sifjamála, þinglýs- inga og fleira. Þau sinna sínu lög- bundna hlutverki hvert á sínu svæði og ég sé ekkert sem bendir til þess að einhver þeirra séu steinrunnin nátttröll. Þvert á móti hafa ýmis verkefni þeirra vaxið að umfangi og kröfumar til þeirra eru meiri en áður, flölgun nauðungaruppboða og hjónaskilnaða í gerbreyttum og Stærsta hraðmót heims Skák Margeir Pétursson SJÖTÍU stórmeistarar voru í hópi rúmlega sex hundruð þátttakenda á stærsta hraðmóti heims í Oviedo á Spáni. Þeirra á meðal voru margir heims- þekktir skákmenn, svo sem Jan Timman, Indveijinn Anand og Júdit Polgar. Það varð þó Ana- tólí Vaiser, 44 ára frá Síberíu, sem nú teflir fyrir Frakkland, sem sigraði óvænt á mótinu. Hann vann til veglegra verð- iauna og tefldi síðan stutta skák við Júdit Polgar um það hvor þeirra hreppti nýja Opel Corsa- bifreið. Eftir miklar sviptingar réðu stáltaugar ungversku stúlkunnar úrslitum. Það vom tefldar þrettán um- ferðir og var umhugsunartíminn 45 mínútur á skákina. Margar vom því vel tefldar framan af en á síðustu mínútunum varð oft til- viljanakennt hvor fór með sigur af hólmi. Það vakti furðu margra að þessi tímamörk áttu ekki vel við Anand, jafnvel þótt hann sé talinn sneggsti stórmeistari heims og noti oft ekki nema 45 mínútur til klukkustund á heila kappskák. Hann var aldrei nálægt toppnum og þurfti góðan endasprett til að hljóta sjö vinninga. Nokkrar skáktölvur og forrit fengu að taka þátt á mótinu og var árangur þéirra nokkuð góður. Efst þeirra með 9‘/2 v. varð „Kóngurinn" sem er ekki fáanlegt á almennum markaði. Forritið lagði m.a. sjötta stigahæsta skák- mann heims að velli, Rússann Valerí Salov, sem er sestur að á Spáni. Salov gerði þau mistök að lenda í tímahraki og þá var ekki að sökum að spyija. Úrslit mótsins: 1. Vaiser, Frakklandi 11 v. 2. -5. Júdasín, Israel, Smagin, Rússlandi, Júdit Polgar og Kharlov, Rússlandi 10 ‘/2 v. 6—10. Smirin, ísrael, Timman, Hollandi, I. Sokolov, Bosníu, Salov, Rússlándi og Zagrebelny, Úsbekistan 10 v. Hannes Hlífar Stefánsson náði góðum endaspretti og varð í hópi þeirra sem hlutu 9 '/2 v. Hann vann stórmeistarann Milos frá Brasilíu í næstsíðustu umferð og gerði jafntefli við Predrag Nikolic frá Bosníu í þeirri síðustu. Gengi und- irritaðs var alveg öfugt farið. Eft- ir tíu umferðir hafði ég átta vinn- inga og var með efstu mönnum, en tapaði þá afar klaufalega í hróksendatafli með peði yfír og síðan einnig tveimur síðustu skák- unum. Tefldi fótbrotinn um bfl Sigurvegarinn, Anatólí Vaiser, byrjaði illa er hann tapaði fyrir Soffíu Polgar í þriðju umferð. En í lokin var hann óstöðvandi. Eftir að hafa tryggt sér sigurinn var hann svo óstyrkur að hann hras- aði og fótbrotnaði. Sama kvöld þurfti hann svo að tefla við Júdit Polgar um bílinn. Þar sem Júdit dró hvítt fékk hún 35 mínútur gegn 25 mínútum Vaisers, en honum dugði jafntefli til að fá bílinn. Þetta er nokkuð snjallt fyrirkomulag til að knýja fram úrslit. Vaiser var greinilega illa hald- inn uppi á sviði fyrir framan hund- ruð áhorfenda, en þrátt fyrir brot- ið náði hann að byggja upp vinn- ingsstöðu. En hann var of bráður á sér í tímahraki, fómaði fyrst peði og síðan skiptamun í tóma vitleysu. Hvítt: Júdit Polgar Svart: Anatólí Vaiser Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - e6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - Rc6 6. Rdb5 - d6 7. Bf4 - e5 8. Be3!? - a6 9. Ra3 - Hb8 10. Rd5 - b5 11. c4!? - b4 12. Rc2 - Rxe4 13. Df3 - f5?! 14. Bd3 - Rg5 15. Dh5+? - Rf7 16. f4 Júdit fær nú alls engar bætur fyrir peðið. Hún hefði e.t.v. átt að reyna 16. Bxf5!? — g6 17. Bxg6 — hxg6 18. Dxg6 með sókn- arfærum. I leiknum á undan var 15. Bxg5 betra. 