Morgunblaðið - 28.12.1993, Side 18

Morgunblaðið - 28.12.1993, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993 Hókus pókus heiðursmanna eftir Kristínu Á. Ólafsdóttur Orð skulu standa. Þetta er krafan sem fyrrum starfsmenn borgarfyrirtækisins Strætisvagna Reykjavíkur gera til borgarstjór- ans síns og fyrrum stjómarform- anns fyrirtækisins. Þegar starfs- mennimir fylgja henni eftir mæta þeir ákúram, óvild og jafnvel hót- unum um brottrekstur. Borgarstjórinn og fyrrverandi stjómarformaður 'sendu starfs- mönnum skriflegt loforð 7. júní sl. Þá vora þeir að boða sitt fagn- aðarerindi: Borgarfyrirtæki skal breytt í hlutafélag. Laun og rétt- indi starfsmanna skyldu verða þau sömu fyrir og eftir breytinguna. Nýtískulýðræði Svo kom hókus pókusinn. Einn daginn var fyrirtæki starfsmanna hætt að vera borgarfyrirtæki. í stjóm þess sátu ekki lengur kjörn- ir fulltrúar eigendanna, íbúa Reykjavíkur. Framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar, borgarstjór- inn, hafði valið, einn og sjálfur, nýja stjómendur. Fyrirtækið er eftir sem áður eign Reykvíkinga. En nú heitir það hlutafélag. Og stjómendur bera aðeins ábyrgð gagnvart fulltrúa hluthafanna. Fulltrúinn er borgarstjóri fyrir hönd borgarsjóðs og borgarstjóri sem stjómarformaður Aflvaka, hlutafélags í eigu Reykvíkinga. Þetta er að sögn sjálfstæðismanna nýtískulýðræði og það á að skila góðum arði í opinbera sjóði. En starfsmennimir í hinu gamalgróna, endurfædda fyrir- tæki Reykvíkinga höfðu ekki feng- ið traustar skýringar á því hvemig borgarstjórinn ætlaði að standa við loforð sitt. Allt í einu vora mættir til leiks menn frá Vinnu- veitendasambandi íslands og sögðust eiga að semja um kjör starfsfólksins. Þá varðaði ekkert um stéttarfélag starfsmannanna og sögðu samninga þess vera liðna tíð gagnvart hinu endurfædda fyr- irtæki. Það væri nefnilega gengið í VSÍ. Starfsmennimir yrðu að skilja að nú tilheyrðu þeir ASÍ, því VSÍ væri skuldbundið ASÍ og engum öðram. Fyrirtækið kæmi sko borginni ekki lengur við og því út í hött að vera að tala um eitthvert Starfsmannafélag Reykj avíkurborgar! Beiskur farsi En þessi farsi er ekki bara hlægilegur. Borgarstjórinn hefur nú svarað fyrirspurn okkar minni- hlutafulltrúanna um hvemig hann hyggist standa við loforð frá 7. Hlutabréfasj óðuriim Auðlind hf. Hlutafjárútboð í desember 1993 Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hf. var stofnaður í október 1990. Tilgangur sjóðsins er að skapa farveg fyrir samvinnu einstaklinga og lögaðila um fjárfestingar í hlutabréfum og skulda- bréfum fyrirtækja. Fjárfestingastefna félagsins miðar að því að 60-75% af eignum sjóðsins sé að jafnaði bundið í hlutabréfum og 25-40% í skuldabréfum. Útgáfudagur, nafnverð hlutabréfa og sölugengi: Gefin verða út ný hlutabréf að verðmæti 70 milljónir króna að nafnverði. Sölugengi bréfanna á útgáfudegi þann 17. desember 1993 er 1,12. Eignir sjóðsins og hluthafar: Eignir sjóðsins í lok október 1993 voru um 217 milljónir króna og fjöldi hluthafa tæplega 1600. Rekstraraðili: Dagleg stjórn sjóðsins er í höndum starfsmanna Kaupþings hf. Söluaðilar