Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993 Frelsinu fegin NEMENDURNIR sjö ásamt kennara sínum, Ljúdmílu Selkova, sem mannræningjarnir létu lausa sl. föstu- dag þegar þeir höfðu fengið í hendur rúmlega 700 millj. kr. i lausnargjald. Fjórir mannræningjar handteknir í Suður-Rússlandi Gíslarnir heilir á húfí og lausnarféð náðist Moskvu. Reuter. FJÓRIR menn, sem voru um tíma með 12 börn og fjóra fullorðna i gíslingu, voru handteknir í Suður-Rússlandi í gær. Voru þá liðn- ir fimm dagar frá gíslatökunni en í millitíðinni höfðu þeir fengið greiddar rúmar 700 milljónir kr. í lausnargjald og þyrlu til um- ráða. Gíslarnir sluppu allir ómeiddir og mestur hluti lausnarfjár- ins náðist. Major styður „ástarráð- herrann“ JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að ekki kæmi til greina að setja að- stoðarumhverfisráðherrann Tim Yeo af en hann hefur við- urkennt að hafa eignast barn utan hjónabánds í júlí sl. Yeo hefur getið sér orð fyrir ötulan stuðning við íhaldssama^ fjöl- skyldustefnu Majors. Ýmsir áhrifamenn í íhaldsflokknum hafa gengið fram fyrir skjöldu og krafist afsagnar Yeos þar sem hann hafi orðið uppvís að framferði sem gangi þvert á stefnu flokksins um eflingu fjölskyldugilda. Jólahald 1 neyðarskýlum FJÖLDA akbrauta var lokað í París í gær og fyrradag vegna vatnavaxta í ánni Signu. Lítið vantaði á að yfirborð árinnar sleikti tær Zouave-styttunnar á Austerlitz-brúnni en þegar það gerist er neyðarástandi lýst yfir í borginni. Flóð í frönskum ám hafa valdið miklum erfið- leikum undanfarna daga og þúsundir fjölskyldna urðu að flýja heimili sín og halda jól í bráðabirgðaskýlum. Ottast um vís- indamann ÓTTAST var í gær um líf norsks vísindamanns, Josteins Helgestad, sem féll niður í sprungu á Suðurskautslandinu í fyrradag. Hann tekur þátt í leiðangri sem freistar þess að finna tjald sem Roald Amund- sen skildi eftir á Suðurpólnum árið 1911. Prestur sætir gagnrýni FAÐIR Paolo Turturro, prestur í Palermó á Sikiley, sem getið hefur sér orð fyrir baráttu gegn mafíunni, sætir harðri gagnrýni á Ítalíu. í stólræðu á Þorláks- messu sagði hann frá skriftum 22 ára manns sem játaði fyrir honum aðild að morði á dómar- anum Giovanni Falcone og baðst fyrirgefningar. Hins veg- ar hefur hann notfært sér laga- legan rétt sinn til þess að neita að gefa lögreglunni upp nafn viðkomandi. Hefur framferði prestsins kallað yfír hann reiði fjölmiðla, almennings, yfírvalda og kirkjuleiðtoga. Fórst í lend- ingu í Gyumri UM 40 manns biðu bana þegar Antonov AN-24 flugvél fórst í aðflugi að flugvellinum í Gy- umri í vesturhluta Armeníu í gærmorgun. Farþegafjöldi var óljós, talið að þeir væru rúm- lega 30 og fimm manna áhöfn var á flugvélinni. • • Oryggi Rússa sagt í hættu NÍKOLAJ Golúshko, yfirmaður öryggisráðuneytisins í Rúss- landi, sagði í gær að öryggi Rússlands væri í hættu vegna þeirrar ákvörðunar Borísar Jeltsíns forseta í vikunni sem leið að leysa ráðuneytið upp. Öryggisráðuneytið var áður öryggislögreglan KGB og þess í stað kom Jeltsín á fót gagn- njósnastofnun, sem Golúshko á að stjórna. Að sögn Ítar-Tass-fréttastofunn- ar voru mennimir frá Rússlandi, Kazakhstan og Mið-Asíulýðveldum og þeirra á meðal loftsiglingafræð- ingur, sem rekinn hafði verið úr starfí fyrir drykkjuskap. Hafði fréttastofan það eftir einum mann- anna, að hann væri sjúkur af al- næmi og hefði ætlað að nota lausn- argjaldið sem greiðslu fyrir læknis- aðstoð. Það var sl. fimmtudag, sem mennimir mddust inn í skólastofu í Rostov í Suður-Rússlandi skjót- andi upp í loftið og tóku gíslana, nemendur og kennara. Kröfðust þeir þyrlu til umráða og þegar þeir höfðu fengið hana, hlóðu þeir hana sprengiefni, sem þeir höfðu komið með_. I fyrstu sögðust þeir vilja fara til írans en stjórnvöld þar vildu ekkert með þá hafa. Með Spetsnaz-sveitir á hælunum Fyrst var flogið til Míneralíje Vodíj 400 km suðaustur af Rostov þar sem mannræningjarnir fengu lausnargjaldið greitt og í staðinn létu þeir lausa sjö nemendur og kennara þeirra. Næsti áfangi var Makhatsjkala, höfuðborg sjálf- stjórnarhéraðsins Dagestans, og eftir að þyrlunni hafðfverið lent í útjaðri borgarinnar flýðu mannræn- ingjarnir burt. Menn úr sérsveitum rússneska hersins, Spetsnaz-sveit- unum, voru aldrei langj; undan en þó tókst mannræningjunum að villa um fyrir þeim síðasta hálftímann áður en lent var í Makhatsjkala. Þeir fóm þó ekki lengi fijálsir ferða sinna því að tveir náðust í fyrrinótt eftir af hafa skipst á skotum við hermenn og hinir tveir gáfust upp nokkm síðar. Niðurstöður CIA-njósna N-Kóreu- menneiga kjarna- sprengjur Washington. Daily Telegraph. NORÐUR-Kóreumenn hafa að líkindum smíðað eina ef ekki tvær kjarnorkusprengjur, að mati bandarísku leyniþjón- ustunnar CIA. Frá þessu var skýrt í New York Times í fyrra- dag og þar segir að aðrar bandarískar leyniþjónustu- stofnanir séu sammála niður- stöðu CIA. Embættismenn í bandaríska utanríkisráðuneytinu draga hins vegar niðurstöðu CIA í efa og segja ályktun stofnunarinnar byggjast á verstu mögulegu for- sendum hugsanlegrar plútonfram- leiðslu Norður-Kóreumanna. Fréttin kemur á óheppilegum tíma fyrir Bill Clinton forseta sem lagt hefur áherslu á að leysa ágreining við Norður-Kóreumenn um kjarnorkuverkefni þeirra eftir pólitískum leiðum. Fallist hann á niðurstöður CIA mun það flækja samningatilraunir verulega. Að mati CIA hefur Norður- Kóreumönnum tekist að framleiða að minnsta kosti 12 kíló af plúton sem dugar í tvær sprengjur. Þá hafa tveir gígar greinst skammt frá kjarnorkuveri og virðist sem hefðbundin vopn hafi verið notuð til að sprengja þar kjarnorku- sprengjur. Haft er eftir bandarískum emb- ættismönnum að fullyrðingar CIA byggi ekki á beinum gögnum svo sem gervihnattamyndum, hlerun- um eða upplýsingum af vettvangi. Geta embættismennirnir sér þess til að stofnunin sé með þessu að verja sjálfa sig gagnrýni í framtíð- inni. Gagnrýni sem dynja myndi á CIA ef henni yfirsæist mikilvægur árangur Norður-Kóreumanna í kjarnorkuvísindum og sprengju- gerð. Grein í tímaritinu Nature Genetics þar sem m.a. er byggi á íslenskum rannsóknum Afanga náð í leit að meingen- um arfgengra blöðrunýrna NÝLEGAR niðurstöður um leit að og staðsetningu meingena, sem valda arfgengum blöðrunýrum, eru birtar í desemberhefti vísinda- tímaritsins Nature Genetics. Byggja