16. - g6 17. De2 - Bg7 18. Dd2 - a5 19. 0-0 - 0-0 20. Hadl - Re7 21. fxe5 - Rxd5 22. cxd5 — dxe5 23. Bc5 — Rd6 24. Re3 - He8 25. De2 - e4 26. Ba6 - Be5 27. Hcl - Ha8! 28. Bxc8 - Hxc8 29. Hfdl - f4!? 30. Rg4 - Bg7 31. Da6 - Rf5 32. d6 - Dd7 33. Rf2 - e3 34. Rd3 - e2 35. Hel - f3? 36. gxf3 36. - Hxc5?? 37. Rxc5 - Bd4+ 38. Khl - Dxd6 39. Hxe2! - Hxe2 40. Dxe2 - Bxc5 41. Dc4+ - Kg7 42. Dxc5 - Dd2 43. Hgl - Df4 44. Dd5 - Rd4 45. De4 - Dd2 46. f4 - Kh6 47. b3 - Re2 48. Hfl - Rc3 49. Dg2 - Dd3 50. f5!? - Rd5? 51. f6 - Re3 52. f7 og svartur gafst upp. Karpov sigraði í Tilburg Anatólí Karpov, „FIDE-heims- meistari", sigraði á Interpolis- útsláttarmótinu í Tilburg er hann lagði Vasilí ívantsjúk að velli í úrslitum eftir framlengda viður- eign. Tveimur fyrstu skákum þeirra lauk með jafntefli og sömu- leiðis fyrri framlengingarskák þeirra. í þeirri seinni hafði Karpov svart og virtist hún lengst af jafn- teflisleg, en þá fléttaði hann lag- lega, Ivantsjúk drap eitrað peð og tapaði. Karpov hlaut því tæpar Qórar milljónir ísl. króna í verð- laun en ívantsjúk helmingi minna. upplýstum heimi, eru vel þekkt vandamál á íslandi í dag. Hvar er báknið? Ellert er tíðrætt um skrifstofu- bákn og segir að annaðhvort vilji menn spara eða ekki. Þorleifur Pálsson sýslumaður í Kópavogi hefur nú sett fram tölur um rekstrarkostnað embættanna per íbúa í umdæmum þeirra. Það sést að sum af minni embættunum eru meðal þeirra allra hagkvæm- ustu og ekkert samband virðist milli hagkvæmni og stærðar. Eru til aðrar leiðir? Ég er sammála markmiðum dómsmálaráðherra með tillögum sínum um sparnað í rekstri embætt- anna. En ég er ekki sammála þeim leiðum sem hann leggur til. Þó að flest embættin séu afar vel rekin í dag er ég sannfærður um að í flest- um embættum má fínna eitthvað í rekstri sem mætti laga. Mig grunar að ef rekstur hvers og eins embætt- is væri tekinn til skoðunar, með það í huga að skoða verkaskiptingu, stöðufjölda, yfírvinnu, ferðakostnað og fleira, mætti fínna leiðir til spamaðar. En tillögur dómsmála- ráðuneytisins um að stórskerða op- inbera þjónustu á níu tilteknum stöðum á landinu, fínnst mér bera vott um að eitthvað sé að í stjóm- kerfínu. Hugsanlega er ríkisrekst- urinn orðinn ofviða sjálfum sér. Verkefnin em svo fjölþætt og fjár- frek að hið opinbera hefur ekki efni á að stjóma honum. Það getur reynst dýrt. Mikilvægi embættanna? Ég held að dómsmálaráðuneytið og alþingismenn geri sér ekki grein fyrir mikilvægi sýslumannsembætt- anna. Hér á Austurlandi búa fímmtán þúsund manns. Þau fjögur embætti sem hér em, veita mikilsverða þjón- ustu fyrir íbúa fjórðungsins. Auk þess að sinna hinum lögskipuðu verkefnum sem áður em nefnd, veita þau íbúunum aðgang að opin- bemm upplýsingum á mjög víðtæku sviði. Við hér fyrir austan emm fjarri öllum stofnunum og ráðuneyt- unum sem em í Reykjavík og er því oft þægilegt að geta hringt á sýsluskrifstofuna. Þetta á einkum við um einyrkja, t.d. bændur og trillukarla, en á síðustu ámm hafa kröfur til þeirra um bókhald 0g skýrsluskil stóraukist. Þá er hér um geysivíðlent svæði að ræða og víða ótryggar vetrarsamgöngur. Af þessum ástæðum er ljóst að ein sýsluskrifstofa Austurlands myndi ekki þjóna þessu hlutverki nærri eins vel. Spuming um jafnrétti? Fyrir mér er staðsetning opin- berra þjónustustofnana einnig spuming um jafnrétti. Stundum sér maður hrokafull viðhorf Reykvík- inga í garð sveitahreppa og sjávar- þorpa í blöðum og nú nýverið í sjón- varpsþáttum. Eg held að það gleymist þeim stundum sem búa á Reykjavíkursvæðinu að fólkið „úti á landi“ á líka sinn rétt á opinberri þjónustu í heimabyggð. Að lokum Að mínum dómi era þessar tillög- ur um fækkun sýslumannsembætta reistar á afar veikum grunni. Ljóst er að ferðakostnaður mun aukast mikið við fækkun embættanna og fleiri þætti mætti nefna, án þess að á því séu tök hér og nú. Að lokum vil ég skora á alþingis- menn alla að kynna sér starfsemi sýslumannsembættanna um allt land áður en þessar róttæku tillögur eru samþykktar og verði þær breyt- ingar ekki gerðar nema með bestu manna yfírsýn. Þá mun vel fara. Höfundur er skrifstofustjóri sýslumannsembættisins á Seyðisfirði. Fundur um gæðamál ÚTFLUTNINGSRÁÐ Félags íslenskra stórkaupmanna boðar til fund- ar þriðjudaginn 14. desember kl. 12 í Skálanum, Hótel Sögu. Framsögumenn verða dr. Róbert Hlöðversson, Nýja skoðunarstofan hf. fjallar um Innra eftirlit í físk- vinnslufyrirtækjum - Gæðakröfur innan EB og Ágúst Guðmundsson, Bakkavör hf., fjallar um 150 staðla - áhrif gæðavottunar á markaðs- setningu afurða. ■ HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í fyrri gönguferð sína á miðviku- daginn 15. desember og verður gengið frá Ingólfstorgi út í Grand- hólma á stórstraumsfjöru. Gangan hefst við súlurnar á torginu kl. 13. Fylgt verður gamla strandlínustæð- inu út á Grandann og síðan fram Akureyjargrandann um kl. 13.30. Ekkert þátttökugjald. í seinni gönguferð Hafnargönguhópsins verður um kvöldið farið frá Ingólfs- torgi kl. 20.30 og gengið niður á Miðbakka og með ströndini inn á Hlemm. Þar verður litið inn til lög- reglunnar og starfsemi hennar kynnst. Síðan verður gengið niður Laugaveg, Bankastræti, Austur- stræti og á Ingólfstorg og skoðað í búðarglugga. I leiðinni verður leitað að ijúpu sem falin er í einhveijum glugganna. Viðkomandi búð verð- Iaunar þann sem fyrstur fínnur hana. Hálftíma fyrir báðar ferðirnar verður kynning á þeim og upphitun í skjólgarði Hafnarhúsportsins að vestanverðu, þ.e. kl. 12.30 og kl. 20. ■ HÓTEL ÖRK býður milli jóla og nýárs, dagana 27.-29. desember, á stutt námskeið fyrir fólk sem hef- ur ákveðið að hætta að reykja um áramótin og vill búa sig undir það með aðstoð sérfróðs leiðbeinanda. Einnig gæti námskeiðið hentað fólki, sem nýlega er hætt að reykja og vill búa sig undir það með aðstoð sérfróðs leiðbeinanda. Einnig gæti námskeiðið hentað fólki, sem er ný- lega hætt að reykja og vill sækja sér hvatningu og stuðning. Leiðbein- andi verður Ásgeir R. Helgason, sálfræðingur á Karólínska sjúkra- húsinu í Stokkhólmi, en hann þróaði og stýrði reykbindindisnámskeiðum Krabbameinsfélagsins um árabil. Námskeiðið hefst mánudaginn 27. desember kl. 15. Kennt verður 8 klst. samtals. Verð 2.500 kr. Þeir sem dvelja á hótelinu þennan tíma geta tekið þátt í námskeiðinu sér að kostnaðarlausu. Æskilegt er að menn skrái sig á námskeiðið sem fyrst, svo hægt sé að senda þeim undirbúningsgögn. ■ FANNÝ Jónmundsdóttir leið- beinandi hefur unnið og komið á markaðinn tveimur hljóðsnældum sem ætlaðar eru til að styrkja fólk með jákvæðri hugsun og hugarró. Hljóðsnældumar eru með klassískri tónlist og sjávarhljóði. Fanný hefur starfað sem leiðbeinandi sl. þijú ár. Hún er áhugamanneskja um endur- menntun, mannrækt og jákvæði. Hljóðsnældan ætluð fyrir daginn ... með hverjum degi líður þér betur og betur, jákvæði fyrir daginn er um 27 mínútur að Iengd. Hlustandinn fer í létta slökun, hlustar á tónlistina og sjávarhljóðið og endurtekur (já- kvæðar staðhæfingar), jákvæði sem byggir upp og styrkir hlustandann fyrir daginn. Hljóðsnældan sem ætl- uð er fyrir svefninn, ... þér líður betur og betur, hugarró er 20 mín- útna löng, dýpri slökun, þar slakar hlustandinn á fyrir svefninn með tón- list, sjávarhljóði og (jákvæðum stað- hæfingum), jákvæði og hugarró, sem er endurnærandi fyrir svefninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.