Morgunblaðið - 28.12.1993, Síða 39

Morgunblaðið - 28.12.1993, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1993 39 aðir sem eru í hjúskap/sambúð mun betur settir efnahagslega en aldraðir sem búa einir. Konur eru í miklum meirihluta aldraðra sem eru einir í heimili. Gamlar könur á Norðurlöndunum eiga hins vegar það tromp upp í er- minni, að hafa traustari félagsleg tengsl og eiga meiri samskipti við aðra en karlkyns jafnaldrar þeirra. Þær eru því betur settar einar að mörgu leyti en karlarnir. En þær eru ekki eins auðugar og karlamir í ver- aldlegum gæðum talið — þar er mik- ill munur á. Að lokum Þróunin er í grófum dráttum sú sama hér og á hinum Norðurlöndun- um. Við erum nokkrum skrefum á eftir, en fetum dyggilega í fótspor bræðra okkar og systra þar. Er það alltaf eftirsóknarvert? Við erum t.d. ekki komin eins langt í uppbyggingu heimaþjónustu við aldraða og hinar Norðurlandaþjóðirnar. Því ættum við að vera þess umkomin að varast hættur, t.d. sem lúta að mismunun kynja í heimaþjónustu við aldraða. Aldraðir hérlendis eiga möguleika á því að vera, og eru, virkir í atvinnu- lífinu mun lengur en aldraðir á hinum Norðurlöndunum. Er það af hinu góða, eða er það sprottið af illri nauð- syn? Spurninga af þessu tagi er gagnlegt að spyija og svara. Hvert viljum við stefna og að hverju viljum við stuðla í málum aldraðra? Helstu heimildir: 1) „Gamle kvinner i Norden. Deres liv i text og tall“. Helset, A. (red) Norsk geronto- logisk institutt. Rapport 6-1991. 2) Pálmi Jónsson öldrunarlæknir. Erindi um niðurstöður úr vistunarmati. Haldið á þingi um „Circumpolar Health" 1993. 3) Szebehely, M.: „Hemtjánst eller anhör- igvárd. Förándringer under 80-talet“. Soc- ialstyrelsen, Stockholm, 1993. Höfundur er félagsfræðingur sem starfar hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur og Háskóla Islands. Vestur-Húnavatnssýsla Aðventu- tónleikar Tónlistar- félagsins Hvammstanga. TÓNLISTARFÉLAGIÐ stendur fyrir tónleikum í hverjum mán- uði. Undanfarin tvö ár hafa fyrir- hugaðir desembertónleikar með aðkomnum tónlistarmönnum fallið niður bæði vegna veðurs og annars. Var því ráðist í að efna til tónleika með heima- fengnu efni. Fram komu nemendur Tónlistar- skóla V-Hún., bæði sem einleikar- ar, í lúðrasveit undir stjórn Hjálm- ars Sigurbjörnssonar og hljómsveit, Brassbandið, undir stjórn Björns Traustasonar. Skúli Einarsson flutti frumsamið lag með aðstoð dætra sinna og Eggert Antonsson söng einsöng. Mæðgur frá Gauksmýri sungu saman og kirkjukórar Mel- staðar- og Staðarbakkakirkju, Kirkjukór Hvammstanga og Kirkju- kór Víðidalstungukirkju sungu nokkur lög, sá síðasttaldi frumsam- ið lag eftir söngstjóra sinn, Guð- mund St. Sigurðsson. Foreldrafélag nemenda í lúðra- sveitinni seldi veitingar í hléi, til eflingar ferðasjóði. Mjög ánægju- legt er að sjá og heyra, hve mikið er af efnilegu tónlistarfólki í hérað- inu, ekki hvað síst af yngri kynslóð- inni. - Karl Ljósmynd: Hreinn Hreinsson HJÓNABAND. Gefin voru saman þann 16. október sl. í Hallgrímskirkju af sr. Hjalta Guðsmundssyni Sjöfn Haraldsdóttir og Ármann Ármanns- son. Heimili þeirra er í Víðihlíð 6, Reykjavík. Brúðarbörnin eru systkina- börn brúðarinnar. Ný námskeið að neriast -sniðin aá mannleöum [ðörfun WggBm KORTAKERFIÐ ■ Rautt kort. Rauða kortið eru likast þvi sem óður gerðist hjó okkur i JSB. Þetta kort hentar þeim konum i sem eru tilbúnar að binda sig við tvo I ókveðna tima i viku, en auk þess geta þær svo mætt í tvo frjálsa tima á föstu- dögum og laugardögum. Rauð kort hafa forgang i þann flokk sem viðkomandi skráir sig i. Skráning er takmörkuð. ■ Grænt kort. Grænt kort gildir í alla flokka alla daga vikunnar þar til flokkarnir eru fullsetnir. Þessi kort eru miðuð við þarfir þeirra sem vilja hafa sveigjanleika á mætingu og ástundun. TOPPI TIL TAAR Uþþbyggilegt lokað námskeið. Fimm timar í viku, sjö vikur i senn. Strangur megrunarkúr sem fylgt er eftir daglega með and- legum stuðningi, einkaviðtölum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lifsvenjur. Heilsufundir þar sem farið er yfir förðun, klæðnað, fram- komu og hvernig á að efla sjálfstraustið. Þetta nómskeió er eingöngu ætlað þeim konum sem berjast við aukakilóin. T T námskeiái<3 Barnapössun , í Suðurveri -»\0A- alla daga frákl.9-16. Leikhorn fyrir krakkana í Hraunbergi. ' hefur vej(t rgum konunt n ár°dgur. SUÐURVERI• HRAUNBERGI 4 Hringið og pantið kort eða skráið ykkur í flokka. Sími813730 og 79988. Fjárhagslegt jafnvœgi allt árið: Útgjöldum ársins dreift á jafnar mánaðargreiðslur H EIMILISLINA N BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.