Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiDecember 1993Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 28.12.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.12.1993, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993 Skuldir Landsvirkjunar 52,5 milljarðar kr. Óheillavænleg þróun í fjármálum fyrirtækisins HEILDARSKULDIR Landsvirkjunar námu í lok september 52,5 millj- örðum kr., þar af eru um 50 milljarðar í erlendum skuldum. Aætlaðir raunvextir af lánum Landsvirkjunar á þessu ári nema 3,1 milljarði en verða 2,4 milljarðar á næsta ári. Skuldir Landsvirlqunar hækkuðu um 6,5 milljarða kr. vegna áhrifa gengisfellinga í nóvember 1992 og júní 1993. Örn Marinósson skrifstofusljóri Landsvirkjunar segir að ástæður þess að gripið sé til hækkunar á gjaldskrá fyrirtækisins um 3% um áramótin sé óheillavænleg þróun í fjármálum fyrirtækisins sem að hluta til er komin til vegna gengisfellinga, öðrum kostnaðarhækkunum og vegna umframfjárfestingar, þ.á m. Blönduvirkjun. Einnig hefur orðið veruleg raunlækkun á raforkuverði á síðustu árum eða um 42% síðan 1984 þegar verðið var hvað hæst. Launa- og rekstrarkostnaður yfírleitt verið miðaður við jafnvel Landsvirkjunar sem hlutfall af rekstrarútgjöldum er 25-30 prósent en 70-75% af útgjöldunum eru vaxta- greiðslur og afskriftir. Öm segir að þrátt fyrir hækkun gjaldskrárinnar verði verulegur halli á fyrirtækinu á næsta ári. Það væri ekki þörf fyrir þessa hækkun ef unnt væri að selja það rafmagn sem hægt er að fram- leiða í Blönduvirkjun. Hins vegar væri afkoman undir þeim mörkum sem rekstur Landsvirlqunar hefði VEÐUR þótt Blönduvirkjun væri ekki reiknuð með í dæminu. Gjaldskráin hækkað um 10% Síðast var hækkun á gjaidskrá Landsvirkjunar í ágúst sl. um 6% í kjölfar gengislækkunar í júní sl. og þar á undan var gjaldskráin hækkuð um 4% 1. janúar sl. í í kjölfar gengis- lækkunarinnar í nóvember 1992. „Þessar gjaldskrárhækkanir haldast því í hendur við gengislækkanir sem fyrirtækið er mjög viðkvæmt fyrir,“ sagði Öm. Skuldaaukning Landsvirkjunar vegna gengisfellinganna einna- sér nam um 6,5 milljörðum kr. og út- gjaldaaukning vegna þess er um 400 milljónir kr. á ári. „Ef við ætlum að ná þeirri útgjaldaaukningu inn með hækkun á gjaldskrá þyrfti að hækka hana um hátt í 10%. Auk þess hækka aðrir kostnaðarliðir, eins og erlend aðföng, og endurgreiðslubyrði af lán- um eykst einnig,“ sagði Örn. Almennur rekstrar- og viðhalds- kostnaður er áætlaður 1.974 milljón- ir kr. á næsta ári sem er um 136 milljóna kr. raunlækkun frá síðasta ári. Þá er ráðgert að draga úr fram- kvæmdum á næsta ári og áætlað að veija 110 milljónum kr. á árinu í samanburði við 374 milljónir á þessu ári. Þá var dregið úr iaunakostnaði á þessu ári um 30 milljónir kr., eink- um með niðurskurði á yfirvinnu. ■■ IDAG kl. 12.00 Heimild: Veöurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.30 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 28. DESEMBER YFIRLIT: Búist er við stormi á öllum miðum og djúpum. Um 750 km suður af Reykjanesi er vaxandi 973 mb lægð sem hreyfist norður en f'ðan norðvestur. Yfir Noregi er 1025 mb hæð. . PA: Austan- og suðaustannvassvíðri og rignmg eða slydda um norðan- vert landið en suðaustan kaldi og skúrir um Suðvesturlandið, annars hlýtt í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Suðaustanstrekkingur með éljum um iandið sunnanvert, en úrkomulítið verður á Norðurlandi og Vestfjörðum. Hiti um eða rétt undir frostmarki. HORFUR Á FOSTUDAG: Á gamlársdag er útlit fyrir að vindur snúist tii norðausturs með kólnandi veöri. Líkast til verður þurrt sunnanlands og vestan, en á Norður- og Norðausturlandi má reikna með étjagangi. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 18.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 980600. o Heiöskírt Léttskýjaö Hálfskýjað r r r * r * / / * / / / / r * r Rigning Slydda Alskýjað * * * * * * * * Snjókoma Skúrir Slydduél Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu ogfjaörimarvindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig v Súld = Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 (gær) Greiðfært er um allflesta þjóðvegi landsins en víða er mikil hálka á veg- um. Fært er um Vesturland, tíl Reykhóla og frá Brjánslæk til Patreksfjarð- ar og Bíldudals, en ófært er um Dynjandisheiði, Klettháls og Hrafnseyrar- heiði. Aðrar heiðar á Vestfjörðum eru færar nema Eyrarfjall. Fært er um Norður- og Norðausturland og fært er með ströndinni til Vopnafjarð- ar. Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru fær. Á Austfjörðum eru vegir víð- ast greiðfærir og ágæt færð er á Suður- og Suðvesturlandi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðín. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti vaður Akureyri 2 úrkoma Reykjavík 1 úrkoma Bergen 43 léttskýjað Helsinki 412 8kýjað Kaupmannahöfn 1 skýjað Narssarasuaq 419 léttskýjað Nuuk 411 Osló 49 léttskýjað Stokkhólmur 42 kornsnjór Þórshöfn 4 alskýjað Algarve 15 skýjað Amsterdam 4 rigning Barcelona 11 alskýjað Bertín 1 þokumóða Chicago 412 snjókoma Feneyjar 8 léttskýjað skýjað Frankfurt 3 Glasgow +1 þokumóóa Hamborg 1 rigning London 2 mistur LosAngeles 13 alskýjað Lúxemborg 2 skýjað Madrkf vantar Maiaga 15 skýjað Mallorca 11 rigning Montreal +30 léttskýjað NewYork 412 léttskýjað Orlando 2 þokumóða París 4 skýjað Madelra 15 súld Róm 10 heiðskírt Vín 0 snjókoma Washington 46 alskýjað Winnipeg 428 heiðskírt Morgunblaðið/Jón Sigurmundsson Rússneska skipið við bryggju í Þorlákshöfn í gær. Fremst á mynd- inni sér í skemmdirnar, sem skipið olli á suðurgarðinum. Þorlákshöfn Flutningaskip tók niðri og rakst á togara SJÓGANGUR og hvassvirði ollu 3.400 tonna flutningaskipi erfiðleikum í Þorlákshafnarhöfn í fyrrinótt. Skipið heitir Uglegorsk, er skráð á Bahamaeyjum, hefur rússneska áhöfn og er í siglingum fyrir Eimskip. íslenskur lóðs var um borð í skipinu sem komið var inn í höfnina og hafnarverðir búnir að taka við festum og binda skipið framan og aft- an en þegar skipstjórinn var að keyra skipið að bryggju hvessti skyndi- lega; festarnar slitnuðu, fyrst að aftan og síðan að framan með þeim afleiðingum að skipið rak frá þannig að það tók niðri við hafnargarðinn. Togarinn Jón Vídalín ÁR 1 var á Síðdegis í gær var orðið ljóst að stýri leið til veiða frá Þorlákshöfn þegar þetta var og var honum siglt að rússneska skipinu til að aðstoða við að ná því lausu. Vegna sjógangs rákust skipin saman svo að gat kom ofarlega á stefni togarans. Togarinn lagðist þá að bryggju en síðan voru togvírar hans festir við rússneska skipið og það dregið á flot með tog- spilinu. Að því búnu suðu skipveijar á Jóni Vidalín í gatið á stefninu en héldu svo til veiða. Rússneska skipið lagðist að og í gær voru kannaðar skemmdir á því. skipsins var í iagi en 2 af fjórum skrúfublöðum höfðu orðið fyrir skemmdum. Að sögn Jóhanns Al- freðssonar hafnarvarðar var ekki fullkannað hvort skemmdirnar væru svo miklar að hamlaði vinnslu vélar- innar en kafarar voru að kanna skemmdir fram eftir degi í gær. Skipið lagðist að til þess að lesta 5.500 rúmmetra af vikri sem það átti að sigla með héðan en lestun þess mun taka um 20 tíma. Óljóst var í gær hvenær það lætur úr höfn á ný. Eðvald Hinriksson sjúkraþjálfari látínn EÐVALD Hinriksson sjúkra- þjálfari lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði í gær. Eðvald fæddist í Tartu í Eist- landi 12. júlí 1911. Foreldrar hans voru Henrik og Anna Mikson og stunduðu þau veitingarekstur. Eð- vald kom til íslands árið 1946 sem háseti á skipinu Rositu, þá á leið til Bandaríkjanna. Rosita strandaði og Eðvald ílentist hér á landi í kjöl- farið. Hann kvæntist árið 1949 Sig- ríði Bjarnadóttur. Hún fæddist í Vestmannaeyjum 6. janúar 1921 og lést árið 1990. Eðvald starfaði alla ævi í tengsl- um við íþróttahreyfinguna á íslandi meðal annars við þjálfun knatt- spyrnu- og körfuknattleiksmanna. Hann opnaði fyrstu sauna-nudd- stofuna í Reykjavík. Þar sinnti hann nuddi og sjúkraþjálfun þar til hann dró sig í hlé árið 1988. Hann lætur eftir sig þijú böm. Sveinbjöm Beinteinsson allsherjargoði látínn SVEINBJÖRN Beinteinsson bóndi og allsherjargoði lést á heimili sínu á jóladag. Sveinbjörn fæddist 4. júlí 1924 í Grafardal í Skorradalshreppi í Borg- arfirði. Foreldrar hans voru Helga Pétursdóttir húsmóðir, fædd 15. september 1884 á Draghálsi í Svínadal, Borgarfirði, dáin 11. ágúst 1971 og Beinteinn Einarsson bóndi, fæddur 17. júlí 1873 í Litlabotni á Hvaifjarðarströnd, dáinn 1. desem- ber 1956. Sveinbjörn var búsettur á Drag- hálsi í Svínadal frá 1934 og var bóndi þar frá 1944. Hann var kvænt- ur Svanfríði Hagvaag. Þau skildu. Þau eignuðust tvo syni. Sveinbjörn var þjóðkunnugt skáld og liggja eftir hann margar bækur, bæði frumsamdar og safnrit sem hann vann. Hann var formaður Ung- mennafélagsins Vísis í 10 ár. Var í stjórn Ungmennasambands Borgar- fjarðar og Rithöfundafélags ísland um skeið og var í stjórn Skógræktai félags Borgarfjarðar frá 1977. Han var einnig forstöðumaður Ásatrí arfélagsins og allshejargoði fr 1972.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 295. tölublað (28.12.1993)
https://timarit.is/issue/126060

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

295. tölublað (28.12.1993)

Iliuutsit: