Morgunblaðið - 14.12.1993, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
69
VELVAKANDI
SYNUM MINNINGU
JÓNS PÁLS
VIRÐINGU
ÞAÐ VAR virkilega skemmti-
legt að sjá svo vel tekið á
móti stórstjörnu okkar, Krist-
jáni Jóhannssyni, í þætti
Hemma Gunn, Á tali, sl. mið-
vikudagskvöld. ísland hefur
fengið stórgóða kynningu er-
lendis fyrir frábær afrek Krist-
jáns. En ástæðan fyrir því að
ég tek mér penna í hönd er
sú að annar íslendingur hefur
einnig kynnt okkar yndislega
land á erlendri grund með frá-
bærum afrekum, en það er
okkar einstaki Jón Páll Sig-
marsson, sem dó langt um
aldur fram. Jón Páll var mál-
svari heiðarleika og hollustu
og kom mörgu góðu til leiðar.
Flest íslensk börn tóku lýsi og
drukku mjólk, því það var jú
ekkert mál fyrir Jón Pál. Nú
fyrir jólin kom út bók um
þennan afreksmann, sem hver
Islendingur var rígmontinn af
á sínum tíma. Þetta er frábær-
lega góð bók sem á erindi til
allra íslendinga um allan
heim. Sýnum minningu Jóns
Páls þá virðingu að kaupa
bókina „Ekkert mál, söguna
bak við Jón Pál“.
SÁK
TAPAÐ/FUNDIÐ
Filofax tapaðist
SVART leðurfilofax hvarf úr
versluninni Kvöldúlfi, Sund-
laugavegi, sl. miðvikudag. í
filofaxinu voru m.a. skilríki,
kreditkort og ýmsar aðrar
upplýsingar sem eru eigand-
anum óbætanlegar ef þær
glatast. Sá sem veit um afdrif
filofaxins er vinsamlega beð-
inn að hringja í Gunnhildi í
síma 34880 eða heimasíma
684016.
Gullarmband tapaðist
GULLARMBAND tapaðist
þann 9. desember sl. annað
hvort á Landspítalanum eða á
leið þaðan að hárgreiðslustof-
unni Hárlínunni við Snorra-
braut. Finnandi vinsamlega
hafi samband við Corazon í
síma 671749.
Barnagleraugu fundust
BARNAGLERAUGU í svartri
umgjörð fundust á Miklatúni
sl. föstudag. Eigandi má hafa
samband í síma 26131.
GÆLUDYR
Týndur köttur
LITLI Jón er átta mánaða
kisa, svört að ofan en hvít að
neðan og á bringu, og með
hvíta týru í rófubroddinum.
Hann fór að heiman frá sér,
Sæbólsbraut í Kópavogi, 23.
nóvember sl. Hann er ómerkt-
ur en var með bláa hálsól þeg-
ar hann fór. Hafi einhver orð-
ið ferða hans var er hann vin-
samlega beðinn að hringja í
síma 642044.
í D A G
10-1839
KRINGL4N
LEIÐRETTINGAR
Röng mynd
í Morgun-
blaðinu á laug-
ardag birtist
mynd með
grein Þor-
steins Sig-
augssonar, þar
sem hann
svarar Mey-
vant Þórólfs-
syni. Mistök
urðu að mynd-
in með grein- Þorstemn
inni var af Slglaug880n-
Meyvant, en átti að sjálfsögðu að
vera af höfundi Þorsteini Siglaugs-
syni. Beðizt er velvirðingar á mistök-
unum.
Junior Chamber
Grein eftir Guðna Þór Jónsson,
Alþjóðlegur dagur Junior Chamber,
var birt á bls. 43 hér í blaðinu siðast
liðinn laugardag. Guðni Þór er lands-
forseti Junior Chamber á íslandi.
Höfundurnafn var misritað, Guð-
mundur Þór í stað Guðni Þór, sem
rétt er. Þetta leiðréttist hér með.
yinningstaur H.des. 1993
laugardaginn
1.
5af 5
3.
4.
FJÖLDI
VINNINGSHAFA
87
3.366
UPPHÆÐ A HVERN
VINNINGSHAFA
4,867. .165.
248.385
9.849
594
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
8.220.202 kr.
upplýsingarsImsvari91 -681511 lukkulína991002
Dóttir, ekki sonur
í texta með mynd úr myndasafni
Ólafs K. Magnússonar er birtist sl.
sunnudag, er sagt að séra Guðmund-
ur Óli Ólafsson hafi skírt tvo drengi
við vígslu Skálholtskirkju. Hið rétta
er að bam þeirra Júlíönnu Tyrfings-
dóttur og Halldórs Þórðarsonar á
Litla-Fljóti sem skírt var við vígsl-
una, er stúlka og heitir Björg. Er
beðist velvirðingar á þessum mistök-
Ódýrar, sígildar gjafabœkur
FOLKIÐ I FIRÐINUM
• Myndir af eldri Hafnfiröingum og æviágrip.
• Verð samtals kr. 5.200 fyrir öll þrjú bindin.
• Einnig fást einstök bindi á gömlu verði.
Sölustaður: Austurgata 10, Hafnarfirði, s. 50764.
TEXTI OG MYNDIR: ARNI GUNNLAUGSSON
■ - _
Fyrir þa
sem vifía
betri heilsu
mmm 'J e fjjj U 'íi
...hetra kynitf
I
10
‘q
form. fél. íþróttirjyrir aUa.
„Ragnar Tómasson erengum líkur. Hann
er sannkölluð jarðýta með eldmóð. Bókin
endurspeglar það. Hún á erindi til fólks."
forseti ÍSÍ.
„Mér fannst ég verða margs vísari við lestur
bókarinnar þó ég hafi stundað íþróttir sem
keppnismaður og mér til heilsubótar í
áratugi. Bókin er mjög hvetjandi og vel til
þess fallin að auka áhuga fólks og skilning
á gildi líkamsræktar."
Umdsliðsþjálfari í handkmttleik.
„Bókin er full af hagnvtum fróðltík fyrir
íþróttafólk, ekki s£st varðandi mataræði og
þjálfun. Kaflinn um tígin reynslu höfundar
er mjög góður.“
Agúsfa JoHrtson
StádtóiÁgfistu, og Hrafns .
\
jr
„Bók sem ég mæli með. Hún hefur að
geynia góðar og nútíinalegar upplýsingar
og er lesendum mikii hvatning til varan-
legra breytinga á UEsstfl til Ivættrar hefisu.“
Þú svalar lestrarþörf dagsins
á^um Moggans!