Morgunblaðið - 14.12.1993, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJÖDAGUR 14. DESEMBER 1993
55
Súrrealískt Súkkat
■ Félag áhugamanna um minja-
safn á Siglufirði hefur gefið út
jólakort með myndum af sögufræg-
um húsum og söltunarstöðvum.
Myndirnar á kortunum gerði
Orlygur Kristfinnsson, en þau eru
prentuð hjá Alprent Akureyri.
■ ÍÞRÓTTA- og tómustundaráð
hefur gefið út upplýsingabækling á
sex tungumálum til upplýsingar
fyrir nýbúa vegna opnunar á Upp-
lýsinga- og menningarmiðstöð
nýbúa að Faxafeni 12. Bæklingur-
inn og einnig plakati verður dreift
víðs vegar í Reykjavík og nágrenni.
Upplýsingabæklingur nýbúa.
Hljómplötur
Árni Matthíasson
Dúettinn Súkkat er sennilega
sérkennilegasta jurt íslenskrar
tónlistarflóru og lífgar hressilega
upp á annars frekar dauft plötu-
flóð fyrir þessi jól. Ýmis Súkkatlög
hafa verið leikin í útvarpi, þó helst
það lag sem einna mesta athygli
hefur vakið, Ég er kúkur í laug-
inni, þar sem þeir félagar njóta
reyndar liðsinnis KK Bands, en
útgáfa KK og félaga gefur ein-
mitt út fyrstu breiðskífu Súkkats,
sem heitir einfaldlega Dúettinn
Súkkat.
Súkkat er í raun tveir menn,
Hafþór og Gunnar, sem þykjast
vera einn; satírískur trúbadúr með
sérkennilegt eyra fyrir rytma og
tónaflæði. Alla jafna tekst þeim
félögum frábærlega upp í sínum
þykjustuleik og skiptir ekki
minnstu máli að súrrealísk kímni
sést ekki einungis í textum, heldur
fara þeir á kostum í söng- og lag-
línum laganna fjórtán á áður-
nefndum disk, þar sem laglínurnar
þræða oft óreglulega stíga, líkt
Kristján Kristjánsson, KK, kom
eins og ferskur andblær inn í ís-
lenskt tónlistarlíf með fyrstu
breiðskífu sinni, Lucky One, fyrir
tveimur árum. A þeirri plötu kvað
við nýjan tón, þar sem KK fléttaði
saman þjóðlegri tónlistarhefð víða
að, þó mest hafi borið á bandarísk-
um áhrifum. Þessi fyrsta plata
KK var með enskum textum, og
eilítill safnplötublær á henni. A
næstu plötu, Beinni leið, brá Krist-
ján fyrir sig íslenskum textum og
sló rækilega í gegn, því hún varð
ein söluhæsta plata síðasta árs og
hefur reyndar selst vel á þessu ári
líka. Það er því vonlegt að margir
hafi beðið með eftirvæntingu
breiðskífunnar Hotels Föroyar,
sem kom út fyrir skemmstu.
Kristján Kristjánsson hefur tek-
ið miklum framförum sem texta-
smiður síðustu misseri, eins og
heyra má í upphafslagi plötunnar
Álfablokkinni, bráðskemmtilegri
smámynd með lunknum texta.
og gönguleiðir í Búðahrauni, en
þeir félagar eru báðir Búðingar.
Flest laganna fjórtán á plötunni
eru fyrirtak, en þau lög sem síst
eru, Firra um kríuunga og Bak-
arí, hafa þó sitthvað við sig
skemmtilegt; Kríungafirran
skemmtilega súrrealískan texta,
Bakarí óvenjulega laglínu og Öku-
níðið dregur upp lýsandi mynd af
fyrirbæri sem allir þekkja. Bestu
lögin ná aftur á móti á æðra satír-
ískt plan, eins og til að mynda
lagið um Erkiíslendinginn Jóhann:
Loðnuvertíð lenti hann á / luntur
var í skapi hans þá / uppi á dekki
sagði aldrei orð / ekki heldur er
hann fór fyrir borð. Annað frá-
bært lag, besta Iag plötunnar, er
Steinaldarbyggðin, sem segir af
leit að steinaldarbyggð (í Búða-
hrauni?), með innskoti á framandi
tungumáli. Því næst að gæðum
kemur lagið um Þreyjarana á Snæ-
fellsnesi, sem á víst við þá sem
þraukuðu veturinn á Búðum, en
oft er erfitt að spá í textana, sem
virðast þá byggja á prívatkímni
og líklega eru víðar vísanir sem
Búðingar einir þekkja, sem er vit-
anlega nokkur skaði. Leiðangur-
Sumstaðar má þó fínna hnökra,
til að mynda í Spóanum, þar sem
hendingin: augun svo sár / svo
perlublá, vekur fleiri spurningar
en hún svarar. Þegar vel tekst til
er Kristján þó afbragðs textasmið-
ur, ekki síður en frábær lagasmið-
ur, og eins og heyra mátti á Beinni
leið er hann skemmtilega satírísk-
ur í hugsun. Þannig fá nokkrir til
tevatnsins á Hotel Föroyar, til að
mynda er fræg hamborgaraveisla
forsætisráðherra til umfjöllunar í
Beint í belginn, með skemmtilegri
kúrekasveiflu í undirleiknum. í
öðru lagi, Búmmsjagga, fá meðal
annars þeir sem róa á vísan ár
eftir ár á baukinn, og þar má fínna
bestu setningu plötunnar: Ég tek
við Vísa, gleðileg jól; sem ýtir
hraustlega við markaðshagkerfinu
og sölumennsku jólanna. Lagið
sjálft undirstrikar einnig skemmti-
lega textann þar sem gjömýttum
rokkfrösum er hrært úti til
skrauts. Eitt lag til er og skemmti-
bar er eftirminnilegt lag og lýsir
vel barhangsi í Reykjavík með
ýmsum háspekilegum athuga-
semdum: Frá og af er leiðin sýnd,
/ einkum þó þeim sem er hún týnd.