hlutabréfanna eru: Kaupþing hf., Kaupþing Norðurlands hf., afgreiðslur Búnaðarbankans og sparisjóðanna, Fjárfestingafélagið Skandia hf., Handsal hf., Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. og Verðbréfaviðskipti Samvinnubankans. Umsión með útboði: KAUPÞING HF Löggilt verbbréfafyrirtœki Kringlunni 5, sími 689080 Kristín Á. Ólafsdóttir „Þarna birtist annað höfuðmarkmið breyt- ingarinnar á Strætó: Möguleikinn á að keyra inn enn harðari lág- Iaunastefnu.“ júní. Það ætlar hann ekki að gera. Samningar St.Rv. um starfsald- urshækkanir gilda ekki lengur. Nú verður miðað við ASÍ-félög. Vagnstjóri sem ekið hefur í 17 ár hjá SVR hefði átt að fá launa- hækkun samkvæmt 18 ára starfs- aldursþrepi að ári. Það fær hann ekki samkvæmt svari borgarstjór- ans, því að í ASÍ-félaginu Sleipni er hæsta starfsaldursþrepið eftir 15 ára starf. Sömuleiðis þurfa vagnstjóramir sem vora að kom- ast í þriggja ára starfsaldurs- hækkunina að bíða þar til þeir hafa unnið í fimm ár og þannig mætti áfram telja. Orðin standa stutt Ætlar svo einhver að reyna að halda því fram að borgarstjórinn og Sveinn Andri Sveinsson, fyrr- um formaður SVR, séu að standa við orð sín við starfsmennina — að „... laun þeirra og rétindi verði þau sömu fyrir og eftir breyting- una“? Með kúnstum sínum hafa þessir „heiðursmenn" kippt fólk- inu úr stéttarfélaginu sínu og tek- ið af því launaréttindi sem það hafði áður sami um og áunnið sér. Orð borgarstjórans standa stutt. 18. nóvember sagði hann á fundi borgarstjómar: „Þar með er ekkert verið að útiloka það að umræddir starfsmenn geti orðið áfram aðilar að Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, það er ekkert verið að slá striki yfir þann mögu- leika, engan veginn ...“ 17. des- ember segir þessi sami maður í Ríkisútvarpið að áframhaldandi vera fólksins í St.Rv. sé „kolófær leið“. Láglaunastefna og einkavæðing Áhugi þessara yfírvalda á að koma fólkinu í ASI-félögin verður skiljanlegur þegar launatöflur t.d. Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis era bomar saman við samninga St.Rv. Hámarksgrannlaun vagn- stjóra era 9.000 krónum hærri á mánuði hjá Starfsmannafélaginu. Þama birtist annað höfuðmarkmið breytingarinnar á Strætó: Mögu- leikinn á að keyra inn enn harðari láglaunastefnu. Hinn draumur fijálshyggjufólksins í Sjálfstæðis- flokknum á að rætast innan tíðar: Einkavæðing þessa fyrirtækis okkar Reykvíkinga. Við sem látum okkur annt um almenningssam- göngur í Reykjavík verðum að fínna leiðir til þess að stöðva fars- ann áður en hann breytist í harm- leik. Höfundur er borgarfulltrúi Nýs vettvangs. Brettavog og BT handlyftari sambyggt í eitt tæki Hentug lausn fyrir vöruafgreiðslur og alla þá sem vilja vigta án þess að flytja brettin langa leið að voginni Vigtar og sýnir þyngdina í stórum og skýrum tölum um leið og brettið er sett á handlyftarann ' Búnaðurinn er hannaður og byggður til að þola kröftuga meðhöndlun Sýningarvog á staðnum WfflSÚMDB Krókhálsi 6 • Sími 91-671900 • Fax 91-671901 Þú svalar lestrarþörf dagsins á^um Moggansj_

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.