Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 59

Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 59 þessa góðu konu, alls sem hún var mér, allar peysurnar og húfurnar sem hún prjónaði og sendi mér vest- ur á Patreksfjörð og eftir að við flutt- umst suður þá var Dæja sem móðir mín, slík var umhyggja hennar fyrir mér og litla bróður mínum Óla Inga sem nú er látinn. Dæja mín tók lát hans ákaflega nærri sér eins og við öll. Já, ég minnist þess að þegar ég fékk flensu sem barn og þurfti að liggja í rúminu sagði ég: Mamma, hringdu í Dæju og segði henni að ég sé veik. Jú, óðar var Dæja komin með pakka handa mér, eitthvað að dunda við svo að mér leiddist ekki. Eða á bolludaginn, þá þrömmuðum við frændsystkinin á Grenimelnum upp á Sólvallagötu með bolluvend- ina. Þar biðu allir í rúmunum eftir að við kæmum að fiengja og fengum við bollur fyrir. Eða þegar Lárus fæddist þá var ég 10 ára. Hann er einkasonur Dæju og manns hennar, Sigurðar Hólm Guðmundssonar, sem nú er látinn. Og þegar ég fékk að halda á þessu litla kríli fannst mér ég hafa eignast annan bróður. En nú er þessi bróðir orðinn fullorðinn, giftur Valdísi Atladóttur sem reynd- ist tengdamóður sinni sérstaklega vel í veikindum hennar. Þau eiga þijú börn, Karólínu, sem er alnafna ömmu sinnar, Sigurð Hólm, sem heitir eftir afa sínum og óskírðan, sem fæddist aðeins fjórum dögum fyrir lát ömmu sinnar svo að Dæju auðnaðist aldrei að sjá hann. En þannig er lífið, einn kemur þá annar fer. Dæja var mikil félagsvera. Hún starfaði í Kvenfélagi Dómkirkjunnar til fjölda ára og basararnir hjá þeim voru hennar hjartans mál. Alltaf var hún að vinna eitthvað í höndunum sem hún gæti gefið á basara eða til annarra líknarmála. Einnig starfaði hún sem sjálfboðaliði að félagsmál- um aldraðra hjá Reykjavíkurborg frá upphafi. Þar veit ég að hún var vel liðin af öllum sem kynntust henni, því alltaf var hún og svo jákvæð. Dæja hafði aldrei veikst íyrr en á síðasta ári og fór að halla undan fæti er hún veiktist og náði sér aldr- ei eftir það. Það er ótrúlegt að lifa í 83 ár án þess að þurfa á læ'knis- hjálp að halda. En nú kveð ég þessa elskulegu frænku mína. Hafi hún þökk fyrir allt sem hún var mér og minni fjölskyldu og fjölskyldu Óla Inga. Guð blessi minningu hennar. Elsku Lárus, Valdís, Karólína, Sig- urður og litli frændi, ykkur vottum við, ég og mín fjölskylda, okkar dýpstu samúð. Guð styrki ykkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Málfríður Helga. ur. Vorum við miklir vinir og fórum við alltaf saman á sunnudagsmorgn- um í mjólkurbúðina fyrir ömmu og eftir að hafa farið í nokkrar heim- sóknir og borðað hádegisverð eydd- um við deginum í að gera eitthvað skemmtilegt og varð bíó ósjaldan fyrir valinu. Héldum við áfram að fara saman í bíó alveg fram á síð- ustu stundu og naut ég hverrar ein- ustu mínútu sem við áttum saman. Afi var ofboðslega nægjusamur og skorti hann alla eigingimi. Hann var sífellt að gefa manni hluti og ósjaldan laumaði hann að mér seðl- um þegar enginn sá til. Einnig var ég svo heppin að fá að ferðast er- lendis með bæði afa og ömmu. Þess- ar ferðir voru mér ógleymanlegar. Afi sparaði aldrei þegar það kom að okkur barnabörnunum. Hann bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og