Og síðar: Allt sem skyldi en aldrei
var / er að rætast í engu inn á
Leiðangurbar. Víðar eru reyndar
eftirminnilegar setningar, til að
mynda í laginu í Vatnsmýrinni: í
Vatnsmýrinni, / þar em, engin
minni, / ekki einu sinni / um
drukknaða flugmanninn.
Kúkur í lauginni er eins og áður
segir fluttur með liðsinni KK
Bands og vel rafmagnað. Það er
og ókostur að rafmagnið er full
mikið og til að mynda var lagið
töluvert skemmtilegra eins og þeir
félagar fluttu það í Hótel íslandi
á útgáfuhátíð fyrir stuttu, með
einn sneril og kassagítara og
-bassa. Textinn í laginu er bráð-
skemmtilegur og víst að það er
ekkert grín að vera einkúka.
í Steinaldarbyggðinni er sú
gullvæga setning: Æ steinaldar-
byggð, / þú veldur mér hryggð,
en Súkkat veldur þvert á móti
mikilli gleði og vonandi að þetta
verði bara fyrsta plata af mörgum.
Umslagið er afbragð.
legt, þar sem menn geta dundað
sér við að leita að innblæstri. Nið-
urstaðan hlýtur þó allaf að verða
KK, þó ekki verði litið framhjá
mexíkóskum áhrifum. Textinn er
einnig skemmtilegur og skemmti-
lega vitnað í Bólu Hjálmar í þriðja
erindi hans. Kveðja fer í hóp sí-
gildra mansöngva, þar sem textinn
minnir óneitanlega á annað frægt
saknaðarljóð; söknuður og þrá
spinna með tónlistinni ógleyman-
legan seið. Annað rólegt lag er
Spóinn, með öllu átakanlegri
texta, en ekki síðra. Mánudagur
er spaugileg fylleríssaga, en eldist
ekki vel. Færðu þig nær er einfalt
lag og að mörgu leyti smellið, þó
ekki fari það í fyrsta flokk, en
síðasta lag plötunnar, Unaðslega
mannlegt, verður að teljast hrein
uppfylling.
KK Band hefur styrkst mikið
við að Björgvin Halldórsson gekk
til liðs við sveitina, og þó Hotel
Föroyar sé kannski ekki eins sterk
plata og Bein leið, þá helst fyrir
þá hnökra sem taldir hafa verið,
er hún engu að síður afbragðs
plata og eiguleg.
Dvöl á Hotel Föroyar
^ 'm
iÆfts* m lo m/fs W
é-J
fíi/Wmfm
19 9 3
Þegar þú sendir jólagjafirnar með
Póstinum í þessum umbúðum, greiðir þú
aðeins 335 kr. fyrir bæði umbúðirnar og
burðargjaldið óháð þyngd.
Þetta jólapakkatilboð gildir frá 1.-24.
desember 1993 og skiptir engu hvert þú
sendir pakkann hér innanlands. Svo lengi
sem hann er í þessum umbúðum kostar
sendingin aðeins 335 kr.
Komdu við á næsta pósthúsi, kipptu
nokkrum kössum með þér og þú hefur
valið eina þægilegustu,
öruggustu og
ódýrustu leiðina
til að senda
jólagjafirnar í ár. ‘ Má senda hvert sem ,
• er innanlands. »
\ Umbúöir stærð B J
t (23x31x12 sm.) t
* + burðargjald = 335 kr. 8
Jólapakka-
tilboð
frá
Póstinum
1
PÓSTUR OG SÍMI
Hestihnetur IV
hakko5ar
möiMflur
VfHýJdar
möwflur
Hokkaöar
^ornia rusmur
hesmnetur
Hestih netur
/lögur
tókosmjöí
möwflur
meðhýW
döðiur
f Bráðumkoma
l blessuðjólin...
55
o o o o
£5 25 2? 25 £5 25 25 25
O' o o o o o o o o o o
Viö spörum þér sporin
VELJUM ÍSLENSKTl