Morgunblaðið - 28.12.1993, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993
27
Markaðsrannsókn IM Gallup
87% hlynnt átaki í
virkjun orkulinda til
raforkuframleiðslu
MIKILL vilji er fyrir átaki í virkjun íslenskra orkulinda til raf-
orkuframleiðslu ef orkusölusamningur hefur verið tryggður, seg-
ir í niðurstöðu markaðsrannsóknar sem ÍM Gallup hefur gert
fyrir ICENET-verkefnið sem Reykjavíkurborg og þrjú hollensk
fyrirtæki standa að. 87% þeirra sem svöruðu sögðust vera mjög
eða frekar hlynnt átakinu. Ennfremur var spurt um afstöðu til
útflutnings á raforku og voru rúmlega 86% ýmist mjög eða frek-
ar hlynntir útflutningi.
Fram kemur að markmið rann-
sóknarinnar er að kanna afstöðu
íslendinga til virkjunarfram-
kvæmda og útflutnings á raforku.
Valið var tilviljunarkennt 1.090
manna úrtak einstaklinga af öllu
landinu á aldrinum 18 til 69 ára
og af þeim náðist til 760.
Eins og fyrr segir eru 87% mjög
eða frekar hlynntir því að stórátak
verði gert í virkjun íslenskra orku-
linda til raforkuframleiðslu en
10,3% eru frekar eða mjög andvíg-
ir. 2,6% eru hvorki með eða á móti.
Þá eru 86,2% mjög eða frekar
hlynntir útflutningi á raforku en
11,7% voru mjög eða frekar and-
vígir. 2,2% eru hvorki með eða á
móti útflutningi. Séu þessar tvær
spurningar bornar saman kemur
fram að tæplega 84% þeirra sem
eru mjög hlynntir stórátaki í virkj-
un eru einnig mjög hlynntir út-
flutningi á raforku.
Loks voru þeir sem eru á móti
eða tóku ekki afstöðu til síðari
spurningarinnar beðnir um að
svara til um afstöðu til útflutnings
á raforku ef slíkur útflutningur
skapaði framtíðarstörf í iðnaði og
þá dæmi tekið af kapalframleiðslu
sem möguleika. Reyndust þá rúm-
lega 61% þeirra vera hlynntir út-
flutningin. Ef spurningar tvö og
þrjú eru teknar saman kemur í
ljós að ef raforkuútflutningur
skapar framtíðarstöf þá eru 92%
landsmanna hlynntir útflutningi.
Erfiðleikar á verðbréfamarkaði í Japan
Sölutregða á ís-
lenskum æðardúni
ÚTFLUTNINGUR æðardúns hefur gengið treglega í ár og hefur
sölutregðan nú varað á þriðja ár. A aðalfundi Æðarræktarfélags
íslands voru sölumálin í brennidepli og leitað að ástæðum og leið-
um til úrbóta. Fram kom sú skoðun útflytjenda að erfiðleikarnir
stöfuðu af því að hátekjufólk í Japan, þar sem stærsti markaður
æðardúns er, hefði orðið fyrir áfalli á verðbréfamarkaðnum og
minnkaði kaup á munaðarvöru eins og æðardúnssængum.
Rætt var um að hefja sölu- og
kynningarátak erlendis og fékk
stjóm félagsins heimild til að
leggja á allt að 5% tímabundið
gjald á útfluttan dún til að standa
straum af því. Jákvætt er við sölu-
málin að umtalsverð dúnsala á sér
nú stað innanlands og er það bót
í máli fyrir æðarræktendur.
Sex meiddust
í árekstri
SEX voru fluttir á slysadeild
eftir harðan árekstur á Vestur-
landsvegi móts við Skálatúns-
heimilið að kvöldi jóladags.
Meiðslin voru ekki hættuleg, að
sögn lögreglu.
Tildrög slyssins vom þau að bíl
á leið í átt að Mosfellsbæ var ekið
inn í skafl sem skafið hafði í á
veginum og snerist við það og sner-
ist við það og þeyttist inn á gagn-
stæðan vegarhelming, í veg fyrir
fólksbíl á leið til Reykjavíkur. Þar
var fjögurra manna fjölskylda á
ferð en í bílnum sem slysinu olli
tveir menn. Allt fólkið var flutt á
slysadeild til aðhlynningar. Að
sögn lögreglu hafði fólkið hlotið
skurði og högg en meiðsli þess
voru ekki talin hættuleg.