niðurstöðurnar, sem taldar eru vera merkur áfangi á þessu sviði, meðal annars á íslenskum rannsóknum og meðal höfunda greinarinnar í tímaritinu er Ragn- heiður Fossdal, líffræðingur í erfðafræðideild Blóðbankans. í ís- lenska rannsóknarhópnum eru auk Ragnheiðar þeir Magnús Böð- varsson læknir og Páll Asmundsson yfirlæknir á skilunardeild Landspítalans, Jóhann Ragnarsson læknir á lyflækningadeild Borgarspítalans og prófessor Ólafur Jensson, forstöðumaður Blóðbankans. í greininni í Nature Genetics er sagt frá því að ákveðið svæði á litningi númer fjögur hafi að geyma meingen, sem veldur arf- gengu blöðrunýra í um það bil 20% af fjölskyldum, sem greinst hafa með þessa tegund nýrnasjúk- dóms. Ólafur Jensson, forstöðumaður Blóðbankans, segir að um 20% sjúklinga á skilunardeild Land- spítalans með algjöra nýrnabilun um eða eftir miðjan aldur séu með arfgeng blöðrunýru og þurfi oft langvarandi meðferð í gervinýra og nýmaígræðslu. Fyrir fjórum árum stofnuðu erfðafræðideild Blóðbankans, lyijadeildir Landspítalans og Borgarspítalans til samvinnu við rannsóknahópinn „Samstillt átak“ (Concerted Action) í Leiden í Hollandi, en það er samvinnuhóp- ur ríkja Evrópubandalagsins, EB og fleiri ríkja um sameindaerfða- fræðilegar rannsóknir á arfgeng- um blöðrunýrum. Hefur „Sam- stillt átak“ notið styrkja frá vís- intíasjóðum EB um árabil. Markmið rannsóknanna er að fínna og einangra meingen sjúk- dómsins og bæta með því grein- ingu og meðferð hans og veita fjölskyldum nákvæmari erfðar- áðgjöf. Einangrun meingens arf- gengra blöðrunýrna er einnig lyk- illinn að framtíðartilraunum til að lækna sjúkdóminn með genlækn- ingu. Fyrr á þessu ári var fyrsta áfanga við þessa meingenaleit hér á landi lýst í grein í fræðiritinu Human Genetic. Kom þar fram að af sjö fjölskyldum með arfgeng blöðrunýru, sem eiga ættarrætur af ýmsum stöðum á landinu, eru fjórar með meingen sjúkdómsins á litningi sextán en þijár ekki. Ein af fjölskyldunum þremur lagði til mikilvægar upplýsingar fyrir hina nýju staðsetningu annars meingens arfgengra blöðrunýrna á litningi fjögur. Að sögn Olafs er framlag ís- lenska rannsóknarhópsins mikið og athyglisvert. Með þessu starfi hafi tekist að nýta sjúkdómsgrein- ingar íslenskra nýrnasérfræðinga, sem þeir hafa gert á þessum sjúk- dómi undanfarna tvo til þrjá ára- tugi. Rannsóknirnar hafi notið mikilla ættfræðiupplýsinga frá Erfðafræðideild Háskólans í geð- deild Landspítalans og ekki síst hafi rannsóknarstarfið fengið ómetanlegan stuðning íjölskyldn- anna, sem hlut eigi að máli og eigi um sárt að binda vegna sjúk- dómsins. Vísindaráð hefur veitt styrki til þessara rannsókna og rekstrar- stjórn og námsmeðferðanefnd Ríkisspítalanna hafa lagt rann- sóknunum til stuðning. Ólafur segir greinina í Nature Genetics vera upphafið að nýjum áfanga í þessum mikilvægu rann- sóknum, sem stundaðar eru af miklu kappi, aðallega í Evrópu og Bandaríkjunum. „Það ætti að vera metnaðarmál að gera hlut okkar í þessum rannsóknum sem bestan eftir áfanga þann, sem nú hefur náðst með rannsóknastarf- inu hérlendi og erlendis,“ sagði Ólafur að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.