Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR Z8. DESEMBER 1993 Útboð samvinnuhlutabréfa eftir Sigurð Kristjánsson Vegna blaðaskrifa um hluta- bréfaútboð Kaupfélags Ámesinga vill undirritaður fara um málið nokkrum orðum. Það virðist fara fyrir bijóstið á ýmsum að samvinnufélög hafa með lögum nr. 22/1991 fengið rétt til útgáfu samvinnuhlutabréfa til þess að mynda svokallaða B- deild stofnsjóðs. Það voru að sjálf- sögðu mikil tíðindi þegar hin nýju lög voru samþykkt en hitt öllu minni tíðindi þótt einstaka kaupfé- lag hafi nýtt sér þennan rétt eða sé að undirbúa slíkt. Ekki virðist ástæða til þess að gera á einhvern hátt tortryggilegt þótt samvinnu- félag kjósi að gefa út hlutabréf eftir atvikum til þéss að treysta stöðu sína eða til ákveðinna verk- efna. Framkvæmd útboðs KA Hvað útboð KÁ snertir, var heildarfjárhæð B-deildar ákveðin í reglugerð kr. 200 milljónir og fyrsta útboð var þá 'A þeirrar upphæðar. Við töldum mjög eðli- legt að ganga eftir því hvort nú- verandi félagsmenn, starfsmenn og ýmis félög og samstarfsfyrir- tæki, hefðu áhuga á þessu fyrsta útboði KÁ. Útboðsgögn voru gerð með tilliti til þess að aðilar væru fyrir vel upplýstir um félagið að baki útboðinu og voru útboðsgögn- in unnin í samvinnu við lögg. end- urskoðanda félagsins. Kaupfélags- stjóra var falið af stjórn félagsins að annast kynningu sem gerð var með sérstöku bréfi og síðar leið- aragrein í fréttablaði KÁ, KÁ fréttum. Áður hafði, þ.e. í október 1992, verið sent bréf til allra fé- lagsmanna KÁ með upplýsingum um samvinnuhlutabréf og það 'V Stundiá líkamsrækt í eigin kver&! Að eiga kost á því að stunda leikfimi eða líkamsrækt í eigin hverfi er eitthvað sem ekki öllum býðst. Bæði getur það sparað tíma og gert konum kleift að stunda líkamsrækt á öðrum tímum en annars henta. Ef þú býrð í Breiðholti þá skaltu nýta þér þjónustu JSB í Hraunbergi. ■ Grænt kort. Grænt kort gildir í alla flokka alla daga vikunnar þar til flokkarnir eru fullsetnir. Þessi kort eru miðuð við þarfir þeirra sem vilja hafa sveigjanleika á mætingu og ástundun. irfir þeirra sem 00 Leikhorn fyrir krakkana í Hraunbergi. SUÐURVERI• HRAUNBERGI 4 Hringið og pantið kort eða skráið ykkur í flokka. Sími 813730 og 79988. „Ekki virðist ástæða til þess að gera á einhvern hátt tortryggilegt þótt samvinnufélag kjósi að gefa út hlutabréf eftir atvikum til þess að treysta stöðu sína eða til ákveðinna verk- efna.“ kynnt, hvaða afgreiðslu þetta mál hefði fengið á þeim tíma hjá Kaup- félagi Árnesinga. Að minnsta kosti tvö kaupfélög stóðu að hlutabréf- aútgáfu þegar á árinu 1992, Kaup- félag Eyfirðinga sem var með opið útboð og Kaupfélag Húnvetninga sem var með jokað útboð. í útboðs- gögnum KÁ var reksturssaga kaupfélagsins í 10 ár og 8 mánuði rakin og verður tæplega' sagt að staða félagsins, þegar útboðsgögn voru gerð, kæmi ekki fram. Fyrir þá sem áhuga hafa á afkomu kaupfélagsins er létt verk að skoða samanburð milli mánaða og ára og niðurstaðan hlýtur að vera sú að afkoman sé í líkum takti og síðastliðin ár. Við höfum reynt að falla ekki í þá gryfju að spá fyrir um afkomu fram í tímann eins og margir hafa farið flatt á. Við höf- um ekki lofað arði og við höfum ekki lofað hagnaði á yfirstandandi ári enda eru nýjustu fréttir þær að við verðum að afskrifa stofn- sjóð KÁ hjá Sambandinu að upp- hæð 15 milljónir. Samt horfa mál- in þannig að meiri líkur eru á því að kaupfélagið verði gert upp með hagnaði fyrir árið 1993, þótt ýmsa fyrirvara verði þar að hafa. Þáttur Verðbréfaþings og Seðlabanka Þótt ekki hafi borist athuga- semdir til kaupfélagsins frá Verð- bréfaþingi, mun það hafa beðið Bankaeftirlit Seðlabanka að kanna útboðið sem auðvitað var mjög eðlilegt. Niðurstaða Bankaeftir- litsins birtist okkur í bréfi og lítum við svo á að kaupfélagið sé á grænu Ijósi með það að ljúka út- boðinu á sömu nótum eins og við hófum það. Hins vegar hlýtur kaupfélagið að svara þeirri gagn- rýni sem það hefur orðið fyrir út af framkvæmd útboðsins með því Sigurður Krisljánsson að fá verðbréfafyrirtæki til þess að taka framhaídið að sér þegar frekari útboð kaupfélagsins koma til framkvæmda. Er þá væntanleg dreifing bréfanna til allra áhuga- samra kaupenda tryggð og sömu- leiðis þau umboðslaun sem við eig- inlega aldrei höfðum haft sér- stakan áhuga á að hafa af verð- bréfafyrirtækjum. Vonum við að samvinna KÁ við þessi fyrirtæki verði góð, enda betra þar sem 150 millj. bíða eftir því að komast í Landbúnaðarstefnan og innflutningur búvara eftir Gunnlaug Júlíusson Þorvaldur Gylfason prófessor við Háskóla Islands ritar greinar þijá daga í röð í Mogunblaðið í lok október þar sem hann fjallar um landbúnaðarstefnu liðinna áratuga og ítrekar áður þekktar skoðanir sínar um að opna beri fyrir óhindr- aðan innflutning búvara. Það er mjög umhugsunarvert í þessu sambandi að eins og greinar um landbúnaðarmál renna létt úr penna prófessorsins, þá hefur reynst ómögulegt að fá hann til að skiptast opinberlega á skoðun- um um landbúnaðarmál við full- trúa bændasamtakanna, þótt iðu- lega hafí verið eftir því leitað. Innflutningur búvara Eitt megininntak í greinum pró- fessorsins er að það markmið stjórnvalda að fullnægja sem mestu af búvöruþörf þjóðarinnar með innlendri framleiðslu hafi ver- ið rangt og byggt á óeðlilegri „ Að því ég best veit, þá snerist barátta Jóns forseta ekki síst um að hnekkja einokun Dana á viðskiptum við ís- land.“ hagsmunagæslu. Vitnar hann í því sambandi til Jóns forseta. í þessu sambandi má benda á tvennt. Að því ég best veit, þá snerisf barátta Jóns forseta ekki síst’ um að hnekkja dnokun Dana á viðskipt- um við ísland, þannig að erlend viðskipti væru fijáls, enekki bund- in við Dani eingöngu. I öðru lagi er rangt að láta líta út sem höml- ur á innflutningi búvara hafi verið eitthvað séríslenskt fyrirbæri. Þessi stjórnarstefna var viðtekin í öllum nágrannalöndum okkar. Stjórnvöld í Skandinavíu stóðu vörð um innlenda búvörufram- leiðslu með því að hindra óheftan innflutning búvara fram á síðustu BETRI & FALLEGRI Þér líður miklu betur með hreinni og fallegri húð! Fáðu faglega meðhöndlun. Það ber árangur. mm SNYRTI- OG NUDDSTOFA Hönnu Kristínar Didriksen Skeifunni 19, sími 678677 ár. Evrópubandalagið heldur enn í umfangsmiklar innflutnings- hömlur á búvörum til bandalags- ins. Þannig hafa hin Jandbúnaðar- pólitísku markmið á íslandi í engu verið frábrugðin því sem gerðist í grannlöndum okkar. Reynsla af óheftum innflutningi búvara í sambandi við þessa umræðu er forvitnilegt að skoða hvaða áhrif óheftur innflutningur búvara hefur haft löndum sem búa við áþekkar aðstæður og við gerum á íslandi, þar sem sú stefna hefur orðið ofaná. Nefna má Alaska sem dæmi. Þar þróaðist blómlegur landbúnað- ur fram eftir öldinni, þar til að tekin var ákvörðun á sjötta ára- tugnum um að opnað skyldi fyrir óheftan innflutning búvara til rík- isins frá öðrum ríkjum Bandaríkj- anna. Það hafði í för með sér að landbúnaður lagðist því sem næst af í Alaska, þar sem ódýrar inn- fluttar búvörur lögðu markaðinn undir sig, enda þótt veðurfar sé þar á ýmsan hátt hagstæðara til landbúnaðar en hérlendis. Á seinni árum hafa stjómvöld í Alaska tek- ið ákvörðun um að efla landbúnað þar á nýjan leik. Ástæður þess em aðallega þrennskonar: 1. Matvæli eru ekki lengur ódýr í Alaska. 2. Almenningur hefur ekki hug- mynd um hvað hann er að láta ofan í sig. 3. Það virðist vanta þá kjölfestu í þjóðfélagið sem landbúnaður skapar. Einnig má líta til Nýfundna- lands en þar eru aðstæður til land- búnaðar einnig á margan hátt mjög áþekkar og hérlendis. Þar tók útgerðaraðilinn um það ákvörðun fyrr á tímum að búvörur skyldu fluttar inn í stað þess að láta landbúnaðarframleiðslu þró- ast og dafna í landinu. Það hafa verið færð að því rök, m.a. í riti sagnfræðinema við Háskóla ís- lands (Sagnir 9. árg. 1988), að þessi uppbygging þjóðfélagsins hafí með öðru leitt til þess að það vantaði ákveðna kjölfestu í þjóðfé- lagið, enda missti það efnahags-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.