Á aðfangadagskvöld var bíl
bakkað á dreng á fjórða ári fyrir
utan hús í Fossvogi. Drengurinn
meiddist á baki og fæti og var
gert að sárum hans á sjúkrahúsi.
22 umferðaróhöpp vora tilkynnt
Reykjavíkurlögreglunni um hátíð-
imar, í þremur þeirra slasaðist
fólk.
Á fundi Æðarræktarfélagsins
flutti Zophonias Þorvaldsson bóndi
á Læk erindi um dúnþvott. Hann
hefur hannað og smíðað dún-
þvottavél og gert tilraunir með
hana. Benti hann á nauðsyn þess
að þvo og fullvinna dúninn innan-
lands og flytja út sem fullunna
vöru, það er dúnsængur.
MÓTORVINDINGAR
og aðrar rafvélaviðgerðir
á vel búnu verkstæði.
RAFLAGNANÓNUSTA
í skipum, verksmiðjum
og hjá einstaklingum.
VANIR MENN
vönduð vinna, áratuga
reynsla.
Vatnagöröum 10 • Reykjavík
‘Er 685854 / 685855 • Fax: 689974
Ný þjónusta
við sjómenn
Stormfregn-
ir sendar frá
loftskeyta-
stöðvum
Á NÆSTU dögum tekur Veður-
stofa Islands upp nýja öryggis-
þjónustu við sjómenn. Á þriggja
stunda fresti munu loftskeyta-
stöðvar landsímans láta vita af
því á kallbylgju sinni, ef spáð er
stormi (9 vindstigum) eða meira
á einhveiju þeirra miða eða
djúpa sem eru næst þeirri stöð.
Strax á eftir verður gildandi spá
fyrir viðkomandi spásvæði lesin
á vinnubylgju stöðvarinnar.
Loðnuaflinn varð
467 þúsund tonn
RÚMLEGA 467 þúsund tonn af loðnu bárust á land á sumar- og
haustvertíð sem lauk 20. desember. Eftirstöðvar loðnukvótans
eru 522.214 tonn. Hólmaborg var aflahæst loðnuskipa með 27.542
þúsund tonn. Loðnuveiðar hefjast á ný 2. janúar ef ekki verður
af sjómannaverkfalli.
Afli íslenskra skipa á vertíðinni
var um 453 þúsund tonn en erlend
fiskiskip lönduðu hér rúmlega 14
þúsund tonnum. Verksmiðja SR-
mjöls á Siglufírði tók á móti mestu
magni, um 95 þúsund tonnum.
Hjá SR-mjöli á Seyðisfirði var tek-
ið á móti rúmlega 60 þúsund tonn-
um og hjá SR-mjöli á Raufarhöfn
um 59 þúsund tonnum.
Loðnuganga
Undir lok loðnuvertíðar fannst
töluvert af vænni loðnu úti fyrir
Norð-Austurlandi og var talið
hugsanlegt að stór loðnuganga
væri þar á ferð. Rysjótt verðurfar
varð þess valdandi að bátunum
tókst ekki að leita nema takmark-
að og er því óvíst hversu stór
loðnuganga er á ferðinni.
Þetta stormfregnaútvarp verður
alltaf kl. rúmlega 2, 5, 8 og 11
fyrir og eftir hádegi (kl. 3 eða 6
mínútur yfír) en einungis þegar
stormfregnir liggja fyrir. Stöðvarn-
ar sem annast þessa þjónustu eru
Reykjavík, ísafjörður, Siglufjörður,
Neskaupstaður, Hornafjörður og
V estmannaeyj ar.
Jafnframt verða allar veðurspár
og skeyti frá veðurstöðvum og skip-
um ávallt fyrirliggjandi á loft-
skeytastöðvunum og þangað geta
skipstjómarmenn því snúið sér til
að fá nánari upplýsingar en þær
sem stormfregnirnar veita.
Þess er vænst að þessi nýja þjón-
usta auki öryggi skipa nálægt land-
inu en auk þess mun þetta útvarp
ná mun betur en sendingar Ríkisút-
varpsins til farskipa og skipa á fjar-
lægum miðum, segir í frétt sem
Páll Bergþórsson, veðurstofustjóri
hefur sent Morgunblaðinu.
Jólaskraut, jólakerti,
jólatréskúlur, jólapappír,
jólaskreytingaefni o.fl.
(á meðan birgðir endast).