Morgunblaðið - 14.12.1993, Side 70
70
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
Hveragerði
með bestu
rekstaraf-
komuna
1991 og ’92
ÓRÁÐSTAFAÐAR tekjur Hvera-
gerðisbæjar árið 1992 námu rúm-
lega 21 milljón króna sem var
besta rekstrarafkoma allra sveit-
arfélaga árið 1992. Til að ná
þessu markmiði var allur rekstur
sveitarfélagsins endurskoðaður
og dregið úr fjárfestingum og
rekstarumfangi.
Nýlega er komin út Árbók sveit-
arfélaga sem sýnir m.a. rekstur og
afkomu sveitarfélaganna fýrir árið
1992. í fréttatilkynningu frá Hvera-
gerðisbæ segir að tekist hafi að
bæta fjárhagsstöðu bæjarins mikið
frá árinu 1989. Árið 1991 skilaði
Hveragerðisbær í óráðstöfuðum
tekjum kr. 23.280 á hvern íbúa og
kr. 12.704 á hvem íbúa árið 1992.
Dregið úr fjárfestingum
Til að ná þessu markmiði var
allur rekstur sveitarfélagsins end-
urskoðaður og dregið úr flárfesting-
um og rekstarumfangi, þar sem það
var hægt. Viðhald fasteigna, gatna-
og holræsakerfis svo og annað við-
hald var hins vegar aukið mikið til
að draga enn frekar úr rekstrar-
kostnaði þegar fram líða stundir.
Þrátt fýrir aukin viðhaldsverkefni
hefur Hveragerðisbæ tekist að skila
bestri rekstarafkomu bæjarfélaga
árin 1991 og 1992.
Jökuldal-
ur vel upp-
lýst sveit
Vaðbrekku, Jökuldal.
HREPPSNEFND Jökuldals-
hrepps gekkst fyrir tillögu bónda
í sveitinni um að reisa ljósastaur
við hvern bæ í sveitinni. Nú á
haustdögum er lokið við að reisa
alla staurana.
Hreppurinn kostar einn staur og
uppsetningu hans við hvem bæ en
nokkrir bændur hafa síðan keypt
aukastaur við bæi sína. Skólinn var
einnig vel upplýstur því þjóðvegur
nr. 1 liggur í gegnum hlaðið og
myndaðist oft mikil slysahætta í
skammdeginu.
- Sig. Að.
-----♦ ♦ ♦
Fyrirlestrar
um þjóðhætti
ÁRNI Björnsson þjóðháttafræð-
ingur og Símon Jón Jóhannsson
þjóðfræðingur halda fyrirlestra
á vegum félagsins Minja og sögu
í Norræna húsinu næstkomandi
þriðjudag kl. 17.
Ámi Bjömsson fjallar um efni
bókar sinnar Sögu daganna en í
henni er fjallað um merkisdaga árs-
ins og hátíðir. Símon Jón Jóhanns-
son fjallar um bók sína Sjö, níu,
þrettán, en þar er yfirlit yfir hjátrú
Islendinga í daglegu lífi.
Margir lögðu leið sína að trénu til þess að njóta ljósadýrðarinnar í skammdeginu.
Ljósin kveikt á Óslóartrénu
KVEIKT var á jólatrénu á Austurvelli sl. sunnudag að viðstöddu
fjölmenni. Sendifulltrúi úr norska sendiráðinu afhenti tréð og
að því búnu hófst skemmtidagskrá fyrir unga sem aldna.
Athöfnin hófst klukkan 16 og tréð fyrir hönd Óslóarborgar. Það
afhenti 0yvind Stokke sendifulltrúi voru svo tveir norsk-íslenskir
Hátt í fjögur þúsund manns fylgdust með þegar jólatréð á Austur-
velli var tendrað sl. sunnudag.
bræður sem hleyptu straumi á tréð.
Að því búnu lék Lúðrasveit Reykja-
víkur og borgarstjóri, Markús Órn
Antonsson, flutti þakkarávarp.