spurði mann óspart um hagi manns. Það skipti hann miklu máli að manni liði vel og skorti ekkert. Ég vil þakka Guði fyrir að gefa mér þessar stundir með afa, þær eru mér það dýrmætasta sem ég á og mun ég halda minningu hans á lofti svo lengi sem ég lifi. Ég ætla að segja börnum mínum hve lang- afi þeirra hafi verið yndislega góður maður og hve heppin ég var að fá að njóta hans þótt stutt væri. Með þessum orðum kveð ég minn kærasta vin og dýpstu ást mína í þessu lífi. Guð geymi þig, elsku afi. Rúna íris. Sigurður Jón Stef- ánsson - Minning Fæddur 20. ágúst 1927 Dáinn 6. desember 1993 Mánudagskvöldið 6. desember líð- ur mér seint úr minni, þegar mágur minn tilkynnti mér að tengdafaðir minn hefði þá um kvöldið látist. Ekki hafði mig grunað að hann hyrfi á braut, en af hveiju ekki? Mig setti hljóðan þar sem ég var að koma frá því að spila og var að fara heim þegar hann færði mér þessi tíðindi. Ekki ætla ég að tíunda ævi hans hér en það læt ég öðrum eftir sem þekkir hana betur. Þegar ég kynntist Sigga og Möggu og börnum þeirra á Meistara- völlunum þar sem við bjuggum í sömu blokk í kringum 1964, grunaði mig ekki að ég ætti eftir að reyna að skrifa minningargrein um Sigga. Ég kynntist náið dóttur þeirra og fluttist inn á heimili þeirra um það leyti sem við giftum okkur 1971. Mér var strax tekið sem einum úr fjölskyldunni því að þar stóð ávallt opið heimili fyrir alla. Siggi var mjög ræðinn maður og hafði alltaf tíma til að spjalla. Það voru ekki fá kvöldin sem við sátum saman og spjölluðum um lífið og til- veruna. Hann hafði ákveðna skoðun á lífinu, en gaf sér samt tíma til að hlusta á okkur hin sem höfðum aðra skoðun en hann. Það var mjög gam- an að þræta við hann um ýmsa hluti, því að ef hann hafði rangt fyrir sér viðurkenndi hann það þótt seint væri. Þegar við hjónin fluttumst í Breið- holtið 1973 kom hann mjög oft í heimsókn og virtist líka það vel að vera hér því að þau hjónin fluttust af Meistaravöllunum í kringum 1980 hingað í Gyðufellið. Ekki veit ég hvað á að segja á svona stundum, en er ekki best fyrir alla að fá að hverfa yfir móðuna miklu þegar sjúkdómur sem fyrr eða síðar leiðir mann í dauðann herjar á? Með þessum fátæklegu orðum vil ég votta Möggu tengdamóður minni og aðstandendum samúð mína. Alfreð Alfreðsson. Hann afi okkar er dáinn. Einn af þessu föstu punktum tilverunnar er horfinn á braut. Hann var búinn að vera mjög veikur undanfamar vikur og bjóst maður alltaf við því að kall- ið kæmi þá og þegar. Maður hélt virkilega að maður væri tilbúinn að takast á við það að hann félli frá. En það var sko ekki. Maður gerir sér ekki grein fyrir því fyrr en það gerist. Sorgin heltók mann gersam- lega á ólýsanlegan hátt. Hann afi var öðlingsmaður og gat maður alltaf leitað til hans. Hann hafði oftast svar við öllu sem hann var spurður um og studdi hann mann í gegnum súrt og sætt. Þó að hann sé horfinn yfir móð- una miklu veit ég að hann fylgist með okkur og styður við bakið á okkur það sem við eigum eftir ólif- að. Maður á eftir að sakna nærveru hans en það er gott að vita að hann er hættur að kveljast og fær að hvíla í friði. Blessuð sé minning hans. Sigurður Örn, Óskar Már og Hanna María.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.