Þvínæst söng Dómkórinn og Ketill
Larsen og jólasveinar hans ráku
síðan smiðshöggið á skemmtunina
á þaki Nýja kökuhússins. Athöfnin
var fjölsótt enda var veður með
besta móti, taldist lögreglunni til
að um 4.000 manns hefðu lagt
leið sína niður á Austurvöll í ár.
Unga kynslóðin fylgdist andaktug með Katli Larsen og jólasvein-
unum á þaki Nýja kökuhússins.
Reykjavík vill ekki hefja
greiðslur til spítalaleikskóla
Borgarráð telur heilbrigðisráðuneyti ekki hafa fullnægt skilyrðum
REYKJAVÍKURBORG mun ekki greiða 6.000 krónur á mán-
uði með hverju barni á leikskólum sjúkrastofnana frá og með
næstu áramótum að afstöðu heilbrigðisráðuneytis til fyrir-
komulags á rekstri leikskólanna óbreyttri. Borgarstjóri, Mark-
ús Örn Antonsson, tilkynnti ráðuneytinu þetta með bréfi dag-
settu 8. desember sl. Markús Örn segir að boðað hafi verið
til viðræðna um málið af hálfu heilbrigðisráðuneytis og ættu
þær að fara fram eftir áramót. Hann segir borgina ekki geta
hafið greiðslur fyrr en vitað sé að hverju sé stefnt með þeim
viðræðum.
Nýr Dominos staður
DOMINOS pizza opnar í dag
klukkan 17 nýjan veitingastað
að Höfðabakka 1.
Frá nýja staðnum er ætlunin
að þjóna Breiðholti, Árbæ og
Grafarvogi. Sett hefur verið upp
sameiginlegt tölvuvætt símkerfi
milli staða fyrirtækisins við Grens-
ásveg og Höfðabakka til að flýta
fyrir pöntunum. Eins og áður er
markmiðið að fólk fái pizzuna
senda heim á innan við 30 mínút-
um.
Stefna heilbrigðisráðuneytis, að
borga 14.000 krónur á mánuði
með hverju því bami sem nú er á
leikskólum sjúkrastofnana þar til
það kemst af leikskólaaldri og
borga ekki með nýjum bömum sem
koma inn í staðinn fyrir þau sem
hætta, er að sögn Áma Sigfússon-
ar, formanns stjómar sjúkrastofn-
ana Reykjavíkurborgar og borgar-
ráðsmanns, óviðunandi.
Árni segir borgarráð hafa sam-
þykkt framlagið með því skilyrði
að heilbrigðisráðuneytið endur-
skoðaði þessa afstöðu sína, rekstri
leikskólanna yrði að öðrum kosti
sjálfhætt.
„Við setjum skilyrði um framlög
ráðuneytisins til að tryggja rekstur
leikskólanna til lengri tíma en eins
árs í þágu spítalareksturs. Við
leggjum áherslu á sérstöðu leik-
skólanna vegna reksturs spítal-
ans,“ segir Ami.
Ráðherra ætlaði að
sjá um opinber framlög
Inga Arnardóttir, lyfjafræðing-
ur á Borgarspítala og fulltrúi
starfsmanna og foreldra í vinnuhóp
um leikskólamál sem skipaður var
af heilbrigðisráðuneyti, segir að á
einum fundi hópsins hafí heil-
brigðisráðherra, Guðmundur Ámi
Stefánsson, svarað fyrirspurn um
hvort búið væri að semja um fram-
lag borgarinnar á þann veg að
hann myndi tryggja 20.000 króna
framlag opinberra aðila með hverju
barni á mánuði. „Við skildum það
öll þannig að ef 6.000 krónumar
kæmu ekki frá borginni þá myndi
hann sjá um þær,“ segir Inga.
Ekki náðist tal af heilbrigðisráð-
herra í gærkvöldi.